Alvogen – menning árangurs. "The sky is not the limit"

Alvogen er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki, stofnað árið 2009 með starfsemi í 35 löndum. Hjá fyrirtækinu starfa um 2.800 starfsmenn sem vinna að því að byggja upp leiðandi og framsækið lyfjafyrirtæki.  Alvogen sérhæfir sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja, lausasölulyfja og líftæknilyfja.   Jensína K. Böðvarsdóttir, VP Global Strategic Planning and HR, varpaði ljósi á alþjóðlega sókn Alvogen til að rækta menningu árangurs með þjálfun leiðtoga.  Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi kynnti síðan til leiks nýjar rannsóknir um virði og áhrif stjórnendaþjálfunar og áhrifaríkar aðferðir við að efla mannauð. 

Glærur af fundinum eru komnar á vefinn - sjá ítarefni.

Alvogen var stofnað 2009.  Stefna Alvogen er einföld og skýr.  Þau hafa vaxið hraðar en flest öll lyfjafyrirtæki í heiminum.  Til að framkvæma stefnuna þurfa allir að hafa ákveðna hæfnisþætti sem starfa hjá Alvogen.   Mikil áhersla er lögð á framleiðni og þjónustulund. Allir starfsmenn setja sér markmið varðandi frammistöðu. Fræðslustefna Alvogen styður að þú náir þínum markmiðum, umbunarkerfi er í formi bónusa og er misjafnt eftir löndum.  Alls staðar í heiminum er hvort tveggja skammtíma og langtíma bónuskerfi.  Bónus er ekki bara tengdur sölutölum heldur líka hegðun.  Á USA eru allir tengdir í bónuskerfi.  Erfiðast er að ræða og finna út frammistöðumatið.  Í Asíu þarf allt að vera skjalfest og skráð.  Starfsmenn og stjórnendur fá leiðbeiningar.  Gríðarlegur árangur hefur náðst á örfáum árum.  Flensulyf hefur hjálpað Alvogen því fleiri fengum flensu í fyrra en nokkru sinni og því seldist lyfið gríðarlega vel.  Alvogen er í 35 löndum í dag og starfar reglulega vel saman.  Vel er gætt að því að hafa sama hlutfall kvenn-og karlstjórnenda.  Menningin er „culture of doers“ -  „The Sky is NOT the limit.  Í Alvogen eru hlutirnir gerðir. 

Mikilvægt er þegar fólk er ráðið að það séu „doerar“ og hafi reynslu. Allir starfsmenn fá tölvupóst frá Róbert þegar þeir byrja.  Þar er allt sem nýr starfsmaður þarf að vita.  Líka er sendur tölvupóstur frá Alvogen á ACADEMY og workshop.  Allir nýir starfsmenn setja sér markmið.  Í byrjun ársins 2017 var byrjað að gera frammistöðumat sem er skoðað á hálfsárs fresti.  Starfsmenn hafa meiri áhuga á hvað aðrir starfsmenn eru að segja heldur en prófessorar  frá MIT.  „My personal favorite“ er gríðarlega vinsælt því fólk vill vita hvað aðrir eru að horfa á.  Síðan eru póstar eingöngu ætlaðir stjórnendum varðandi hvað skiptir máli s.s. stöðug endurgjöf.  Í september sl. var „super september“.  Þá mæltu starfsmenn með heilsuöppum og fólk fór að senda inn alls kyns heilsumyndir, zumba og jógamyndir.   

Starfsmenn bera sjálfir ábyrgð á sinni þjálfun.  Fræðslumálin hafa því tekið mikinn kipp varðandi vinnustaðagreiningu.  Allt sem allir gera tengist stefnunni. 

„Fólk er flókið en fólk skiptir öllu sagði Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Franklin Covey á Íslandi.  Guðrún hvatti ráðstefnugesti til að lesa greinina „Proof That good managers really do make a difference“ sem er birt í Harvard Business Review.  Í greininni kemur fram að stjórnendur skipta öllu í fyrirtækjum, ef við náum að bæta frammistöðu stjórnenda um 1 stig í framleiðslufyrirtæki þá skilar það 23% aukningu í framleiðni og 14% aukningu á virði félagsins

