Fréttir og pistlar
Faghópur um BPM ferla hélt í morgun fund í Marel. Tvö erindi voru flutt á fundinum og í beinu framhaldi var haldinn aðalfundur faghópsins og kosin ný stjórn. Fyrr erindið flutti Magnús Ívar Guðmundsson formaður faghópsins. Magnús hvatti aðila til að byrja alltaf á „as is“ og „to be“. Alltaf á að horfa til þess hvar sé hægt að laga hlutina. Fitan er alls staðar og alls staðar hægt að laga og ekki er alltaf áhugi fyrir því. Magnús sagði sögu af Amazon þar sem Japanir fundu út að hægt var að bæta ferlið um 92%. Magnús sagði sögu ferlavinnu og sýndi mynd, BPM kemur til sögunnar 2006 Lean í kringum 2000, Six Sigma 1990, BPP 2007 g IBO 2012 (Intelligent business operations). Lykilþættirnir í BPM er að ná stjórnendum inn og sjá ferlana sem auðlindir. Forgangsröð verkefna á alltaf að snúa að viðskiptavininum, alltaf að hafa rödd þeirra í huga í fundarherberginu. Alls kyns hlutir eru til í dag í BPM til að besta hluti. Mikilvægt er að hafa IT með í ferlavinnu. The most dangerous phrase in the language is „We´ve always done it this way“. Stefnan – fólkið – ferlar er uppleggi í BSC, 4DX og EFQM. Mikilvægt er að hafa yfirsýn yfir kerfi fyrirtækisins og hverjir eiga ferlana, reyna að hafa allt eins einfalt og hægt er til þess að hægt sé að mæla það og ná árangri. Í ferlavinnu fær fólk umboð til athafna. Mikilvægt er fyrir starfsmenn að finna að þeir eru mikilvægir og til séu mælingar þannig að þeir finni fyrir því að aðrir sjái hvað þeir eru að gera. Ferlar eiga að leiða til betri rekstrarniðurstöðu.
Þóra Kristín Sigurðardóttir, Eimskip sagði frá ráðstefnu PEX Process Excellence Europe. sem hún fór á í október 2017. Þema ráðstefnunnar var hvernig nýtum við breytingastjórnun við ferlaumbætur með stefnu fyrirtækisins í forgrunni, leiða stöðugrar umbætur með virði viðskiptavina að leiðarljósi, rafræn vegferð, sjálfvirknivæðing ferla. Þóra Kristín stiklaði á stóru með ráðstefnuna sem fjallaði í heildina um umbætur. Krafan um skilvirkni og vélvæðingu. Það að einfalda verk og tæknivæða ferla er að losa fólk undan rútínuvinnubrögðum sem reyna ekki á innsæi. Tölvur vinna líka hraðar og auka rekstraröryggi. Þessi lean kúltúr og virðing fyrir fólki með viðskiptavininn að leiðarljósi er það sem öllu máli skiptir. Störfin eru að hverfa og því þurfum við að taka þennan þátt mjög sterkt inn. Mikilvægt er að vera með sýn sem starfsmenn skilja. Að búa til breytingarleiðtoga er mikilvægt, fara til fólksins, heyra hvað það er að segja, hvaða hegðun styður breytingar. Þetta þarf að vera jafn mikið til staðar og kerfin, við höfum öll. Þú breytir ekki fólki, fólk breytir sér sjálft. Ekkert er betra en að sýna fólki „As is“ til þess að það sjái og vilji „To be“. Hlusta á fólkið, samskipti og stýra breytingum. Annað fyrirtæki lagði áherslu á umbreytinga kúltúr þar sem þau lögðu mesta áherslu á var að fá starfsmenn til liðs við sig. Stjórnendur þurftu að leiða vitundarvakningu á umbótastarfi og læra nýja hegðun. Þú verður að skapa umbótakúltúr. Í framhaldi ef slíkur kúltúr næst þá verða starfsmenn ánægðari, kostnaður lækkar, umbætur skila sér og þetta er bottom up. Grasrótin er erfið og því ekkert mikilvægara en fá stuðning yfirstjórnar. Þóra Kristín sagði frá vélmennavæðingu írsks banka. Rútínustörf voru tekin út, notað er agile og lean og ákveðið framework. Verþekking þarf að vera til staðar til að taka við nýrri tækni. Aðferðafræðin á eingöngu að styðja það að ná þeim viðskiptamarkmiðum sem lagt er upp með og rödd viðskiptavinarins má aldrei gleymast hún er númer eitt. Skilaboðin voru að fólk segir eitt, gögnin segja annað og því er innleiðing mikið ítrunarferli. Dæmi um verkfæri sem tengjast BPM er Larai, Celonis, Abbyy, enate, IBM Watson. Ef nást á árangur í ferlamálum þurfa þeir sem vinna með ferla að kynna sér þessi nýju tæki og tól t.d. Larcai sem vinnur með gervigreind. Það sem Þóra tók með sér er að við erum enn að nota sömu tæki og tól, mikilvægt að rafræna ekki ferla sem eru ekki góðir, fjórða iðnbyltingin skiptir miklu máli og mestu máli að þar sé mannlegi þátturinn tekinn með. Lögð sé áhersla á sköpunarkraft og aldrei má gleyma fólkinu. Ekki gleyma sér í tækninni, hlusta á viðskiptavininn. Stofnanir hafa verið að blása út. Mikilvægt í ferlavinnu að gefa yfirlýsingu „Við ætlum ekki að fækka fólki – við ætlum að bæta þjónustu“ -
Í framhaldi fundarins var haldinn aðalfundur faghópsins og kosin ný stjórn. Hana skipa:
Magnús Ívar Guðmundsson Marel, formaður.
Þóra Kristín Sigurðardóttir, Eimskip, varaformaður.
Ása Lind Egilsdóttir Eimskip.
Ásdís Sigurðardóttir, Marel.
Benedikt Rúnarsson, Míla.
Eva Karen Þórðardóttir, Háskólinn á Bifröst.
Guðmundur J. Helgason, AGR Dynamics.
Heiða Njóla Guðbrandsdóttir, Icelandair
Pétur Snæland, Annatta
Erla Jóna Egilsdóttir, Global Process Manager Marel.
Lísa Vokes-Pierre, Director of Global Process Development Össur.
Guðlaug Sigurðardóttir fjármálastjóri sagði okkur frá því frá hvernig fjármálasviðið byrjaði á að nýta sér sýnilega stjórnun til að innleiða stefnu fyrirtækisins á sviðinu. Sem nú hefur sýnilega stjórnun og töflur í öllum deildum sviðsins. Með Guðlaugu voru Kristín Halldórsdóttir yfirmaður reikningshalds og Helgi Bogason innkaupastjóri sem báru hitann og þungann af umbótavinnunni í sínum teymum.
Í kjölfarið af stefnumótun Landsnets voru mörg stór og smá verkefni í gangi hjá félaginu og mikið um að vera. Stjórnendur á fjármálasviði spurðu sig að því hvernig fjármálasvið gæti stutt við nýja stefnu Landsnets. Með stórt verkefni fyrir höndum var ákveðið að prófa hugmynda og aðferðafræði Lean. Fenginn var Lean ráðgjafi til að vera samferða í fyrstu skrefunum í vegferðinni.
Í upphafi var ákveðið að Lean hugmynda- og aðferðafræðin mætti alls ekki verða til þess að flækja hlutina og strax tekin ákvörðun um að ef ekki gengi vel yrði fallið frá notkun Lean. Fljótt kom það á daginn að sýnilega stjórnunin var að virka og voru stjórnendur fljótir að koma auga á að hægt væri að nýta aðferðafræðina í meira mæli.
Úr varð að sýnileg stjórnun þróaðist yfir í stýringu á sviðinu og þaðan í markvissa umbótavinnu innan sviðs. Í þeirri þróun var haft að leiðarljósi að allt starfsfólk fjármálasviðs væri haft með í för og fengu allar deildir að þróa sína eigin töflu og útfæra á þann hátt sem hentaði hverjum og einum hóp.
Innleiðingin á stefnunni sem og þeim verkefnum sem fylgdu hafa gengið vel og hafa fleiri umbótaverkefni fylgt í kjölfarið. Þó eru alltaf einhverjar áskoranir í innleiðingum en margt sem kom líka skemmtilega á óvart. Stjórnendur og starfsfólk hafa verið dugleg að spyrja sig hvað sé að virka og hvað ekki og tekið ákvarðanir um umbætur og næstu skref út frá þeim svörum. Því hafa töflur fengið að þróast innan deildanna, töflufunda fyrirkomulag hefur fengið að finna rétta taktinn og ýmis ferli hafa verið keyrð á töflum.
