Frábærar móttökur í Marel á nýársfagnaði Stjórnvísi

Marel tók sérdeilis vel á móti stjórnum faghópa Stjórnvísi í dag með snittum og fleira góðgæti. Það kom skemmtilega á óvart að framkvæmdastjóri mannauðssviðs Marels á Íslandi Ketill Berg fagnaði 50 ára afmæli í dag og gaf sér tíma til að taka á móti stjórnum faghópanna enda sannkallaður Stjórnvísifélagi.  Í framhaldi af kynningu Ketils á því frábæra starfi sem á sér stað hjá Marel fór formaður Stjórnvísi Þórunn M. Óðinsdóttir örstutt yfir miða af Kick off fundi í haust og hvernig stjórn félagsins hefur unnið úr þeim umbótahugmyndum sem þar komu fram.  Sigurjón Þórðarson stjórnunarráðgjafi hélt alveg hreint stórkostlegan fyrirlestur um  "HVERNIG LEGGJA MÁ GRUNN AÐ GÓÐRI LIÐSHEILD".  Góð mæting var á fundinn og skemmtu allir sér vel.

Um viðburðinn

Nýársfagnaður fyrir stjórnendur faghópa Stjórnvísi

Nýársfagnaður stjórna faghópa Stjórnvísi verður að þessu sinni í Marel.  Boðið verður upp á léttar veitingar og gefst félögum tækifæri til að spjalla saman og eiga góða stund.   Á kick off fundi faghópanna í lok ágúst komu fram góðar umbótahugmyndir og mun Þórunn M. Óðinsdóttir formaður stjórnar fara örstutt yfir hvernig unnið hefur verið úr þeim.   Þá fáum við frábæran fyrirlesara Sigurjón Þórðarson stjórnunarráðgjafa með: "HVERNIG LEGGJA MÁ GRUNN AÐ GÓÐRI LIÐSHEILD".

Ef skapa á sterkt lið er mikilvægt að byggja á góðum grunni. Þessi kraftmikli fyrirlestur fjallar um þrjú grunnþrep sem skapa undirstöður góðrar liðsheildar. Útskýrt er hvernig þættirnir þrír leggja grunn að góðu liði og hvað hver einstaklingur þarf að tileinka sér til að verða góður liðsfélagi.

Með fyrsta skrefinu er fólki hjálpað að kynnast, tala saman og sýna hvert öðru vinsemd. Þetta felst meðal annars í því að heilsa fólki við komu og kveðja við brottför. Mikilvægt er að leggja nöfn á minnið og nota þau rétt af því að það er einföld leið til að sýna fólki virðingu. Nauðsynlegt er að leggja sig fram um að fá að vita aðeins meira um hvern og einn en þó aldrei meira en fólk vill deila.

  • Í fyrirlestrinum er fjallað er um grunnatriðin og hvernig má nýta sér þau til gæfu
  • Þátttakendur öðlast skilning á því hvað þarf til að leggja grunn að góðu liði og fá hugmyndir um hvernig hægt er að bæta eigið lið
  • Fyrirlesturinn höfðar til allra sem vilja verða betri liðsfélagar og bæta lið sitt
  • Lengd: 60 mín 

Sigurjón er stjórnunarráðgjafi með fjölbreyttan bakgrunn. Hann hóf feril sinn sem matreiðslumaður, stjórnandi og rekstraraðili í hótel- og veitingageiranum. Sigurjón hefur kennt fjölda námskeiða á vinnustöðum en einnig í grunn-, framhalds- og háskólum og með íþróttaliðum auk þess að hafa starfað sem ævintýraleiðsögumaður á Íslandi og á Grænlandi. Sem stjórnunarráðgjafi hefur Sigurjón lagt sérstaka áherslu á samskipti, liðsheild og leiðtogahæfni og unnið að umbótastarfi með mörgum fyrirtækjum. Sigurjón lauk MBA námi frá RU árið 2011 og MA diplómanámi í jákvæðri sálfræði frá EHÍ árið 2016 auk þess að vera matreiðslumeistari með meirapróf. 

Stjórn hvetur alla í stjórnum faghópa til að mæta á nýársfagnaðinn í Marel, fræðast og eiga saman góða stund.

Viðburðurinn er opinn öllum Stjórnvísifélögum og allir hjartanlega velkomnir.
Hlökkum til samstarfsins á árinu 2019.

Stjórn Stjórnvísi.

 

 

Fleiri fréttir og pistlar

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Upptaka frá viðburðinum: Can your dreams improve your leadership skills.

Í gær fjallaði Michael Rohde, sérfræðingur í draumum hvernig við getum nýtt draumana okkar til að skilja djúpvitund eða ómeðvitaða greind okkar og hvernig við getum nýtt þessa vitneskju í okkar daglega lífi til að auka persónulegan þroska. 

Michael hefur helgað feril sinn því að kanna djúpstæð áhrif drauma á líf okkar í vöku, sérstaklega á sviði leiðtoga og persónulegs þroska. 

Hægt er að horfa á upptöku af viðburðinum næstu vikuna og hlekk á hana og glærurnar má finna á síðu viðburðsins hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?