Varðandi að skoða heiminn í heild sinni þá er til frábær síða WMS – World Management Survey http://worldmanagementsurvey.org/policy-business-reports/ þar sést að  bein fylgni er milli vergrar þjóðarframleiðslu og öflugra stjórnenda.  Afríka er frekar neðarlega varðandi GDP pr. person, Norðulönd og Asíulönd.  Það skiptir öllu máli að vera með öfluga stjórnendur.  Háskólarnir eru að gera frammúrskarandi hluti varðandi menntun starfsmanna en hvað er verið að gera til að þjálfa stjórnendur? Guðrún hvatti til lesturs greinarinnar: Markaðsbrestur í menntun: Hvað er til ráða? Höf: Ásta S. Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.  https://medium.com/@vidskiptarad/marka%C3%B0sbrestur-%C3%AD-menntun-hva%C3%B0-er-til-r%C3%A1%C3%B0a-7b9a12af4892  Í grein Ástu segir að færni muni skipta gríðarlegu máli í framtíðinni.  Andrés hjá Góðum samskiptum skrifað frábæra grein um æðstu stjórnendur.  Við erum að horfa á skortstöðu, kynslóð sem hefur ekki fengið þá þjálfun sem til þarf.  En af hverju eru ekki nógu margir leiðtogar „klárir í slaginn“núna?   Ástæðurnar eru lýðfræðilegar. Þúsaldarkynslóðin tók framúr 2012 og er alin upp í tækniumhverfi en hefur ekki fengið þann stuðning sem til þarf til að leiða hóp.  Allt snýst um að leiða fólk, ca 35 ára fær fólk sitt fyrsta stjórnunarstarf, það er vöntun á markaðnum.  Nú er vanfjárfesting í þróun leiðtoga eftir hrun.  „Hvar eru konurnar?“. 

Það sem aðgreinir framúrskarandi leiðtoga frá hinum er árangurinn sem þeir ná.  Það eru aðgerðirnar sem þeir grípa til  og hvernig þeir hugsa.  Stærsti þátturinn er hverjir þeir eru þ.e. karakterinn, það er ekki nóg að vinna með excel því er það er svo mikilmægt að kenna tjáskipti og færni i mannlegum samskiptum.  Árangur snýst um karakter fólks.  Framlínustjórnendur stýra sölunni og helgun starfsfólks .  það sem þarf að breytast í viðhorf þeirra er að vinna verkið með og í gegnum aðra, þá þarf aðra þekkingu.  Næsta stjórnendalag eru millistjórnendur sem þurfa að virkja fjölda teyma og þriðja lagið eru æðstu stjórnendur með heildræna sýn á lang-og skammtíma árangur og koma til móts við þarfir allra hagaðila.  Forysta er val.  „Great leaders are born and so were you“.  Að lokum hvatti Guðrún alla til að fara inn á „jhana“ https://www.jhana.com/   því allir eiga skilið frábæran stjórnanda. 

 

Um viðburðinn

Alvogen – menning árangurs.

Örfá sæti laus

Alvogen er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki með starfsemi í 35 löndum. Hjá fyrirtækinu starfa um 2.800 starfsmenn sem vinna að því að byggja upp leiðandi og framsækið lyfjafyrirtæki.  Alvogen sérhæfir sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja, lausasölulyfja og líftæknilyfja.  Á sérstöku stefnumóti stjórnenda fyrir félagsmenn Stjórnvísi fimmtudaginn 17. maí nk. mun Jensína K. Böðvarsdóttir, VP Global Strategic Planning and HR, varpa ljósi á alþjóðlega sókn Alvogen til að rækta menningu árangurs með þjálfun leiðtoga.  Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi mun síðan kynna til leiks nýjar rannsóknir um virði og áhrif stjórnendaþjálfunar – og kynna áhrifaríkar aðferðir við að efla mannauð.  Þátttakendafjöldi er takmarkaður.

Fleiri fréttir og pistlar

Pallborðsumræður frá ráðstefnunni í Dubai -

Hér eru vefslóðir frá pallborðsumræðunum á árlegri ráðstefnu sem Dubai Future Forum hélt fyrr í mániðnum. Gæti verið áhugavert að renna yfir efnið og vakta áhugaverð atriði:

 https://www.youtube.com/live/b6lguB_vpjs?si=pgePVUxGSHOKdvvc 

 https://www.youtube.com/live/frI9bJSE3ME?si=5ezTPte5DBUC6fMK

Diversity and Inclusion in the Workplace: Disability Inclusion

Join us for an insightful panel discussion on Disability Inclusion, ahead of the International Day of Persons with Disabilities. We will explore the challenges and systemic barriers faced by people with disabilities, and the collective action needed to dismantle them, while identifying opportunities and solutions for creating truly inclusive and equitable spaces—both in the workplace and society at large. We will cover key areas such as:

Faghópur Öryggishóps Stjórnvísi vekur athygli á viðburði

Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.

Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum? 

Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.

Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.

Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.

Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá

Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!

 

 

Certificate in Diversity Equity and Inclusion (DEI) from Institute of Sustainability Studies

Explore how to integrate DEI into your organisation’s sustainability efforts. Enroll today to acquire data-driven strategies to enhance decision-making and foster an inclusive, equitable, and sustainable business.

Participants will gain a deep understanding of DEI strategies, data-driven approaches, and effective communication techniques. By mastering these skills, organisations can enhance employee engagement, drive innovation, and ensure long-term success. 

Það var vel tekið á móti Stjórnvísifélögum í Starfsafli í morgun í Húsi Atvinnulífsins

Stjórnvísifélagar heimsóttu í dag Starfsafl í Húsi Atvinnulífsins. Það var framkvæmdastjóri Starfsafls Lísbet Einarsdóttir sem tók vel á móti félögum. Í dag eru 2000 fyrirtæki með aðild að SA, 80% fyrirtækjanna eru með 50 starfsmenn eða færri.  Árið 2023 fóru 452 milljónir í styrki til fyrirtækja og einstaklinga. Sjö fræðslusjóðir reka saman vefgáttina Áttan. Með launatengdum gjödum er greitt í sjóðina.  Stéttafélögin afhenda til eindtaklinga og Starfsafl til fyrirtækja.  Öll fyrirtæki eiga rétt á allt að 3milljóna á ári.  Fyrirtæki eiga að styrkja starfsmenn líka til náms.  Lísbet tók dæmi um ávöxtun  hjá fyrirtæki. Fyrirtækið greiddi í iðgjöld 1.276.384 og fékk greidda styrki að upphæð 2.330.60.-  82,5%  ávöxtun. Sum fyrirtæki taka aldrei neitt út úr sjóðnum heldur greiða sjálf alla fræðslu. Væntanlega þekkja mörg fyrirtæki ekki til Starfsafls.  Í fræðslustefnu fyrirtækja  er mikilvægt að komi fram að fyrirtækið greiði fyrir sitt starfsfólk alla starfstengda fræðslu sem haldin er að frumkvæði fyrirtækisins.  Hægt er að óska eftir styrk eða greiðslu vegna eftirfarandi: Náms sem tengist starfstengdum réttindum, s.s. vinnuvéla-og meirapróf, náms sem tengist viðhaldi og endurnýjun á starfstengdum réttindum, námi í íslensku fyrir starfsfólk af erlendum uppruna, annað starfstengt nám sem sýnt er að þörf sé á.  Starfsfólk sem verið hefur í starfi lengur en 12 mánuði getur óskað eftir styrk vegna starfstengts náms sem stundað er utan vinnu en getur talist til starfsþróunar. 

Mikilvægt er að fara í fræðslugreiningu, hvað vantar okkur? Greina núverandi þarfir, horfa til framtíðar, kanna vilja og þarfir stjórnenda og starfsfólks, hver er óska staðan og hvernig komumst við þangað?

Skv. Cranet á starfsmaðurinn oftast frumkvæði að þeirra fræðslu sem er nauðsynleg. Fyrirtæki þurfa að huga að því hvaða fræðslu þurfi til að fyrirtækið sé starfshæft í framtíðinni og hvaða endurmenntun er nauðsynleg t.d. til að endurnýja og viðhalda réttindum. Huga þarf einnig að störfum morgundagsins og hafa fræðslu í takt við það. Atvinnurekandinn ber ábyrgð á vinnuvernd andlegri og líkamlegri.  Öryggis- og brunavarnir eru mikilvægar, fagtengd fræðsla, starfstengd fræðsla, stjórnun/ liðsheild, samskipti, inngilding, einelti á vinnstað o.fl.

Í fræðsluáætlun þarf að forgagnsraða þörfumm, finna hentuga fræðslu og fræðsluleiðir, setja upp áætlun með kostnaði og styrkjum og skilgreina verkferla.  Fyrirtæki eiga að athuga með hvað fer á bókhaldslykilinn ”fræðsla” og fá bókarann eða þann sem er ábyrgur til að sækja um styrki.  

 

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?