Nýjar áskoranir - Stefnumót við mannauðsstjóra - heilbrigði og Qigong lífsorkan

Markmið þessa stefnumóts við mannauðsstjóra og stjórnendur sem fara með mannauðsmál var að fara yfir nokkur megin stef og nýjar áskoranir til að bæta líðan og samstöðu starfsmanna. Við vitum að góð andleg og líkamleg heilsa er grunnurinn að ánægju og árangri í lífi og starfi.
Fyrirlesari var Þorvaldur Ingi Jónsson, viðskiptafræðingur – MS í stjórnun og stefnumótun. Hann hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um jákvæða þjónandi leiðtogastjórnun, ásamt kennslu og leiðsögn í Qigong lífsorkuæfingum.
Þorvaldur byrjaði fyrirlesturinn á að kynna Qigong öndunina og lét alla æfa hana. Í framhaldi kynnti hann lykilorkustöðvarnar Dantian – viska, kærleikur og orka.  Þegar hugurinn er sterkur þá búum við yfir visku, innsæi, einbeitingu, staðfestu og sannleik.  Ef hann er veikur: óstöðugleiki, dómgreindarleysi og siðblinda. Í Qigong erum við að rækta okkur. Samhljómur í hugleiðslu, hreyfingu og önduninna.  Svo er það bardaginn þ.e. að við stöndum alltaf með okkur. Við viljum hafa allar orkubrautir sterkar og hreinar.  Heilsteypt manneskja er með allar orkustöðvarnar sterkar, í samhljómi og er í jafnvægi.  Hefur skýra hugsun, innsæi, traust, kærleika, samkennd, drifkraft, styrk, úthald, jákvæðni og er án kvíða.  Andlegt og líkamlegt heilbrigði.  Þeir sem stunda Qigong eru náttúrusinnar; hlaða sig hreinni orku frá jörðu og himni, frjáls, óhrædd, gefandi og góðar manneskjur, bera aldrei með sér reiði eða langrækni, horfa bjartsýn til framtíðar, lifa í núinu og nýta orkuna á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. 

Fókið  sem við þjónustum er viðskiptaauðurinn okkar.  Á vinnustaðnum er mikilvægt að innleiða stefnu og þar kemur að tilgangi, sýn og gildi, hvert er áætlunarverkið, hverjum á að þjóna, hvers vegna, hvað vil ég vera, hvað vil ég verða, hvernig?  Mikilvægt er að stilla af mannauðinn og tæknina og þar kemur inn skipulagið og gæðaferlarnir.  Við náum aldrei toppárangri nema að það sé 100% traust og samskiptaferlar séu í lagi.  Traust þarf að horfa á í öllum lögum, aðalstjórnendur, millistjórnendur og starfsmenn.  Til að vera samkeppnishæf þarf stöðugt að hugsa hvað get ég gert til að þjónusta á skilvirkari hátt og þjónusta mannauðinn betur. Og mikilvægast af öllu er gleðin.  En hvernig er tími nýttur?  30% tíma starfsmanna fer í forgangsverkefni og allt of mikið fer í önnur verkefni (truflanir, fundir, tölvupóstar, símtöl, slúður, fresturnarárátta).  Norðmenn eru með 44% meiri framleiðni en Íslendingar og því mikilvægt að huga að meiri framleiðni.  Mannauðsstjórinn á að vera þjónandi og horfa til stefnu, gilda og framtíðarsýnar sem byggir á trausti og skilvikum samskiptum.  Í menningu sigurvegara þá líðum við aldrei ofbeldi/einelti (Qigong), við spyrjum, hlustum, hvetjum, miðlum, leiðbeinum, upplýsum, hrósum, þökkum, gleðjumst og fögnum sigrum.  „Meiri gleði – meira gull“.  
Þess er ætlast til í dag að starfsmenn séu leiðtogar og hjálpi hvor öðrum með skýrum skilaboðum.  Starfsmenn þurfa líka að umboð til athafna, geta haft frumkvæði, hlakki til að koma til vinnu, viljinn til að geta gert betur, skapa eitthvað nýtt, viðhalda og auka hæfni sína. Í lokin lærðu þátttakendur nokkrar einfaldar en öflugar Qigong lífsorkuæfingar sem allir geta gert í vinnufötunum. 

