Hér er hlekkur á viðburðinn.
Guðrún Högnadóttir leiddi í dag fjarfund um hagnýt ráð og hugarflug um vöxt og velferð fólks og vinnustaða á sögulegum tímum. Fundurinn á sér ekki stað í litskrúðugri hafnarborg við Karíbahafið á tímum kólerunnar undir lok 19. aldar eins og meistaraverk Gabriel García Márquez, heldur á litríkum fjarfundi á einföldum hlekk sem sendur var til allra skráðra tímanlega fyrir fundinn. Hlekkur hefur verið settur á samtöl sem áttu sér stað á fundinum og einnig á skoðunarkönnun sem gerð var. Flestir sem tóku til máls sögðu áhrif veirunnar á vinnustað sinn vera gríðarlega mikinn. Viðkvæmustu hóparnir vinna heima og nú er rétti tíminn til að vinna upp allt það sem ekki hefur unnist tími til að gera áður. Mikið er um að vinnustaðir byrji daginn á fjarfundi og segi frá hvað þeir ætla að gera í dag og hvernig gekk með verkefni gærdagsins. Mikilvægt er að vera í stöðugu sambandi og að starfsmenn fái tækifæri til að segja hvernig þeim líður því allir eru að taka inn svo mikið og nú eru líka margir að upplifa sig “Palli einn í heiminum”. Guðrún sagði mikilvægt að hugsa til æðruleysisbænarinnar þ.e. að hver og einn hugsaði um það hverju við höfum stjórn á og hverju ekki.