Fyrsta hátæknivöruhúsið á Íslandi

Því miður er fullbókað á viðburðinn

Innnes ehf hefur undanfarin misseri unnið að hönnun á nýju hátæknivöruhúsi sem mun vera það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi m.t.t. hönnunar, sjálfvirkni og tækni.

Vöruhúsið mun hýsa frysti, kæli og þurrvörur og er hver eining hönnuð með mismunandi tækni til að tryggja sem besta vörumeðhöndlun m.t.t gæða.

Jóhanna þ. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri aðfangakeðju Innnes ætlar að fara yfir hönnunina, segja frá undirbúningi verkefnisinsins of hvernig samsetning sjálfvirkra- og handvirkra lausna mun vinna saman að því að tryggja aukna skilvirkni, gæði, og afköst.  

Kynningin verður haldin í stofu M215 í Háskólanum í Reykjavík.

Velkomin á Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2018

Stjórnunarverðlaunin verða afhent í dag kl.16:00 á Grand Hótel.  

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem voru tilnefndir til Stjórnunarverðlaunanna 2018 innilega til hamingju. Hér má sjá nöfn þeirra: https://www.stjornvisi.is/is/stjornunarverdlaun/handhafar-2018

Í tilefni afhendingar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2018 hinn 28. febrúar nk. býður Stjórnvísi til hátíðarmóttöku á Grand hótel, Háteigi 4.hæð, kl. 16.00 til 18.00. Þema hátíðarinnar: Góðir stjórnarhættir - fjárfesting til framtíðar.  

Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.

Þrír stjórnendur verða verðlaunaðir.

Dagskrá:
Setning hátíðar: Þórunn M. Óðinsdóttir stjórnunarráðgjafi KPMG og formaður stjórnar Stjórnvísi. 
Hátíðarstjóri:  Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, vörustjóri dagsferða hjá Kynnisferðum.

Þema: Góðir stjórnarhættir - fjárfesting til framtíðar.  

Fyrirlesarar: Tveir áhugaverðir fyrirlesarar munu flytja erindi sem tengist þema hátíðarinnar.
Helga Hlín Hákonardóttir hdl. meðeigandi hjá Strategíu og stjórnarkona í atvinnulífinu.
Heiðar Guðjónsson, formaður stjórnar Vodafone og með alþjóðlega reynslu af stjórnarstörfum.

Stjórnarhættir snerta alla stjórnendur með einum eða öðrum hætti enda grundvöllur góðra stjórnarhátta að skilgreina hlutverk og ábyrgð hvers og eins – hvort sem um hluthafa, stjórn, forstjóra eða annan stjórnanda er að ræða. Virðisauki góðra stjórnarhátta hefur sannað sig á undanförnum árum – og slæmir stjórnarhættir ekki síður – og hafa stjórnendur og fjárfestar í auknum mæli sett stjórnarhætti á dagskrá og leitað ráðgjafar til framþróunar á þessu sviði. Samkeppni um góða stjórnendur, stjórnarmenn og fjárfesta snýst m.a. um gæði stjórnarhátta þeirra og svo komið á erlendum mörkuðum að stjórnarhættir hafa áhrif á verðmat félaga. Með aukinni fjárfestingu erlendra aðila í íslenskum fyrirtækjum verða íslenskir stjórnendur að laga sig að bestu stjórnarháttum í alþjóðlegu samhengi.

Borghildur Erlingsdóttir formaður dómnefndar gerir grein fyrir vali dómnefndar á stjórnendum ársins 2018.

Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.

Félagsmenn Stjórnvísi eru sérstaklega boðnir velkomnir ásamt öllu fag- og áhugafólki um stjórnun.
Aðgangur er ókeypis!

Dómnefnd 2018 skipa eftirtaldir:
Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Einkaleyfastofunnar.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Helgi Þór Ingason, prófessor og forstöðumaður MPM náms við Háskólann í Reykjavík.
Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs.
Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1 og fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.
Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri  Icelandic Startups.
Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík. 

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna á heimasíðu félagsins: https://www.stjornvisi.is/is/stjornunarverdlaun


Með kærri kveðju,
Gunnhildur Arnardóttir
Framkvæmdastjóri Stjórnvísi

Morgunfundur um stafræna markaðssetningu

Faghópur Stjórnvísi um Þjónustu- og markaðsstjórnun heldur morgunverðarfund í samstarfi við WebMo Design um stafræna markaðssetningu með áherslu á samfélagsmiðla.

 

Á fundinum verður fjallað um margt að því helsta sem er að gerast í stafrænni markaðssetningu s.s. mikilvægi stefnu, áhrifavalda, myndbandamarkaðssetningu og hvort hefðbundnir miðlar séu að lognast út af.

