Loftslagsstefna Reykjavíkurborgar var umræðuefni fundar á vegum stefnumótunar og árangursmats og samfélagsábyrgð fyrirtækja í morgun hjá Reykjvavíkurborg. Hrönn Hrafnsdóttir verkefnisstjóri stefnumótunar og þróunar á umhverfis- og skipulagssviði fór yfir loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar um kolefnishlutleysi 2040, samstarf við Festu um loftslagsyfirlýsingu fyrirtækja, samráð við ýmsa hópa innan og utan Reykjavíkurborgar, erlent samstarf og hvað er fram undan.
Reykjavíkurborg setti sér loftslags-og loftgæðastefnu árið 2009. Árið 2011 tók borgin þátt í sáttmála evrópsrkra sveitarfélaga. Að hafa aðgang að sérfræðiþekkingu er gríðarlega mikilvægt. Langstærsta viðfangsefnið er bílaumferð. Aðalskipiulag Reykjavíkur 2010-2030 er lögbundið ferli og var farið í sviðsmyndagreiningu og púslað hvaða mynd væri líklegust til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Borg hefur mikla samfélagsábyrgð varðandi hvernig borgin þróast því hún hefur áhrif á hvern einasta borgarbúa. Aðgerðaráætlunin var endurskoðuð 2016. Inni í áætluninni er þétting byggðar, úrgangsmál o.fl.
Ein að aðgerðum sem verið er að vinna í er að setja upp hleðslustöðvar í bílahúsum. Sett var fram áhættumat sem starfsmenn á Veðurstofunni vinna að. Hvaða áhrif hefur hækkun sjávar t.d. á Reykjavíkurborg? Kannski ekki mikil nema með flóðum út af aukinni úrkomu og aukinni tíðni ofsaveðurs. Einnig eru áhyggjur af súrnun sjávar. Áhættumatið var unnið í alþjóðlegu samstarfi. Allir sorpbílar borgarinnar eru metanbílar. Hrönn kynnti loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar sem gert var 2015. Mera en 100 fyrirtækju skuldbundu sig til að draga úr losun. Í samstarfinu er mikil eftirspurn eftir samtali um loftslagsmál, ráðstefnur og fræðslufundir, þróun á loftslagsmæli, ráðstefnur o.fl. Borgin hefur verið með opna fundi á Kjarvalsstöðum um loftslagsmál á Kjarvalsstöðum árið 2019 má þar nefna; Getur borgarskipulag haft áhrif á loftslagsmál? Er náttúran svarið? Eru peningarnir þínir loftslagsmál? Að lokum nefndi Hrönn að Reykjavíkurborg var fyrst til að gefa út græn skuldabréf og nýlega fékk borgin styrk til að ráða verkefnisstjóra í verkefnið Horizon 2020 SPARCS.