 

Um viðburðinn

Nýjar áskoranir - Stefnumót við mannauðsstjóra - heilbrigði og Qigong lífsorkan

Markmið þessa stefnumóts við mannauðsstjóra og stjórnendur sem fara með mannauðsmál er að fara yfir nokkur megin stef og nýjar áskoranir til að bæta líðan og samstöðu starfsmanna. Við vitum að góð andleg og líkamleg heilsa er grunnurinn að ánægju og árangri í lífi og starfi.

Sérstaklega verða ræddar og leitað svara við spurningum eins og:

 

  • Hvernig geta stjórnendur hlúð betur að líðan og heilsu starfsmanna sinna?
  • Hvernig náum við til viðskiptavina – tæknilausnir og/eða mannleg samskipti?
  • Hvaða áherslur þarf að hafa í stjórnun til að skapa einbeitta og viljasterka liðsheild?
Einfaldar Qigong lífsorkuæfingarnar er ein leið til að losa um spennu, auka jákvæðni og viljastyrk. 

 

Í lokin læra þátttakendur nokkrar einfaldar en öflugar Qigong lífsorkuæfingar sem allir geta gert í vinnufötunum. 


Fyrirlesari:

Þorvaldur Ingi Jónsson, viðskiptafræðingur – MS í stjórnun og stefnumótun.

Hann hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um jákvæða þjónandi leiðtogastjórnun, ásamt kennslu og leiðsögn í Qigong lífsorkuæfingum.

Fleiri fréttir og pistlar

Nýtt o3 gervigreindarmódel frá OpenAI rýfur mörk greindarskala

Næstum því ótrúlegur endir á hröðu gervigreindarári. Ný sería af gervigreindarmódelum frá OpenAI, o3, virðist geta leyst flest huglæg verkefni betur en bestu mannlegu sérfræðingar á hverju sviði - og er með þekkingu flestra sérfræðinga á flestum sviðum!

Þessar breytingar eru fyrst að gerast rólega eins og á árinu sem er að líða, en síðan munu þessar breytingar gerast mjög hratt, kannski of hratt. Skapandi gervigreind er þegar farin að breyta heiminum og mun halda áfram að hafa mikil áhrif, bæði með jákvæðum afleiðingum og með því að skapa krefjandi áskoranir fyrir samfélög, fyrirtæki og stjórnvöld.

https://x.com/OpenAI/status/1870186518230511844

https://www.wired.com/story/openai-o3-reasoning-model-google-gemini/


https://x.com/fchollet/status/1870169764762710376
 


https://arcprize.org/blog/oai-o3-pub-breakthrough

Jólakveðja Stjórnvísi 2024

Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla.  Við þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með þér á komandi ári.

Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Anna Kristín Kristinsdóttir, Auður Daníelsdóttir, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri, Haraldur Bjarnason,  Ingibjörg Loftsdóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Matthías Ásgeirsson, Snorri Páll Sigurðsson og Stefán Hrafn Hagalín

Pallborðsumræður frá ráðstefnunni í Dubai -

Hér eru vefslóðir frá pallborðsumræðunum á árlegri ráðstefnu sem Dubai Future Forum hélt fyrr í mániðnum. Gæti verið áhugavert að renna yfir efnið og vakta áhugaverð atriði:

 https://www.youtube.com/live/b6lguB_vpjs?si=pgePVUxGSHOKdvvc 

 https://www.youtube.com/live/frI9bJSE3ME?si=5ezTPte5DBUC6fMK

Diversity and Inclusion in the Workplace: Disability Inclusion

Join us for an insightful panel discussion on Disability Inclusion, ahead of the International Day of Persons with Disabilities. We will explore the challenges and systemic barriers faced by people with disabilities, and the collective action needed to dismantle them, while identifying opportunities and solutions for creating truly inclusive and equitable spaces—both in the workplace and society at large. We will cover key areas such as:

Faghópur Öryggishóps Stjórnvísi vekur athygli á viðburði

Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.

Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum? 

Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.

Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.

Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.

Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá

Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?