Sjálfbær þróun: Fréttir og pistlar

Janúarráðstefna Festu 2023 - Lítum inn á við

Stjórn faghóps um sjálfbærni vekur athygli félaga á þessari áhugaverðu ráðstefnu:
Vertu með á stærsta árlega sjálfbærniviðburði hér á landi, sem er nú haldinn í tíunda sinn. Þetta er viðburður sem uppselt hefur verið á síðustu ár – tryggðu þér miða!

Í ár munum við heyra um hugmyndir sem breyta heiminum. 

Við fáum skýra mynd af breytingum framundan á lögum og kröfum um sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækja af öllum stærðum, stórhuga aðgerðum í farvatninu af hálfu nýsköpunarráðherra og dýpkum þekkingu okkar á stórum skrefum framundan í heimi sjálfbærni.

 

  • 26. janúar kl. 13:00
  • Hilton Nordica 

Kaupa miða

Betri heimur byrjar heima Ný lög um hringrásarhagkerfið

Við héldum streymisfund í gær um nýju hringrásarlögin í samstarfi við Samtök Atvinnulífsins. Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar og þjónustu, Eygerður Margrétardóttir, verkefnisstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Þorsteinn Víglundsson, forstjóri BM-Vallár voru með fróðlegar og framsögur. Að framsögum loknum stýrði Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins pallborðsumræðum sem Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóra hringrásarhagkerfisins hjá Sorpu, Líf Lárusdóttur markaðsstjóri Terra umhverfisþjónustu og Brynjar Bergsteinsson, framleiðslustjóri Set hf. tóku þátt í.
Við þökkum þeim sem horfðu á útsendinguna og þeir sem ekki náðu að fylgjast með geta séð viðburðinn hér. 
https://vimeo.com/751019525?embedded=true&source=vimeo_logo&owner=11332684&fbclid=IwAR2hHm7omdnohfh583opWOgpMfRAfQ25ia8AZ6AcFeusEBBvEWig_8N2RWI
 

TÍMAMÓTATAL – reynslusaga stjórnanda úr heilbrigðiskerfinu.

TÍMAMÓTATAL – reynslusaga stjórnanda úr heilbrigðiskerfinu.
 
Jón Magnús deilir upplifun sinni af markþjálfun og því hvernig aðferðin gerði honum kleift að finna köllun sína í starfi, vita hver hann raunverulega er og hvernig hann gæti eftirleiðis lifað í sátt við sig með því að taka fulla ábyrgð á eigin lífi og líðan.
Að lokum mun Jón Magnús Kristjánsson sitja fyrir svörum ásamt markþjálfa sínum Aldísi Örnu Tryggvadóttur, PCC vottuðum markþjálfa hjá Heilsuvernd.
 
 
Jón Magnús Kristjánsson bráðalæknir er ráðgjafi heilbrigðisráðherra í málefnum bráðaþjónustu í heilbrigðisþjónustunni á Íslandi. Jón útskrifaðist með embættispróf í læknisfræði frá HÍ og sem sérfræðingur í almennum lyflækningum og bráðalækningum frá háskólasjúkrahúsinu í Lundi. Hann er auk þess með MBA-gráðu frá HR. Jón hefur viðtæka reynslu sem stjórnandi í heilbrigðiskerfinu og starfaði sem yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala og síðar framkvæmdastjóri hjá Heilsuvernd þar til hann hætti þar störfum í júní sl. Heilsuvernd er sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki sem rekur hjúkrunarheimili og heilsugæslustöð auk þess að vera einn stærsta veitandi fyrirtækjaþjónustu á heilbrigðissviði á Íslandi. Jón hefur auk þess starfað með íslensku rústabjörgunarsveitinni og farið í sendiferðir á vegum alþjóða Rauða Krossins.

Faghópur um sjálfbæra þróun

Aðalfundur faghóps um samfélagslega ábyrgð var haldinn í byrjun maí. Í stjórnina voru kjörin Eiríkur Hjálmarsson, Orkuveitunni, Eva Magnúsdóttir, Podium, Freyr Eyjólfsson, Sorpu, Halldóra Ingimarsdóttir, Sjóvá, Harpa Júlíusdóttir, Festu, Rósbjörg Jónsdóttir, SPI á Íslandi/Orkuklasinn, Viktoría Valdimarsdóttir, Ábyrgum lausnum, Þóra Rut Jónsdóttir, Advania og Þórdís Sveinsdóttir, Lánasjóði sveitarfélaga. Á fundinum var jafnframt ákveðið að leggja til nafnabreytingu. Á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar í júní var  samþykkt að breyta nafninu og heitir hópurinn hér eftir faghópur um sjálfbæra þróun. Eva Magnúsdóttir mun áfram vera formaður.

Fyrsta verkefni nýrrar stjórnar verður að gera könnun meðal félagsmanna á áhugasviðum þeirra og verða niðurstöður hennar notaðar við mótun dagskrár næsta vetrar. Félagsmenn eru hvattir til þess að láta til sín taka og svara könnunni og hafa þannig áhrif á dagskrána. 

Sjálfbærni markþjálfun - að taka af sér ráðgjafahattinn og ná dýpra virði fyrir viðskiptavininn.

Á næsta viðburði hjá faghópi markþjálfunar ætlar Dr. Snjólaug Ólafsdóttir verkefnastjóri í sjálfbærni og sjálfbærni markþjálfi hjá EY á Íslandi að fjalla um hvernig leiðtoga markþjálfun í sjálfbærni og teymisþjalfun í sjálfbærni getur komið fyrirtækjum lengra, hraðar á sjálfbærni velferðinni. Hvort sem markþjálfun sé notuð með ráðgjöf eða ein og sér stuðlar sjálfbærni markþjálfun að skýrari sýn, markvissari skrefum og farsælli innleiðingu sjálfbærni verkefna.
 