 

Dagskrá

8:45-9:00 Morgunkaffi og með því

9:00 - 9:20 Mikilvægi stefnu og áætlunar í stafrænni markaðssetningu - Sverrir Helgason, markaðsstjóri WebMo Design og sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu

9:20-9:40 Hvað eru staðbundnir áhrifavaldar (e. Hyperlocal Influencer) og hvað gerir þá öðruvísi en hefðbundna áhrifavalda? - Andri Birgisson CTO/Digital Overlord & Problem Wrangler hjá Ghostlamp

9:40-10:00 Myndbandamarkaðssetning - hvað er að gerast og hver er þróunin? Ingi Þór Bauer, framleiðslustjóri KALT / Stefán Atli Rúnarsson sölu- og markaðsstjóri KALT

10:00-10:20 Eru birtingar í hefðbundnum miðlum að lognast út af? Þórmundur Bergsson, framkvæmdastjóri MediaCom

 

Fundurinn er ætlaður fyrir alla sem hafa áhuga á markaðsmálum og stafrænum viðskiptum.

Boðið verður upp á kaffi og morgunhressingu.

Hlökkum til að sjá þig.

 

Getur markþjálfun hjálpað til við aga?

Hvernig er hægt að nýta aðferð markþjálfunar við aga?
 
Á þessum viðburði fáum við innsýn inní hvernig markþjálfun er nýtt með börnum og unglingum. Við fáum að heyra frá Gísla skólastjóra NÚ og einnig frá Markþjálfahjartanu sem mun segja frá hvað þau eru að gera. Hægt er að velta því fyrir sér, er hægt að yfirfæra þessa aðferð inní fyrirtækin og hafa þannig áhrif á starfsmenn? Einnig má hugsa geta foreldrar nýtt aðferðina heima fyrir?
 
Gísli skólastjóri NÚ sem er grunnskóli fyrir 8.-10. bekk í Hafnarfirði ætlar að segja okkur hvað er að ganga vel og hvar helstu áskoranir liggja. Hann deilir reynslu af markþjálfuninni með nemendum og hvernig þau sjá skólann þróast í framtíðinni. 
 
 
Gísli Rúnar Guðmundsson útskrifaðist með mastersgráðu í verkefnastjórnun árið 2015 og sem íþróttafræðingur frá Kennaraháskóla Íslandsárið 2004. Hann hefur starfað sem grunnskólakennari frá árinu 1999 og hefur yfir 20 ára reynslu af þjálfun barna og unglinga. Hann er forvitin, hefur mikinn áhhuga á fólki, ferðalögum og sköpun. Hann elskar samverustundir með fjölskyldunni og íslenska náttúru.
 
Hvernig skóli er NÚ?

Grunnskóli fyrir 8.-10. bekkinga sem leggur áherslu á íþróttir, hreyfingu, heilsu og vendinám. NÚ er viðurkenndur af Menntamálastofnun, starfar samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla og lýtur lögum og reglugerðum um íslenska grunnskóla.

 

Markþjálfahjartað

Styður við að skapa framúrskarandi skólaumhverfi með því að tryggja nemendum, starfsfólki og foreldrum skóla greiðan aðgang að markþjálfun - samfélaginu öllu til heilla! Markþjálfahjartað fer í skóla og markþjálfar nemendur og aðstoðar til við það í NÚ.

 

​Hvað er Markþjálfahjartað?

....hópur markþjálfa sem vinna að því að koma markþjálfun inn í menntakerfið á Íslandi.

  • Markþjálfahjartað vill sjá að nemendur, foreldrar og allt starfsfólk skóla geti haft greiðan aðgang að markþjálfun.

  • Markþjálfun er hlutlaus og uppbyggilegur vettvangur til þess að þekkja og nýta betur eigin styrkleika og tækifæri.

  • Markþjálfun hjálpar einstaklingum og hópum að kortleggja eigin væntingar og gerir framtíðarsýn hvers og eins að veruleika.

  • Markþjálfar vinna að því að virkja sköpunargleði og aðstoða marksækjendur við hrinda í framkvæmd raunhæfum og árangursríkum úrræðum.

  • Markþjálfun er langtímasamband sérþjálfaðs markþjálfa og marksækjanda sem byggir á gagnkvæmu trausti, faglegri nálgun og öflugum stuðningi við markmið.

  • Með markþjálfun er hægt að bæta samskiptahæfni og þannig stuðla að bættu andrúmslofti innan skólans.

  • Hópmarkþjálfun getur nýst teymum, vinnuhópum og öðrum hópum sem vinna að sameiginlegum viðfangsefnum og markmiðum.

