Stjórn Stjórnvísi 2024-2025: Fréttir og pistlar
Haustráðstefna Stjórnvísi hitti heldur betur í mark í ár. Frábær mæting var bæði á Grand Hótel og í streymi enda dagskráin stútfull af áhugaverðum fyrirlesurum. Hér má sjá upptökur af öllum erindum og hér eru myndir af ráðstefnunni.
Dagskráin var svohljóðandi.
08:30 Húsið opnar: Létt morgunhressing
09:00 Laufey Guðmundsdóttir, Sýningarstjóri Jarðhitasýningarinnar í Hellisheiðavirkjun og í stjórn Sjórnvísi: Setning ráðstefnu
09:05 Ráðstefnustjóri: Bergur Ebbi, rithöfundur og fyrirlesari
09:10 Haraldur Bjarnason forstjóri Auðkennis og í stjórn Stjórnvísi stýrir pallborði. Þátttakendur:
Stefán Baxter, forstjóri og stofnandi Snjallgagna
Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri GRID
09:35 Kolfinna Tómasdóttir, sérfræðingur hjá Rannís og meðstofnandi og meðstjórnandi AiXist. "Gervigreind og íslensk nýsköpun"
09:50 Stutt hlé: Tengslamyndun og spjall
10:05 Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar: „Vegferð Orkunnar – Snjallari greiðslulausnir“
10:20 Róbert Bjarnason, Forstjóri, Citizens Foundation„Gervigreind, straumar og stefnur“
10:35 Þorsteinn Siglaugsson, hagfræðingur. “Jæja, getum við þá loksins hætt að hugsa?”
10:50 Thelma Christel Kristjánsdóttir, Lögmaður hjá BBA//Fjeldco, LL.M., og stundakennari við Háskóla Íslands. “Lögfræði og mállíkön”
11:00 Lilja Gunnarsdóttir, markþjálfi og teymisþjálfi í stjórn Stjórnvísi: Samantekt
11:05 Ráðstefnuslit
Hér má sjá myndir frá hátíðinni og link á streymið. Fjórir einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2023 sem veitt voru veitt í dag við hátíðlega athöfn á Nauthól að viðstöddum forseta Íslands.Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum en þetta er í fjórtánda sinn sem þau eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2023 eru eftirtaldir: Í í flokki yfirstjórnenda Jón Björnsson, forstjóri Origo, í flokki millistjórnenda þau Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech og Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu og markaðssviðs hjá Icelandair og í flokki framkvöðla Finnur Pind, stofnandi og forstjóri Treble Technologies.
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og örva umræðu um faglega stjórnun.
Í dómnefnd sátu
- Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar
- Friðrik Þór Snorrason, framkvæmdastjóri Verna
- Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
- Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs
- Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Festi hf. og fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.
- Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá PayAnalytics
- Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
- Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi
Hérna eru nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaunin: https://www.stjornvisi.is/is/stjornunarverdlaun
Stjórnvísi mætti að venju á Markþjálfunardaginn og hlustaði á áhugaverð og fjölbreytt erindi frá innlendum og erlendum fyrirlesurum um "Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað"
Mikið af áhugaverðu og skemmtilegu fólki kom við á kynningarbás Stjórnvísi og þökkum við þeim fyrir að heilsa upp á okkur.
Hér er linkur á streymið á örmyndbönd og myndir frá hátíðinni. Þann 13. janúar 2023 voru niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2022 kynntar og er þetta tuttugasta og fjórða árið sem ánægja íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti.
Að vinna Ánægjuvogina er eftirsóknarvert fyrir fyrirtæki
Mikill heiður er fyrir fyrirtæki að vera hæst á sínum markaði í Íslensku ánægjuvoginni. Íslenska ánægjuvogin er mælikvarði á ánægju viðskiptavina sem er mæld reglulega yfir árið og gagnast fyrirtækjum sem mælikvarði á þeirra frammistöðu á milli ára og í samanburði við helstu samkeppnisaðila. Þau fyrirtæki sem vinna á sínum markaði fá að nota merki Íslensku ánægjuvogarinnar á sínu markaðsefni sem og njóta heiðursins.
40 fyrirtæki í 14 atvinnugreinum voru mæld
Að þessu sinni eru niðurstöður birtar fyrir 40 fyrirtæki í 14 atvinnugreinum. Nokkur munur er á ánægju þeirra fyrirtækja sem voru mæld og eru einkunnir frá 56,1 til 81,3 af 100 mögulegum. N1 rafmagn kemur nýtt inn í mælingar í ár sem raforkusali.
Átta fyrirtæki marktækt hæst á sínum markaði
Gyllta merkið er einungis veitt þeim fyrirtækjum sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina á viðkomandi markaði, þ.e. þar sem segja má með 95% vissu að viðskiptavinir fyrirtækisins með hæstu einkunnina séu að jafnaði ánægðari en viðskiptavinir fyrirtækisins með næsthæstu einkunnina. Þessir sigurvegarar mega þar af leiðandi segjast vera með ánægðustu viðskiptavinina.
Sigurvegarar Íslensku ánægjuvogarinnar 2022 – Gullhafar
- Costco eldsneyti 81,3 stig meðal eldsneytisfyrirtækja
- Nova 76,9 stig meðal fjarskiptafyrirtækja
- Apótekarinn 75,3 stig meðal apóteka
- IKEA 75,2 stig meðal húsgagnaverslana
- Krónan 74,4 stig meðal matvöruverslana
- Orka náttúrunnar 70,8 stig meðal raforkusala
- BYKO 70,5 stig meðal byggingavöruverslana
- Sjóvá 69,5 stig meðal tryggingafélaga
Vinningshafar í sinni atvinnugrein – Blátt merki
Efstu fyrirtæki á mörkuðum þar sem ekki var marktækur munur á efsta og næstefsta sæti fengu einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur.
- Heimilistæki 75,6 stig meðal raftækjaverslana
- Play er í fyrsta skipti að fá mælingu með 72,1 stig meðal flugfélaga
- A4 71,7 stig meðal ritfangaverslana
- Smáralind 68,3 stig meðal verslunarmiðstöðva
- Landsbankinn 66,3 stig meðal banka
Costco eldsneyti var með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Ánægjuvoginni og hafa fengið þá nafnbót frá því þau komu inn á íslenska markaðinn árið 2017.
Einkunnir allra birtra fyrirtækja í hverri atvinnugrein má sjá í töflunni hér að neðan.
Um framkvæmd rannsóknar
Prósent sá um framkvæmd mælinga sem fór fram frá maí til desember árið 2022. Könnunin var send í tölvupósti á könnunarhóp Prósents. Um 3.000 manna úrtak á hverjum markaði. 200-1.000 svarendur fyrir hvert fyrirtæki. Niðurstöður voru vigtaðar með tilliti til kyns, aldurs og búsetu þýðisins.
Ánægjuvogin samanstendur af þremur spurningum:
- Á heildina litið, hversu ánægður(ur) eða óánægð(ur) ert þú með reynslu þína af [fyrirtæki]?
- Hugleiddu allar væntingar þínar til [fyrirtækis] annars vegar og reynslu þína af fyrirtækinu hins vegar. Að hve miklu leyti uppfyllir [fyrirtæki] væntingar þínar?
- Núna biðjum við þig um að ímynda þér hið fullkomna [fyrirtæki á viðkomandi markaði]. Hversu nálægt slíku fyrirtæki er [fyrirtæki]?
Ánægjuvogareinkunnin tekur gildi á kvarðanum 0-100, þar sem hærri einkunn gefur til kynna meiri ánægju. Athygli er vakin á siða- og viðmiðunarreglum um notkun á merki Íslensku ánægjuvogarinnar sem finna má á http://stjornvisi.is/anaegjuvogin ásamt öðrum upplýsingum um Íslensku ánægjuvogina.
Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og sá Prósent um framkvæmd á Íslensku ánægjuvoginni 2022.
Nánari upplýsingar
Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi, í síma 840 4990, netfang: gunnhildur@stjornvisi.is
Trausti Heiðar Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents í síma 546 1008 / 859 9130, netfang: trausti@prosent.is.
Streymi af haustráðstefnu Stjórnvísi 11. október 2022 í heild sinni.
Myndir af ráðstefnunni.
Tengill á erindin í sitthvoru lagi á facebooksíðu Stjórnvísi.
Haustráðstefna Stjórnvísi var haldin í beinni útsendingu og á Grand Hótel. Þema ráðstefnunnar var „GRÓSKA - Vöxtur, þroski, árangur“. Ráðstefnustjóri var Salóme Guðmundsdóttir, stjórnarmaður hjá Eyri Ventures og Viðskiptaráði Íslands.
Dagskráin var eftirfarandi:
09:00 Formaður stjórnar Stjórnvísi Sigríður Harðardóttir, sviðsstjóri mannauðs- og gæðasviðs Strætó setTI ráðstefnuna.
09:10 FYRIRLESTUR: Gísli Herjólfsson, forstjóri Controlant.
