Framtíðin er á forsendum viðskiptavinarins.

Strategía ásamt faghópi Stjórnvísi um stefnumótun og árangursmat buðu til morgunfundar 27. september þar sem Guðrún Ragnarsdóttir ráðgjafi og meðeigandi Strategiu fór yfir það helsta sem fram kom á ráðstefnunni „Bold Strategy Summit ´19 í Hörpunni.  Ráðstefnan fjallaði um helstu áskoranir við innleiðingu á stefnu og deildu þar helstu sérfræðingar á því sviði ásamt íslenskum stjórnendum reynslu og rannsóknum.  Þetta var í fyrsta sinn sem slík ráðstefna hefur verið haldin á alþjóðavísu. 

Guðrún hvatti Stjórnvísifélaga til að kynna sér Brightline  en á þeirri síðu má finna gríðarlegan fróðleik.  Þeir gera rannsóknir út um allan heim og nýleg rannsókn sýnir að 1/5 fyrirtækja náði 80% eða meira af þeim markmiðum sem þau höfðu sett sér, 4/5 eða 80% náði ekki árangri. Ein mikilvægasta reglan við innleiðingu er sú að gera einhvern ábyrgan fyrir stefnunni, hversu mikið fjármagn hef ég og hvað vill viðskiptavinurinn.  Framtíðin er á forsendum viðskiptavinarins.  Fókus var einnig mikilvægur og að hafa ákveðinn fókus á ákveðnum verkefnum.  Einnig er mikilvægt að hafa ekki fleiri en fimm verkefni í gangi í einu.  Í umræðunni um fjórðu iðnbyltinguna þá er allur fókus á tækni en þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta allt um fólk og valdefla það til að taka þátt.  Vönduð ákvarðanataka þarf að liggja til grundvallar og eftirfylgni.  Heimurinn er síbreytilegur og innleiðing á stefnu er ekki sílóvinna.  Að lokum þarf að muna eftir að fagna. 