Fjármálasvið Landsnets er komið á flottan stað í innleiðingu á lean og sýnilegri stjórnun og hafa verið að fylgja hugmyndafræðinni sem segir okkur að vinna að stöðugum umbótum því það er ekkert one size fits all í leanheiminum.
Í dag 25.maí kom til framkvæmda almenna persónuverndarreglugerðin innan ESP og í kjölfarið hér á landi. Í tilefni þess hélt faghópur um persónuvernd fund í HR þar sem Hörður Helgi Helgason lögmaður flutti erindi um við hverju megi búast í kjölfar innleiðingarinnar, hvaða tækifæri bíða og hvaða áskoranir blasa við. Fundurinn var vel sóttur og streymt á facebook síðu Stjórnvísi: https://www.facebook.com/Stjornvisi/
Faghópur um verkefnastjórnun hélt morgunverðarfund í morgun í VÍS. Viðburðinum var streymt og má sjá á facebooksíðu félagsins Fyrirlesari var Kristrún Anna Konráðsdóttir sem starfar sem verkefnastjóri hjá VÍS og hefur hún ástríðu fyrir því að skapa umhverfi þar sem fólk fær að blómstra. Hún útskrifaðist úr MPM náminu í HR 2017, starfaði lengi í ferðaþjónustu hér heima og í Bretlandi en síðastliðin ár hefur hún starfað sem verkefnastjóri í tæknigeiranum.
Nýlega hélt faghópur um jafnlaunavottun fund í Sjóvá þar sem Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár hélt opnunarávarp, Ágústa Björg Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Sjóvár, sagði frá leiðinni að vottun og Auður Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og ráðgjafasviðs, kynnti Jafnvægisvogina, samstarfsverkefni Sjóvár og FKA
Fundinum var streymt og má sjá með því að smella hér.
Sjóvá var með fyrstu fyrirtækjum til að fá Jafnlaunavottun VR og hefur verið með jafnlaunavottun síðan 2014. Á fundinum var farið yfir leiðina að vottun og reynslu Sjóvá af ferlinu en kynbundinn launamunur hefur verið minni en 2% frá innleiðingu.
Félagið hefur náð góðum árangri í jafna kynjahlutföll á öllum stigum fyrirtækisins enda hefur verið unnið markvisst að því undanfarin ár. Jöfn kynjahlutföll eru í stjórn, framkvæmdastjórn og stjórnendahópi félagsins í dag.
Þá var kynnt samstarfsverkefni FKA og Sjóvá sem miðar að því að stuðla að auknu kynjajafnrétti í íslensku atvinnulífi og jafnari hlut kvenna í stjórnun fyrirtækja.
Faghópar Stjórnvísi um góða stjórnarhætti og samfélagslega ábyrgð héldu morgunverðarfund miðvikudaginn 23. maí kl. 8:30 hjá Marel. Efni fundarins var góðir stjórnarhættir og samfélagsleg ábyrgð þar sem fókusinn var á lagabreytingu í lögum um ársreikninga frá 2016. En þar kom inn ákvæði um góða stjórnarhætti (grein 66 c sem heitir góðir stjórnarhættir) þar sem birta skal árlega yfirlýsingu um góða stjórnarhætti í sérstökum kafla um skýrslu stjórnar sem og grein 66 d um birtingu ófjárhagslegra upplýsinga. Þar er beðið um upplýsingar sem eru nauðsynlegar til að leggja mat á þróun, umfang og stöðu félagsins í tengslum við umhverfismál, félags- og starfsmannamál. Jafnframt skal gera grein fyrir stefnu félagsins í mannréttindamálum og hvernig félagið spornar við spillingar- og mútumálum. Fundarstjóri var Harpa Guðmundsdóttir Marel sem situr í stjórn faghóps um ábyrga stjórnarhætti.
Fyrsta erindið flutti Þorsteinn Kári Jónsson, sérfræðingur í samfélagslegri ábyrgð hjá Marel. Vel hefur gengið að innleiða ábyrga stjórnarhætti hjá Marel. Þorsteinn fjallaði um lög og reglur ársreikninga á Íslandi 66c. Þar kemur fram að félag skal árlega birta yfirlýsingu um stjórnarhætti sína í sérstökum kafla. Í 66d kemur fram að fyrirtæki þurfa að veita upplýsingar sem leggja mat á þróun, umfang, stöðu og áhrif félagsins í tengslum við umhverfis-,félags-og starfsmannamál jafnframt skal gera grein fyrir stefnu félagsins í mannréttindamálum og hvernig félagið spornar við spillingar-og mútumálum.
En hvað gerist ef ekki er verið að uppfylla lögin. Í 124gr. Segir að hver sá sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi brýtur gegn ákvæðum laga þessara geti hlotið fangelsissekt. Á rsk.is kemur fram í eftirliti ársreikningaskrá áhersluatriði.
En hvaða viðmið skal velja? Mikil flóra er af viðmiðum, stöðlum og hjálparögnum. Í flestum tilfellum er bent á GRI, yfirgripsmikill og skilur lítið eftir útundan, aðferðafræðin bakvið mælikvarða er mjög skýr en þungur í framkvæmd og krefst mikillar vinnu. ISO 26000 fer mjög vel yfir alþjóðleg viðmið, mjög hjálplegur við stefnumótun, hjálpar ítið vð ársskýrsluritun. Global Compact SÞ er mjög aðgengilegur og þægilegur fyrir fyrstu skref, fyrst og fremst hjálplegur til þess að skilja alþjóðleg viðmið, kostnaðarsamt að taka þátt fyrir fyrirtæki af ákveðinni stærðargráðu. ESG viðmið Nasdaq, einföld framkvæmd, samræmd skilaboð, tilbúin til samanburðar. ESG er mjög hjálplegur fyrir fyrirtæki að bera sig saman við aðra og hjálpar að skilja ófjárhagslega mælikvarða. Gríðarlega verðmæt tækifæri til að virkja starfsfólkið og skipulagsheildina ef þetta er framsett á mannamáli. Mannlegu og umhverfisþættirnir eru alltaf að verða meira og meira mikilvægir. Allir fjárfestar horfa á fjárhagslegan ávinning en lítið spurt út í sjálfbærni í rekstri. Erlendir fjárfestar spyrja meira út i sjálfbærni en íslenskir. Hægt er að hafa áhrif á fjármagnskostnað með því að sýna að þú mælir ófjárhagslega mælikvarða í rekstri fyrirtækja og sýnir fram á að þú sért ábyrgur. Sumir fjárfesta ekki lengur í fyrirtækjum sem ekki eru með ófjárhagslega mælikvarða. Helstu áskoranirnar eru hugarfarsbreytingin; þetta er ekki aukaverkefni, þetta á ekki heima undi neinni sjálfbærnideild, stjórnendur verða að taka þetta alvarlega og styðja við breytingarnar. Varðandi úthaldið þá má þetta ekki vera átaksverkefni um að komast á ákveðinn punkt, þarf að snúast um sífelldar framfarir og má ekki vera íþyngjandi. Gagnasöfnun þarf að vera vönduð frá upphafi því það er erfitt að hefja umbótaverkefni án góðra gagna og samanburður þarf að vera áreiðanlegur. Varðandi umbætur þá þarf þetta að tengjast helstu verkefnum.
Þóranna Jónsdóttir, lektor í HR og stjórnunarráðgjafi fjallaði í erindi sínu um gagnsæi, völd og valdmörk o „fylgja eða skýra“. Samspil milli góðra stjórnarhátta og samfélagsábyrgðar fyrirtækja fer að fara vaxandi upp úr 2009. Þess vegna hafa þeir verið meira í dagsljósið. En mikilvægt er að gera skýran greinarmun þar á. Góðir stjórnarhættir eru leiðandi til þess að fyrirtækið verði samfélagslega ábyrgt. Fræðigreinin fer að birtast fyrir 15 árum síðan um góða stjórnarhætti „Corporate Governance(CG). Þórunn hvetur aðila til að staldra við og hugsa málið, hvernig getur þetta hjálpað okkur að vera betri. Hluthafafundur – stjórn – framkvæmdastjóri er þríliða sem verður að vera til staðar og sýnir hvernig við dreifum valdi innan fyrirtækisins. Stjórnarhættir snýst um samskiptin í þessari þríliðu. Á hluthafafundi er kosin stjórn sem tekur ábyrgð á því að félagið sé rekstrarhæft og hafi góðan framkvæmdastjóra. Í grunninn snúast góðir stjórnarhættir um að öxluð sé ábyrgð af öllum þessum þremur aðilum og gæta þess að hver og einn sé ekki að vaða inn á starfsemi hins. Allir eiga að axla sína ábyrgð en ekki að fara inn á svið hins. En hvernig getum við passað upp á hagsmunaárekstra og óhæði stjórnarmanna. Stjórn þarf að vera hlutlaus gagnvart framkvæmdastjóri sem og hluthafar gagnvart stjórn. Stjórn á t.d. ekki að taka fram fyrir framkvæmdastjóra og fara beint í starfsmenn.