09:30 SPJALL: Haraldur Bjarnason forstjóri Auðkenni ræddi við Andra Þór Guðmundsson forstjóra Ölgerðarinnar og Hrund Rudolfsdóttur forstjóra Veritas
09:55 FYRIRLESTUR: Berglind Ósk Bergsdóttir, notendamiðaður textasmiður. - Hefurðu upplifað loddaralíðan? (Imposter syndrome)
10:15 FYRIRLESTUR: Matti Ósvald Stefánsson, heildrænn heilsufræðingur og atvinnumarkþjálfi. - Fjórar stoðir persónulegs vaxtar/grósku.
10:35 FYRIRLESTUR: Þórhildur Helgadóttir, forstjóri Póstsins.
Okkur langar að vekja athygli á frábærri dagskrá sem er framundan hjá Stjórnvísi. Vinnustaðurinn þinn er aðili að Stjórnvísi og því geta allir stjórnendur og áhugasamir starfsmenn um stjórnun, sótt fundi í faghópum félagsins sér að kostnaðarlausu. Virk þátttaka starfsmanna í Stjórnvísi gefur þeim færi á hagstæðri símenntun og praktískum umræðum um stjórnun. Skráning í faghópana fer fram á heimasíðu Stjórnvísi „stofna aðgang“. Þar tengirðu þig við vinnustaðinn og skráir í framhaldi inn upplýsingar um þig sem nýjan notanda og velur þér þá faghópa sem henta þínu áhugasviði. Flestir fundir félagsins eru aðgengilegir á facebooksíðu Stjórnvísi.
Vertu með!
stjórn Stjórnvísi
Nýársfagnaður stjórna faghópa Stjórnvísi var haldinn í morgun og að þessu sinni á Teams. Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir formaður stjórnar fór örstutt yfir hvernig stuðningi við stjórnir faghópa hefur verið háttað í vetur. Í framhaldi var boðið upp á frábæran fyrirlestur „Töfrarnir í tengslanetinu“. Það voru þær kraftmiklu stöllur Maríanna og Ósk Heiða sem sem sáu um viðburðinn.
Ósk Heiða: „Ég er ekki vön að bíða eftir því að vera boðið upp. Ég held ballið sjálf og býð öðrum að vera með – ef þú spilar til að vinna eru tækifærin endalaus“
Maríanna: „Ég hef ástríðu fyrir breytingum og því að hjálpa fólki að ná árangri. Mín spurning til allra er: Fyrir hverju brennur þú“.
Eitt af því sem þær báðu viðstadda á fyrirlestrinum um var að hugleiða: Af hverju ertu í stjórn faghóps? Hvert er virðið? Þetta er sjálfboðavinna. Er það til að efla tengslanetið og auka þekkingu þína, eða til að valdefla þig og aðra, ertu að hlusta á hvað viðskiptavinurinn (Stjórnvísifélaginn) vill? Ertu að tengjast stjórnendum annarra faghópa? Hver er þinn ásetningur fyrir árið 2021 þannig að þú sjáir þig blómstra og faghópinn þinn? Stjórnvísi er frábær vettvangur til að koma sér á framfæri og til að þroskast sem manneskja.
Ósk Heiða Sveinsdóttir er forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins og hefur unnið markvisst að því undanfarin ár að auka sýnileika sinn á markaði m.a. með greinaskrifum, fyrirlestrum og LinkedIn. Ósk Heiða nýtir sér verkfæri markaðsfræðinnar og reynsluna af uppbyggingu vörumerkja og því að markaðssetja allt frá kjötfarsi til sjálfsafgreiðslulausna, til að skapa tækifæri í bæði starfsframa og leik. www.linkedin.com/in/oskheida
Maríanna er rekstrarverkfræðingur og umbreytingaþjálfari hjá Manino. Hún hefur ástríðu fyrir að hjálpa öðrum að ná árangri með því að umbylta stjórnun og menningu fyrirtækja í atvinnulífinu til að mæta áskorunum framtíðarinnar og skapa sveigjanlega og hamingjusama vinnustaði. www.linkedin.com/in/mariannamagnus
Tenglar á alla viðburði Stjórnvísi eru fremst í lýsingu á viðburðinum á www.stjornvisi.is
Þeir eru því ekki sendir sérstaklega rétt fyrir fund.
Upptökur af fundum eru á facebooksíðu Stjórnvísi
Hér má nálgast tengil af fundinum á Teams. Til að opna myndbandið þarftu að vera í hópnum á Teams.
Kick off fundur stjórna faghópa Stjórnvísi var haldinn 27.ágúst á Teams kl.08:45-10:00.
Hér er tengill á fundinn í maí sem haldinn var fyrir stjórnir faghópa á Teams. Til að opna myndbandið þarftu að vera í hópnum á Teams.
Tilgangur fundarins var að starta nýju starfsári af krafti. Farið var yfir ýmis atriði sem létta stjórnendum faghópa starfið í vetur, og búinn verður til vettvangur fyrir faghópana til að sameinast um viðburði, rýnt í helstu áskoranir faghópastarfsins en umfram allt fá innblástur til þess að gera komandi starfsár kröftugt.
Stjórnvísi bauð í morgun öllum félögum upp á skemmtilegan og hagnýtur fyrirlestur þar sem María Ellingsen leikkona og þjálfari deildi helstu aðferðunum við að semja og flytja áhrifamiklar kynningar. Fundurinn var haldinn á Teams. Stefnt er að því þegar tækifæri gefst aftur til að hittast saman í hópum að bjóða stjórnendum í faghópum Stjórnvísi að skrá sig á námskeið 2x3 tímar (14 aðilar í hverjum hóp). María ræddi m.a. eftirfarandi punkta: Líkamstjáning er 70%, röddin 20%, orðin 10% - vindur í seglinn - ef líkamstjáning og röddin stendur ekki með því sem að maður er að segja þá kemur þetta ekki heima og saman. Fókus út, gerið ykkur tilbúin að senda boltann til áhorfenda – lenda skilaboðin – nær fólk þessu? Maður á að horfa á fólkið ekki punkt í salnum – ná sambandi og koma boltum til þeirra . Hugsa alltaf: " Hvað er ég að gera uppá sviði – ég var beðin um að halda þennan fyrirlestur – minn tilgangur – gera ykkur sterkari – eitthvað sem drífur mig áfram. Byrja á – hvað vil ég að gerist í herberginu?
Strúktúr. Vekja til umhugsunar - Vandamál – Lausn á vandamáli – deila framtíðarsýn – eyða efasemdum – spurningar – endum á lykilorði (skrifa niður og muna) – ekki hafa inngang, meginmál, samantekt – það er leiðinlegur fyrirlestur og gamaldags.
Fyrst strútkúr og svo hvernig ætla ég að koma þessu skila - Hjálpar að vera með eitthvað myndrænt? Stýrum hvenær við erum að sýna og benda þá á og gef aþá fókúsinn á hlutinn eða glærurnar.
María tók dæmi um hvernig hægt er að kynna Rauða krossinn á margvíslegan hátt.
Breytingar innan ft – taka efasemdir uppá borðið – því eftir fundinn þá talar fólk og grefur undan -
Ekki enda á að spyrja hvort það séy einhverjar spurningar – til að enda þetta fyrir mig – nú vil ég fá spurningar frá ykkur –
Standa í báðar lappir – ekki halla höfði – ekki biðjast afsökunar – hafa fókusinn út – opna brjóstið og látið axlir aftur –
Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð Íslands veittu fyrr í dag viðurkenningu fyrir Samfélagsskýrslu ársins. Þetta er í þriðja sinn sem viðurkenningin eru veitt. Myndir af hátíðinni má nálgast hér og hér er nánari frétt af viðburðinum ásamt frétt í Viðskiptablaðinu.
Í ár var það Krónan sem dómnefnd taldi eiga eftirtektarverðustu skýrsluna og hlaut viðurkenninguna
Að þessu tilefni hélt Magnús Harðarson forstjóri Nasdaq Iceland erindi þar sem meðal annars kom fram að aukin áhersla á útgáfu samfélagsskýrslna eru svar við auknum kröfum fjárfesta og stjórnvalda.
Í rökstuðningi dómnefndar kemur fram að Krónan lítur á sig sem mikilvægan þátttakanda í samfélaginu og gerir sér grein fyrir því að í krafti stærðar sinnar geti fyrirtækið haft áhrif til góðs. Í því samhengi hefur umhverfisvernd, lýðheilsa og upplýst val verið skilgreind sem mikilvægustu málefnin.
„Við erum gríðarlega þakklát fyrir að hljóta viðurkenningu fyrir samfélagsskýrslu Krónunnar því við leggjum áherslu á að hafa áhrif til góðs og sýna samfélagslega ábyrgð í verki – alltaf" - Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir markaðsstjóri Krónunnar.
