Skaðleg skrifstofumenning.

Steinar Þór Ólafsson markaðsstjóri Skeljungs og menntaður leikfimikennari í grunninn var fyrirlesari í morgun fyrir fullu húsi í Iðunni, fræðslusetur.  Fundurinn var á vegum faghóps um mannauðsstjórnun hjá Stjórnvísi. 
Steinar þór hefur skrifað fjölda pistla og flutt hugvekjur á Rás 1 um málefni sem tengjast því hvernig tækniþróun og snjallvæðing hafa gjörbreytt því hvernig við vinnum og mörkin á milli vinnu og einkalífs orðin óskýr með tilheyrandi streitu. Áhugi hans er á því hvernig manneskjan nær árangri, hvort heldur er í íþróttum, áhugamálum eða í vinnunni.  Markmið hans er að fólk sjái vinnuna í nýju ljósi. 
Steinar nefndi nokkur fyrirtæki sem eru búin að stytta vinnudaginn eins og Hugsmiðjuna (sem selja útselda vinnu) sem stytti vinnudaginn í 6 klst. og jókst framlegðin heilmikið og veikindadögum fækkaði.  Einnig nefndi hann Hjallastefnuna og Reykjavíkurborg sem vinnustaði sem eru búnir að stytta vinnuvikuna. Á Íslandi í dag eru 70% vinnustaða með opin vinnurými. Allar rannsóknir staðfesta að það er ekki meiri framlegð af fólki sem vinnur saman í vinnurými en það sem skiptir máli er mötuneytið.  Almennt henta opin vinnurými ekki vel.  Steinar nefndi rannsókn þar sem David Kreg spurði hvað hefði mest áhrif á vinnusemi og flestir svara því að það séu vinnufélagarnir. Á mörgum vinnustöðum vantar reglur um opin vinnurými.  Adam Grant https://www.adamgrant.net/biovinnusálfræðingur frá Bandaríkjunum, þekktur Ted fyrirlesari, höfundur fjölda ritrýndra greina og metsölubóka segir að vinnusemi snúist um að koma sér í flæði. Til að geta haft vinnufrið er mikilvægt að bóka sig t.d. á fundi með sjálfum sér. (deep work góð bók). Einnig er mikilvægt að bóka alla aðra fundi á einum eða tveim dögum vikunnar. Mikilvægt er að fækka fundum eins og kostur er og vera alltaf með á hreinu hvað á að fá út úr fundinum. Oftar en ekki enda fundir á að fleiri verkefnum er úthlutað en ekki með því að verkefni eru leyst.  Mikilvægt er fyrir fyrirtæki að búa sér til samskiptastefnu sem inniheldur hvenær má hafa samband við starfsmenn, hvenær má senda póst o.þ.h. Í Frakklandi er skylda að móta samskiptastefnu á vinnustöðum þar sem eru yfir 50 manns og fleiri.  Sum fyrirtæki loka póstþjónum fyrirtækjanna hálftíma eftir lokun og opna fyrir hann hálftíma fyrir opnun.  Misræmi væntinga og veruleika er mikið varðandi vinnuna því 87% Bandaríkjamanna segjast ekki tengja sig við vinnuna sína.  En er ástríða meðfædd eða áunnin.  Ástríða er eitthvað sem þú þroskar með þér.  Hjá flestum kemur ástríðan á dýptina þ.e. taka að sér verkefni og finna ástríðuna í því sem þú ert að gera. 

Um viðburðinn

Skaðleg skrifstofumenning? Haldinn í "IÐAN fræðslusetur".

ATH!  Breytt staðsetning.  Viðburðurinn verður haldinn í "IÐAN fræðslusetur" Vatnagörðum 20.  Ísland er í 33. sæti af 38 þegar skoðuð er samþætting vinnu og einkalífs skv. samanburðargögnum frá OECD. Tækniþróun og snjallvæðing hafa gjörbreytt því hvernig við vinnum, en einnig gert mörkin á milli vinnu og einkalífs óskýr með tilheyrandi streitu. Hvað getum við gert til að breyta þessu og hver eru fyrstu skrefin í rétta átt? Steinar Þór Ólafsson, markaðsstjóri Skeljungs, hefur skrifað pistla og flutt hugvekjur á Rás 1 um þessi málefni. Hér mun hann reifa rannsóknir og setja fram sínar vangaveltur um þessi mál.
Skemmtilegur vettvangur til þess að skapa umræðu um þessi mál og kasta fram spurningum. Athugið að það kemst takmarkaður fjöldi að.

Fleiri fréttir og pistlar

Nýtt o3 gervigreindarmódel frá OpenAI rýfur mörk greindarskala

Næstum því ótrúlegur endir á hröðu gervigreindarári. Ný sería af gervigreindarmódelum frá OpenAI, o3, virðist geta leyst flest huglæg verkefni betur en bestu mannlegu sérfræðingar á hverju sviði - og er með þekkingu flestra sérfræðinga á flestum sviðum!

Þessar breytingar eru fyrst að gerast rólega eins og á árinu sem er að líða, en síðan munu þessar breytingar gerast mjög hratt, kannski of hratt. Skapandi gervigreind er þegar farin að breyta heiminum og mun halda áfram að hafa mikil áhrif, bæði með jákvæðum afleiðingum og með því að skapa krefjandi áskoranir fyrir samfélög, fyrirtæki og stjórnvöld.

https://x.com/OpenAI/status/1870186518230511844

https://www.wired.com/story/openai-o3-reasoning-model-google-gemini/


https://x.com/fchollet/status/1870169764762710376
 


https://arcprize.org/blog/oai-o3-pub-breakthrough

Jólakveðja Stjórnvísi 2024

Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla.  Við þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með þér á komandi ári.

Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Anna Kristín Kristinsdóttir, Auður Daníelsdóttir, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri, Haraldur Bjarnason,  Ingibjörg Loftsdóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Matthías Ásgeirsson, Snorri Páll Sigurðsson og Stefán Hrafn Hagalín

Pallborðsumræður frá ráðstefnunni í Dubai -

Hér eru vefslóðir frá pallborðsumræðunum á árlegri ráðstefnu sem Dubai Future Forum hélt fyrr í mániðnum. Gæti verið áhugavert að renna yfir efnið og vakta áhugaverð atriði:

 https://www.youtube.com/live/b6lguB_vpjs?si=pgePVUxGSHOKdvvc 

 https://www.youtube.com/live/frI9bJSE3ME?si=5ezTPte5DBUC6fMK

Diversity and Inclusion in the Workplace: Disability Inclusion

Join us for an insightful panel discussion on Disability Inclusion, ahead of the International Day of Persons with Disabilities. We will explore the challenges and systemic barriers faced by people with disabilities, and the collective action needed to dismantle them, while identifying opportunities and solutions for creating truly inclusive and equitable spaces—both in the workplace and society at large. We will cover key areas such as:

Faghópur Öryggishóps Stjórnvísi vekur athygli á viðburði

Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.

Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum? 

Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.

Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.

Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.

Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá

Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?