7. maí 2020 11:27
Aðalfundur faghóps um góða stjórnarhætti var haldinn 28. maí 2020 með rafrænum hætti.
Fundarpunktar
Fundur hófst kl. 13 og mæting var góð - allir sem samþykkt höfðu fundarboð mættu, þ.e. nær allir stjórnarmenn ásamt Hildi Einarsdóttur frá Össuri sem boðið hafði sig fram til starfa í stjórn faghópsins.
Stjórn faghópsins
Stjórn er óbreytt að öðru leyti en að Gróa Björg hjá Skeljungi fer úr stjórninni, en Hildur Einarsdóttir hjá Össuri kemur inn í staðinn.
Formaður hópsins var endurkjörinn (Jón Gunnar Borgþórsson)
Síðasta starfsár
Farið var yfir viðburði faghópsins á starfsárinu frá endurstofnun hópsins, bæði þann sem beinlínis var haldinn á vegum hópsins og aðra sem haldnir voru í samstarfi við aðra hópa. Upplýst var um stöðu verkefnisins "Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum" og væntanlegu samkomulagi Stjórnvísi, NASDAQ, VÍ og SA hvað það verkefni varðar. Einnig frá endurskoðun "Leiðbeininga um stjórnarhætti" sem til stendur að gefa út í endurbættu formi næsta haust og frá könnun því tengdri sem send var á ýmsa áhugasama einstaklinga. Búið var að láta vita af áhuga stjórnar faghópsins á að fá að taka þátt í könnuninni og senda þeim sem hana vinna netföng okkar.
Starfshættir: Þar sem verið var að "endurræsa" hópinn fór orkan til að byrja með í að ná saman, koma á samskiptaleiðum utan funda og fóta sig. Megum vera duglegri að koma á viðburðum og stofna fyrirhugaða viðburði með meiri fyrirvara á viðburðadagatali Stjórnvísi.
Næsta starfsár
Sagt var frá viðburði sem haldinn verður um miðjan maí í samstarfi við faghópinn um samfélagsábyrgð fyrirtækja.
Vikið var að viðburði í ágúst n.k. þar sem fyrirtækjum hvar stjórnarhættir hafa verið teknir út og þykja til þess bær, fá viðurkenninguna "Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum".
Aðrir viðburðir eru ekki ákveðnir en rætt um nauðsyn þess að setja slíka af stað og koma þeim sem fyrst inn á viðburða-dagatalið.
Rætt var um tæknilega framkvæmd fjöldafunda og hvaða tæki/forrit séu heppilegust til þess - ekki komist að niðurstöðu en leitað eftir leiðsögn Stjórnvísi um það.
Annað
Ástandið (Covid) bar á góma og vangaveltur um hvernig stjórnir eru að takast á við þær áskoranir sem það hefur í för með sér varðandi stefnumótun og stýringu til skemmri og lengri tíma. Hvort ástæða sé til þess að halda viðburð í samstarfi við aðra faghópa um hvernig tekist sé á við það verkefni (stefnumótunarhópurinn og framtíðarhópurinn.)
Ákvarðanir og "að gera"
Gert er ráð fyrir að við hittumst 1 sinni til 2svar í sumar til að halda sambandi og tengjast - frumkvæði allra þarf :-)
Hittumst sem flest á "Kick-off" fundi faghópa Stjórnvísi 28. eða 29. ágúst.
Viðburðum verði fyrr komið inn á viðburðadagatalið - á ábyrgð forsvarsmanna hvers viðburðar
Fundi verði komið á með Þresti hjá HÍ (sem virðist sjá um framkvæmd könnunarinnar um stjórnarhætti), Sigurjóni og Jóni Gunnari til að ræða það mál - JGB fari fram á fund.
"Tæknimálin" vegna fjöldafunda verði tekin upp við stjórn Stjórnvísi - ekki síst þar sem Zoom virðist álitið ótraust. (JGB: Fá Steinunni til ráðgjafar í verkefnið?)
Fleira ekki gert og fundi var slitið laust fyrir kl. 13:30
28/4/2020 - JGB