Alls bárust 27 tilnefningar og voru það 19 skýrslur sem hlutu tilnefningu - skýrslurnar má allar nálgast hér: https://samfelagsabyrgd.is/samfelag…/samfelagsskyrslur-2019/
Þau Sigurjón og Ása Karín Hólm hafa undanfarnar vikur átt í miklum samskiptum við fólk sem er að vinna við breyttar aðstæður. Efnið af fundinum er aðgengilegt hér:
Í fyrsta hluta fer Sigurjón yfir þá áskorun sem nú blasir við okkur. Þá ræðir hann hvað VUCA tími er og hvernig skuli komast í gegnum slíkan tíma og eins hvað það þýðir fyrir stjórnendur til að átta sig á bæði sjálfum sér sem og starfsfólki sínu.
Í 2. hluta fer Ása yfir það sem einkennir VUCA tíma. Í dag er það veiran sem ógnar and-, félags-, og fjárhagslegri heilsu okkar og finnum við öll fyrir óöryggi. Vinnan er komin heim og þar með tilefni til að átta sig á eigin aðstæðum og ná að skapa í samtali við stjórnendur nýjar sálfræðilegan samning og virða hann, gagnvart okkur sjálfum sem og öðrum fjölskyldumeðlimum. Þá ræðir Ása að lokum um tækifærið í tækninni annars vegar og hugarfarinu hins vegar. Hvaða hlutverk ætlum við að taka að okkur?
1 og 2 https://capacent.com/is/about/news/2020/tholinmaedi-og-thrautseigja/
Í þriðja hluta fer Sigurjón yfir hlutverk stjórnenda og stjónun á þessum tímum. Á meðan heilsa og öryggi fólks er í forgangi er einnig nauðsynlegt að halda áfram en þó með breyttum áherslum. Nándin þarf að vera meiri á sama tíma og fjarlægðin eykst og þarfir starfsfólk breytast mikið.
Sigurjón útskýrir aðstæðubundna stjórnun þegar vinnustaðurinn er orðinn gestur á heimili fólks. Þá fer hann yfir hvernig hver vídd færist Í fjórða hluta talar Ása um starfsmanninn sjálfan en óvissa og óöryggi fer mismunandi í fólk. Áskoranirnar felast í að vinnuaðstaðan er heima og mörkin milli heimilis og vinnu óljós eða horfin, ástandið er orðið langvarandi og það tekur á ásamt því að hvatningin í umgengni við samstarfsfólk er ekki lengur til staðar. Lausnin fyrir starfsfólkið sjálft er að sækja upplýsingar til stjórnenda, spyrja spurninga og ræða möguleikana. Huga þarf að heilsunni og sinna öllum grunnþörfum en einnig þarf að velja vel fólk í kringum sig, að það sé fólk sem hefur jákvæð áhrif á mann en líka að velja hvaða áhrif þú hefur á annað fólk. Ása fer yfir áhrifahringinn og ætti það að geta hjálpað okkur að átta okkur á eigin áhrifum við þetta ástand og hvernig samtal sé lausnin við annars flóknum aðstæðum.
3 og4 https://capacent.com/is/about/news/2020/tholinmaedi-og-thrautseigja-hluti-3-og-4/
Hvað gerum við þegar frændi hefur verið lengur í heimsókn en hann sagðist ætla að vera og við vitum ekki alveg hvenær hann fer?
Í fimmta hluta fyrirlestrar Ásu og Sigurjóns hjá Stjórnvísi fáum við að heyra frá Sigurjóni um hvernig verkefni hafa breyst að undanförnu og hvernig vinnustaðurinn er orðinn gesturinn sem ætlar að staldra við lengur en við hefðum kært okkur um. Á sama hátt og fjölskyldur þurfa að gera með sér samning um vinnutíma, þurfa stjórnendur líka að aðlaga stýringu verkefna að nýjum aðstæðum. Lítið þýðir að stýra fólki en áherslan þarf að vera á verkefnin og að hjálpa fólki að uppfylla vinnuskyldu sína.
5 https://capacent.com/is/about/news/2020/tholinmaedi-og-thrautseigja-hluti-5/
Gríðarlegur fjöldi alls staðar úr heiminum var á þessum fundi í gær og mikið var ánægjulegt að sjá Íslendinga á meðal þeirra. Það var faghópur um framtíðarfræði sem vakti athygli Stjórnvísifélaga á þessum fundi sem nálgast má hér.
Hér er hlekkur á viðburðinn.
Guðrún Högnadóttir leiddi í dag fjarfund um hagnýt ráð og hugarflug um vöxt og velferð fólks og vinnustaða á sögulegum tímum. Fundurinn á sér ekki stað í litskrúðugri hafnarborg við Karíbahafið á tímum kólerunnar undir lok 19. aldar eins og meistaraverk Gabriel García Márquez, heldur á litríkum fjarfundi á einföldum hlekk sem sendur var til allra skráðra tímanlega fyrir fundinn. Hlekkur hefur verið settur á samtöl sem áttu sér stað á fundinum og einnig á skoðunarkönnun sem gerð var. Flestir sem tóku til máls sögðu áhrif veirunnar á vinnustað sinn vera gríðarlega mikinn. Viðkvæmustu hóparnir vinna heima og nú er rétti tíminn til að vinna upp allt það sem ekki hefur unnist tími til að gera áður. Mikið er um að vinnustaðir byrji daginn á fjarfundi og segi frá hvað þeir ætla að gera í dag og hvernig gekk með verkefni gærdagsins. Mikilvægt er að vera í stöðugu sambandi og að starfsmenn fái tækifæri til að segja hvernig þeim líður því allir eru að taka inn svo mikið og nú eru líka margir að upplifa sig “Palli einn í heiminum”. Guðrún sagði mikilvægt að hugsa til æðruleysisbænarinnar þ.e. að hver og einn hugsaði um það hverju við höfum stjórn á og hverju ekki.
Fyrirspurnir hafa borist félaginu um hvort fella eigi niður viðburði á vegum Stjórnvísi vegna COVID-19 veirunnar.
Stjórn félagsins vill fylgja öllum tilmælum Landlæknis og mun því taka ákvörðun um hvern viðburð fyrir sig í samvinnu við þá faghópa sem að þeim standa og gestgjafa viðburðanna þar til fyrirmæli berast um annað.
Stjórnvísifélagar sem ætla að sækja viðburði á vegum félagins eru hvattir til að fylgjast vel með viðburðadagatali félagsins á www.stjornvisi.is þar sem viðburðum gæti verið aflýst með skömmum fyrirvara.
Með kærri kveðju,
Stjórn Stjórnvísi
Á þessum morgunfundi fjallaði Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs um auknar áherslur fjármagnveitenda á ábyrgar fjárfestingar. Að því loknu fjallaði Sigurður Ólafsson út frá sjónarhóli stjórnarmanns, um auknar kröfur til ófjárhagslegra viðbótarupplýsinga. Þessar upplýsingar veita innsýn, eru mikilvægar til að auka gagnsæi og þurfa að byggja á vönduðum stjórnarháttum.
Birta lífeyrissjóður nálgast ábyrgar fjárfestingar sem hugmyndafræði sem miðar að því að bæta vænta ávöxtun og áhættu til lengri tíma með sjálfbærni sem megin markmið samkvæmt UFS flokkun. Það sem er í boði eru viðmið ESG Reporting Guide 2,0, GRI Standards og IR Integrated Reporting. (ófjárhagslegar upplýsingar). Meðalhófið er mikilvægt.
Ólafur tók nokkur dæmi af UFS umræðu; umhverfið, samfélagið og stjórnarhættir. Birta styrkir Virk sem er mikilvægt og þar er hægt að ræða um fjárhagslega stærð.
Það er frábært framlag sem felst í að veita umhverfisverðlaun í atvinnulífinu því það virðist minnka kostnað og bæta framlegð sem verður vegna tiltektar í rekstrinum.
Árið 2015 voru gefnar út leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja af Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq Iceland og SI. Leiðbeiningarnar fela í sér tilmæli til viðbótar við lög og reglur og þeim fylgir meiri sveigjanleiki þar sem grundvöllur leiðbeininganna um stjórnarhætti fyrirtækja er “fylgið eða skýrið” reglan. Stjórnarhættir eiga að vera virðisskapandi.
Vínbúðin og ISAVIA vinna skv. GRI. GRI 300 er ekkert annað en fjárhagslegar upplýsingar. Það að draga úr útblæstri dregur úr kostnaði. Í GRI 400 eru áhugaverðar kennitölur eins og hve margir voru veikir vegna álags í vinnu. Fari talan yfir 5% í veikindum þá er það sannarlega farið að hafa áhrif á rekstur fyrirtækisins. Sama á við um fræðslu og þróun þegar fyrirtæki fjárfesta í menntun starfsmanna sem svo hætta vegna of mikils álags. Til að dæma um hvort þetta eru verðmyndandi upplýsingar þá þurfa upplýsingarnar að vera til staðar yfir 5 ára tímabil.
Þegar borin er saman arðsemi eigin fjár og þess að fylgja reglunum þá er fylgnin ekki mikil ca. 0,07 en alla vega, þá leiðir það ekki til lakari árangurs. Margt bendir til að það bæti ávöxtun og minnki áhættu Birtu.