Dr. Snjólaug Ólafsdóttir ætlar að fjalla um virði þess að markþjálfa leiðtoga og teymi innan fyrirtækja til sjálfbærni.

Hver er munurinn á ráðgjöf og markþjálfun og hvernig er hægt að mæta til leiks sem markþjálfi og skilja sérfræðinginn og ráðgjafann eftir frammi.

Hlekkur á TEAMS hér.

Ábyrg virðiskeðja og innkaup

Á annað hundrað manns mættu á einstaklega áhugaverðan hádegisfund sem haldin var á vegum faghópa um samfélagsábyrgð og vörustjórnun, innkaup og innkaupastýringu.  Fundurinn sem haldinn var á Teams var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi. 

Fundarefni: Þegar rekstraraðilar setja sér stefnu í sjálfbærni er mikilvægt að hugað sé að allri virðiskeðjunni, ekki síst innkaupum á vörum og þjónustu. Við fáum til okkar ólíka aðila til að ræða mikilvægi þess að hafa skýra stefnu í ábyrgum innkaupum, heyrum frá þremur fyrirtækjum og Ríkiskaupum. 

  • Hlédís Sigurðardóttir verkefnastjóri samfélagsábyrgðar hjá Arion banka
  • Stanley Örn Axelsson, lögfræðingur hjá Ríkiskaupum
  • Óskar Þórðarson, framkvæmdastjóri Omnom súkkulaði 
  • Guðný Camilla Aradóttir, yfirmaður samskiptadeildar og samfélagsábyrgðar hjá IKEA á Íslandi

Umræður urðu að loknum erindum.

Ný stjórn faghóps um samfélagslega ábyrgð

Ný stjórn faghóps um samfélagslega ábyrgð var kjörin á dögunum. Eva Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Podium ehf. var kjörin formaður. Meðstjórnendur eru áfram Viktoría Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri  Ábyrgra lausna, Freyr Eyjólfsson, samskiptastjóri Terra, Hlédís Sigurðardóttir, verkefnastjóri samfélagsábyrgðar hjá Arion banka, Rósbjörg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Cognitio, Harpa Júlíusdóttir, verkefnastjóri Festu. Nýir í stjórn eru Berglind Sigmarsdóttir, HÍ, Þóra Rut Jónsdóttir, sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá Advania og Guðmundur Páll Gíslason, framkvæmdastjóri sölu‑ og rekstrarsviðs Terra.

Leiðbeiningar um góða stjórnarhætti - ný útgáfa

Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.

Fundurinn varði í klukkustund, var líflegur og skemmtilegur og þátttakendur voru tæplega 70.
Fundarstjóri var Jón Gunnar Borgþórsson, formaður faghóps félagsins um góða stjórnarhætti og varaformaður Stjórnvísi.

Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögmaður Viðskiptaráðs Íslands, fór nokkuð ítarlega yfir helstu breytingar í nýrri útgáfu leiðbeininga um stjórnarhætti, sem gefnar eru út af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnurekenda og Nasdaq á Íslandi. Í framhaldi fór Dr. Eyþór Ívar Jónsson yfir leiðbeiningarnar á breiðum grunni, úr hvaða jarðvegi þær eru sprottnar, kom inn á ástæður tilveru þeirra og þankagang á bak við þær. Í framhaldi var fyrirspurnartími sem var nýttur til fullnustu. Almenn ánægja virðist hafa verið með fundinn - allavega meðal þeirra sem gáfu honum einkunn.

Vísum aftur á upptöku fundarins sem birt er á Facebook síðu félagsins og hlekkur er á í upphafi þessarar fréttar.

 

Af hverju eru ekki fleiri konur forstjórar og framkvæmdastjórar?

Fundurinn er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.
Í morgun var haldinn fundur á vegum faghóps um samfélagsábyrgðar hjá Stjórnvísi og FKA sem bar yfirskriftina „Af hverju eru ekki fleiri konur forstjórar og framkvæmdastjórar? Á þriðja hundrað manns sóttu fundinn. Fundarstjóri var Halldóra Ingimarsdóttir hjá Sjóvá. Kreditinfo birti nýlega könnun sem sýndi hversu fáar konur hlutfallslega eru enn í stjórnum íslenskra fyrirtækja.
Markmið fundarins var að varpa ljósi á ástæðurnar sem gætu legið að baki og hvernig við getum saman unnið meðvitað að auknu jafnrétti þannig að konur og karlar raðist með jafnari hætti í stjórnendastöður.

Jafnrétti – er þetta ekki bara komið?
Ágústa Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Sjóvá, fór yfir helstu aðgerðir í jafnréttismálum síðustu ára og hver séu næstu skref. Sjóvá er eitt þeirra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi sem látið hefur jafnrétti sig varða svo um munar. Þjóðarspegill HÍ var nýlega með fund þar sem kom fram að konur kæmust síður að borðinu og þar var rætt hvaða reynsla er mikilvæg.  Eftir að hafa starfað við ráðningar í 16 ár sagði Ágústa að mikilvægt væri að hafa lokahópinn sem fjölbreyttastan.  Við eigum frábæra aðila bæði karlkyns og kvenkyns.  Tengslanet kvenna og karla er ólíkt kom fram í þessari rannsókn.  En hver er staðan hjá Sjóvá?  Lengi hefur verið yfirlýst markmið að hafa jafnt kynjahlutfall í stjórn og framkvæmdastjórn og í nefndum Sjóvá eru 60% konur. Í framkvæmdastjórn Sjóvá eru nú 2 konur 1 karl og síðan forstjóri. Árið 2019 var kynntur kynjakvarði fyrir íslenskan hlutabréfamarkað og þar er Sjóvá með hæstu einkunn.  En það er mikilvægt að hafa jafnréttismenningu og vísaði Ágústa í VR mælingu ársins þar sem kemur fram að upplifun starfsmanna er sú að konur og karlar fái sömu tækifæri. 

