Hópbílar hf. var stofnað árið 1995 og hefur það að markmiði að bjóða upp á nýjar og nýlegar hópbifreiðar með öllum helstu þægindum og öryggi. Með því stuðla Hópbílar að minni mengun. Nýir bílar gefa frá sér aðeins brot af þeim óæskilega útblæstri sem kemur frá gömlum hópbifreiðum. Helstu verkefni Hópbíla hf. eru tengd ferðaþjónustu og öllum þeim sem vilja ferðast, fyrirtækjum sem og einstaklingum. Einnig sjá Hópbílar hf. um skólaakstur fyrir Hafnarfjarðarbæ og akstur fatlaðra undir nafninu Aksturþjónusta Hópbíla. Þar að auki sjá Hópbílar um allan akstur fyrir starfsmenn Alcan.
Einkunnarorð okkar eru ÖRYGGI, UMHVERFIÐ, HAGUR og ÞÆGINDI.
ÖRYGGI er fólgið í nokkrum veigamiklum þáttum. Það eru öryggisbelti í hverju sæti í öllum okkar bílum. Öryggismyndband er sýnt fyrir brottför. Allir bílarnir eru settir á negld vetrardekk á hverju hausti, auk þess sem keðjur og annar vetrarbúnaður er yfirfarinn. Og síðast en ekki síst má nefna að allir bílarnir fara í reglubundið eftirlit á verkstæðinu okkar.
UMHVERFISMÁL eru mikilvægur þáttur stefnumörkun Hópbíla. Því höfum við innleitt vottað umhverfisstjórnunarkerfi í samræmi við alþjóðastaðalinn ISO-14001. Hópbílar aka einnig á Bíódísil sem mengar minna og smyr mun betur en venjuleg dísilolía.
ÞÆGINDI eru okkur mikið metnaðarmál. Innleiðing á öryggisstjórnun samkvæmt OHSAS 18001 er í fullum gangi. Allir bílarnir eru vel útbúnir og leggjum við áherslu á góða og þægilega framkomu bílstjóranna okkar. Þeir eru allir einkennisklæddir og veita alla mögulega aðstoð. DVD tæki eru í öllum bílunum og hægt er að fá bíla með karaoke og fistölvutengingu. Einnig er hægt að samtengja hljóðnemakerfi fimm bíla, þannig að einn leiðsögumaður getur talað í fimm bílum samtímis.
HAGUR þinn felst í því að Hópbílar leitast við að veita þér bestu þjónustu á hagstæðasta verði sem mögulegt er.