Birta breytir ekki heiminum en lýsir yfir vilja til samstarfs og tengir sig við markmið. Birta hefur fjárfest bæði í Marel og Össur og einnig í mörgum nýsköpunarfyrirtækjum. Nýsköpun og uppbygging á innviðum tengjast markmiðum nr.9 sem er nýsköpun og uppbygging og byggja upp trausta innviði, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu. Niðurstaða Ólafs er sú að það þurfi viðbótarupplýsingar og nú er öskrandi tækifæri fyrir gagnaveitur.
Sigurður sagði ófjárhagslegar upplýsingar verða fjárhagslegar til lengri tíma. Í dag er öskrað eftir upplýsingum og kallað eftir gagnsæi og réttum upplýsingum í stjórnkerfinu, á almennum og opinberum markaði. Skýrsla stjórnar um ófjárhagsleg mál getur uppfyllt þessa þörf. Endurksoðendur gefa álit sitt að ársreikningi, í skýrslu stjórnar koma upplýsingar úr samfélagsskýrslunni ESG/GRI. Úr ársreikningi koma tölur sem skipta máli fyrir fjárfesta og meta fyrirtækið út frá þeim gögnum sem þar eru settar fram. Endurskoðendur staðfesta að í skýrslu stjórnar sé verið að fjalla um ákveðin málefni. Stjórnarmaðurinn er því ábyrgur fyrir að þær upplýsingar sem komi fram í skýrslu stjórnar séu ábyggilegar. Félag endurkoðenda telja að óvissa ríki um hvort endurskoðun skuli ná til upplýsinga í skýrslu stjórnar eða eingöngu staðfesti að upplýsingar séu veittar án álits á réttmæti þeirra. Ársreikningaskrá RSK sýnir að úrbóta er þörf. Sérstaklega verður gengið eftir því að kanna upplýsingagjöf í skýrslu stjórnar hvað varðar ófjárhagslegar upplýsingar.
Ófjárhagslegar upplýsingar eru viðbótarupplýsingar og mikilvægt fyrir stjórnarmenn að kynna sér þær vel, þær séu vandaðar og hægt að treysta því að þær séu í lagi. Málið snýst um 65.gr. og 66.gr. í 6.kafla skýrslu stjórnar. Í Skýrslu stjórnar 8.grein skal upplýsa um aðalstarfsemi og gefa yfirlit yfir þróun, stöðu og árangur í rekstri félagsins ásamt lýsingu á megináhættu og óvissuþáttum. Spurningar sem vert er að velta upp eru t.d. Er stjórnarmaður viss um að fylgt sé skilgreindu verklagi og góðum stjórnarháttum? Mega bankar og lífeyrissjóðir fjárfesta í eða lána fyrirætkjum ef vandaðar ófjárhagslegar viðbótarupplýsingar liggja ekki fyrir. Eru ófjárhagslegar viðbótarupplýsingar frá stjórnendum fyrirtækja staðfestar af stjórn?
Það er til staðall sem dregur þetta saman, en viðmið hafa ekki verið til hér á landi. Til eru alþjóðleg viðmið “The integrated Reporting Framework. Að lokum sagði Sigurður að stjórnarmenn ættu að kynna sér vel lög og reglur um framsetingu viðbótarupplýsinga, upplýsingar verða að byggja á góðum stjórnarháttum, ferlum og undirliggjandi eftirlits-/stjórnkerfum. Þessar upplýsingar eru mikilvægar til að auka gagnsæi og veita góða innsýn í rekstrarumhverfi fyrirtækis. Vönduð og vel unnin skýrsla stjórnar er ein mikilvægasta undirstaða heilbrigðs verðs-og lánshæfismats. Þetta er ekki sprettur heldur langhlaup.
Hér er hlekkur á áhugavert myndband um "Integrated Reporting Framework": https://videopress.com/v/nboxyfAp
Hér er hlekkur á vefsvæði Kontra Nordic en þar er að finna ýmsar upplýsingar á þessu sviði: https://kontranordic.com/links/
Fundinum var streymt á Facebook - hér er hlekkur á myndskrána:
https://www.facebook.com/Stjornvisi/videos/2585059381775400/
Marel tók sannarlega vel á móti stjórnum faghópa Stjórnvísi í dag með frábærum veitingum og faglegri kynningu á Marel. Þetta er annað árið í röð sem Ketill Berg Magnússon mannauðsstjóri Marel tekur á móti Stjórnvísifélögum á afmælisdegi sínum. Á kick off fundi faghópanna í lok ágúst komu fram góðar umbótahugmyndir og fór Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir formaður stjórnar örstutt yfir hvernig unnið hefur verið úr þeim. Útfrá þeim umbótahugmyndum flutti Ragnhildur Ágústdóttir frábært erindi: „HJÁLPI MÉR! HVERNIG Á ÉG AÐ NÁ UTAN UM ÞETTA ALLT? – nýjar vinnuaðferðir og tengslamyndun í nútíma samfélagi„
Í dag var haldinn viðburður á vegum nokkurra faghópa Stjórnvísi í Háskólanum í Reykjavík. Viðburðinum var streymt á facebooksíðu Stjórnvísi og er hægt að nálgast hann þar. Í erindi sínu fór Jón Gunnar lauslega yfir samfélagsmiðlabyltinguna sem átt hefur sér stað undanfarinn áratug, hvernig LinkedIn er notað, hvernig megi stilla upp "profile" á miðlinum, hvað beri að hafa í huga, hvað varast og fleiri þætti sem tengjast notkun hans. Að erindi loknu voru umræður, Ósk Heiða forstöðumaður markaðsmála hjá Póstinum, Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir og Gyða Kristjánsdóttir ráðgjafar hjá Hagvangi tóku þátt í umræðum og greindu frá sinni reynslu í tengslum við deilingu á þekkingu, ráðningar og starfsleit.
Mikill áhugi var fyrir fundi um ómeðvitaða hlutdrægni sem haldinn var fyrir fullum sal í Háskólanum í Reykjavík í morgun. Mannsheilinn þróar ósjálfrátt með sér ákveðna velþóknun og vanþóknun sem hefur áhrif á ákvarðanatöku okkar og samskipti. Ómeðvituð hlutdrægni hefur áhrif á hegðun okkar, viðbrögð okkar, helgun okkar og þannig árangur okkar. Ef þessi ómeðvitaða hlutdrægni (unconscious bias) fer fram hjá okkur, eigum við á hættu að hugsa og haga okkur með hætti sem vanmetur og takmarkar okkur sjálf og aðra. Ef við hins vegar komum auga á þessa hlutdrægni og tökum á henni í daglegu starfi okkar með þeim ábendingum og aðferðum sem Guðrún Högnadóttir kynnti í dag, munum við skapa vinnustað þar sem allir geta notið sín og lagt sitt besta af mörkum.
Í dag hófst fyrsta vinna í stefnumótun Stjórnvísi 2020-2025 á Grand Hótel. Það voru 26 manns sem mættu á fundinn og í þeim hópi voru m.a. formenn faghópa, stjórnir faghópa, almennir félagsmenn og fólk sem þekkir ekki til Stjórnvísi. Það var Fjóla María Ágústsdóttir sem leiddi vinnuna en hún er með MBA próf frá University of Stirling í Skotlandi, með alþjóðlega C vottun í verkefnastjórnun IPMA. Fjóla vann lengi sem stjórnendaráðgjafi hjá Capacent, rak eigið hönnunarfyrirtæki og var verkefnastjóri stórra samrunaverkefna innan stjórnsýslunnar. Verkefnastjóri og þjónustuhönnuður hjá Stafrænt Ísland og nú breytingastjóri stafrænnar þjónustu fyrir sveitarfélögin hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Aðferðafræðin sem Fjóla beitir felst í að hlusta vel á notandann og í framhaldi taka við aðgerðir. Þessi fyrsti fundur var því upphafið á þessari nálgun. En hvers vegna þessi nálgun? Með henni setur maður sig í spor annarra, afmarkar og skilgreinir, fær hugmyndir, þróar frumgerðir og prófar. Í dag vorum við að hlusta á notandann, hvaða þarfir hann hefur. Og margir halda mig sig, en þannig er raunveruleikinn alls ekki. Notendarannsóknir skipta gríðarlega miklu máli og það hefur Goggle t.d. áttað sig vel á. "Innovate or die". Hóparnir í dag voru þrír á hverju borði voru spyrlar og ritari.
Næstu skref: Unnið verður úr miðunum, snertifletrinir dregnir fram og næsta skref er að það verður vinnustofa í janúar til að greina vandamálið út frá niðiurstöðunum. Finna hvar tækifærin liggja. Önnur vinnustofa verður í janúar og sú þriðja í febrúar.
