Stofa M101 Háskólinn í Reykjavík, Menntavegur, Reykjavík
Verkefnastjórnun,
Fyrirlestur dr Allen G. Burgess og dr Ann W. Burgess
Þættirnir Mindhunter (2017) á Netflix fjalla um rannsóknir Atferlisvísindadeildar FBI (Behavioral Science Unit) á hugarheimi raðmorðinga. Persónur þátttanna byggja á raunverulegum persónum og nú hefur MPM-námið við Háskólann í Reykjavík boðið Dr Ann Burgess (Dr. Carr í þáttunum) og manni hennar, Dr Allen G. Burgess, til Íslands til að segja frá þessu áhugaverða rannsóknarverkefni.
Ann Burgess var frumkvöðull í að leggja áherslu á vettvangsgreiningar og viðtöl við gerendur. Í rannsókninni, sem var styrkt var af National Institute of Justice, var bæði eigindlegum og megindlegum aðferðum beitt til afla gagna og greina þau.
Í fyrirlestrinum verður fjallað um verkefnið út frá sjónarmiðum verkefnastjórnunar, fjallað um hlutverk Atferlisvísindadeildar FBI í bandarísku réttarkerfi og þátt Ann í rannsókninni. Eins mun Ann lýsa persónulegri reynslu sinni af því að starfa með lögreglufulltrúnum John E. Douglas og Robert K. Ressler úr Mindhunter þáttunum.
Ann Burgess starfar nú sem prófessor í geðhjúkrunarfræðum við Boston College School of Nursing og er heimsþekkt fyrir rannsóknir sínar bæði á gerendum, og ekki síður þolendum, ofbeldisverka.
Fyrirlesturinn sem verður haldinn í stofu M101 miðvikudaginn 18. april kl. 17.00 er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.
Frekar upplýsingar má sjá á Facebook síðu viðburðarins hér