Upphaflega eru upplýsingarnar gerðar til að skapa gagnsæi og skýra upplýsingagjöf til fjárfesta sem geta þá tekið upplýsta ákvörðun um hvort þetta sé góður fjárfestingakostur. Í dag er vaxandi krafa um vaxandi ábyrgð bæði eftirlitsaðila, vinnuafl, stjórna o.fl. Sem almennir borgarar eigum við að geta verið þess fullviss að fyrirtæki séu að gera þá hluti sem þau segjast vera að gera. Fyrirtæki hafa leiðbeiningarnar sem leiðarljós og styðjast við hvað eigi að vera að hugsa um. Við erum að þessu fyrir fyrirtækið þannig að það sé líklegra til að ná árangri til lengri tíma. Í grein 54 er fyrirtækjum skylt að fylgja lögum um ábyrga stjórnarhætti. Er þá lagasetningin farin að taka þetta of langt? Hvernig sinnum við best þeim hagsmunum sem okkur varðar? Eitt af prinsipum í góðum stjórnarnháttum er að fylgja lögum. Notum staðla og viðmið en beitum skynseminni!
Ólafur Sigurðsson, framkvæmdarstjóri Birtu Lífeyrissjóðs sagði frá eigendastefnu Birtu lífeyrissjóðs. Stefnunni er ætlað að vera til leiðbeiningar um þær kröfur sem sjóðurinn gerir til góðra stjórnarhátta. Góðir stjórnarhættir fyrir Birtu lífeyrissjóð eru stjórnarhættir sem leiða til langtíma verðmætasköpunar, takmarka áhættu og hafa jákvæð áhrif á umhverfið og samfélagið. Ólafur kynnti rannsókn á fylgni stjórnhátta og árangri fyrirtækja sem gerð var á 51 þáttum í stjórnháttum fyrirtækja og rekstrarárangri. Brown og félagar sem gerðu þessa rannsókn tók dæmi um undirþætti sem skoðaðir eru sérstaklega s.s. mæting á stjórnarfundi, sjálfstæð valnefnd, hámarksseta í stjórn, starfsreglur stjórnar séu opinnberar o.fl. Birta lífeyrissjóður leggur áherslu á að árangurstengdar greiðslur og /eða kaupréttir til lykilstjórnenda og almennra starfsmanna hafi langtímahagsmuni hluthafa að leiðarljósi. Slík kerfi verða fyrst og fremst að hafa skýr og mælanleg markmið sem auðvelt er að rökstyðja fyrir hluthöfum Á hverju byggir svona setning og hvað felst í henni? Erlendar rannsóknir benda til þess að árangurstengdar greiðslur hafi jákvæð áhrif á fyrirtæki. Stjórn Birtu er samþykk árangurstengdum greiðslum og kaupréttum. Árangurstengingar þurfa að vera skýrar. Óútskýranlegar hvatatengdar greiðslur sem eru ekki í samræmi við stærð og rekstrarárangur hafa neikvæð áhrif á árangur skv. rannsókn Moody´s á 85000 fyrirtækjum frá 1993-2003. Óhóflegir og ósamhverfir valréttir hafa neikvæð áhrif á arðsemi hluthafa, valda óhóflegri áhættutöku og hafa áhrif á framsetningu ársreikninga. Rannsókn Sanders og Hamcrick á 950 fyrirtækjum En hvað eru góðir stjórnarhættir fyrir Birtu lífeyrissjóð? Birta lífeyrissjóður er langtíma fjárfestir og gerir kröfur um að sjónarmið sjóðsins fái umfjöllun í stjórnum fyrirtækja þar sem sjoðurinn á hlutdeild. Stærsta fjárfesting Birtu er í Marel þar sem viðhafðir eru góðir stjórnarhættir sem gagnast. Vonandi verða til þættir þar sem hægt er að tengja saman ákveðna þætti.
Alvogen er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki, stofnað árið 2009 með starfsemi í 35 löndum. Hjá fyrirtækinu starfa um 2.800 starfsmenn sem vinna að því að byggja upp leiðandi og framsækið lyfjafyrirtæki. Alvogen sérhæfir sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja, lausasölulyfja og líftæknilyfja. Jensína K. Böðvarsdóttir, VP Global Strategic Planning and HR, varpaði ljósi á alþjóðlega sókn Alvogen til að rækta menningu árangurs með þjálfun leiðtoga. Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi kynnti síðan til leiks nýjar rannsóknir um virði og áhrif stjórnendaþjálfunar og áhrifaríkar aðferðir við að efla mannauð.
Glærur af fundinum eru komnar á vefinn - sjá ítarefni.
Alvogen var stofnað 2009. Stefna Alvogen er einföld og skýr. Þau hafa vaxið hraðar en flest öll lyfjafyrirtæki í heiminum. Til að framkvæma stefnuna þurfa allir að hafa ákveðna hæfnisþætti sem starfa hjá Alvogen. Mikil áhersla er lögð á framleiðni og þjónustulund. Allir starfsmenn setja sér markmið varðandi frammistöðu. Fræðslustefna Alvogen styður að þú náir þínum markmiðum, umbunarkerfi er í formi bónusa og er misjafnt eftir löndum. Alls staðar í heiminum er hvort tveggja skammtíma og langtíma bónuskerfi. Bónus er ekki bara tengdur sölutölum heldur líka hegðun. Á USA eru allir tengdir í bónuskerfi. Erfiðast er að ræða og finna út frammistöðumatið. Í Asíu þarf allt að vera skjalfest og skráð. Starfsmenn og stjórnendur fá leiðbeiningar. Gríðarlegur árangur hefur náðst á örfáum árum. Flensulyf hefur hjálpað Alvogen því fleiri fengum flensu í fyrra en nokkru sinni og því seldist lyfið gríðarlega vel. Alvogen er í 35 löndum í dag og starfar reglulega vel saman. Vel er gætt að því að hafa sama hlutfall kvenn-og karlstjórnenda. Menningin er „culture of doers“ - „The Sky is NOT the limit. Í Alvogen eru hlutirnir gerðir.
Mikilvægt er þegar fólk er ráðið að það séu „doerar“ og hafi reynslu. Allir starfsmenn fá tölvupóst frá Róbert þegar þeir byrja. Þar er allt sem nýr starfsmaður þarf að vita. Líka er sendur tölvupóstur frá Alvogen á ACADEMY og workshop. Allir nýir starfsmenn setja sér markmið. Í byrjun ársins 2017 var byrjað að gera frammistöðumat sem er skoðað á hálfsárs fresti. Starfsmenn hafa meiri áhuga á hvað aðrir starfsmenn eru að segja heldur en prófessorar frá MIT. „My personal favorite“ er gríðarlega vinsælt því fólk vill vita hvað aðrir eru að horfa á. Síðan eru póstar eingöngu ætlaðir stjórnendum varðandi hvað skiptir máli s.s. stöðug endurgjöf. Í september sl. var „super september“. Þá mæltu starfsmenn með heilsuöppum og fólk fór að senda inn alls kyns heilsumyndir, zumba og jógamyndir.
Starfsmenn bera sjálfir ábyrgð á sinni þjálfun. Fræðslumálin hafa því tekið mikinn kipp varðandi vinnustaðagreiningu. Allt sem allir gera tengist stefnunni.
„Fólk er flókið en fólk skiptir öllu“ sagði Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Franklin Covey á Íslandi. Guðrún hvatti ráðstefnugesti til að lesa greinina „Proof That good managers really do make a difference“ sem er birt í Harvard Business Review. Í greininni kemur fram að stjórnendur skipta öllu í fyrirtækjum, ef við náum að bæta frammistöðu stjórnenda um 1 stig í framleiðslufyrirtæki þá skilar það 23% aukningu í framleiðni og 14% aukningu á virði félagsins
Varðandi að skoða heiminn í heild sinni þá er til frábær síða WMS – World Management Survey http://worldmanagementsurvey.org/policy-business-reports/ þar sést að bein fylgni er milli vergrar þjóðarframleiðslu og öflugra stjórnenda. Afríka er frekar neðarlega varðandi GDP pr. person, Norðulönd og Asíulönd. Það skiptir öllu máli að vera með öfluga stjórnendur. Háskólarnir eru að gera frammúrskarandi hluti varðandi menntun starfsmanna en hvað er verið að gera til að þjálfa stjórnendur? Guðrún hvatti til lesturs greinarinnar: Markaðsbrestur í menntun: Hvað er til ráða? Höf: Ásta S. Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. https://medium.com/@vidskiptarad/marka%C3%B0sbrestur-%C3%AD-menntun-hva%C3%B0-er-til-r%C3%A1%C3%B0a-7b9a12af4892 Í grein Ástu segir að færni muni skipta gríðarlegu máli í framtíðinni. Andrés hjá Góðum samskiptum skrifað frábæra grein um æðstu stjórnendur. Við erum að horfa á skortstöðu, kynslóð sem hefur ekki fengið þá þjálfun sem til þarf. En af hverju eru ekki nógu margir leiðtogar „klárir í slaginn“núna? Ástæðurnar eru lýðfræðilegar. Þúsaldarkynslóðin tók framúr 2012 og er alin upp í tækniumhverfi en hefur ekki fengið þann stuðning sem til þarf til að leiða hóp. Allt snýst um að leiða fólk, ca 35 ára fær fólk sitt fyrsta stjórnunarstarf, það er vöntun á markaðnum. Nú er vanfjárfesting í þróun leiðtoga eftir hrun. „Hvar eru konurnar?“.