Valdaójafnvægi í stjórnendastöðum í íslensku efnahagslífi
Ólöf Júlíusdóttir, doktor í félagsfræði frá Háskóla Íslands varði doktorsritgerð sína haustið 2019 en ritgerðin fjallaði um valdaójafnvægi í stjórnendastöðum í íslensku efnahagslífi. Í erindinu verður fjallað um nokkrar af þeim skýringum sem settar hafa verið fram um valdaójafnvægi kvenna og karla í áhrifastöðum og þær settar í samhengi við stöðuna hér á landi. Varpað verður ljósi á hvers vegna karlar eiga auðveldara með að halda völdum í efnahagslífinu á meðan að konum er síður treyst fyrir sömu völdum. Rannsóknin byggir bæði á spurningalista sem sendur var til æðstu stjórnenda í 249 fyrirtækjum á Íslandi og 61 viðtali við stjórnendur. Á Íslandi er hátt hlutfall kvenna á vinnumarkaði. Kynjakvótar hafa verið settir á í stjórnum fyrirtækja, jafnlaunastaðall, konur eru meira menntaðar en karlar en þó eru greinar eins og verkfræði og hagfræði þar sem hlutfall útskrifaðra karla er hærra. Það eru því mótsagnir í því hvers vegna svo fáar konur eru í stjórnum fyrirtækja. 

Í viðtölunum sem Ólöf tók við æðstu stjórnendur í viðskiptalífinu mátti greina lífsseiga orðræðu þar sem konum er frekar kennt um að komast ekki til áhrifa í stað þess að benda t.d. á hvers vegna karlar séu svona þaulsetnir í sínum forstjórastólum. Það að konur: vilji síður vinna langan vinnudag, vilji ekki sleppa hendinni af heimilinu, hleypa ekki makanum í heimilisstörfin eins og undirbúning afmæla, í þvottinn og almenn heimilisverk eru ekki sannfærandi skýringar. Vafalaust þætti þeim ágætt að sleppa við þessi skylduverk. En þær hafa síður þennan stuðning sem karlar hafa heima fyrir því konur í stjórnendastöðum eiga frekar maka sem vinna lengri vinnudaga en þær sjálfar.

Mikið af kerfislægum hindrunum hafa verið unnar en varðandi vinnu á heimili er hægt að gera miklu betur. Þar þurfa karlarnir að taka sig á og vinnumarkaðurinn þarf að taka mið af því að karlar eru líka feður og eiga og vilja taka þátt í uppeldi barna sinna. Vísbendingar um þetta má sjá i tölum yfir karla sem taka fæðingarorlof. Konur eru frekar ráðnar í ábyrgðastöður þegar fyrirtæki ganga ekki vel og tók Ólöf dæmi eins og að Birna Einarsdóttir tók við Íslandsbanka eftir hrun árið 2008 og að í fyrsta sinn varð kona biskup Íslands eftir mikla ádeilu á kirkjuna. Varðandi tengslanet þá er sú umræða mjög áhugaverð því tengslanet karla og kvenna eru um margt ólík og virðast karlar hafa meira gagn af sínum netum en konur þar sem karlar ráða frekar karla, jafnvel þó það sé ómeðvitað. En Creditinfo greindi frá því á dögunum að konur eru líklegri til að taka við af konum. Karlar í stjórnendastöðum eru líklegri til að eiga maka sem vinnur færri stundir en hann sjálfur og þannig hafa þeir ákveðna forgjöf þegar kemur að sýnileika í stafi því makar karlanna taka meiri fjölskylduábyrgð og þeir fá þá meiri tíma fyrir sig. Þar sem við erum lagalega jöfn, hvers vegna er staðan þá ekki betri? Getur skýringin verið ástarkraftur kvenna. Þá að karlar græða meira á ást kvenna en öfugt. Praktískar hugsanir eru einnig ekki konum í hag ef þær snúast um það að ráða ekki konur til starfa sem eru á barnseignaaldri, gera skal ráð fyrir því að karlinn líkt og konan geti dottið út af vinnumarkaði ef hann er á barnseignaaldri. Þess vegna ætti þessi ,,praktíska hugsun“ að ráða ekki konu á barnseignaaldri að fjara út. Því hún er ekki lengur praktísk ef karlar detta líka út til jafns við konur. Konur hafa áhuga og eru vel menntaðar, hvað er þá til ráða?  Auka gagnsæi í ráðningum, skoða hvernig umsækjendur eru metnir, hvað er hæfni og reynsla, skapa vinnumenningu sem hentar konum og körlum, markvissar jafnréttisstefnur svo eitthvað sé nefnt. 

