Jafnlaunavottun - Lagaleg hlíting. Hvaða kröfur þarf að uppfylla og hvernig?

Fundur um lagalega hlítingu á jafnlaunavottun var haldinn í morgun fyrir fullum sal í Húsi atvinnulífsins á vegun faghóps um jafnlaunastjórnun. Fundarstjóri var Davíð Lúðvíksson. 

Fjallað var um þær lagalegu kröfur sem eiga við um starfrækslu jafnlaunakerfis. Markmið viðburðarins var að fjalla um hvernig fyrirtæki eru að sýna fram á að verið séð að hlíta lagalegum kröfum. Hvaða lagalegu kröfur ber að vakta og hvaða aðrar kröfur ber að vakta? Fjallað var um erindið frá ólíkum sjónarhornum með hagnýtum dæmum um útfærslu. 

Jón Freyr Sigurðsson gæðastjóri Mannvirkjastofnunar fjallaði um verklagið og lagalegu hlítinguna er snýr að Mannvirkjastofnun.  Í stofnuninni vinna 28 starfsmenn og þeir vinna skv. lögum um mannvirki og þurfa að vera vottuð stofnun skv. jafnlaunastofnu.  Nú stendur til að sameina stofnunina við  ÍLS.  Mannvirkjastofnun er með jafnlaunastefnu og uppfylla hana. Mannvirkjastofnun er tiltölulega nýbúin að fá vottun í ágúst 2019.  Jafnlaunakerfið er hluti af gæðakerfi stofnunarinnar.  Þau eru með ytri og innri skjöl og nota CCQ gæðakerfið.  

Jón sýndi Excel-skjal sem er rýnt og yfirfarið reglulega og settar inn dagsetningar.  Þetta skjal er síðan tekið út í úttektinni   * Sviðstjóri lögfræðisviðs ber ábyrgð á að vakta lög- og reglugerðir sem um stofnunina gilda, ásamt því að viðhalda Excelskránni Verkefni MVS, lög og reglugerðir og tryggja að stofnunin hlíti kröfum laga. En samhliða innri úttektum skal rýna lögin m.t.t breytinga.  

Hilmar Sigurðsson hjá Sagafilm sagði frá því hvað er að gerast hjá þeim og ferilinn sem þau eru að fara í gegnum.  Yfirliggjandi markmið hjá þeim er að uppfylla lög nr.10/2008 um jafna stöðu kvenna og karla með síðari tíma breytingum, þau auglýsa öll störf óháð kynjum og leggja mikla áherslu á að samræma fjölskyld og atvinnulíf, ábyrgð gagnvart fjölskyldu þar sem því verður við komið.  Ábyrgðin er skýr og eru forstjóri og mannauðsstjóri ábyrg.  Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni eða einelti eru aldrei liðin hjá Sagafilm.  Það er stefna Sagafilm að starfsmenn vinni í anda samstarfs og sýni þannig samstarfsfólki sínu alltaf kurteisi og virðingu í samskiptum.  Meðvirkni starfsmanna með kynbundnu ofbeldi er fordæmd.  Utanaðkomandi aðilar taka við tilkynningum sem er Vinnuvernd í þeirra tilfelli.  Nýjum starfsmönnum er kynnt stefna og viðbragðsáætlun.  Menning hefur mikið um það að segja hvort eitthvað sé liðið eða ekki.  En hvaða viðmið voru notuð í jafnlaunavottuninni?  Mikilvægt var að velja viðmið sem passa starfsmönnum í fyrirtækinu.  Síðan var hvert starf reiknað út og allt er uppi á borðinu.  Mat er rætt í launaviðtölum.  Nokkuð jöfn skipting er í starfahlutföllunum.  Varðandi hlítingu þá voru þau á fullu í að verða jafnræðisfyrirtæki eins og þau kalla það.  Þegar jafnlaunavottunin datt inn þá vildu þau taka hana með.  Ráðinn var ráðgjafi sem einfaldaði allt og stytti leiðir.  Stjórn samþykkti aðgerðaráætlunina. Árið 2017 var farið í úttekt, út komu tvær athugasemdir og tvö frábrigði.  Í úttekt 2 fengu þau 3 athugasemdir og eitt tækifæri en ekkert frábrigði.   Lagahlíting gengur í báðar áttir.

Það jákvæða fyrir Sagafilm er að búið er að eyða allri tortryggni um kynbundna launasetningu, allir starfsamningar hafa verið endurnýjaðir með vísan í stefnuna auk persónuverndarstefnu félagsins, breytingar voru gerðir á verktakasamningum, jafnlaunastefna og vottun hafa vakið jákvæða athygli á fyrirtækinu.  Það neikvæða við ferilinn er að þetta er „vesen“ og kostnaður þ.e. töluvert var meira eytt í verkefnið en kostaði. 

Í lok fundar voru umræður og þar kom fram að erfitt er að staðfesta hlítingu.  Mikilvægt er að hugsa til þess að ef fyrirtækið stendur ekki í lögsókn þá má telja að verið sé að hlíta lögunum. En lögin eru allt of víðtæk og því gríðarlega erfitt að staðfesta hlítingu.  Með kerfunum erum við að gera okkar besta án þess að kostnaður verði það mikill að við sjáum ekki trén fyrir skóginum.  Markmið með staðlinum er að tryggja að verið sé að greiða sömu laun fyrir jafn verðmæt störf. Partur af hlítingunni er að sannreyna að svo sé.   

Um viðburðinn

Jafnlaunavottun - Lagaleg hlíting. Hvaða kröfur þarf að uppfylla og hvernig?

Fundur á vegun faghóps um jafnlaunastjórnun.

Fjallað verður um þær lagalegu kröfur sem eiga við um starfrækslu jafnlaunakerfis. Markmið viðburðarins er að fjalla um hvernig fyrirtæki eru að sýna fram á að verið séð að hlíta lagalegum kröfum. 

Hvaða lagalegu kröfur ber að vakta?

Hvaða aðrar kröfur ber að vakta?

Fjallað verður um erindið frá ólíkum sjónarhornum með hagnýtum dæmum um útfærslu. 

Dyrnar opna kl. 8:15 og boðið verður upp á létta morgunhressingu og erindið byrjar á slaginu 8:30.

Dagskrá verður auglýst síðar með erindum fyrirlesara.

Fleiri fréttir og pistlar

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Upptaka frá viðburðinum: Can your dreams improve your leadership skills.

Í gær fjallaði Michael Rohde, sérfræðingur í draumum hvernig við getum nýtt draumana okkar til að skilja djúpvitund eða ómeðvitaða greind okkar og hvernig við getum nýtt þessa vitneskju í okkar daglega lífi til að auka persónulegan þroska. 

Michael hefur helgað feril sinn því að kanna djúpstæð áhrif drauma á líf okkar í vöku, sérstaklega á sviði leiðtoga og persónulegs þroska. 

Hægt er að horfa á upptöku af viðburðinum næstu vikuna og hlekk á hana og glærurnar má finna á síðu viðburðsins hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?