Faghópur um þjónustustjórnun í samstarfi við stjórn Stjórnvísi bauð upp á tvær einstaklega áhugaverðar vinnustofur í Reykjavík Excursions sem snéru að því að skilgreina vandamál viðskiptavina til þess að tryggja að fyrirtæki séu að leysa réttu vandamál viðskiptavina sinna. Aðferðafræðin „Human Centered Design gerir því kleift að finna réttu lausnirnar sem henta viðskipavininum. Þannig verða allir ánægðari, bæði starfsmenn og viðskiptavinir. Leiðbeinandi vinnustofanna Lara Husselbee kom hingað alla leið frá Ástralíu. Hún hefur starfað sem hönnuður í þjónustu í ástralska fjármálageiranum og tækniiðnaðinum síðastliðin 10 ár.
Dagurinn byrjaði á einstaklega áhugaverðri æfingu þar sem tveir og tveir voru saman og áttu að geta sér til um hvað hvor um sig borðaði í morgunmat með því að teikna upp morgunmat hvor annars. Helsti lærdómurinn var sá hve mikilvægt er að spyrja viðskiptavininn beinna spurninga til að komast að hvað henti, hvort þú borðir það sama um helgar og virkum dögum. Hvernig megi leysa það að þú getir borðað það sem þig langar mest í hvenær sem er. Lara fræddi okkur um muninn á vöru og þjónustu og sagði þjónustu og upplifun byrja með með auglýsingu. Hún tók dæmi um leikhús, þar sem þjónustan hefst með því að vakin er athygli á sýningunni með auglýsingu og næsta snerting við viðskiptavininn er þegar hann kaupir leikhúsmiðann. Þjónustan í leikhúsinu er í bakendanum þ.e. á bak við sviðið, þar þarfsem allt þarf að ganga upp.
Á seinni vinnustofunni voru þátttakendur látnir hver fyrir sig teikna upp ferilinn hvernig við kaupum inn. 1. Fá hugmynd 2.skrifa lista 3.hjóla/keyra af stað 4.leggja fyrir utan verslunina o.s.frv. Í framhaldi unnu hóparnir saman og lærðu að forgangsraða ferlið og búa til nýjar hugmyndir út frá þessari nýju sýn.
Báðar þessar vinnustofur voru einstaklega vel heppnaðar og fóru þátttakendur heim reynslunni ríkari.
Í morgun hittust stjórnir faghópa og stjórn Stjórnvísi á Nauthól á Kick off fundi. Frábær mæting og mikill kraftur verður í félaginu í vetur því kynnt voru drög að 120 fundum veturinn 2019-2020 Drögin eru í Excel-skjali undir "ítarefni" með fundinum. Farið var yfir ýmis atriði á fundinum sem létta stjórnendum faghópa starfið í vetur auk þess sem óskað var eftir umbótahugmyndum sem stjórn mun vinna úr. Á vef félagsins eru góðar leiðbeiningar á myndbandi um hvernig stofna á fund, setja nýja aðila í stjórn, aðalfund faghóps o.fl. Allt efni af fundinum er undir ítarefni og myndir á facebook síðu Stjórnvísi.
Hér má sjá myndir frá afhendingunni á Nauthól í hádeginu í dag.
Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð, Stjórnvísi og Viðskiptaráð Íslands veittu í dag í annað sinn verðlaun fyrir Samfélagsskýrslu ársins. Í ár hlaut Isavia verðlaunin, sem voru afhend við hátíðlega athöfn.
Markmiðið með viðurkenningunni er að hvetja fyrirtæki til að setja sér mælanleg markmið og birta reglulega opinberlega, með vönduðum hætti, upplýsingar um hvernig samfélagsábyrgð og sjálfbærni í rekstri fyrirtækja skilar þeim og samfélaginu auknum ávinningi.
Alls bárust 29 tilnefningar um 16 fyrirtæki. Í dómnefnd voru Katrín Olga Jóhannesdóttir formaður Viðskiptaráðs Íslands, Kjartan Sigurðsson við Háskólann í Reykjavík og Jóhanna Harpa Árnadóttir, verkefnastjóri hjá Landsvirkjun, sem var jafnframt formaður dómnefndar.
Í mati dómnefndar kemur fram að skýrslan er unnin í samráði við hagaðila og fjölda starfsfólks Isavia, frá öllum sviðum fyrirtækisins. Einnig var fenginn utanaðkomandi ráðgjafi til að yfirfara og tryggja gæði upplýsinganna.
Samfélagsskýrslan fylgir alþjóðlegum stöðlum GRI standards, hún er skrifuð í samræmi við árangur fyrirtækisins í að ná settum, mælanlegum markmiðum fyrir árið 2018 sem eru ennfremur tengd lengri tíma markmiðum, svo sem sjálfbærniáherslum stjórnvalda og alþjóðlegum viðmiðum: UN Global Compact, GRI, Heimsmarkmiðunum og Air Transport Action Group.
Ábendingum um innihald skýrslunnar er fagnað af hálfu skýrsluhöfunda og þannig leitast við að tryggja stöðugar umbætur. Fjallað er um á gagnsæjan hátt hvernig til tókst að ná markmiðum, en einnig hvað gekk ekki eftir og hvernig unnið verður áfram með þau atriði.
Þá er skýrslan sett fram á myndrænan og aðgengilegan hátt, er gefin út rafrænt sem vefsíða og hana má einnig nálgast í gagnagrunni GRI í gegnum vefsíðu GRI-samtakanna.
Í niðurlagi í mati dómnefndar segir enn fremur að „með því að fylgja sérákvæðum GRI er verið að horfa sérstaklega til þeirra áskoranna og tækifæra sem flugvellir standa frammi fyrir þegar kemur að sjálfbærni. Niðurstaða dómnefndar er að árs- og samfélagsskýrsla Ísavía sé til fyrirmyndar og hljóti viðurkenningu sem besta skýrslan árið 2019.“
Frétt á ISAVIA
Í morgun var haldinn í fyrsta sinn að vori sérstakur þjálfunarfundur fyrir allar stjórnir faghópa Stjórnvísi. Ósk um þennan fund kom fram á Kick off fundi sl.haust og brást stjórn strax við þessari áhugaverðu umbótahugmynd. Tilgangur fundarins var að kynna fyrir öllum í stjórnum faghópa félagsins starfsárið 2019-2020 ábyrgð og hlutverk stjórnarmanna og formanna faghópa. Einnig að kynna tímalínu starfsársins, fara yfir hvernig stofna á viðburð, senda út fréttir og viðburði, kynna siðareglur, nýtt mælaborð o.fl. Meginmarkmiðið var að samræma og einfalda vinnubrögð allra stjórna faghópa Stjórnvísi fyrir næsta starfsár. Vel var mætt á fundinn og það var samróma álit að fundurinn var einkar þarfur og nytsamlegur.
Smellið hér til að sjá mælaborð sem var kynnt á fundinum og glærur fylgja með í ítarefni.
Stjórnarskiptafundur Stjórnvísi var haldinn þann 8.maí á Skólabrú og var formönnum allra faghópa, fagráði og skoðunarmönnum félagsins boðið. Markmið fundarins sem er veglegri en allir aðrir stjórnarfundir var að þakka fyrir vel unnið starf, gleðjast og kynnast betur. Nýr formaður Stjórnvísi Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, vörustjóri dagsferða hjá Kynnisferðum tók formlega við formennsku af Þórunni M. Óðinsdóttur stjórnunarráðgjafa hjá Intra.
Á aðalfundi haldinn 8.maí 2019 voru kosin í stjórn félagsins:
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, vörustjóri dagsferða hjá Kynnisferðum, formaður (2019-2020)
Ásdís Erla Jónsdóttir, forstöðumaður Opna háskólans í HR (2019-2020)
Berglind Björk Hreinsdóttir, mannauðsstjóri Hrafnistuheimilanna (2019-2020)
Guðjón Örn Helgason, sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Reykjavíkurborg (2019-2020)
Guðný Halla Hauksdóttir, forstöðumaður þjónustuvers-og innheimtu Orkuveitu Reykjavíkur (2019-2021)
Ingi Björn Sigurðsson, verkefnastjóri Icelandic Startups (2019-2021)
Jón Gunnar Borgþórsson, vottaður stjórnendaráðgjafi CMC – Certified Management Consultant (2019-2021)
Kristján Geir Gunnarsson, forstjóri Kassagerðarinnar (2019-2020)
Sigríður Harðardóttir, sviðsstjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Strætó (2019-2020)
Kosið var í fagráð félagsins.
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar (2018-2020)
Einar Snorri Einarsson framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Landsnets (2019-2021)
Jóhanna þ. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri aðfangakeðju Innnes (2018-2020)
Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs (2018-2020)
Nótt Thorberg, forstöðumaður loyalty hjá Icelandair (2019-2021)
Kosnir voru á aðalfundi tveir skoðunarmenn til 2ja ára 2018-2020
Oddný Assa Jóhannesdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2018-2020)
Guðný Helga Guðmundsdóttir, sviðsstjóri endurskoðunarsviðs KPMG (2018-2020)
Hér má sjá Ársskýrslu Stjórnvísi 2019. Ársskýrslan hefur að geyma myndir frá starfsárinu, reikninga félagsins, yfirlit yfir viðburði faghópa o.fl.
Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf:
Kjör fundarstjóra og ritara.
Skýrsla formanns.
Skýrsla framkvæmdastjóra.
Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
Breytingar á lögum félagsins.
Kjör formanns.
Kjör þriggja stjórnarmanna til næstu tveggja ára.
Kjör tveggja varamanna í stjórn til næstu tveggja ára.
Kjör fagráðs.
Kjör skoðunarmanna reikninga.
Önnur mál.
Lagabreyting. Lögð verður fram breyting á 6.grein laga félagsins sem var samþykkt.
Grein 6. hljóðar svona núna:
6. gr. Í stjórn Stjórnvísi eru sjö stjórnarmenn og tveir varamenn. Á aðalfundi er formaður kosinn sérstaklega til eins árs í senn, og getur hann setið í tvö ár sem formaður, að hámarki. Aðrir stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn og geta að hámarki setið í tvö ár. Varamenn skulu kosnir til eins ár í senn og geta að hámarki setið í tvö ár. Meginreglan skal vera sú að á hverju ári láti þrír stjónarmenn af störfum. Ef atkvæði eru jöfn skal hlutkesti ráða úrslitum. Leitast skal við að halda kynjahlutfalli sem jöfnustu innan stjórnar. Á aðalfundi skal einnig kjósa tvo skoðunarmenn til tveggja ára í senn, þó þannig að árlega gangi annar þeirra út og nýr komi inn. Á fyrsta stjórnarfundi skiptir stjórnin með sér verkum og kýs sér varaformann og ritara til eins árs í senn. Stjórnin tekur ákvarðanir varðandi stjórnun félagsins og daglegan rekstur, þ.m.t. nýjungar í starfseminni og eftirfylgni, í samstarfi við framkvæmdastjóra. Þá setur stjórnin félaginu markmið og ber ábyrgð á skuldbindingum félagsins
Tillaga að lagabreytingu.
6. gr. Í stjórn Stjórnvísi eru níu stjórnarmenn. Á aðalfundi er formaður kosinn sérstaklega til eins árs í senn, og getur hann setið í tvö ár sem formaður, að hámarki. Aðrir stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn og geta að hámarki setið í tvö ár. Meginreglan skal vera sú að á hverju ári láti fjórir stjórnarmenn af störfum. Ef atkvæði eru jöfn skal hlutkesti ráða úrslitum. Leitast skal við að halda kynjahlutfalli sem jöfnustu innan stjórnar. Á aðalfundi skal einnig kjósa tvo skoðunarmenn til tveggja ára í senn, þó þannig að árlega gangi annar þeirra út og nýr komi inn. Á fyrsta stjórnarfundi skiptir stjórnin með sér verkum og kýs sér varaformann og ritara til eins árs í senn. Stjórnin tekur ákvarðanir varðandi stjórnun félagsins og daglegan rekstur, þ.m.t. nýjungar í starfseminni og eftirfylgni, í samstarfi við framkvæmdastjóra. Þá setur stjórnin félaginu markmið og ber ábyrgð á skuldbindingum félagsins
Hermann Björnsson, Linda Gunnarsdóttir, Sigurður Egill Þorvaldsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2019.
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru afhent í dag við hátíðlega athöfn á Grand hótel. Fjórir stjórnendur voru verðlaunaðir.
Hermann Björnsson forstjóri Sjóvá í flokki yfirstjórnenda, Linda Gunnarsdóttir yfirflugstjóri Icelandair og Sigurður Egill Þorvaldsson leiðtogi framleiðsluskipulags Rio Tinto á Íslandi í flokki millistjórnenda og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir í flokki frumkvöðla.
Hér má sjá myndir frá hátíðinni,
Streymi,
umsagnir um verðlaunahafa
Fréttir: forseti Íslands
Fréttir: Viðskiptablaðið
Myndatexti:
f.v. Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Hermann Björnsson, Linda Gunnarsdóttir, Sigurður Egill Þorvaldsson og Borghildur Einarsdóttir formaður dómnefndar og forstjóri Einkaleyfastofunnar.
Marel tók sérdeilis vel á móti stjórnum faghópa Stjórnvísi í dag með snittum og fleira góðgæti. Það kom skemmtilega á óvart að framkvæmdastjóri mannauðssviðs Marels á Íslandi Ketill Berg fagnaði 50 ára afmæli í dag og gaf sér tíma til að taka á móti stjórnum faghópanna enda sannkallaður Stjórnvísifélagi. Í framhaldi af kynningu Ketils á því frábæra starfi sem á sér stað hjá Marel fór formaður Stjórnvísi Þórunn M. Óðinsdóttir örstutt yfir miða af Kick off fundi í haust og hvernig stjórn félagsins hefur unnið úr þeim umbótahugmyndum sem þar komu fram. Sigurjón Þórðarson stjórnunarráðgjafi hélt alveg hreint stórkostlegan fyrirlestur um "HVERNIG LEGGJA MÁ GRUNN AÐ GÓÐRI LIÐSHEILD". Góð mæting var á fundinn og skemmtu allir sér vel.
Haustráðstefna Stjórnvísi 2018 var haldin í dag á Grand Hótel og mættu á þriðja hundrað manns á ráðstefnuna. Einnig fylgdist fjöldi fólks með ráðstefnunni á faceobook síðu félagsins þar sem henni var streymt (sjá hér). Þema ráðstefnunnar var: Framtíðaráskoranir í stjórnun - er umbylting í stjórnun framundan? Fyrirlesarar voru þau Sylvía Kristín Ólafsdóttir forstöðumaður stoðdeildar rekstrarsviðs hjá Icelandair og Gestur Pétursson forstjóri Elkem á Íslandi. Ráðstefnustjóri var Bergur Ebbi Benediktsson rithöfundur. Dagskráin hófst með morgunverðarhlaðborði kl. 8:30. Þórunn M. Óðinsdóttir, framkvæmdastjóri Intra og formaður stjórnar Stjórnvísi setti ráðstefnuna og voru stuttar vinnustofur á eftir hvoru erindi þar sem tækifæri gafst til að ræða saman og kynnast öðrum félögum.
Í morgun hittust stjórnir faghópa og stjórn Stjórnvísi á Nauthól á Kick off fundi. Vel var mætt og mikill kraftur verður í félaginu í vetur því kynnt voru drög að 90 fundum veturinn 2018-2019. Drögin eru í Excel-skjali undir "ítarefni" með fundinum. Farið var yfir ýmis atriði á fundinum sem létta stjórnendum faghópa starfið í vetur. Á vef félagsins eru góðar leiðbeiningar á myndbandi um hvernig stofna á fund, setja nýja aðila í stjórn, aðalfund faghóps o.fl.
Viðurkenning fyrir samfélagsskýrslu ársins er nú veitt í fyrsta skipti. Með viðurkenningunni vilja Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð, Stjórnvísi og Viðskiptaráð Íslands hvetja fyrirtæki til að setja sér mælanleg markmið og birta reglulega opinberlega, með vönduðum hætti, upplýsingar um hvernig samfélagsábyrgð og sjálfbærni í rekstri fyrirtækja skilar þeim og samfélaginu auknum ávinningi.
Niðurstaða dómnefndar er að samfélagsskýrsla Landsbankans sé til fyrirmyndar og hljóti viðurkenningu sem besta samfélagsskýrslan árið 2018. Af lestri hennar að ráða er ljóst að samfélagsstefna bankans er mótuð með víðtækri aðkomu starfsmanna og að samfélagsábyrgð er hluti af kjarnastarfsemi bankans. Í skýrslunni er fjallað ítarlega um valda mælikvarða og samanburð á milli ára sem sett er fram á myndrænan hátt. Lesandinn fær góða mynd af umfangi og þróun samfélagsábyrgðar, þeim markmiðum og meginverkefnum sem tekin eru til umfjöllunar.Í kaflanum Álitamál eru tekin til umfjöllunar efni sem fela í sér áskoranir og breytingar sem bankinn stendur frammi fyrir og áhrif þeirra á samfélagið. Leitast er við að útskýra með einföldum hætti fyrirsjáanlega þróun í bankaviðskiptum á aðgengilegan hátt. Þá er sérstaklega fjallað um metoo-byltinguna, áhrif hennar hjá starfsfólki bankans og hver fyrirhuguð næstu skref eru í vegferðinni að auknu jafnrétti. Sjá hér hlekk á samfélagsskýrslu Landsbankans.
Sextán fyrirtæki hlutu tilnefningu en þær voru alls 41 talsins. Ánægjulegt var að sjá hversu fjölbreyttar og vel unnar skýrslurnar voru og ekki síður að sjá það öfluga starf sem að baki þeirra liggur í fyrirtækjunum. Valið var því vandasamt og komu margar skýrslur til greina.