Jafnrétti er ákvörðun!
Hildur Árnadóttir, stjórnarmaður og talsmaður Jafnvægisvogar FKA sagði frá verkefni FKA,-  Jafnvægisvoginni og fór yfir nýjustu tölur af mælaborði jafnréttismála. Hildur sagði að jafnrétti væri ákvörðun og Ísland er í 1.sæti hjá World Economic Forum. Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni og beitir jákvæðri hvatningu. Markmiðið er að íslenskt viðskiptalíf verði fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir. Jafnvægisvogin fær fyrirtæki til að skrifa undir viljayfirlýsingu og veitir viðurkenningar til fyrirtækja sem ná markmiðunum. En eitt af fyrstu verkefnum var að taka saman yfirlit og búa til mælaborð jafnréttis.  Hjá fyrirtækjum í Kauphöll Íslands hefur einungis ein kona verið forstjóri á Íslandi.  Kauphallarfyrirtækin uppfylla öll rétt kynjahlutfall í stjórn en ekki í framkvæmdarstjórn.  Það eru sterk jákvæð tengsl á milli frammistöðu fyrirtækja og kynjajafnvægi í framkvæmdastjórn. Að lokum sagði Hildur að Melinda Gates væri búin að setja háa upphæð til þessa verkefnis.

Í lok erinda voru áhugaverðar umræður.  Þar kom m.a. fram að mikilvægt væri fyrirtækin að hafa góðar jafnréttisstefnur með mælikvörðum sem væri fylgt eftir.

Hvernig geta stjórnendur stutt erl. starfsfólk sem lendir í uppsögnum?

Faghópar um mannauðsstjórnun, samfélagsábyrgð fyrirtækja og málefni erlendra starfsmanna stóðu fyrir fundi í dag þar sem rætt var um hvernig stjórnendur geti stutt erlent starfsfólk sem lendir í uppsögnum. Alma Sigurðardóttir Ístak í stjórn faghóps um málefni erlendra starfsmanna kynnti faghópinn og fyrirlesara fundarins. Síðustu mánuði hefur atvinnuleysi farið stöðugt hækkandi. Um 40% einstaklinga á atvinnuleysiskrá eru af erlendum uppruna. Ýmis atriði flækja stöðu þessa hóps, meðal annars skortur á  tengslaneti á Íslandi,  slakari íslenskukunnátta og meiri hætta við að lenda í fordómum og  í félagslegum einangrun. Það fer ekki á milli mála að öll þessi atriði flækja atvinnuleitina.

Það er mikilvægt að atvinnurekendur hugi sérstaklega að þessum hóp þegar hann lendir í uppsögnum og stundum þarf að ganga skrefinu lengra við að leiðbeina þeim um möguleikana sem til eru í boði við atvinnumissi.

Í viðburðinum var varpað ljósi á stöðu einstaklinga af erlendum uppruna í atvinnuleysi og einnig var reynt að koma með góð ráð fyrir stjórnendur sem neyðast til að segja starfsmönnum sínum upp. Leitast var við að svara eftirfarandi spurningum:
Hvernig geta atvinnurekendur stutt starfsfólk af erlendum uppruna sem lendir í uppsögnum?
Hvaða þjónusta er í boði fyrir starfsfólk af erlendum uppruna sem verður atvinnulaust?

Fyrirlesarar voru Ásdís Guðmundsdóttir – deildarstjóri alþjóðadeildar Vinnumálastofnunar og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir - sérfræðingur í málefnum útlendinga og flóttafólks á vinnumarkaði hjá ASÍ. 

Guðrún Margrét sagði atvinnuleysi útlendinga langt umfram aðra á Íslandi þar sem þeir starfa í þeim greinum sem Covid hefur haft mest áhrif á.  Mikilvægt er að hvetja þá til dáða sem misst hafa vinnuna af erlendum uppruna.

Fjöldi innflytjanda tvöfaldaðist á sjö árum og eru þau ár lengsta hagvaxtarsekið Íslandssögunnar. Góðærið átti skuggahliðar.  ASÍ hefur fengið góða innsýn þar.  Skipulagður launaþjófnaður, mannsal og nauðungarvinna.

Ásdís Guðmundsdóttir – deildarstjóri alþjóðadeildar Vinnumálastofnunar sagði að markmið deildarinnar væri að aðstoða alla af erlendum uppruna við úrræði.  Starfsmenn deildarinnar eru frá Spáni, Rúmeníu, Póllandi o.fl.  Vinnumálastofnun vill koma öllum í starf eða nám og vinna í samstarfi við atvinnulífið.  Vinnumálastofnun er með fólk frá 110 þjóðernum á skrá. Ráðgjöfin miðast við að finna leiðir út úr atvinnuleysi hvort heldur er í gegnum íslenskunámskeið, tvö eru veitt ókeypis á ári eða í gegnum nám eða störf.  Ásdís hvatti fyrirtæki til að nýta sér úrræði Vinnumálastofnunar sem eru fjölmörg m.a. til nýksöpunarfyrirtækja. 

Ábyrgir stjórnarhættir - nýjar kröfur

Fundurinn var tekinn upp og má nálgast á facebooksíðu Stjórnvísi.
Hundrað manns sóttu í morgun fund faghópa um góða stjórnarhætti og samfélagsábyrgð þar sem fjallað var um ábyrga stjórnarhætti og rætt um breytingar á lögum um ársreikninga og lög um endurskoðendur og endurskoðun (gagnsæi upplýsinga fyrirtækja).