Það sem aðgreinir framúrskarandi leiðtoga frá hinum er árangurinn sem þeir ná. Það eru aðgerðirnar sem þeir grípa til og hvernig þeir hugsa. Stærsti þátturinn er hverjir þeir eru þ.e. karakterinn, það er ekki nóg að vinna með excel því er það er svo mikilmægt að kenna tjáskipti og færni i mannlegum samskiptum. Árangur snýst um karakter fólks. Framlínustjórnendur stýra sölunni og helgun starfsfólks . það sem þarf að breytast í viðhorf þeirra er að vinna verkið með og í gegnum aðra, þá þarf aðra þekkingu. Næsta stjórnendalag eru millistjórnendur sem þurfa að virkja fjölda teyma og þriðja lagið eru æðstu stjórnendur með heildræna sýn á lang-og skammtíma árangur og koma til móts við þarfir allra hagaðila. Forysta er val. „Great leaders are born and so were you“. Að lokum hvatti Guðrún alla til að fara inn á „jhana“ https://www.jhana.com/ því allir eiga skilið frábæran stjórnanda.
Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð auglýsa eftir tillögum að fyrirtæki eða stofnun sem hlýtur viðurkenningu fyrir samfélagsskýrslu ársins 2018. TILNEFNDU SAMFÉLAGSSKÝRSLU ÁRSINS HÉR
Viðurkenningu fyrir samfélagsskýrslu ársins hlýtur fyrirtæki eða stofnun sem birtir upplýsingar um samfélagsábyrgð sína með markvissum, vönduðum og nútímalegum hætti í skýrslum sem geta verið í formi vefsíðna, rafrænna skjala eða með annarri framsetningu sem hentar þeim sem áhuga hafa, s.s. fjárfestum, viðskiptavinum, samstarfsaðilum, yfirvöldum og/eða almenningi.
Með viðurkenningunni vilja Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð hvetja fyrirtæki til að setja sér mælanleg markmið og birta opinberlega og reglulega með vönduðum hætti upplýsingar um hvernig samfélagsábyrgð og sjálfbærni í rekstri fyrirtækja kemur þeim og samfélaginu að gagni.
Þetta er í fyrsta skipti sem þessi viðurkenning verður veitt. Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð hefur ásamt Stjórnvísi undanfarin ár haldið kynningarfundi á íslenskum samfélagsskýrslum og nú er markmiðið að stíga lengra og veita viðurkenningu fyrir vel útfærða birtingu á upplýsingum um samfélagsábyrgð. Viðskiptaráð hefur undanfarin ár stuðlað markvisst að bættum stjórnarháttum fyrirtækja og því er samstarf þessara þriggja félaga einkar viðeigandi.
Fresturinn til að senda inn tillögur rennur út þann 25. maí 2018. Dómnefnd skipuð fulltrúum félaganna þriggja metur allar tillögur sem berast og getur einnig byggt val sitt á eigin frumkvæði. Viðurkenningin verður afhent við hátíðlega athöfn þann 5. júní 2018.
TILNEFNDU SAMFÉLAGSSKÝRSLU ÁRSINS HÉR
Aðalfundur Stjórnvísi 2018 var haldinn á Nauthól í dag miðvikudaginn 16.maí kl.11:45-13:00.
Stjórn félagsins fyrir starfsárið 2018-2019 skipa eftirtalin:
Formaður:
Þórunn M. Óðinsdóttir ráðgjafi hjá KPMG.
Aðalstjórn: Á síðasta aðalfundi voru eftirtaldir aðilar kosnir til tveggja ára í aðalstjórn Stjórnvísi:
- Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, vörustjóri dagsferða hjá Kynnisferðum.
- Gyða Hlín Björnsdóttir, markaðsstjóri Háskóla Íslands
- Jón S. Þórðarson eigandi og framkvæmdastjóri viðburðafyrirtækisins PROevents.
Á aðalfundi 2018 voru eftirtaldir kosnir til tveggja ára í aðalstjórn Stjórnvísi.
- Berglind Björk Hreinsdóttir, mannauðsstjóri Hrafnistuheimilanna.
- Guðjón Örn Helgason, sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Reykjavíkurborg
- Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Odda prentunar og umbúða eh.
Á aðalfundi 2018 voru eftirtalin kosin til eins árs í varastjórn Stjórnvísi
- Jón Gunnar Borgþórsson, vottaður stjórnendaráðgjafi (CMC – Certified Management Consultant)
- Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Strætó.
Kosið var í fagráð félagsins.
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar (2018-2020)
Hafsteinn Bragason, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Íslandsbanka (2017-2019)
Jóhanna þ. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri aðfangakeðju Innnes (2018-2020)
Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs (2018-2020)
Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Nolta (2017-2019)
Kosnir voru tveir skoðunarmenn til 2ja ára 2018-2020
Oddný Assa Jóhannesdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2018-2020)
Guðný Helga Guðmundsdóttir, sviðsstjóri endurskoðunarsviðs KPMG (2018-2020)
Stafræn vegferð Reykjavíkurborgar – með upplifun notandans að leiðarljósi var yfirskrift fundar á vegum faghópa um lean, þjónustu-og markaðsstjórnun og verkefnastjórnun hjá Reykjavíkurborg í morgun.
Þröstur Sigurðsson deildarstjóri kynnti starfsemi Rafrænnar þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar og hvernig unnið er gegn sílómyndunum og hvatt til þátttöku fleiri aðila í rafvæðingu ferla með það að leiðarljósi að skapa jákvæða upplifun fyrir notendur, bæði borgarbúa og starfsfólk borgarinnar. Þröstur upplýsti að Rafræn þjónustumiðstöð tók til starfa 2.janúar 2017 og er hún hluti af Snjallborgarvæðingu borgarinnar. Þröstur sýndi áhugavert myndband og vísaði í Paul Boag og bækurnar hans „User Experience Revolution og Digital. Lykilorðin sem þau vinna eftir eru: einfalt, smart, praktískt og upplýsandi. Gov.uk er vefuri sem allir ættu að skoða því hann er einstaklega notendavænn. Þröstur kynnti einstaklega áhugavert verkefni „Indriði“ sem er húsvarðakerfi Reykjavíkurborgar. Indriði er alltaf á vakt í gegnum workplace og sameinar allt starfskerfi borgarinnar. Hann spyr hvert vandamálið sé, hvar þú sért staðsettur og setur verkefnið á húsverði borgarinnar. Vinnan verður einfaldari með workplace. Ýmsar áskoranir eru varðandi workplace sem felast í því að ná öllum með. Með workplace urðu til ýmsir áhugaverðir hópar t.d. fjallgönguhópar, blak o.fl. sem færa starfsfólkið nær hvert öðru. Einnig sagði hann frá snjöllu ruslatunnunum sem tala (Jón Gnarr). Komnar eru nokkrar tunnur í miðbæinn sem senda skilaboð hvenær á að tæma þær. Í dag eru 400 starfseiningar og því mikilvægt að brjóta niður síló, fólk vill vera með þeim sem það þekkir. Með því að brjóta niður síló þá berast upplýsingar hraðar á milli og verður meira skapandi. Einnig hafa starfsmenn verið hvattir til að koma með lélegar hugmyndir því með því að gera það koma góðar hugmyndir. Gluggar eru notaðir til að teikna á og krota og alltaf verið að leita að rými. Framtíðarsýnin er meiri sjálfsafgreiða og sjálfvirkni, aukin samstarf við háskóla og frumkvöðlasamfélagið, aukin notkun á IOT eða internet of things, meiri lean rekstur hjá borginni, fleiri rafrænar lausnir fyrir borgarbúa, fleiri botta fyrir ferðamenn „chat bott“ þar er hægt að sjá algengustu spurningarnar ca 30 spurningar, meiri opin gögn. Ótrúlega margt spennandi er að gerast hjá borginni.
