Í dag hófst fyrsta vinna í stefnumótun Stjórnvísi 2020-2025 á Grand Hótel. Það voru 26 manns sem mættu á fundinn og í þeim hópi voru m.a. formenn faghópa, stjórnir faghópa, almennir félagsmenn og fólk sem þekkir ekki til Stjórnvísi. Það var Fjóla María Ágústsdóttir sem leiddi vinnuna en hún er með MBA próf frá University of Stirling í Skotlandi, með alþjóðlega C vottun í verkefnastjórnun IPMA. Fjóla vann lengi sem stjórnendaráðgjafi hjá Capacent, rak eigið hönnunarfyrirtæki og var verkefnastjóri stórra samrunaverkefna innan stjórnsýslunnar. Verkefnastjóri og þjónustuhönnuður hjá Stafrænt Ísland og nú breytingastjóri stafrænnar þjónustu fyrir sveitarfélögin hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Aðferðafræðin sem Fjóla beitir felst í að hlusta vel á notandann og í framhaldi taka við aðgerðir. Þessi fyrsti fundur var því upphafið á þessari nálgun. En hvers vegna þessi nálgun? Með henni setur maður sig í spor annarra, afmarkar og skilgreinir, fær hugmyndir, þróar frumgerðir og prófar. Í dag vorum við að hlusta á notandann, hvaða þarfir hann hefur. Og margir halda mig sig, en þannig er raunveruleikinn alls ekki. Notendarannsóknir skipta gríðarlega miklu máli og það hefur Goggle t.d. áttað sig vel á. "Innovate or die". Hóparnir í dag voru þrír á hverju borði voru spyrlar og ritari.
Næstu skref: Unnið verður úr miðunum, snertifletrinir dregnir fram og næsta skref er að það verður vinnustofa í janúar til að greina vandamálið út frá niðiurstöðunum. Finna hvar tækifærin liggja. Önnur vinnustofa verður í janúar og sú þriðja í febrúar.