Jákvæð samskipti og liðsheild

Allir vinnustaðir þurfa á jákvæðum samskiptum og liðsheild að halda. En hvaða leiðir er best að fara til þess að ná fólkinu með sér? Er hægt að nota ákveðnar æfingar eða aðferðafræði? Jón Halldórsson frá KVAN og Pálmar Ragnarsson, fyrirlesari, voru með líflegan morgunfund um jákvæð samskipti og liðheild í Háskólanum í Reykjavík í morgun.  Fundurinn var á vegum faghóps um mannauðsstjórnun.
Jón starfar sem framkvæmdastjóri KVAN, þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi ásamt því að halda fyrirlestra. Hann hefur unnið mikið með afreksíþróttafólki og aðstoðað það við að setja sér skýr markmið og með aðferðafræði markþjálfunar skoðað hvaða þættir eru líklegastir til að hjálpa viðkomandi einstaklingi að ná settu marki.

Pálmar hefur getið af sér gott orð fyrir að vera skemmtilegur og líflegur fyrirlesari, en hann heldur kröftuga fyrirlestra um jákvæð samskipti á vinnustöðum, í skólum og íþróttafélögum. Um daginn hélt hann fyrirlestur númer 500! Þá hefur hann margra ára reynslu sem íþróttaþjálfari barna og unglina. 

Jón byrjaði á að kynna KVAN og segja hvernig vinnuhópurinn er samsettur.  Þau vinna mikið með ungu fólki og vilja ræða við fagaðila og foreldra.  Þau vinna einnig með stjórnendum fyrirtækja. Jón er lærður markþjálfi og lögreglumaður.  Hann vann hjá NOVA og sagði þau þekkja kúltúrinn sinn sem er „Stærsti skemmtistaður í heimi“.  Allt hjá NOVA er tengt við skemmtun og það hefur fest við vinnustaðinn.  Þegar það er hitamet í Reykjavík þá er t.d. boðið upp á ís eða allir taka með sér heim kaldan bjór.  En hvernig býr maður til góða liðsheild?  Með því að hafa einn Eyjamann í liðinu. Að öllu gamni slepptu þá er það að eyða eins miklum tíma saman og möguleiki er. Eyjamenn gera þetta mjög vel, heilsa alltaf hvor öðrum þegar þeir koma á æfingu. Kúltúrinn er ákveðinn og hvernig hann á að vera.  Þeir hópar sem ná árangri vita hver kúltúrinn er.  Jón sagði frá bandarískri rannsókn sem sýnir skiptingu eftir félagslegu samþykki.  55% barna fúnkera vel í hóp, 15% af öllum börnum er hafnað þ.e. skilin útundan, strítt, rödd þeirra fær ekki að heyrast, 15% eru týndu börnin þ.e. hlédræg og þau gleymast og tilheyra ekki.  Þessir aðilar eru fyrstir til að stökkva á vagninn sem þau vilja tilheyra.  15% einstaklingar eru vinsælu börnin þ.e. þau sem eru með leiðtogahæfileika en aðrir og hafa áhrif á aðra.  Svo haga aðilar sér mismunandi eftir því hvaða hópa maður er að hitta.  Ástæðan er sú að það er mismunandi kúltúr og fólk eltir frekar kúltúr en reglur.  Þess vegna er svo mikilvægt að búa til kúltúr.  Og hvernig býr maður til kúltúr?  Hjá NOVA stendur kúltúrinn alls staðar.  Þorgrímur Þráinsson bjó til kúltúrinn í landsliðinu og það eru leiðtogarnir sem búa til hann.  Þeir búa til neikvæðan og jákvæðan kúltúr.  Sá neikvæði grefur undan, setur sjálfan sig í forgang, leyfir baktal. Sá jákvæði gerir allt öfugt.  Fólk ætti að spyrja sig: „Hvenær varstu síðast rosalega leiðinlegur/leiðinleg?“. Við viljum alls ekki vera leiðinlegi, neikvæði aðilinn en við sogumst inn í kúltúrinn.  Jón sagði frá Jakobi Frímanni Þorsteinssyni sem er væntanlega ljúfasti maður í heimi.  Kúltúrinn hjá KVAN er sá að þau eru hópur og fagna alltaf öll saman.  Jón sagði frá Pétri formanni nemendafélags Versló í fyrra sem sagði „Markmiðið okkar í Versló er að gera hverjum einasta nemanda kleift að stunda eitthvað sem veitir þeim tilgang.  Jón sagði að lokum frá því að hann markþjálfar stjórnendur inn í fyrirtækjum.  Ef þú kemur úr þannig kúltúr að þér er alltaf sagt stöðugt að gera eitthvað þá tengja Íslendingar ekki við það en Pólverjar gera það.  Thailendingar skilja t.d. ekki íslenska kaldhæðni og það er því mjög flókið þegar verið er að búa til liðsheild.  Jón hvatti alla til að hlusta á Brené Brown á netinu, það dýrmætasta sem hver á er tíminn. 