Arna Ýr Sævarsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg kynnti innleiðingu þjónustustefnu borgarinnar. Arna fjallaði um breytingar á vinnulagi og hvernig notast er við aðferðafræði “design thinking”. Aðferðafræðin byggir á skapandi og stefnumótandi aðferðum til að ýta undir nýsköpun og auka upplifun notendanna.Aðferðafræðin kallar á þverfagleg teymi með aðkomu fleiri hagsmunaaðila og reynt að vinna gegn því að mengi þátttakenda sé einsleitt. Áttavitar framúrskarandi þjónustu voru kynntir og meginmarkmið stefnunnar. Öll þjónustuveiting skal hafa markmiðin að leiðarljósi. Varðandi innleiðingu stefnunnar þá er stóra myndin 10.000 starfsmenn, 400 starfsstöðvar, 5 svið o 4 miðlægar skrifstofur og óteljandi þjónustuþættir. Þjónustan er ekki eingöngu gagnvart íbúunum heldur einnig gagnvart starfsmönnum sem starfa á 400 starfsstöðvum. Ákveðið var að ráða þrjá verkefnastjóra sem bera ábyrgð á innleiðingu stefnunnar ásamt því að vera í stanslausum umbótaverkefnum. En heimurinn er að breytast stöðugt og kröfur um hæfi starfsmanna sífellt að breytast. Notandinn er sífellt settur í fyrsta sæti og sérfræðingurinn reiðubúinn til hliðar. Arna kynnti lykilþætti í Design Thinking sem eru samhygð, nýsköpun, upplifun og samþætting. Módelið er: greining(hver er staðan), hönnun umbótaverkefna (hvað viljum við gera? Prófun (hvernig viljum við gera það?) innleiðing (hvað virkar). Alltaf þarf að endurskoða stöðugt, stanslausar umbætur. Áður en verkefnastjórarnir hófu vegferðina var farið í að undirbúa, greina alla starfsemi borgarinnar. Árið 2020 er það draumurinn að öll þjónusta verði hönnuð út frá notandanum.
Faghópur um persónuvernd hélt sinn fyrsta fund í morgun í Origo og var fullbókað á fundin. Arna Hrönn Ágústsdóttir, lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi Origo fjallaði um hlutverk persónuverndarfulltrúa, helstu verkefni persónuverndarfulltrúa, helstu áskorunum í starfi hans, hvað ber að varast o.s.frv. Jafnframt kynnti Arna ferlið að öðlast CIPP/E og CIPM vottun en hún hefur lokið CIPP/E vottun. Elfur Logadóttir LL.M. í upplýsingatæknirétti flutti erindi um muninn á Privacy policy og Privacy notice.
Arna byrjaði erindi sitt á að fjalla um hverjir þurfa að skipa persónuverndarfulltrúa. Fyrirtæki eða stofnanir geta haft sameiginlegan persónuverndarfulltrúa en hann þarf að vera aðgengilegur fyrir alla. Ef fyrirtæki skipar ekki persónuverndarfulltrúa en ber lagaleg skylda til þá liggja fyrir háar sektir. Persónuverndarfulltrúinn þarf að hafa skilning á vinnslustarfseminni sem fer fram. Miklu máli skiptir að efla vitundina hjá starfsfólkinu, hvað er verið að gera með persónuupplýsingar, fá starfsfólkið til að spila með.
Persónuverndarfulltrúi þarf ekki endilega að vera lögfræðingur en hann þarf að hafa skilning á lagaframkvæmdinni og upplýsingatækni. Mikilvægt er að hafa góðan stuðning frá lögfræðingi. Það mun koma ISO vottun fyrir GDPR.
Persónuverndarfulltrúi þarf að hafa stuðning æðstu yfirmanna og nægan tíma til að sinna starfinu. Starfið getur verið hlutastarf í sumum hlutföllum og fullt starf í öðrum. Hann þarf líka að geta myndað teymi og hann þarf stuðning frá upplýsingatæknideild og mannauðsdeild. Einnig þarf þessi fulltrúi að mennta sig stöðugt og viðhalda þekkingu sinni. Persónuverndarfulltrúi þarf sjálfstæði í störfum, á ekki að heyra undir neina deild heldur heyra beint undir forstjóra. Ekki má reka hann eða refsa honum fyrir störf sín sem persónuverndarfulltrúi en að sjálfsögðu má refsa honum fyrir annars konar brot. Persónuverndarfulltrúi skal ekki taka ákvörðun um tilgang eða aðferðir við vinnslu persónuupplýsinga. Persónuverndarfulltrúi má ekki undir neinum kringumstæðum taka sjálfan sig út s.s. vera með marga hatta.
Helstu verkefni persónuverndarfulltrúa eru að hann þarf að vera lykilmaður í að efla persónuverndarvitund, vera góður í samskiptum og fá alla til að vinna með sér. Hann þarf að innleiða og hafa eftirfylgni með verklagreglum og ferlum, veita starfsmönnum ráðgjöf, sjá um starfsmannaþjálfun er varða persónuupplýsingar, sjá um innri úttektir, hann er tengiliður við eftirlitsyfirvaldið, áhættustýring og hafa eftirlit með vinnsluskrám.
Varðandi úthýsingu þá getur verið kostur fyrir minni fyrirtæki að gera það. Ókosturinn gæti verið sá að þetta gæti verið kostnaðarsamt. Helstu áskoranir persónuverndarfulltrúans eru að starfsmenn fari eftir verklagsreglum og ferlum, framkvæmd mats á áhrifum á persónuvernd (MÁP), að sjálfstæði og óhæði í starfi PVF sé tryggt, nýtt lögbundið starfshlutverk sem fylgir óvissa um framkvæmd og brot á lögbundinni þagnaskyldu – hversu víðtæk er þagnaskyldan.
Elfur Logadóttir hjá ERA fræddi félaga um Privacy policy og Privacy notice. Er þetta það sama? Hvað segir reglugerðin? Hver eru skilaboðin sem verið er að senda okkur?
Reglugerðin segir í 2.gr. að vinnustaðir skulu gera ráðstafanir sem fela í sér að ábyrgðaraðili innleiði viðeigandi persónuverndarstefnur. Mikilvægt er að vera með stjórnkerfi í fyrirtækinu en hvað er stjórnkerfi? Það er reglustjórn fyrirtækja þ.e. að ná utan um þær reglur sem gilda fyrir reksturinn og byggja upp vinnubrögð og hugarfar til samræmis. Stjórnkerfið rammar inn starfshættina, styrkir mikilvægustu rekstrarþættina, aðstoðar við stýringu á áhættu og stuðlar að gagnæi í rekstri, gæðastjórnkerfi, öryggisstjórnkerfi, umhverfisstjórnkerfi. Í hverju einasta stjórnkerfi eru meginskjöl: stefna, verklagsregla, vinnulýsingar og eyðublöð. En hvar er þá persónuverndarstefnan? Elfur sýndi stefnuskjöl OR þ.e. gæðastefnu og upplýsingaöryggisstefnu.
Í persónuverndarstefnunni á að vera hægt að sjá hvað fyrirtæki eru að gera. Stefnur segja alltaf til um hvað fyrirtækin eru að gera og að baki þeim eru tonn af reglum. Persónuverndarstefnan á að vera á heimasíðu fyrirtækja og vera mjög auðlesanleg.
Lansdvirkjun tók á móti gestum á vegum Stjórnvís til að ræða um vegferð þeirra í jafnréttismálum fimmtudaginn 3. maí kl. 8:30. Góð mæting var á fundinn og boðið var upp á morgunverð í sal Landsvirkjunar í Austurveri.
Gyða Björg kynnti stjórn faghóps um jafnlauanstjórnun, tilgang og viðburði.
Selma Svavarsdóttir, forstöðumaður á starfsmannasviði hélt erindi um þá vinnu sem hefur átt sér stað í jafnréttismálum hjá Landsvirkjun og þær leiðir sem þau hafa farið í stefnumótun og markmiðastetningu.
Nokkrir þættir spiluðu saman í upphafi síðasta árs sem gerði það að verkum að jafnréttismál voru sett í forgang hjá Lansvirkjun og ákveðið var að bjóða öllum starfsmönnum í jafnréttispartý í mars 2017. Á þeim degi tók forstjóri stöðu formennsku í jafnréttisnefnd og lýsti því yfir að hann skyldi ekki stíga til hliðar fyrr en markmiði um 40% hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum yrði náð.
Afurð af þessari vinnu urðu þau 6 meginmarkmiðum sem Landsvirkjun hefur sett fram í sinni jafnréttisáætlun. Öll markmið eru mælanleg og tilgreina leið og mælikvarða að settu markmiði. Þessi markmið eru í samræmi við Jafnréttisvísi Capacent sem gerðu úttekt á jafnréttismálum yfir sumarið 2017.
Góð umræða skapaðist um jafnréttismál, jafnréttisáætlanir og um jafnlaunavottun í kjölfarið og svöruðu Selma og Sturla, starfsmannastjóri, fyrirspurnum gesta.
