Stjórnunarverðlaunin verða afhent í dag kl.16:00 á Grand Hótel.
Stjórnvísi óskar öllum þeim sem voru tilnefndir til Stjórnunarverðlaunanna 2018 innilega til hamingju. Hér má sjá nöfn þeirra: https://www.stjornvisi.is/is/stjornunarverdlaun/handhafar-2018
Í tilefni afhendingar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2018 hinn 28. febrúar nk. býður Stjórnvísi til hátíðarmóttöku á Grand hótel, Háteigi 4.hæð, kl. 16.00 til 18.00. Þema hátíðarinnar: Góðir stjórnarhættir - fjárfesting til framtíðar.
Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.
Þrír stjórnendur verða verðlaunaðir.
Dagskrá:
Setning hátíðar: Þórunn M. Óðinsdóttir stjórnunarráðgjafi KPMG og formaður stjórnar Stjórnvísi.
Hátíðarstjóri: Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, vörustjóri dagsferða hjá Kynnisferðum.
Þema: Góðir stjórnarhættir - fjárfesting til framtíðar.
Fyrirlesarar: Tveir áhugaverðir fyrirlesarar munu flytja erindi sem tengist þema hátíðarinnar.
Helga Hlín Hákonardóttir hdl. meðeigandi hjá Strategíu og stjórnarkona í atvinnulífinu.
Heiðar Guðjónsson, formaður stjórnar Vodafone og með alþjóðlega reynslu af stjórnarstörfum.
Stjórnarhættir snerta alla stjórnendur með einum eða öðrum hætti enda grundvöllur góðra stjórnarhátta að skilgreina hlutverk og ábyrgð hvers og eins – hvort sem um hluthafa, stjórn, forstjóra eða annan stjórnanda er að ræða. Virðisauki góðra stjórnarhátta hefur sannað sig á undanförnum árum – og slæmir stjórnarhættir ekki síður – og hafa stjórnendur og fjárfestar í auknum mæli sett stjórnarhætti á dagskrá og leitað ráðgjafar til framþróunar á þessu sviði. Samkeppni um góða stjórnendur, stjórnarmenn og fjárfesta snýst m.a. um gæði stjórnarhátta þeirra og svo komið á erlendum mörkuðum að stjórnarhættir hafa áhrif á verðmat félaga. Með aukinni fjárfestingu erlendra aðila í íslenskum fyrirtækjum verða íslenskir stjórnendur að laga sig að bestu stjórnarháttum í alþjóðlegu samhengi.
Borghildur Erlingsdóttir formaður dómnefndar gerir grein fyrir vali dómnefndar á stjórnendum ársins 2018.
Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.
Félagsmenn Stjórnvísi eru sérstaklega boðnir velkomnir ásamt öllu fag- og áhugafólki um stjórnun.
Aðgangur er ókeypis!
Dómnefnd 2018 skipa eftirtaldir:
Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Einkaleyfastofunnar.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Helgi Þór Ingason, prófessor og forstöðumaður MPM náms við Háskólann í Reykjavík.
Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs.
Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1 og fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.
Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups.
Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík.
Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi.
Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna á heimasíðu félagsins: https://www.stjornvisi.is/is/stjornunarverdlaun
Með kærri kveðju,
Gunnhildur Arnardóttir
Framkvæmdastjóri Stjórnvísi