Dómnefndin var skipuð Fanneyju Karlsdóttur, fulltrúa Stjórnvísi, Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, formanni Viðskiptaráðs, Þorsteini Kára Jónssyni varaformanni Festu og Jóhönnu Hörpu Árnadóttur, stjórnarmanni í Festu, sem jafnframt var formaður.
Í rökstuðningi dómnefndar var vísað í þá valþætti sem viðurkenningin byggir á:
Innihald skýrslunnar sýnir yfirgripsmikið starf félagsins á sviði samfélagslegrar ábyrgðar og tekur á samfélags- og umhverfisþáttum sem og góðum stjórnarháttum. Samfélagsábyrgð er samþætt kjarnastarfseminni, með skýra ábyrgð yfirstjórnar, og að gerð skýrslunnar kemur breiður hópur starfsfólks. Viðmið Global Reporting Initiative (GRI) eru höfð til hliðsjónar við gerð skýrslunnar og tilgreint hvernig gæði upplýsinga eru tryggð. Engu að síður er tekið fram að félagið þekki ekki til fulls áhrif sín á samfélagið né heldur að samfélagsábyrgð hafi verið að fullu innleidd. Lesendur eru hvattir til að senda ábendingar um það sem betur má fara í starfseminni á sviði samfélagsábyrgðar og í framsetningu skýrslunnar.
Mikilvægi samfélagsábyrgðar kemur skýrt fram og upplýst er um hvar mestu áhrif félagsins á sviði samfélagslegrar ábyrgðar liggja. Fjallað er um áhrifin og þau verkefni sem félagið tekur þátt í til þess að auka upplýsingar og gagnsæi út á við. Þá er ítarleg umfjöllun um þau verkfæri sem nýtt eru til að flétta samfélagsábyrgð saman við daglega starfsemi. Í skýrslunni eru hagsmunaaðilar flokkaðir og útlistað hvernig samskiptum og samráði við þá er háttað.
Mælikvarðar eru ein af fjórum stoðum skýrslunnar. Þeir eru flokkaðir eftir efnahag, samfélagi og umhverfi. Í köflunum er fjallað ítarlegra um valda GRI mælikvarða og samanburð á milli ára, eða frekara niðurbrot, sett fram á myndrænan hátt. Lesandinn fær góða mynd af umfangi og þróun í málaflokknum, þeim markmiðum og meginverkefnum sem tekin eru til umfjöllunar.
Jafnvægi í skýrslunni er gott og skýrslan sett fram með þeim hætti að til umfjöllunar eru einnig atriði sem hægt væri að líta á sem neikvæð en eru óhjákvæmilega hluti af rekstri félagsins. Dæmi er að nefnt er að ekki hafi verið metin sérstaklega áhætta vegna loftslagsbreytinga, en fylgst sé vel með áhrifunum og þeim tækifærum sem geta skapast í þeim málaflokki. Sérstaklega er fjallað um ábendingar og kvartanir, og meðhöndlun þeirra, sem og ábendingar í mannauðsmálum og viðbrögð við þeim.
Framsetning skýrslunnar er einstaklega skýr svo auðvelt er fyrir almennan lesanda að fá heildaryfirsýn og einnig yfirsýn yfir einstaka málaflokka. Jafnframt er auðvelt að kafa dýpra í málefnin fyrir þá sem það vilja. Fyrirtækið hefur lagt sig fram við að miðla upplýsingum úr skýrslunni til hagaðila. Framsetningin og myndefni eru til fyrirmyndar.
Nánari upplýsingar um verkefnið veitir framkvæmdastjóri Festu, Ketill Berg Magnússon í s. 8984989 og ketill@csriceland.is
Alvogen er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki, stofnað árið 2009 með starfsemi í 35 löndum. Hjá fyrirtækinu starfa um 2.800 starfsmenn sem vinna að því að byggja upp leiðandi og framsækið lyfjafyrirtæki. Alvogen sérhæfir sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja, lausasölulyfja og líftæknilyfja. Jensína K. Böðvarsdóttir, VP Global Strategic Planning and HR, varpaði ljósi á alþjóðlega sókn Alvogen til að rækta menningu árangurs með þjálfun leiðtoga. Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi kynnti síðan til leiks nýjar rannsóknir um virði og áhrif stjórnendaþjálfunar og áhrifaríkar aðferðir við að efla mannauð.
Glærur af fundinum eru komnar á vefinn - sjá ítarefni.
Alvogen var stofnað 2009. Stefna Alvogen er einföld og skýr. Þau hafa vaxið hraðar en flest öll lyfjafyrirtæki í heiminum. Til að framkvæma stefnuna þurfa allir að hafa ákveðna hæfnisþætti sem starfa hjá Alvogen. Mikil áhersla er lögð á framleiðni og þjónustulund. Allir starfsmenn setja sér markmið varðandi frammistöðu. Fræðslustefna Alvogen styður að þú náir þínum markmiðum, umbunarkerfi er í formi bónusa og er misjafnt eftir löndum. Alls staðar í heiminum er hvort tveggja skammtíma og langtíma bónuskerfi. Bónus er ekki bara tengdur sölutölum heldur líka hegðun. Á USA eru allir tengdir í bónuskerfi. Erfiðast er að ræða og finna út frammistöðumatið. Í Asíu þarf allt að vera skjalfest og skráð. Starfsmenn og stjórnendur fá leiðbeiningar. Gríðarlegur árangur hefur náðst á örfáum árum. Flensulyf hefur hjálpað Alvogen því fleiri fengum flensu í fyrra en nokkru sinni og því seldist lyfið gríðarlega vel. Alvogen er í 35 löndum í dag og starfar reglulega vel saman. Vel er gætt að því að hafa sama hlutfall kvenn-og karlstjórnenda. Menningin er „culture of doers“ - „The Sky is NOT the limit. Í Alvogen eru hlutirnir gerðir.
Mikilvægt er þegar fólk er ráðið að það séu „doerar“ og hafi reynslu. Allir starfsmenn fá tölvupóst frá Róbert þegar þeir byrja. Þar er allt sem nýr starfsmaður þarf að vita. Líka er sendur tölvupóstur frá Alvogen á ACADEMY og workshop. Allir nýir starfsmenn setja sér markmið. Í byrjun ársins 2017 var byrjað að gera frammistöðumat sem er skoðað á hálfsárs fresti. Starfsmenn hafa meiri áhuga á hvað aðrir starfsmenn eru að segja heldur en prófessorar frá MIT. „My personal favorite“ er gríðarlega vinsælt því fólk vill vita hvað aðrir eru að horfa á. Síðan eru póstar eingöngu ætlaðir stjórnendum varðandi hvað skiptir máli s.s. stöðug endurgjöf. Í september sl. var „super september“. Þá mæltu starfsmenn með heilsuöppum og fólk fór að senda inn alls kyns heilsumyndir, zumba og jógamyndir.
Starfsmenn bera sjálfir ábyrgð á sinni þjálfun. Fræðslumálin hafa því tekið mikinn kipp varðandi vinnustaðagreiningu. Allt sem allir gera tengist stefnunni.
„Fólk er flókið en fólk skiptir öllu“ sagði Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Franklin Covey á Íslandi. Guðrún hvatti ráðstefnugesti til að lesa greinina „Proof That good managers really do make a difference“ sem er birt í Harvard Business Review. Í greininni kemur fram að stjórnendur skipta öllu í fyrirtækjum, ef við náum að bæta frammistöðu stjórnenda um 1 stig í framleiðslufyrirtæki þá skilar það 23% aukningu í framleiðni og 14% aukningu á virði félagsins
Varðandi að skoða heiminn í heild sinni þá er til frábær síða WMS – World Management Survey http://worldmanagementsurvey.org/policy-business-reports/ þar sést að bein fylgni er milli vergrar þjóðarframleiðslu og öflugra stjórnenda. Afríka er frekar neðarlega varðandi GDP pr. person, Norðulönd og Asíulönd. Það skiptir öllu máli að vera með öfluga stjórnendur. Háskólarnir eru að gera frammúrskarandi hluti varðandi menntun starfsmanna en hvað er verið að gera til að þjálfa stjórnendur? Guðrún hvatti til lesturs greinarinnar: Markaðsbrestur í menntun: Hvað er til ráða? Höf: Ásta S. Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. https://medium.com/@vidskiptarad/marka%C3%B0sbrestur-%C3%AD-menntun-hva%C3%B0-er-til-r%C3%A1%C3%B0a-7b9a12af4892 Í grein Ástu segir að færni muni skipta gríðarlegu máli í framtíðinni. Andrés hjá Góðum samskiptum skrifað frábæra grein um æðstu stjórnendur. Við erum að horfa á skortstöðu, kynslóð sem hefur ekki fengið þá þjálfun sem til þarf. En af hverju eru ekki nógu margir leiðtogar „klárir í slaginn“núna? Ástæðurnar eru lýðfræðilegar. Þúsaldarkynslóðin tók framúr 2012 og er alin upp í tækniumhverfi en hefur ekki fengið þann stuðning sem til þarf til að leiða hóp. Allt snýst um að leiða fólk, ca 35 ára fær fólk sitt fyrsta stjórnunarstarf, það er vöntun á markaðnum. Nú er vanfjárfesting í þróun leiðtoga eftir hrun. „Hvar eru konurnar?“.