Við í stjórn faghópsins þökkum Landsvirkjun fyrir mjög áhugavert erindi og hlökkum til að fylgjast með þróun mála hjá þeim í framtíðinni sem einu af leiðandi fyritækjum í jafnréttismálum á Íslandi.
Meðfygljandi er mynd af Gula spjaldinu, sem inniheldur orðskýringu á hrútskýringu og menndurektningu. Sem hluti af vitundarvakningu eru þessi spjöld prentuð út og sett í öll fundarherbergi í Landsvirkjun, sem hefur vakið mikla athygli og lukku.
Kristján Geir Gunnarsson framkvæmdastjóri Odda fór yfir Lean innleiðingu í Odda og deildi með okkur lærdómi af þeim skrefum sem tekin hafa verið á undanförnum misserum á fundi í morgun á vegum faghóps um lean.
Kristján hóf fyrirlesturinn á að segja frá þeim miklu breytingum sem Oddi stendur frammi fyrir. Í stefnumótun 2016 var ákveðið að taka inn lean ráðgjafa og setja upp töflur. En þegar byrjað er í lean þarf að finna einhvern þráð sem snertir alla, rauði þráðurinn voru gæðafundir. Í Nóa Síríus þar sem Kristján starfaði áður var það afhendingartíminn. Með gæðafundunum urðu til umbótahugmyndir. Árið 2012 voru starfsmenn yfir 400, árið 2016 voru þeir 240 og í dag eru starfsmenn 130. Það vantar ekki kerfin í Odda, þar er Ástríkur, Axapta, Bakvörður, Gagnagátt, Gagnasafn, Íhlutir, Sóley, Kvasir o.fl. Þegar gerð var ferlarýni þá uppgötvaðist mikil „þoka“. Mikil sóun var tengd viðskiptavinum í framleiðslunni t.d. vantaði oft að spyrja viðskiptavini hvert átti að senda vöruna. Í lok 2017 var ákveðið að loka Kassagerðinni og Plastprent. En undirbúningurinn að því verkefni var allur unninn skv. Lean aðferðafræðinni. Aðaláhersluverkefnið var „Virðing fyrir fólki“ og áskorunin var sú að Oddi lá með mikil verðmæti. Oddi náði fólkinu með sér og allir 100% unnu út uppsagnarfrestinn sinn. Allir lögðu sig 100% fram og framlegðin var góð. Oddi er ekki lengur framleiðslufélag heldur þjónustufélag. Nú þarf að fá fólkið til að halda áfram og taka skrefið og sýna frumkvæði.
Í dag eru daglegir fundir á meginsviðum sem eru mjög stuttir, mælingarfundir sem sýna stöðuna. Hægt er að grípa inn í frávik mjög fljótt út af þessum tíðu mælingum. Oddi er enn í breytingarfasa. Fasi 1: uppsagnir og tilkynning Fasi2: Færsla á framleiðslu og framtíðarferli Fasi 3: Eftirfylgni og frágangur 4: Rýni og umbætur 5: 2019 Nýr Oddi. ´
Í stefnumótun 2016 voru ákveðin leiðarljós og gildi Odda: frumkvæði, ábyrgð, metnaður og ánægja. Leiðarljósið er: Oddi er eftirsóknarveðrur vinnustaður fyrir metnaðarfullt starfsfólk o.fl. Í apríl var rosa margt gert í fyrsta skipti m.a.: afhentu fyrsta plastpokann frá nýjum birgja, hönnuðu fyrsta pappakassann frá nýjum birgja, kynntu nýja lausn sem getur leyst frauðplastkassann af hólmi, bættu nýjum aðilum í starfsmannahópinn og réðu nýjan framkvæmdastjóra.
Kristján hefur þá sýn að það sé alltaf hægt að gera betur. Lean er ekki pakkalausn; að breyta vinnulagi og menningu er áskorun.
Faghópar um heilsueflandi vinnuumhverfi og mannauðsstjórnun buðu Stjórnvísifélögum að kynna sér Jóga Nidra á vinnustöðum á hádegisfyrirlestri íHáskólanum í Reykjavík. Erindið flutti Jóhanna Briem jóga Nidra leiðbeinandi en hún hefur leitt Nidra í fyrirtækjum við mikla ánægju starfsmanna. Hún byrjaði fundinn á kynningu á jóga Nidra, hvað það er og hvaða áhrif það getur haft á heilsu og vellíðan einstaklinga. Í lokin leyfði hún fundargestum að upplifa Nidra hugleiðslu þannig að allir fengu að upplifa sjálfir hvernig jóga Nidra virkar.
Í dag búa margir við of mikið álag sem getur valdið streitu og líkamlegum og andlegum einkennum. Rannsóknir sýna að of mikil streita og spenna valda bólgum í líkamanum sem eru áhættuþættir lífsstílstengdra sjúkdóma. Í jógafræðum er talað um jafnvægi taugakerfisins sem lykil að góðri heilsu og vellíðan. Í jóga Nidra er slökunarviðbragðið virkjað en í því ástandi endurnýjar líkaminn sig, það hægir á hjartslætti, blóðþrýstingur lækkar, öndun verður dýpri og líkaminn slakar á. Það dregur úr streitu, kvíða, hugurinn róast og svefninn verður betri. Ástæðan fyrir því að vera með jóga Nidra í fyrirtækjum er að efla heilsu starfsmanna, vellíðan og starfsánægju.
Meðfylgjandi er nánari lýsing á Jóga Nidra: Jóga Nidra (Amrit method of Yoga Nidra) er ævaforn hugleiðsluaðferð sem samanstendur af líkams-, öndunar- og núvitundaræfingum. Jóga Nidra kallast einnig „jógískur svefn“ en í hugleiðslunni eru þátttakendur leiddir markvisst inn í djúpt slökunarástand eins og verður þegar við sofum. Nidrað nýtir það sem líkaminn kann það er að sofna en í því ferli hægist ósjálfrátt á heilabylgjutíðni. Í jóga Nidra eru þátttakendur leiddir í gegnum þessar breytingar á heilabylgjutíðni en markmiðið er þó ekki að sofna, heldur halda vakandi vitund og dvelja í djúpri slökun milli svefns og vöku. Í þessu ástandi fara þátttakendur frá hinum hugsandi huga, inn í þögnina sem býr í okkur öllum, tengjast sínu sanna sjálfi og öðlast frelsi frá stöðugum hugsunum. Þeir fara frá því að hugsa og gera yfir í það að finna og vera (núvitund). Með reglulegri ástundun á Jóga Nidra er hægt að öðlast meiri hæfni í að taka eftir hugsunum, tilfinningum og viðbrögðum og læra betur að stýra eigin huga og líðan. Þegar hugurinn er kyrr er sem dæmi hægt að taka mun betri og skýrari ákvarðanir en þegar hugurinn er á fullri ferð.
Jóga Nidra virkjar heilunar- og endurnýjunarmátt líkamans, losar um spennu og streitu og kemur jafnvægi á ósjálfráða taugakerfið. Í Jóga Nidra losnar um hormón og taugaboðefni sem gera okkur hamingjusamari, afslappaðri, heilsuhraustari, lækka háan blóðþrýsting og draga úr bólgum í líkamanum sem í dag eru taldar orsök lífsstilssjúkdóma. Streita sem orsakast fyrst og fremst af of virkum huga og of mikilli spennu safnast upp í líkamanum ef við náum aldrei djúpri slökun inn á milli og veldur bæði líkamlegum og andlegum einkennum. Herbert Benson, MD hjartalæknir í Harvard hefur rannsakað það sem hann kallar „slökunarviðbragðið“ (e. relaxation response) í yfir 40 ár, en þar fer líkaminn í svokallað „parasympatískt“ ástand en það er slökunarhluti ósjálfráða taugakerfisins (sefkerfið) þar sem líkaminn gerir við sig. Hans viðfangsefni hefur verið að rannsaka áhrif hugleiðslu á þetta viðbragð og staðfesta niðurstöður ótvírætt ofangreind áhrif.
Það sem einkennir Jóga Nidra er ásetningur sem hver og einn setur sér fyrir hugleiðsluna og er nýttur í dýpsta hugleiðsluástandinu til að breyta neikvæðum forritum í undirmeðvitund yfir í styrkjandi jákvæðar staðhæfingar sem þjóna einstaklingum vel. Ásetningur er fræ sem við viljum sá til þess að leiða okkur á þá leið sem við viljum fara í lífinu. Í fyrstu tímunum setur leiðbeinandi vanalega ásetning það er jákvæðar og styrkjandi staðhæfingar sem geta átt við alla.
Jóga Nidra tímarnir byrja á stuttri hugleiðslu, nokkrum jógaæfingum eða teygjum og síðan leggjast þátttakendur á dýnu á gólfinu með púða og teppi og hugleiðslan fer fram í liggjandi stöðu.
