Aðalfundur Stjórnvísi 2020 verður haldinn í Teams 6. maí kl.12:00-13:00.
Skráningu á fundinn þarf að vera lokið í síðasta lagi fimmtudaginn 5.maí kl.17:00. Ástæðan er sú að staðfesta þarf að fundargestir séu örugglega félagar í Stjórvísi. Sendur verður linkur á þá sem hafa skráð sig rétt fyrir viðburðinn.
Óskað er eftir framboðum til stjórnar Stjórnvísi starfsárið 2020-2021(2) frestur til framboðs rennur út 29. apríl 2020.
Eitt framboð hefur borist í embætti formanns fyrir starfsárið 2020-2021:
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, deildarstjóri viðskiptalausna hjá Advania. Aðalheiður er núverandi formaður Stjórnvísi.
Á síðasta aðalfundi voru eftirtaldir aðilar kosnir til tveggja ára í stjórn Stjórnvísi:
- Guðný Halla Hauksdóttir, forstöðumaður þjónustuvers-og innheimtu Orkuveitu Reykjavíkur (2019-2021)
- Ingi Björn Sigurðsson, fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins (2019-2021)
- Jón Gunnar Borgþórsson, vottaður stjórnendaráðgjafi CMC – Certified Management Consultant (2019-2021)
- Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Strætó (2019-2021)
Önnur framboð í stjórn (í stafrófsröð) sem kosið verður um á aðalfundi eru:
- Ásdís Erla Jónsdóttir, forstöðumaður Opna háskólans í HR. Ásdís bauð sig fram til eins árs á síðasta aðalfundi og situr í stjórn félagsins. Hún býður sig fram í stjórn (2020-2021).
- Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins (2020-2022).
- Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala (2020-2022)
- Steinunn Ketilsdóttir, ráðgjafi hjá Intellecta og formaður faghóps um stafræna fræðslu (2020-2022)
Kosið verður í fagráð félagsins. Eftirtaldir bjóða sig fram í fagráð félagsins:
1. Einar Snorri Einarsson framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Landsnets (2019-2021)
2. Nótt Thorberg, forstöðumaður loyalty hjá Icelandair (2019-2021)
3. Þórunn M. Óðinsdóttir, framkvæmdastjóri Intra ráðgjafar (2020-2022)
4. Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís og stjórnarformaður Vottunar hf. (2020-2022)
5. Sigurjón Andrésson, forstöðumaður markaðsmála og forvarna hjá Sjóvá (2020-2022)
Kosnir verða á aðalfundi tveir skoðunarmenn til 2ja ára og bjóða eftirtaldir sig fram:
Oddný Assa Jóhannsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2020-2022)
Guðný Helga Guðmundsdóttir, sviðsstjóri endurskoðunarsviðs KPMG (2020-2022)
Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf:
- Kjör fundarstjóra og ritara.
- Skýrsla formanns.
- Skýrsla framkvæmdastjóra.
- Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
- Breytingar á lögum félagsins.
- Kjör formanns.
- Kjör stjórnarmanna til næstu ára
- Kjör fagráðs.
- Kjör skoðunarmanna reikninga.
- Önnur mál.
Ársreikningurinn verður aðgengilegur á vefsíðu félagsins strax að loknum aðalfundi. Þeir sem óska eftir útprentuðum ársreikningi er bent á að óska eftir því sérstaklega við framkvæmdastjóra félagsins gunnhildur@stjornvisi.is
Tillaga verður lögð fram að lagabreytingu á 6.gr til þess að tryggja að þekking haldist í stjórn félagsins. Áður voru 7 aðalmenn og 2 varamenn og gátu varamenn þá boðið sig fram 2svar.
6.grein hljóðar svo í dag:
6. gr. Í stjórn Stjórnvísi eru níu stjórnarmenn. Á aðalfundi er formaður kosinn sérstaklega til eins árs í senn, og getur hann setið í tvö ár sem formaður, að hámarki. Aðrir stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn og geta að hámarki setið í tvö ár. Meginreglan skal vera sú að á hverju ári láti fjórir stjórnarmenn af störfum. Ef atkvæði eru jöfn skal hlutkesti ráða úrslitum. Leitast skal við að halda kynjahlutfalli sem jöfnustu innan stjórnar. Á aðalfundi skal einnig kjósa tvo skoðunarmenn til tveggja ára í senn, þó þannig að árlega gangi annar þeirra út og nýr komi inn. Á fyrsta stjórnarfundi skiptir stjórnin með sér verkum og kýs sér varaformann og ritara til eins árs í senn. Stjórnin tekur ákvarðanir varðandi stjórnun félagsins og daglegan rekstur, þ.m.t. nýjungar í starfseminni og eftirfylgni, í samstarfi við framkvæmdastjóra. Þá setur stjórnin félaginu markmið og ber ábyrgð á skuldbindingum félagsins.
eftir breytingu:
"Aðrir stjórnarmenn eru kosnir til eins eða tveggja ára í senn með möguleika á framlengingu án þess að kosið sé um þá og geta að hámarki setið í 4 ár".