Jim Stockmal var annar fyrirlesari ráðstefnunnar, hann ræddi um hina átta mikilvægu hluti við innleiðingu stefnu.  Grímur Sæmundsen sagði frá stefnu Blue Lagoon og sýndi fram á hvernig stefnan var innleidd á hverjum tíma.  Í dag er Bláa lónið með fókus á vöruna ekki staðsetninguna, tekjustraumarnir eru frá vörunum, hótelinu og lóninu.  Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka sagði frá því að Íslandsbanki er hreyfiafl til góðra verkefna áherslan er hagræðing og hvernig þau ætla að lifa af þennan heim.  Bankaheimurinn verður sprengdur upp með nýjum lögum og tækni.  Antoineo Nieoto Rodriguez fyrrverandi stjórnandi alþjóða verkefnastjórnunarfélagsins segir að verkefni sé það sem verði ofan á í komandi heimi.  Mikilvægt er að þekkja hlutverk sitt þ.e. til hvers ætlast er af þér.  Hann ræddi um hversu mikilvægt er að hafa ekki of mörg verkefni og vera með fókus.  Hann sagði mikilvægt að allir gerðu sér grein fyrir að helmingur þeirra verkefna sem maður ætlar að vinna tekst ekki.  Stjórnendur verða að fara að breyta því hvernig þeir vinna.  Forgangsröðun, nota scrum aðferðafræðina, taka spretti, vera með réttu verkefnin í gangi, fókus og spyrja sig hvort verkefnin séu að skapa virði fyrir viðskiptavin (innri eða ytri) og virkja fólkið.  Antoineo var með áhugavert módel, hann sýndi hversu mikilvægt væri að virðið væri stöðugt ekki einungis í lokin. Guðrún Erla Jónsdóttir vinnur hjá Orkuveitunni og er alla daga að innleiða stefnu.  „The kite model“. Guðrún skrifaði nýlega grein á visir.is https://www.visir.is/g/2019190909873/stefnumidadir-stjornarhaettir með Runólfi sem er áhugaverð.  Robin Speculand er að gera það sem honum finnst skemmtilegt alla daga sem er að halda erindi um stefnu.  Stjórnendur vilja ræða um stefnuna en átta sig ekki á hvað þarf til að innleiða hana.  Hann sýndi ellefu þætti varðandi hvað þarf að vera til staðar til að hægt sé að innleiða stefnu.  Robin hefur gefið út margar bækur og er frá Asíu.   Þar eru allir með síma en ekki með tölvu, allt gerist í símanum.  Asíuþjóðir þekkja ekki skrifræði og nota símann til flest allra verka.  Mikilvægt er að hafa breitt eignarhald, fletja það út, hafa skýran fókus og að fólk taki það til sín.  Menningarmunurinn er mikill milli Asíu og Evrópu, í Asíu gerirðu það sem þér er sagt.  Menning er ekki bara á milli landa, hún er einnig milli fyrirtækja.  Guðrún var sjálf ein af fyrirlesurum ráðstefnunnar og henni finnst mikilvægt að allir skilji að framtíðin er NÚNA. Heildarupplifun er það sem máli skiptir í öllu.  Unga fólkið er með miklu meiri kröfur í dag en áður var.  „Computer says no“. Mikilvægt er að spyrja sig alltaf „WHY“ af hverju er ég að gera það sem ég er að gera og hvert er virðið.  1. Hver er viðskiptavinurinn 2.Hverjar eru þarfirnar? 3. Hvert er virðið? 4. Hannaðu innviðina. 5. Er þetta fjárhagslega framkvæmanlegt? Hugsa um virðið „value“ að það sé raunverulegt.  Guðrún hvatti alla til að fara í gegnum Canvas módelið „Af hverju erum við þarna“.  Það sem er aðalatriðið núna er að hafa framtíðarsýn á hreinu – á hvað forsendu erum við að fara í þessa ferð, plan-do-chec-act (lean). Við þurfum að vera stöðugt á hreyfingu.  Alltaf þarf að gera betur og betur og læra.  Ekki gleyma sér í ferlunum, tækjum og tólum því á endanum snýst alltaf allt um fólk.  Fyrirtæki er bara fólkið sem vinnur þar.  Roger Camrass einn fyrirlesarana (70 ára) birti áhugaverða stúdiu varðandi hvernig við fáum fyrirtæki til að tileinka sér meiri nýsköpun. Jaco Tackmann Thomsen er með rosalega stóra sýn og er byrjaður að valdefla fólk í gegnum póstgíróþjónustu.  Hann er búinn að starta 30 fyrirtækjum, sum gengið vel og önnur ekki. Mike Butcher skrifar um alla nýjustu tækni og sagði frá því að nú er verið í Singpore að prófa fljúgandi bíla. Dr. Mark Greeven (Hollendingur) hefur stúderað Ali Baba.  Þeir hafa fjárfest í hlutum í vestræna heiminum, þetta er eins og efnahagskerfi frekar en fyrirtæki.  Alipay er byrjað á Íslandi.  Dr. Bíjna K.D. sem endaði ráðstefnuna í Hörpu er doktor í hagfræði.  Hún sagði að matarsóunin væri það mikil í dag að hún nægði til að metta alla þá sem glíma við hungur í heiminum.  Eitt prósent af heiminum er jafn auðugur og restin af heiminum.  Níutíu prósetn af öllu því gagnamagni sem er til í heiminum hefur orðið til á sl.3-5 árum. 

Grein eftir mig: https://www.visir.is/g/2019190829154/einungis-1-3-allra-fyrirtaekja-i-heiminum-na-ad-innleida-stefnu-sina-a-arangursrikan-hatt?fbclid=IwAR1_X0uAhfXljjwwpIWKDgIGhhnvyIM-cXmJ2gd5wxCi3ZxY7yJWKfmGzas

 

Tvær greinar eftir Antonio: https://www.visir.is/g/2019190919160/sex-mikilvaegustu-straumar-i-innleidingu-stefnu-a-arinu-2020?fbclid=IwAR1wjELXfpb0b-tMfaqkjgKS0MYekHlxD99Wl851JaSiwNQgPVsIkgClnh8 https://hbr.org/2016/12/how-to-prioritize-your-companys-projects?fbclid=IwAR0wT8eDZLYr8pXhbVhAgwxO1lS1pyQO3zv6PhscPwGmb9gBA5miIXyG7yQ