Talað er um að 45 mínútna Jóga Nidra jafngildi 3 klukkutímum í svefni.
Jóhanna Briem hefur verið með námskeið í jóga Nidra í Endurmenntun Háskóla Íslands, auk námskeiða í tengslum við áhrif hugar á heilsu. Jóhanna hefur unnið við heilsueflingu í áratugi á mismunandi sviðum. Hún er með MA gráðu í áhættuhegðun og forvörnum, nám í náms- og starfsráðgjöf og er löggiltur sjúkranuddari. Forvarnir hafa lengi verið hennar áhugasvið og fellur jóga Nidra vel inn á það svið.
Viðskiptalífið hefur verið í blóma síðustu misseri og einna helst ferðabransinn. Mörg fyrirtæki í ferðabransanum hafa vaxið ört og hafa farið í gegnum stefnumótun með misjöfnum árangri. Stór þáttur í að geta aðlagast breyttu umhverfi er hæfni fyrirtækja til að tileinka sér nýja tækni með þeim hætti að hún styðji við hraðann vöxt. Sigurjón Hákonarson framkvæmdastjóri OZIO ehf fjallaði í morgun á fundi á vegum faghóps um stefnumótun og árangursmat í Orange Project stuttlega um hvaða áskoranir fyrirtæki í ferðabransanum eru að glíma við þegar kemur að stefnumörkun í upplýsingatækni samhliða því að vaxa hratt. Áskoranirnar sem Sigurjón fjallað um einskorðast ekki við fyrirtæki í ferðabransanum þó dæmin sem tekin voru tengjast honum. En hvað er líkt og ólíkt með ört vaxandi fyrirtækjum og rótgrónum fyrirtækjum þegar kemur að stefnumótun í upplýsingatækni, er raunverulega einhver munur?
Upplýsingatækni hefur þróast mjög ört frá 1995. Ör vöxtur fyrirtækja er búinn að vera á stuttum tíma og áralangt svelti í uppbyggingu innviða. Í dag er nánast hægt að gera allt í símanum og huga þarf að nýrri persónuverndarlöggjöf en henni fylgja krefjandi verkefni. Sigurjón kynnti fyrirtækið Ozio þar sem starfa 7 manns sem allir unnu áður í Expectus. Ozio smíðar hugbúnaðarlausnir fyrir sharepoint og er í ráðgjöf varðandi skjalahögun og upplýsingahögun. Lausnirnar sem þau eru með er stjórnargátt og fleiri minni kerfi. Fyrirtæki byrja oft að halda utan um verkefni með Excel skjölum. Sigurjón nefndi dæmi um fyrirtæki sem var með 128 kerfi og 250 excelskjöl sem voru öll kerfi hvert og eitt út af fyrir sig.
Þegar Sigurjón kom inn í ferðageirann sá hann að allar bókanir þ.e. á rútum, ferðamönnum o.fl. var í Excel-skjölum. Allir þurftu að fara inn í Excelskjalið en einungis einn gat opnað skjalið í einu. Sóunin var því gríðarleg og mikilvægt að smíða kerfi þar sem hver og einn gat skráð sig inn í kerfið á sama tíma. Skipulagið kemur með kerfinu. Samskipti við viðskiptavini eru gjarnan í formi tölvupósta sem liggja í einkapósthólfum starfsmanna og/eða sameiginlegum pósthólfum. Viðskiptamannaskráin er í fjárhagskerfinu en er jafnframt í Excel skjali sem söludeildin notar en tengist annars ekki öðrum kerfum. Tengiliðir eru hvergi vistaðir miðlægt þeir eru í tengiliðalistum starfsmanna. Annað skipulag er í mörgum excel og wordskjölum sem sum tengjast en önnur ekki. Ef nafni á einu skjali er breytt þá rofna allar tengingar og enginn finnur skjalið. Þegar verið er að skipuleggja hvaða kerfi á að nota þá þarf kerfið að geta aðlagast breytingum. Því má ekki smíða kerfi sem gerir ekki ráð fyrir annars konar viðskiptavinum.
Almennar áskoranir í tengslum við stefnumótun eru skortur á skilningi og möguleikum tækninnar. Upplýsingatæknistefna er ekki tekin inn sem hluti af stefnumótun fyrirtækisins/félagsins. Mörgum finnst erfitt að fjárfesta í upplýsingatækni. Fulltrúi upplýsingatækni er ekki í framkvæmdastjórn vegna skorts á skilningi og möguleikum tækninnar. Einstaklingar eiga oft erfitt með að breyta og hætta að vinna í því kerfi sem þeir eru vanir að vinna í. Ein stærsta áskorunin er mannlegi þátturinn. Í fyrirtækjum eru margar deildir t.d. söludeildin, fjármáladeild, þjónustudeild o.fl. og rígur oft á milli deilda sem lagast ef það eru búin til teymi frá öllum deildum. Árangurinn er þá mældur í því hvernig teyminu gengur að þjóna viðskiptavininn en ekki deildin. Bankar, tryggingafélög, Eimskip og Össur eru með skilgreinda upplýsingatæknistefnu en hún sést ekki hjá mörgum fyrirtækjum. Stafræn framtíð/umbreyting skapar það að allir geta gert hlutina sjálfir. Fyrirtæki þurfa að huga að stafrænni umbreytingu . Stafræn umbreyting felst í að framkvæma hlutina í eins fáum skrefum og hægt er, nýta tæknina til að einfalda vinnuna, gera hlutina hraðar, nýta tæknina til að auðvelda samskipti og skilja stöðugt hvernig hægt er að gera hlutina betur.
Sigurjón hvatti fyrirtæki til að fara í stefnumótun í upplýsingatækni. Greina hver eru lykilkerfi og hver ekki? Hvernig er fjármálum útdeilt, skilgreina upplýsingastefnu og setja upp stjórnskipulag (IT Governance)
Aðalfundur Stjórnvísi 2018 verður haldinn á Nauthól miðvikudaginn 16.maí kl.11:45-13:00
Eitt framboð hefur borist í embætti formanns fyrir starfsárið 2018-2019:
Þórunn M. Óðinsdóttir núverandi formaður og ráðgjafi hjá KPMG. Þórunn hefur setið í stjórn Stjórnvísi sl. fjögur ár og veitti hún faghópi um lean formennsku til fjölda ára.
Aðalstjórn: Á síðasta aðalfundi voru eftirtaldir aðilar kosnir til tveggja ára í aðalstjórn Stjórnvísi:
- Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, vörustjóri dagsferða hjá Kynnisferðum.
- Gyða Hlín Björnsdóttir, markaðsstjóri Háskóla Íslands
- Jón S. Þórðarson eigandi og framkvæmdastjóri viðburðafyrirtækisins PROevents.
Önnur framboð í aðalstjórn og varastjórn (í stafrófsröð) sem kosið verður um á aðalfundi eru:
- Berglind Björk Hreinsdóttir, mannauðsstjóri Hrafnistuheimilanna. Berglind er varamaður í stjórn 2017-2018 og býður sig fram í aðalstjórn.
- Guðjón Örn Helgason, sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Reykjavíkurborg býður sig fram í aðalstjórn.
- Jón Gunnar Borgþórsson, vottaður stjórnendaráðgjafi (CMC – Certified Management Consultant)
- Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Odda prentunar og umbúða ehf
- Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Strætó.
Kosið verður í fagráð félagsins. Eftirtaldir bjóða sig fram í fagráð félagsins:
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar (2018-2020)
Hafsteinn Bragason, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Íslandsbanka (2017-2019)
Jóhanna þ. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri aðfangakeðju Innnes (2018-2020)
Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs (2018-2020)
Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Nolta (2017-2019)
Kosnir verða tveir skoðunarmenn til 2ja ára 2018-2020
Oddný Assa Jóhannesdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2018-2020)
Guðný Helga Guðmundsdóttir, sviðsstjóri endurskoðunarsviðs KPMG (2018-2020)
Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf:
- Kjör fundarstjóra og ritara.
- Skýrsla formanns.
- Skýrsla framkvæmdastjóra.
- Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
- Breytingar á lögum félagsins.
- Kjör formanns.
- Kjör þriggja stjórnarmanna til næstu tveggja ára.
- Kjör tveggja varamanna í stjórn til næstu tveggja ára.
- Kjör fagráðs.
- Kjör skoðunarmanna reikninga.
- Önnur mál.
Ársreikningurinn verður aðgengilegur á vefsíðu félagsins strax að loknum aðalfundi. Þeir sem óska eftir útprentuðum ársreikningi er bent á að óska eftir því sérstaklega við framkvæmdastjóra félagsins gunnhildur@stjornvisi.is
skv.6. gr. félagsreglna Stjórnvísi.