  • Markþjálfun er verkfæri sem getur verið gagnlegt til að efla andlegan þroska einstaklinga og jafnframt áhrifarík leið til sjálfstyrkingar þeirra.

     

 

 

Hvernig styðja fyrirtæki Heimsmarkmið SÞ?

Sameinuðu þjóðirnar hafa sett fram 17 Heimsmarkmiðin um betri heim fyrir árið 2030. Heimsmarkmiðin skuldbinda ríkisstjórnir wil að vinna að þeim en sveitafélög og fyrirtæki eru einnig hvött til að tengja starf sitt við markmiðin. 

Á fundinum munum við ræða hvernig fyrirtæki geta stutt við og tekið upp Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í sínu starfi.

 

Yfirskrift: Hvernig styðja fyrirtæki við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna?
Tími: 14. mars kl. 8.30-10.00
Staður: ÁTVR Stuðlahálsi 2, 110 Reykjavík
Fyrir hverja: Stjórnvísi félaga

Dagskrá

Heimsmarkmiðin eru líka fyrir fyrirtæki
Ásta Bjarnadóttir, sérfræðingur á skrifstofu stefnumála í Forsætisráðuneytinu

Vínbúðin og Heimsmarkmiðin
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðfarforstjóri ÁTVR

Landsvirkjun og Heimsmarkmiðin
Jóhanna Harpa Árnadóttir, verkefnisstjóri samfélagsábyrgðar hjá Landsvirkjun

Fundarstóri: Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu

 

 

Hlutverk leiðtoga í jafnlaunastjórnun

Því miður er fullbókað á fundinn

Fyrsti viðburður nýs faghóps um jafnlaunastjórnun verður í boði Tollstjóra sem ætlar að bjóða gestum í heimsókn miðvikudaginn 14. mars kl. 14:00.

Yfirskrift erindisins er hlutverk og viðhorf æðstu stjórnenda við Innleiðingu á Jafnlaunastaðli. Við viljum nota tækifærið og hvetja áhugasama til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér

Dagskrá:

  • Kynning á innleiðingarferli Tollstjóra - Unnur Ýr mannauðsstjóri Tollstjóraembættis
  • Jafnlaunastaðallinn sem stjórntæki - Anna Þorvaldsdóttir kynnir niðurstöður á rannsókn
  • Faghópur um jafnlaunastjórnun, kynning á stjórn og markmiðum - Gyða Björg Sigurðardóttir formaður stjórnar

Opnað verður á fyrirspurnir og umræður í lok erinda.

Nánari upplýsingar 

Tollstjóri hefur hlotið jafnlaunavottun frá Vottun hf og Unnur Ýr, mannauðsstjóri Tollstjóraembættis, fjallar um mikilvægi þáttöku æðstu stjórnenda við innleiðingferlið. Tollstjóri, Snorri Olsen, tók virkan þátt í ferlinu frá upphafi og er það lykilatriði í að gera ferlið skilvirkt og árangursríkt.

NY Times fjallaði um vottunina í grein um Tollstjóra í mars síðastliðnum, sjá hér.

Anna Þórhallsdóttir lauk nýverið MS-prófi í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og gerði eiginlega rannsókn á viðhorfi stjórnenda til Jafnlaunastaðals. Í sínu erindi leitast hún við að svara eftirfarandi spurningum. 

  • Sjá stjórnendur í íslensku atvinnulífi lögmæti í innleiðingu á jafnlaunastaðli? 
  • Hvaða hindranir telja stjórnendur sig standa frammi fyrir við innleiðingu á jafnlaunastaðli og hvaða áhrif telja þeir slíka innleiðingu hafa fyrir skipulagsheildina?

Endilega skráið ykkur á viðburðinn og í faghóp um jafnlaunastjórnun til að fylgjast með dagskrá og fréttum um málefni sem tengjast efninu.

Leiðin á toppinn með 4Dx – Sjóvá sótt heim

Því miður er fullbókað á fundinn.  

Miðvikudaginn 21. mars nk. býður Stjórnvísi félagsmönnum að sækja Sjóvá heim og kynnast sókn þeirra á topp ánægjuvogarinnar m.a. með 4Dx aðferðafræðinni við innleiðingu stefnu.
Viðburðurinn er ætlaður félagsmönnum í öllum faghópum Stjórnvísi og verður haldinn hjá Sjóvá í Kringlunni 5.
Þegar niðurstöður íslensku ánægjuvogarinnar 2017 voru kynntar þann 26. janúar s.l.  vakti athygli að Sjóvá tók forystuna í flokki tryggingafélaga í fyrsta sinn frá upphafi.  Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá þakkaði árangurinn m.a. markvissri innleiðingu þjónustustefnu með 4DX aðferðarfræðinni.  Á málstofunni mun Hermann ásamt Sigríði Helgu og Hrönn, 4Dx þjálfurum Sjóvá leiða okkur í allan sannleikann um innleiðinguna.  Að auki mun Trausti Haraldsson veita okkur innsýn í íslensku ánægjuvogina og Ragnar Þórir, 4Dx ráðgjafi Expectus kynna betur þessa áhrifaríku og margreyndu aðferð FranklinCovey við farsæla innleiðingu á stefnumarkandi breytingum - 4DX: The 4 Disciplines of Execution. 