 

Tvær greinar eftir Guðrúnu Erlu: https://www.visir.is/g/2019190909535/stodug-eftirfylgni-er-grundvallaratridi?fbclid=IwAR27obXVpk-tCMqO0J3ejaXXzWpEMZMkS9QYpopObPoX9raSJoFwV-Ey7MQ https://www.visir.is/g/2019190909873/stefnumidadir-stjornarhaettir?fbclid=IwAR1QRsWhf0SUKmCm3u_gALfz6Xal7AxgXrLdIzCQYdI5CVzEk_YyPJBc6As

Um viðburðinn

Er þitt fyrirtæki eitt af þremur sem nær að innleiða stefnu á árangursríkan hátt?

Í gegnum tíðina hefur öll áherslan verið á mótun stefnu frekar en á innleiðingu stefnu í viðskiptanámi og í fyrirtækjum og stofnunum. Afleiðingarnar eru þær að aðeins einn þriðji af fyrirtækjum* ná að innleiða sína stefnu á árangursríkan hátt. Á ráðstefnunni Bold Strategy Summit ´19 sem haldin verður í Hörpunni 23. september n.k., verður fjallað um helstu áskoranir við innleiðingu á stefnu. Þar munu helstu sérfræðingar á því sviði ásamt íslenskum stjórnendum deila sinni reynslu og rannsóknum. Þetta er í fyrsta sinn sem slík ráðstefna verður haldinn á alþjóðavísu og því ómetanlegt tækifæri að fá að hlusta á þessa spekinga hér á landi.

Strategía bíður til morgunfundar 27. september þar sem Guðrún Ragnarsdóttir ráðgjafi og meðeigandi mun draga saman það helsta sem fram kom á ráðstefnunni og tengja það við hennar reynsluheim af innleiðingu á stefnu. Guðrún hefur unnið að stefnumótun fyrirtækja og stofnana s.l. 20 ár og þekkir vel til þeirra áskorana sem felast í innleiðingu á stefnu. Fundurinn er hugsaður sem umræðufundur þar sem þátttakendur geta skipts á reynslusögum.

 Fundur verður haldinn í Húsi verslunarinnar, jarðhæð í sal VR og hefst kl. 8:30 til 9:30.

 Hlökkum til að sjá ykkur.

 

*alþjóðlegar rannsóknir á vegum Bridges Business Consultancy, Juran Institute og Kaplan & Norton

 

Fleiri fréttir og pistlar

Diversity and Inclusion in the Workplace: Disability Inclusion

Join us for an insightful panel discussion on Disability Inclusion, ahead of the International Day of Persons with Disabilities. We will explore the challenges and systemic barriers faced by people with disabilities, and the collective action needed to dismantle them, while identifying opportunities and solutions for creating truly inclusive and equitable spaces—both in the workplace and society at large. We will cover key areas such as:

Faghópur Öryggishóps Stjórnvísi vekur athygli á viðburði

Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.

Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum? 

Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.

Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.

Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.

Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá

Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!

 

 

Certificate in Diversity Equity and Inclusion (DEI) from Institute of Sustainability Studies

Explore how to integrate DEI into your organisation’s sustainability efforts. Enroll today to acquire data-driven strategies to enhance decision-making and foster an inclusive, equitable, and sustainable business.

Participants will gain a deep understanding of DEI strategies, data-driven approaches, and effective communication techniques. By mastering these skills, organisations can enhance employee engagement, drive innovation, and ensure long-term success. 