Það sem aðgreinir framúrskarandi leiðtoga frá hinum er árangurinn sem þeir ná. Það eru aðgerðirnar sem þeir grípa til og hvernig þeir hugsa. Stærsti þátturinn er hverjir þeir eru þ.e. karakterinn, það er ekki nóg að vinna með excel því er það er svo mikilmægt að kenna tjáskipti og færni i mannlegum samskiptum. Árangur snýst um karakter fólks. Framlínustjórnendur stýra sölunni og helgun starfsfólks . það sem þarf að breytast í viðhorf þeirra er að vinna verkið með og í gegnum aðra, þá þarf aðra þekkingu. Næsta stjórnendalag eru millistjórnendur sem þurfa að virkja fjölda teyma og þriðja lagið eru æðstu stjórnendur með heildræna sýn á lang-og skammtíma árangur og koma til móts við þarfir allra hagaðila. Forysta er val. „Great leaders are born and so were you“. Að lokum hvatti Guðrún alla til að fara inn á „jhana“ https://www.jhana.com/ því allir eiga skilið frábæran stjórnanda.
Aðalfundur Stjórnvísi 2018 var haldinn á Nauthól í dag miðvikudaginn 16.maí kl.11:45-13:00.
Stjórn félagsins fyrir starfsárið 2018-2019 skipa eftirtalin:
Formaður:
Þórunn M. Óðinsdóttir ráðgjafi hjá KPMG.
Aðalstjórn: Á síðasta aðalfundi voru eftirtaldir aðilar kosnir til tveggja ára í aðalstjórn Stjórnvísi:
- Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, vörustjóri dagsferða hjá Kynnisferðum.
- Gyða Hlín Björnsdóttir, markaðsstjóri Háskóla Íslands
- Jón S. Þórðarson eigandi og framkvæmdastjóri viðburðafyrirtækisins PROevents.
Á aðalfundi 2018 voru eftirtaldir kosnir til tveggja ára í aðalstjórn Stjórnvísi.
- Berglind Björk Hreinsdóttir, mannauðsstjóri Hrafnistuheimilanna.
- Guðjón Örn Helgason, sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Reykjavíkurborg
- Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Odda prentunar og umbúða eh.
Á aðalfundi 2018 voru eftirtalin kosin til eins árs í varastjórn Stjórnvísi
- Jón Gunnar Borgþórsson, vottaður stjórnendaráðgjafi (CMC – Certified Management Consultant)
- Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Strætó.
Kosið var í fagráð félagsins.
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar (2018-2020)
Hafsteinn Bragason, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Íslandsbanka (2017-2019)
Jóhanna þ. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri aðfangakeðju Innnes (2018-2020)
Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs (2018-2020)
Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Nolta (2017-2019)
Kosnir voru tveir skoðunarmenn til 2ja ára 2018-2020
Oddný Assa Jóhannesdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2018-2020)
Guðný Helga Guðmundsdóttir, sviðsstjóri endurskoðunarsviðs KPMG (2018-2020)
Friðrik Þór Snorrason, Sigrún Ósk Sigurðardóttir og Jóhannes Ingi Kolbeinsson hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2018.
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru afhent í dag við hátíðlega athöfn á Grand hótel. Þrír stjórnendur voru verðlaunaðir. Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna í flokki yfirstjórnenda, Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR í flokki millistjórnenda og Jóhannes Ingi Kolbeinsson, stofnandi Kortaþjónustunnar í flokki frumkvöðla.
Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Einkaleyfastofunnar kynnti niðurstöður dómnefndar. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin.
Hér má sjá myndir og greinar sem tengjast verðlaununum hér:
https://www.facebook.com/pg/Stjornvisi/photos/?tab=album&album_id=1691679804233296
http://www.vb.is/frettir/thau-hlutu-stjornendaverdlaunin/145400/
Myndatexti:
f.v. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson, Friðrik Þór Snorrason, Jóhannes Ingi Kolbeinsson og Borghildur Erlingsdóttir
Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2017 voru kynntar á Grand Hótel í morgun þann 26.janúar og er þetta nítjánda árið sem ánægja íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti.
Að þessu sinni eru niðurstöður birtar fyrir 25 fyrirtæki í 8 atvinnugreinum og byggja niðurstöður á um 200-1.100 svörum viðskiptavina hvers fyrirtækis. Líkt og undanfarin fjögur ár er viðurkenning einungis veitt þeim fyrirtækjum sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina í viðkomandi atvinnugrein, þ.e. þar sem segja má með 95% vissu að viðskiptavinir fyrirtækisins með hæstu einkunnina séu að jafnaði ánægðari en viðskiptavinir fyrirtækisins með næsthæstu einkunnina.
Í ár var afhent viðurkenning á fimm mörkuðum. Á eldsneytismarkaði fékk bensínstöð Costco 86,5 stig af 100 mögulegum, Nova fékk 76,4 á farsímamarkaði, Vínbúðir ÁTVR fengu 74,1 stig á smásölumarkaði, BYKO fékk 68,9 á byggingavörumarkaði og Íslandsbanki fékk 66,5 stig á bankamarkaði. Costco eldsneyti var einnig með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Ánægjuvoginni þetta árið og eru viðskiptavinir eldsneytissölu Costco þar af leiðandi þeir ánægðustu á Íslandi. Hins vegar ber að taka fram að Costco er ekki með ánægðustu viðskiptavinina á smásölumarkaði en þar var Costco með lægstu einkunnina eða 59,1 stig.
Efstu fyrirtækjum á mörkuðum þar sem ekki var marktækur munur á efsta og næstefsta sæti voru ekki veittar viðurkenningar en hins vegar var fulltrúum þessara fyrirtækja færður blómvöndur í viðurkenningarskyni. Þeir markaðir þar sem ekki var marktækur munur á milli hæstu og næsthæstu einkunnar voru tryggingafélög, raforkusölur og matvörumarkaður. Einkunnir allra birtra fyrirtækja í hverri atvinnugrein má sjá á vef Stjórnvísi ásamt nánari upplýsingum um aðferðafræði Íslenku ánægjuvogarinnar https://www.stjornvisi.is/is/anaegjuvogin
Meðfylgjandi er mynd af fulltrúum þeirra fyrirtækja sem voru hæst í sínum flokki. Liv Bergórsdóttir forstjóri NOVA, Hermann Björnsson forstjóri Sjóvá, Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri ÁTVR, Karen Rúnarsdóttir markaðsstjóri Krónunnar, Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka, Ásgeir Margeirsson forstjóri HS orku, Birgir Örn Friðjónsson framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni BYKO og Einar Jón Másson aðstoðarframkvæmdastjóri Costco.
Myndir frá athöfninni: https://www.facebook.com/pg/Stjornvisi/photos/?tab=album&album_id=1652699541464656
Fréttir: http://www.vb.is/frettir/costco-haest-og-costco-laegst/144560/
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2018/01/26/costco_efst_og_costco_nedst/
Haustráðstefna Stjórnvísi var haldin í dag og var metfjöldi á hátíðina um 170 manns. Þema ráðstefnunnar var "Áskoranir við tæknivæðingu ferla". Vegferð til stafrænnar framtíðar.Fyrirlesarar voru Skúli Skúlason, framkvæmdastjóri þjónustu hjá OR og Rakel Óttarsdóttir framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arion banka. Þau fjölluðu um vegferð sinna fyrirtækja til stafrænnar framtíðar. Ráðstefnustjóri var Kristján Geir Gunnarsson framkvæmdastjóri sölu-og markaðssviðs Prentsmiðjunnar Odda. Dagskráin hófst með morgunverðarhlaðborði kl. 8:30. Þórunn M. Óðinsdóttir, sérfræðingur hjá KPMG og formaður stjórnar Stjórnvísi setti ráðstefnuna kl. 09:00. Því næst fluttu fyrirlesarar erindi. Stuttar vinnustofur voru á eftir hvoru erindi þar sem tækifæri gafst að ræða saman og kynnast öðrum félögum.
Streymi af ráðstefnu og myndir má sjá á facebook síðu félagsins.
Kick off fundur stjórna faghópa Stjórnvísi var haldinn í Nauthól þann 1. september. Fundurinn var með því sniði að í byrjun var farið yfir ýmis atriði eins og hvernig stofna á viðburð, ábyrgð stjórna og formanna stjórna. Fyrir fundinn höfðu formenn faghópa sent inn drög að dagskrá vetrarins sem var sameinuð í eitt skjal og send á allar stjórnir. Þannig gátu faghópar sameinast um viðburði á fundinum. Að lokum var rýnt í helstu áskoranir faghópastarfsins, hvað er verið að gera vel og hvað má gera betur. Allt efni af fundinum er á innri vef félagsins. https://www.stjornvisi.is/vidburdir/808