Í stjórn Stjórnvísi eru sjö stjórnarmenn og tveir varamenn. Á aðalfundi er formaður kosinn sérstaklega til eins árs í senn, og getur hann setið í tvö ár sem formaður, að hámarki. Aðrir stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn og geta að hámarki setið í tvö ár. Varamenn skulu kosnir til eins ár í senn og geta að hámarki setið í tvö ár. Meginreglan skal vera sú að á hverju ári láti þrír stjórnarmenn af störfum. Ef atkvæði eru jöfn skal hlutkesti ráða úrslitum. Leitast skal við að halda kynjahlutfalli sem jöfnustu innan stjórnar.
Allir félagsmenn eiga kost á að bjóða sig fram til formanns og í stjórn. Framboð til formanns og í stjórn skulu skv. lögum félagsins hafa borist í síðasta lagi viku fyrir auglýstan aðalfund þ.e. 9.maí 2018. Þeir, sem áhuga hafa á að bjóða sig fram, eru vinsamlega beðnir um að tilkynna það í pósti til gunnhildur@stjornvisi eða stjornvisi@stjornvisi.is
Faghópur um vörustjórnun – innkaupa og birgðastýringu var með viðburð hjá Eimskip, þar sem fjallað var um virðisaukandi innkaup. Það var góð mæting og fyrst fjallaði Sæunn Björk Þorkelsdóttir Innkaupastjóri um ástæður þess að innkaupadeild var stofnuð hjá Eimskip árið 2016 og þá vegferð sem var farin til að fá hagsmunaaðila með í að skapa virði og vinna með birgjum. Hún fjallaði um hvernig innkaup og betri nýting auðlinda er eitt af opinberum áhersluatriðum framkvæmdastjórnar og mikilvægi þess að hafa stuðning yfirmanna við framkvæmd virðisaukandi verkefna. Fjallaði hún um tvö pilot innkaupa verkefni sem unnin voru á alþjóðlega vísu og náðist fjárhagslegur ávinningur af.
Jónína Guðný Magnúsdóttir deildarstjóri Flutningastýringar gaf góða innsýn inn í áskoranir sem fylgja gámastýringu í sveiflukenndu umhverfi. Hvað er sameiginlegt gámastýringu og almennri vörustýringu, það er að réttur gámur sé á réttum stað á réttum tíma á sem hagstæðastan hátt. Þær áskoranir sem deildin á við, t.d. uppsöfnun gáma í Sundahöfn, forgangsröðun og fjöldi tegunda gáma. Báðar töluðu um mikilvægi samskipta og með því að halda vinnustofur með hagsmunaaðilum þvert á fyrirtækið til að ná sameiginlegri sýn, næst líka aukin samvinna og upplýsingagjöf.
Um fjörutíu áhugaverðir aðilar sýndu faghópi um framtíðarfræði áhuga, allt afburðarfólk. Úr vöndu var að ráða við að móta fyrstu stjórn hópsins. Úr varð fjórtán manna stjórn, sem endurspeglar vel fjölbreytileika þeirra sem áhuga sýndu, sjö karlar og sjö konur. Fyrsti fundur hópsins var á Nauthól í dag þar sem farið var yfir hugsanlegar áherslur hópsins á næstunni. Stjórnin stefnir á að boða til fundar í faghópnum um miðjan maí. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér: https://www.stjornvisi.is/is/faghopar/framtidarfraedi
Stjórn faghópsins skipa: Andrés Jónsson Roots Iceland, Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, Icelandtourism, Encho Planevov Kópavogsbær, Fjóla María Ágústdóttir fjármála-og efnahagsráðuneytið, Gestur Pétursson Elkem, Guðrún Kaldal Reykjavíkurborg, Hólmfríður Sigurðardóttir OR, Ilmur Dögg Gísladóttir Listaháskóli Íslands, Jónína Björk Vilhjálmsdóttir Efla, Sigurður B. Pálsson BYKO, Sævar Kristinsson KPMG, Védís Sigurðardóttir Landsbankinn, Þór G. Þórarinsson Velferðaráðuneytið og Karl Friðriksson Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Í morgun héldu faghópar um mannauðsstjórnun, markþjálfun, stefnumótun og árangursmat fjölmennan fund í HR. Þrír fyrirlesarar þau Gróa, Ingólfur og Þyri Ásta kynntu áhugaverða nálgun til að nýta við stjórnun, samvinnu og samskipti. LET ( Leader Effectiveness Training ) - hugmyndafræðin kemur frá Gordon Training International sem stofnað var af Dr. Thomas Gordon og á erindi til stjórnenda sem og almennra starfsmanna. LET hugmyndafræðin byggir á samskiptafærni og á að baki sér 50 ára þróun. Hún er grunnurinn að öðrum leiðum Gordons eins og P.E.T. (Parent Effectivenss Training), T.E.T. (Teachers Effectiveness Training) o.fl. Hugmyndafræðin byggir á því að nota ákveðin samskiptaleg verkfæri út frá svokölluðum hegðunarramma. Farið var yfir L.E.T. hugmyndafræðina, áhrifaþætti og niðurstöður rannsókna sem tengjast henni.
LET byggir á þarfagreiningu, 360 gráðu mati, LET námskeiði og kerfisbundinni eftirfylgni. Í LET fræðsluumhverfinu er hægt að halda utan um starfsmannafræðslu á einum stað í samræmi við heildina. Í LET eru hagnýt verkfæri eins og virk hlustun, ég skilaboð, leið til að forðast átök, aðferð til að leysa átök þannig að allir séu sáttir, leið til að greina á milli viðhorfa og gilda. Stærsti þátturinn í LET árangurskerfinu er vinnustofa í bættum samskiptum. Á LET vinnustofu er lögð áhersla á heildarumhverfi þegar kemur að bættum samskiptum. Í LET er eftirfylgni, endurmenntun, reglulegt mat, stöðumat, markþjálfun og önnur ráðgjöf. LET vinnur með hegðunarramma 1. Annar á vandamálið 2. Ekkert vandamál 3. Ég á vandamálið 4. Við eigum vandamálið. Vissulega reyna allir að eiga ekkert vandamál.
Í LET er virk hlustun með öllum skynfærum, sýnu áhuga, sýnum skilning, viljum hjálpa, gefa sér tíma og tölum sama tungumálið. Þegar við erum í samræðum er alltaf spurning um vandamál þ.e. hver á þau. Rætt var um tólf hindranir: skipun, aðvörun, predikun, ráðfæra, rökræða, gagnrýna, hrósa, flokka, greina, hughreysta, spyrja og forðast. Hvernig á að lágmarka að skaða samband. Tala um hegðun hjá hinum aðilum þ.e. hvernig hún hefur áhrif á mig. Oftast eru allt aðrar tilfinningar en reiðin sem bjátar á. Algengasti skilningurinn er misskilningur hjá fólki.
Þegar verið er að ræða við börn þá er mikilvægt að sitja bara og hlusta. Aldrei rökræða við börn í æstu skapi. Því meira sem rætt er það sem gerist því meira gera bæði börn og almennt allir sér grein fyrir samhengi hlutanna. Í góðri hlustun erum við einungis að samþykkja að við heyrum það sem verið er að segja frá, ekki byrja að túlka eða gefa mat.
Varðandi ágreining á vinnustað er mikilvægt að skilja hvert eðli hans er. Þá er mikilvægt að nýta hegðunarrammann þ.e. hver á vandamálið. Kannski eru það báðir aðilar. Muna eftir að fara alltaf inn í hegðun en ekki persónu. Kynnt var 6 þrepa kerfið 1. Greina þarfir 2. Safna lausnum 3. Meta lausnir 4. Velja lausnir 5. Innleiða lausnir 6. Fara yfir niðurstöðu. Starfsmannavelta á Íslandi er frekar há samanborið við löndin nálægt okkur. Það að þú fáir að taka þátt í starfinu skiptir öllu máli. Inn á www.gordon.is eru fjöldi rannsókna sem áhugavert er að skoða.
Gróa Másdóttir er með BA gráðu og MA gráðu í sagnfræði og fornleifafræði frá HÍ. Lauk MBA gráðu frá HR árið 2010 og Markþjálfun árið 2014. Þá hefur Gróa einnig lokið námi í leiðsögn frá MK.
Ingólfur Þór Tómasson er vottaður ACC markþjálfi og hefur verið sjálfstætt starfandi í 15 ár. Hann hefur áratuga reynslu og þekkingu á rekstri fyrirtækja og hefur verið nátengdur rekstri ferðaþjónustu á Íslandi, í Noregi og víðar.
Þyri Ásta Hafsteinsdóttir er með BSc í sálfræði. Hún er menntaður stjórnenda markþjálfi og NLP markþjálfi. Þyri hefur komið að mörgu í gegnum árin s.s. mannauðsmálum, stjórnun, kennslu, ráðgjöf og fl.