Það var vel tekið á móti Stjórnvísifélögum í Starfsafli í morgun í Húsi Atvinnulífsins

Stjórnvísifélagar heimsóttu í dag Starfsafl í Húsi Atvinnulífsins. Það var framkvæmdastjóri Starfsafls Lísbet Einarsdóttir sem tók vel á móti félögum. Í dag eru 2000 fyrirtæki með aðild að SA, 80% fyrirtækjanna eru með 50 starfsmenn eða færri.  Árið 2023 fóru 452 milljónir í styrki til fyrirtækja og einstaklinga. Sjö fræðslusjóðir reka saman vefgáttina Áttan. Með launatengdum gjödum er greitt í sjóðina.  Stéttafélögin afhenda til eindtaklinga og Starfsafl til fyrirtækja.  Öll fyrirtæki eiga rétt á allt að 3milljóna á ári.  Fyrirtæki eiga að styrkja starfsmenn líka til náms.  Lísbet tók dæmi um ávöxtun  hjá fyrirtæki. Fyrirtækið greiddi í iðgjöld 1.276.384 og fékk greidda styrki að upphæð 2.330.60.-  82,5%  ávöxtun. Sum fyrirtæki taka aldrei neitt út úr sjóðnum heldur greiða sjálf alla fræðslu. Væntanlega þekkja mörg fyrirtæki ekki til Starfsafls.  Í fræðslustefnu fyrirtækja  er mikilvægt að komi fram að fyrirtækið greiði fyrir sitt starfsfólk alla starfstengda fræðslu sem haldin er að frumkvæði fyrirtækisins.  Hægt er að óska eftir styrk eða greiðslu vegna eftirfarandi: Náms sem tengist starfstengdum réttindum, s.s. vinnuvéla-og meirapróf, náms sem tengist viðhaldi og endurnýjun á starfstengdum réttindum, námi í íslensku fyrir starfsfólk af erlendum uppruna, annað starfstengt nám sem sýnt er að þörf sé á.  Starfsfólk sem verið hefur í starfi lengur en 12 mánuði getur óskað eftir styrk vegna starfstengts náms sem stundað er utan vinnu en getur talist til starfsþróunar. 

Mikilvægt er að fara í fræðslugreiningu, hvað vantar okkur? Greina núverandi þarfir, horfa til framtíðar, kanna vilja og þarfir stjórnenda og starfsfólks, hver er óska staðan og hvernig komumst við þangað?

Skv. Cranet á starfsmaðurinn oftast frumkvæði að þeirra fræðslu sem er nauðsynleg. Fyrirtæki þurfa að huga að því hvaða fræðslu þurfi til að fyrirtækið sé starfshæft í framtíðinni og hvaða endurmenntun er nauðsynleg t.d. til að endurnýja og viðhalda réttindum. Huga þarf einnig að störfum morgundagsins og hafa fræðslu í takt við það. Atvinnurekandinn ber ábyrgð á vinnuvernd andlegri og líkamlegri.  Öryggis- og brunavarnir eru mikilvægar, fagtengd fræðsla, starfstengd fræðsla, stjórnun/ liðsheild, samskipti, inngilding, einelti á vinnstað o.fl.

Í fræðsluáætlun þarf að forgagnsraða þörfumm, finna hentuga fræðslu og fræðsluleiðir, setja upp áætlun með kostnaði og styrkjum og skilgreina verkferla.  Fyrirtæki eiga að athuga með hvað fer á bókhaldslykilinn ”fræðsla” og fá bókarann eða þann sem er ábyrgur til að sækja um styrki.  

 

 

 

Gervigreind og stefnumótun - “Frá óvissu til árangurs - Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir”

Faghópur um stefnumótun og árangursmat hélt í morgun áhugaverðan fund í Innovation House. Á fundinum fjallaði Þorsteinn Siglaugsson um röklegt umbótaferli og las valda kafla úr bók sinni „Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir“ sem er nýkomin út á vegum Mjaldurs útgáfu. Þorsteinn er vottaður sérfræðingur í röklegu umbótaferli og hefur um árabil starfað við ráðgjöf og þjálfun stjórnenda og sérfræðinga í aðferðafræðinni, sem á rætur að rekja til Dr. Eliyahu M. Goldratt höfundar metsölubókarinnar „The Goal“ sem haft hefur mikil áhrif á stjórnun fyrirtækja allt frá því á níunda áratug síðustu aldar. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?