Fundarstjóri var Jón Gunnar Borgþórsson formaður faghóps um góða stjórnarhætti. Jón Gunnar kynnti Stjórnvísi og hvatti alla þá sem ekki væru skráðir í félagið að sækja um aðild.  Í framhaldi kynnti hann þá þrjá aðila sem fluttu erindi á fundinum.  Frá sjónarhóli stjórnarmannsins: Sigurður Ólafsson, stjórnarmaður í lífeyrissjóði og fyrirtækjum, fjallar um ábyrgð stjórnarmanna á upplýsingagjöf til fjármagnsveitenda. Frá sjónarhóli sérfræðings í fjármálagreiningum: Jeffrey Sussman, ráðgjafi Kontra Nordic, fjallar um mun á algengri íslenskri skýrslugjöf og þess sem koma skal. Frá sjónarhóli fjármagnsveitenda: Snædís Ögn Flosadóttir, framkvæmdastjóri EFÍA, LSBÍ og rekstrarstjóri Lífeyrisauka, fjallar um mikilvægi upplýsinga vegna greiningarskyldu fjármagnsveitenda.  (sjá einnig lög nr. 102, 9. júlí 2020: https://www.althingi.is/altext/150/s/1954.html)

Sigurður Ólafsson byrjaði erindis sitt á að kynna sjálfan sig og sagði erindi sitt flutt út frá sjónarhóli stjórnarmannsins.  Þörfin fyrir gagnsæi er orðin mikil til að auka traust í íslensku atvinnulífsins. Enn eru að birtast fréttir af brestum í upplýsingagjöf.  Upplýsingar og góðar greiningar á þeim eru forsenda fyrir heilbrigðum rekstri og sátt í samfélaginu. Skýrar línur hafa verið lagðar með nýjum lögum.  Fjárfestar fá því betri gögn og geta gert betri greiningar. Skýrsla stjórnar á að gefa glöggt yfirliti og þar á að fjalla um allt sem máli skiptir, hvað hefur gengið vel og hvaða áhætta er framundan.  Varðandi breytingu laga þá breyttust þau um mitt ár 2020. Lögin skerpa á hvað skal vera í skýrslu stjórnar. Stjórn þarf að staðfesta þessar upplýsingar með undirskrift.  Skatturinn og alþjóða gjaldeyrissjóðurinn höfðu bent á þetta.  Árangur, áhætta og óvissa, hvernig henni er stýrt og hvað er framundan og hvernig eigi að bregðast við.  Endurskoðendur staðreyna ekki þessar upplýsingar. En hvað er skýrsla stjórnar og hvað er ekki skýrsla stjórnar?  Samfélagsskýrslur eru til mikillar fyrirmyndar en þær fullnægja ekki þeim kröfum sem gerðar eru til stjórnar enda ekki ætlaðar til þess.  Skýrsla stjórnar er heldur ekki ávarp framkvæmdastjóra.  Þegar sótt er fjármögnun sbr. Icelandair þá er óskað eftir miklum upplýsingum. Skýrsla stjórnar er plagg sem er undirritað af stjórn. Hún þarf að uppfylla ýmsar formkröfur og innihalda þær upplýsingar sem skipta máli. Skýrsla stjórnar er í rauninni skýrsla stjórnenda sem stjórn staðfestir að sé rétt.  Fjárfestir vill vita um árangur, hverju er stefnt að og hver er áhættan framundan. Skýrsla stjórnar þarf því að vera ríkari en áður hefur verið.  Stjórnarmenn eiga að gera kröfur til endurskoðenda og stjórnenda.  Áður en stjórnarmaður setur undirskrift sína undir skýrsluna þarf hann að vera viss um gæði skýrslunnar.  Löggjöfin hefur sett fram skýrar línur.  Umhverfið hefur mátt vera skýrara.  Til að fóta sig betur sem stjórnarmaður hefur Staðlaráð Íslands hafið störf um að staðla eða setja fram stuðningsefni til að fullnægja betur kröfunum.  Allt snýst þetta um góða stjórnarhætti.  Að lokum hvatti Sigurður stjórnarmenn til að kynna sér vel lög og reglur um framsetningu viðbótarupplýsinga.

Jeffrey Sussman, ráðgjafi Kontra Nordic, fjallaði því næst um mun á algengri íslenskri skýrslugjöf og þess sem koma skal. Jeffrey bar saman tvær skýrslur KLM og Icelandair.

Snædís Ögn Flosadóttir, framkvæmdastjóri EFÍA, LSBÍ og rekstrarstjóri Lífeyrisauka, fjallaði um mikilvægi upplýsinga vegna greiningarskyldu fjármagnsveitenda.  Snædís fór yfir hlutverk lífeyrissjóða sem langtímafjárfestir, reynsla af ófjárhagslegri upplýsinga gjöf og greiningu og tækifærin framundan.  Lífeyrissjóðir eru eining um almannastarfsemi og hvatti Snædís alla til að eiga bókina „umboðsskilda“ með því að senda sér póst.  Lífeyrissjóðir fá fjármagn sem er skilda að greiða af starfsmönnum fyrirtækja.  Mikil áhersla er lögð á greiningu. Allar fjárfestingar skulu byggðar á viðeigandi greiningu.  Því skiptir miklu máli að gögnin séu góð sem verið er að greina. Lífeyrissjóðir þurfa að gæta þess að eignasafnið sé ólíkt til að skapa ekki of mikla áhættu.  Mikilvægt er að skoða hvar áhættan liggur t.d. gagnvart ferðaiðnaðinum eða sjávarútvegi.  Lífeyrissjóðir skulu setja sér siðferðisleg viðmið í fjárfestingum og sérstaka áhættustefnu og áhættustýringastefnu.  Lífeyrissjóðir er eignirnar sem þeir hafa fjárfest í. Nú eru að bætast við ófjárhagslegar upplýsingar.  Tvennt ýtti því af stað þ.e. að veita upplýsingar um umhverfis og starfsmannamál og að lífeyrissjóðir skuli setja sér siðferðisleg viðmið.   En hvernig eiga fyrirtæki að koma þessum upplýsingum á framfæri?  Kauphöllin lagðist yfir alla þá staðla sem notaðir hafa verið erlendis og tóku saman 33 lykla til að auðvelda fyrirtækjum að koma þessum upplýsingum á framfæri.  Þetta auðveldar fjárfestum og öll vinna verður markvissari.  Mikilvægi vandaðrar upplýsingagjafar er gríðarlega mikilvæg og undirstaðan undir verðmat.  Lífeyrissjóðir eru langtímafjárfestar og horfa jafnvel 40 ár fram í tímann eða lengur. Góð upplýsingagjöf skiptir því miklu máli.  Upplýsingagjöf styður við félagið, styður fjárfestinn o.fl.  Breytingarnar fela í sér að fyrirtæki verður að taka skýrt fram óvissuþætti og megináhættu.  Snædís Ögn sagði að það hefði gefist afskaplega vel skapalónið sem Kauphöllin lagði fram. Umhverfisáhrif vega þyngra hjá einum aðila en öðrum.  Samræmd upplýsingagjöf einfaldar alla greiningarvinnu og ákvörðunartöku.  Skilja þarf eftir svigrúm til að tengja við rekstur fyrirtækisins. Þessar viðbótarupplýsingar verði til þess að dýpka upplýsingar sem koma fram í Samfélagsskýrslu og Ársskýrslu.  Í lok fundar voru fyrirspurnir og þar kom m.a. fram að dæmi um góða ársskýrslu væri að finna hjá Marel. 