Fundarstjóri er Sigurjón Andrésson forstöðumaður markaðsmála og forvarna hjá Sjóvá.

Sætisfjöldi er mjög takmarkaður.  

Fyrirlesarar:

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá

Sigríður Helga Árnadóttir, lögfræðingur og 4Dx innri þjálfari Sjóvá

Hrönn Sigurðardóttir, verkefnastjóri og 4Dx innri þjálfari Sjóvá

Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Zenter mælingaraðili Íslensku ánægjuvogarinnar

Ragnar Þórir Guðgeirsson, ráðgjafi hjá Expectus

FRESTUN: Straumlínustjórnun á breytingarverkstæði Arctic Trucks á Íslandi

ATHUGIÐ - því miður er fundinum frestað, hann verður á dagskrá 22.september 2018! 

Gísli Sverrisson verkefnastjóri hjá Arctic Trucks fer yfir innleiðingu og núverandi stöðu straumlínustjórnunar á breytingarverkstæði Arctic Trucks. Flókin og fjölbreytt breytingarferli krefjast góðrar yfirsýnar og skipulags og hefur innleiðing lean hugmyndarfræðinnar auðveldað ferli breytinga, hvort sem er fyrir verkefnastjóra eða þeirra iðnaðarmanna sem að þeim koma.

Hvað eiga kvenstjórnendur sameiginlegt og hver eru viðhorf karla til þeirra?

Tvö mjög áhugaverð erindi um kvenstjórnendur þar sem snillingarnir Katrín Pétursdóttir verkefnastjóri hjá Póstinum og Íris Ósk Valþórsdóttir stöðvarstjóri hjá Avis deila visku sinni og stýra umræðum.

Því miður er fullbókað á viðburðinn.  

 

Kvenstjórnendur á íslenskum vinnumarkaði. Hvað eiga þeir sameiginlegt?
Katrín fjallar um rannsókn sem hún gerði á kvenstjórnendum á íslenskum vinnumarkaði. Farið er yfir hvað einkennir persónuleika þeirra, hvernig þær tvinna saman fjölskyldulíf og vinnu, hvaða aðferðir þær nota í stjórnun, tengslanet þeirra og hvaða áhrif það hafði á framgang í starfi, kynjamisrétti og ráð sem þær gefa ungum konum sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum.

Viðhorf íslenskra karla til kvenstjórnenda

Á síðustu árum og áratugum hefur þátttaka kvenna í stjórnunarstörfum verið töluvert í umræðunni og enn í dag heyrast af og til raddir sem segja að konum sé meinaður aðgangur að stjórnunarstörfum eða þær ekki metnar að verðleikum. Í erindi sínu segir Íris frá sinni sýn og vísar í rannsókn sem hún gerði á viðhorfum karla til kvenstjórnenda og stjórnunarhátta þeirra.

FRESTAÐ TIL HAUSTS!! - Atvinnubílstjórar á faraldsfæti - stefna og árangur

FRESTAÐ!!! 

Vegna óviðráðanlegra orsaka er nauðsynlegt að fresta þessum viðburði til haustsins.

Biðjumst afsökunar á stuttum fyrirvara.

----------------

Í núverandi árferði reynist mörgum atvinnurekendum sem vinna við vörudreifingu og ferðaþjónustu áskorun að finna og halda góðu starfsfólki. Hafa margir leitað út fyrir landsteinana að meiraprófsbílstjórum til að keyra rútur og flutningabíla.

 

Sigríður Thors ráðningar- og kennslustjóri ASKO Rogaland AS í Noregi leitar um þessar mundir að íslenskum meiraprófsbílstjórum til að starfa hjá fyrirtækinu í sumar. Hvernig hafa þessar ráðningar gengið og hvernig metur fyrirtækið árangur þeirra sem koma í slíkar tímabundnar stöður? Eru ráðningar sem þessar hluti af mannauðsstefnu ASKO? Um þessi atriði og fleiri ætlar Sigríður að fræða okkur um þann 6. apríl nk.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?