Pálmi heldur fyrirlestra um samskipti á vinnustöðum um land allt.  Allir hafa áhrif á sínum vinnustað.  Pálmar Ragnarsson er sálfræðingur og með ms í viðskiptafræði.  Hann er fyrirlesari, íþróttaþjálfari o.fl. Það skiptir gríðarlegu máli hvernig fyrirmyndir við höfum og þess vegna er mikilvægt að taka viðtöl bæði við karla og konur.  Lokaverkefni Pálma í viðskiptafræðinni var „Samskipti á vinnustöðum“.  Er hægt að yfirfæra íþróttakúltúrinn yfir á vinnustaðinn?  Og hvernig er hægt að skapa stemningu þar sem öllum líður vel?  Er hægt að hafa það þannig að öllum líði vel?  Ef fólk finnur að allir eru jafn mikilvægir félagslega og hvernig maður leggur sig fram.  Pálmi leggur sjálfur mikla áherslu á að hrósa fólki og krökkum á æfingu. Mikilvægt er að grípa rétt tækifæri.  Pálmi spurði salinn hvernig væri að vera nýr starfsmaður á okkar vinnustað.  Það skiptir öllu máli hvernig fyrsta vikan er. Í körfuboltanum er passað vel upp á að viðkomandi finni hversu velkominn hann/hún er.  Ný stelpa sem kemur er boðin velkomin af öllum og fær að vita að sá sem er nýr hittir ekki alltaf í körfuna.  Stelpan upplifir að það sé svo gaman að vera nýr aðili og að liðið fagni nýjum aðilum.  Mikilvægt er að vinnustaðir taki vel á móti nýjum starfsmönnum ekki einungis stjórnandinn.  Það eru litlu atriðin sem skipta öllu máli.  Það er svo mikilvægt að viðhalda áhuganum hjá sjálfum sér.  Það er gert með því t.d. að læra eitthvað nýtt.  Spyrja sig hvað það sé við starfið sitt sem manni finnst svo gaman.  Mikilvægt er að smita áhuga.  Allir hafa áhrif á fólkið í kringum sig og stýra andrúmsloftinu hvort heldur þeir eru neikvæðir eða jákvæðir.   

Um viðburðinn

Jákvæð samskipti og liðsheild

Allir vinnustaðir þurfa á jákvæðum samskiptum og liðsheild að halda. Þetta vitum við öll. En hvaða leiðir er best að fara til þess að ná fólkinu með sér? Er hægt að nota ákveðnar æfingar eða aðferðafræði?

Jón Halldórsson frá KVAN og Pálmar Ragnarsson, fyrirlesari, verða með líflegan morgunfund um jákvæð samskipti og liðheild.

Jón starfar sem framkvæmdastjóri KVAN, þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi ásamt því að halda fyrirlestra. Hann hefur unnið mikið með afreksíþróttafólki og aðstoðað það við að setja sér skýr markmið og með aðferðafræði markþjálfunar skoðað hvaða þættir eru líklegastir til að hjálpa viðkomandi einstaklingi að ná settu marki.

Pálmar hefur getið af sér gott orð fyrir að vera skemmtilegur og líflegur fyrirlesari, en hann heldur kröftuga fyrirlestra um jákvæð samskipti á vinnustöðum, í skólum og íþróttafélögum. Um daginn hélt hann fyrirlestur númer 500! Þá hefur hann margra ára reynslu sem íþróttaþjálfari barna og unglina.  

Fleiri fréttir og pistlar

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Upptaka frá viðburðinum: Can your dreams improve your leadership skills.

Í gær fjallaði Michael Rohde, sérfræðingur í draumum hvernig við getum nýtt draumana okkar til að skilja djúpvitund eða ómeðvitaða greind okkar og hvernig við getum nýtt þessa vitneskju í okkar daglega lífi til að auka persónulegan þroska. 

Michael hefur helgað feril sinn því að kanna djúpstæð áhrif drauma á líf okkar í vöku, sérstaklega á sviði leiðtoga og persónulegs þroska. 

Hægt er að horfa á upptöku af viðburðinum næstu vikuna og hlekk á hana og glærurnar má finna á síðu viðburðsins hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?