Þekking á netinu - Framtíðin

Gríðarlegur fjöldi alls staðar úr heiminum var á þessum fundi í gær og mikið var ánægjulegt að sjá Íslendinga á meðal þeirra. Það var faghópur um framtíðarfræði sem vakti athygli Stjórnvísifélaga á þessum fundi sem nálgast má hér. 

Ábyrgir stjórnarhættir - auknar kröfur um gagnsæi

Á þessum morgunfundi fjallaði Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs um auknar áherslur fjármagnveitenda á ábyrgar fjárfestingar. Að því loknu fjallaði Sigurður Ólafsson út frá sjónarhóli stjórnarmanns, um auknar kröfur til ófjárhagslegra viðbótarupplýsinga. Þessar upplýsingar veita innsýn, eru mikilvægar til að auka gagnsæi og þurfa að byggja á vönduðum stjórnarháttum. 

Birta lífeyrissjóður nálgast ábyrgar fjárfestingar sem hugmyndafræði sem miðar að því að bæta vænta ávöxtun og áhættu til lengri tíma með sjálfbærni sem megin markmið samkvæmt UFS flokkun. Það sem er í boði eru viðmið ESG Reporting Guide 2,0, GRI Standards og IR Integrated Reporting. (ófjárhagslegar upplýsingar).  Meðalhófið er mikilvægt.
Ólafur tók nokkur dæmi af UFS umræðu; umhverfið, samfélagið og stjórnarhættir.  Birta styrkir Virk sem er mikilvægt og þar er hægt að ræða um fjárhagslega stærð.
Það er frábært framlag sem felst í að veita umhverfisverðlaun í atvinnulífinu því það virðist minnka kostnað og bæta framlegð sem verður vegna tiltektar í rekstrinum.
Árið 2015 voru gefnar út leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja af Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq Iceland og SI.  Leiðbeiningarnar fela í sér tilmæli til viðbótar við lög og reglur og þeim fylgir meiri sveigjanleiki þar sem grundvöllur leiðbeininganna um stjórnarhætti fyrirtækja er “fylgið eða skýrið” reglan.  Stjórnarhættir eiga að vera virðisskapandi.
Vínbúðin og ISAVIA vinna skv. GRI.  GRI 300 er ekkert annað en fjárhagslegar upplýsingar.  Það að draga úr útblæstri dregur úr kostnaði.  Í GRI 400 eru áhugaverðar kennitölur eins og hve margir voru veikir vegna álags í vinnu.  Fari talan yfir 5% í veikindum þá er það sannarlega farið að hafa áhrif á rekstur fyrirtækisins.  Sama á við um fræðslu og þróun þegar fyrirtæki fjárfesta í menntun starfsmanna sem svo hætta vegna of mikils álags.  Til að dæma um hvort þetta eru verðmyndandi upplýsingar þá þurfa upplýsingarnar að vera til staðar yfir 5 ára tímabil.
Þegar borin er saman arðsemi eigin fjár og þess að fylgja reglunum þá er fylgnin ekki mikil ca. 0,07 en alla vega, þá leiðir það ekki til lakari árangurs.  Margt bendir til að það bæti ávöxtun og minnki áhættu Birtu.

Birta breytir ekki heiminum en lýsir yfir vilja til samstarfs og tengir sig við markmið. Birta hefur fjárfest bæði í Marel og Össur og einnig í mörgum nýsköpunarfyrirtækjum.  Nýsköpun og uppbygging á innviðum tengjast markmiðum nr.9 sem er nýsköpun og uppbygging og byggja upp trausta innviði, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu.  Niðurstaða Ólafs er sú að það þurfi viðbótarupplýsingar og nú er öskrandi tækifæri fyrir gagnaveitur. 

Sigurður sagði ófjárhagslegar upplýsingar verða fjárhagslegar til lengri tíma.  Í dag er öskrað eftir upplýsingum og kallað eftir gagnsæi og réttum upplýsingum í stjórnkerfinu, á almennum og opinberum markaði.  Skýrsla stjórnar um ófjárhagsleg mál getur uppfyllt þessa þörf.  Endurksoðendur gefa álit sitt að ársreikningi, í skýrslu stjórnar koma upplýsingar úr samfélagsskýrslunni ESG/GRI. Úr ársreikningi koma tölur sem skipta máli fyrir fjárfesta og meta fyrirtækið út frá þeim gögnum sem þar eru settar fram.  Endurskoðendur staðfesta að í skýrslu stjórnar sé verið að fjalla um ákveðin málefni.  Stjórnarmaðurinn er því ábyrgur fyrir að þær upplýsingar sem komi fram í skýrslu stjórnar séu ábyggilegar.  Félag endurkoðenda telja að óvissa ríki um hvort endurskoðun skuli ná til upplýsinga í skýrslu stjórnar eða eingöngu staðfesti að  upplýsingar séu veittar án álits á réttmæti þeirra.  Ársreikningaskrá RSK sýnir að úrbóta er þörf.  Sérstaklega verður gengið eftir því að kanna upplýsingagjöf í skýrslu stjórnar hvað varðar ófjárhagslegar upplýsingar. 

Ófjárhagslegar upplýsingar eru viðbótarupplýsingar og mikilvægt fyrir stjórnarmenn að kynna sér þær vel, þær séu vandaðar og hægt að treysta því að þær séu í lagi.  Málið snýst um 65.gr. og 66.gr. í 6.kafla skýrslu stjórnar.  Í Skýrslu stjórnar 8.grein skal upplýsa um aðalstarfsemi og gefa yfirlit yfir þróun, stöðu og árangur í rekstri félagsins ásamt lýsingu á megináhættu og óvissuþáttum.  Spurningar sem vert er að velta upp eru t.d. Er stjórnarmaður viss um að fylgt sé skilgreindu verklagi og góðum stjórnarháttum? Mega bankar og lífeyrissjóðir fjárfesta í eða lána fyrirætkjum ef vandaðar ófjárhagslegar viðbótarupplýsingar liggja ekki fyrir. Eru ófjárhagslegar viðbótarupplýsingar frá stjórnendum fyrirtækja staðfestar af stjórn?

Það er til staðall sem dregur þetta saman, en viðmið hafa ekki verið til hér á landi.  Til eru alþjóðleg viðmið  “The integrated Reporting Framework.  Að lokum sagði Sigurður að stjórnarmenn ættu að kynna sér vel lög og reglur um framsetingu viðbótarupplýsinga, upplýsingar verða að byggja á góðum stjórnarháttum, ferlum og undirliggjandi eftirlits-/stjórnkerfum.  Þessar upplýsingar eru mikilvægar til að auka gagnsæi og veita góða innsýn í rekstrarumhverfi fyrirtækis.  Vönduð og vel unnin skýrsla stjórnar er ein mikilvægasta undirstaða heilbrigðs verðs-og lánshæfismats.  Þetta er ekki sprettur heldur langhlaup.

Hér er hlekkur á áhugavert myndband um "Integrated Reporting Framework": https://videopress.com/v/nboxyfAp
H
ér er hlekkur á vefsvæði Kontra Nordic en þar er að finna ýmsar upplýsingar á þessu sviði: https://kontranordic.com/links/

Fundinum var streymt á Facebook - hér er hlekkur á myndskrána:
https://www.facebook.com/Stjornvisi/videos/2585059381775400/

 

Loftslagsstefna Reykjavíkurborgar – Kolefnishlutleysi 2040

Loftslagsstefna Reykjavíkurborgar var umræðuefni fundar á vegum stefnumótunar og árangursmats og samfélagsábyrgð fyrirtækja í morgun hjá Reykjvavíkurborg.  Hrönn Hrafnsdóttir verkefnisstjóri stefnumótunar og þróunar á umhverfis- og skipulagssviði fór yfir loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar um kolefnishlutleysi 2040, samstarf við Festu um loftslagsyfirlýsingu fyrirtækja, samráð við ýmsa hópa innan og utan Reykjavíkurborgar, erlent samstarf og hvað er fram undan. 

Reykjavíkurborg setti sér loftslags-og loftgæðastefnu árið 2009.   Árið 2011 tók borgin þátt í sáttmála evrópsrkra sveitarfélaga.  Að hafa aðgang að sérfræðiþekkingu er gríðarlega mikilvægt.  Langstærsta viðfangsefnið er bílaumferð.  Aðalskipiulag Reykjavíkur 2010-2030 er lögbundið ferli og var farið í sviðsmyndagreiningu og púslað hvaða mynd væri líklegust til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Borg hefur mikla samfélagsábyrgð varðandi hvernig borgin þróast því hún hefur áhrif á hvern einasta borgarbúa. Aðgerðaráætlunin var endurskoðuð 2016.  Inni í áætluninni er þétting byggðar, úrgangsmál o.fl.

Ein að aðgerðum sem verið er að vinna í er að setja upp hleðslustöðvar í bílahúsum.  Sett var fram áhættumat sem starfsmenn á Veðurstofunni vinna að.  Hvaða áhrif hefur hækkun sjávar t.d. á Reykjavíkurborg?  Kannski ekki mikil nema með flóðum út af aukinni úrkomu og aukinni tíðni ofsaveðurs.  Einnig eru áhyggjur af súrnun sjávar.  Áhættumatið var unnið í alþjóðlegu samstarfi.    Allir sorpbílar borgarinnar eru metanbílar.  Hrönn kynnti loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar sem gert var 2015.  Mera en 100 fyrirtækju skuldbundu sig til að draga úr losun. Í samstarfinu er mikil eftirspurn eftir samtali um loftslagsmál, ráðstefnur og fræðslufundir, þróun á loftslagsmæli, ráðstefnur o.fl.  Borgin hefur verið með opna fundi á Kjarvalsstöðum um loftslagsmál á Kjarvalsstöðum árið 2019 má þar nefna; Getur borgarskipulag haft áhrif á loftslagsmál?  Er náttúran svarið? Eru peningarnir þínir loftslagsmál?   Að lokum nefndi Hrönn að Reykjavíkurborg var fyrst til að gefa út græn skuldabréf og nýlega fékk borgin styrk til að ráða verkefnisstjóra í verkefnið Horizon 2020 SPARCS.

Kolefnisspor fyrirtækja – hvað getum við gert?

Mikill áhugi var fyrir fundi um Kolefnisspor fyrirtækja sem haldinn var í Eflu verkfræðistofu í morgun á vegum faghópa um umhverfi-og öryggi og samfélagsábyrgð fyrirtækja.

Helga Jóhanna Bjarnadóttir sviðsstjóri Umhverfissviðs Eflu verkfræðistofu hóf erindi sitt á spurningunni: Hvað er kolefnisspor?  Kolefnisspor er mælikvarði sem notaður er til þess að sýna áhrif athafna mannsins á loftslagsbreytingar.  Mælikvarðinn er samnefnari á áætluðum heildaráhrifum losunar gróðurhúsalofttegunda(GHL) annað hvort fyrir rekstur eða vöru. 

Ísland ætlar sér að vera kolefnishlutlaust 2040.  En hvað þýðir að vera kolefnishlutlaus? Þá er búið að draga alla losun frá mínus bindingu.  Þær lofttegundir sem verið er tala um eru annars vegar þessar náttúrulegu: koldíoxíð, metan og tví-nituroxíð og hins vegar þær manngerðu: vetnisflúorkolefnis, klórflúorkolefni, PFC efni og SF. Stærsti valdurinn í þessum málum eru kol, olía, gas, sement, landnotkun við framleiðslu votlendis, skógar og sjór.  Heimsbyggðin er að skilja í dag að hitahækkun heimsins er af mannavöldum.  Á Global Carbon Project er að finna mikið af ítarefni.  Frá árinu 2000-2018 er verið að losa 40 gígatonn og í Parísarsamkomulaginu er verið að tala um að ná hitanum niður um eina gráðu.  Búið er að tala um þetta frá því fyrir síðustu aldamót og því er komið að ákveðnum vendipunkti núna. Við höfum 11 ár til að ná niður í gildið sem var árið 2000.  Allar aðgerðir sem gerðar eru núna skipta miklu máli.  Kína og Indland framleiða mikið fyrir alla heiminn og þar verður mikið kolefnisspor. Þessar vörur eru aðallega seldar til Evrópu og USA. Evrópa tekur inn mikið kolefnisspor. 

En hvernig gera fyrirtæki upp sitt kolefnisfótspor.  1. Vörur og þjónusta til fyrirtækis (rafmagn hiti) – 2. fyrirtæki (bílar, húsnæði)- 3. vörur og þjónusta frá fyrirtækinu.  Kolefnisspor Eflu árið 2018 var 416 tonn CO2 ígildi.  Bílar í rekstri Eflu 16%, bílar starfsmanna á vegum Eflu 15%, flugferðir erlendis 32% flugferðir innanlands 31%.  Þarna er aðalmálið augljóst sem er flugferðir og bílar.  Byrjað er að vinna í þessu með rafmagnsbílum og fjarfundarbúnaði í stað flugferða.  Varðandi kolefnisspor vörunnar sjálfrar þá þarf að horfa á vistferils vörunnar; hvaðan koma auðlindirnar, framleiðsla, flutningur til Íslands, rekstur viðhald og endurvinnsla eða förgun. 

Miklu máli skiptir með hvaða orku vara er framleidd.   Dæmi um aðgerðir til að lækka kolefnissport er að nota t.d. kísilryk í stað sements í útisteypu og 15% flugösku í stað sements í innisteypu.  Einnig að spá í hvort sami styrkleiki þurfi að vera í steypunni alls staðar. 

En hvað losar hver íbúi eftir löndum, hvert er kolefnisspor á íbúa í mismunandi löndum? Á heimasíðu Umhverfisstofnunar er hægt að fá allar upplýsingar um slíkt.  Ísland skorar mjög ofarlega út af álverunum okkar og í efsta sæti eru Bandaríkin. 

 

Eru umhverfismál markaðsmál?

Eru umhverfismál markaðsmál?  

Umhverfismál eru að verða áleitnara efni um allan heim og hér á Íslandi er mikil vakning um þessar mundir. Við erum að verða meðvitaðri sem neytendur og hægt, kannski of hægt erum við að breyta hegðun okkar í átt að umhverfisvænari lífstíl. En erum við að fara of hægt – getum við markaðsfólk lagt okkar á vogaskálarnar. Leitað var svara við þessum spurningum á fundi faghópa Stjórnvísi um umhverfi og öryggi, þjónustu-og markaðsstjórnun, samfélagsábyrgð fyrirtækja og kostnarstjórnun í Háskólanum í Reykjavík í morgun.

Fyrirlesarar voru þau Ólafur Elínarsonar, sviðsstjóri markaðsrannsókna Gallups sem kynnti Umhverfiskönnun Gallup og Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Sirius.  

Ólafur talaði um mikilvægi þess að skilja viðskiptavininn.  Ekki halda eitthvað, skoðaðu það með tölum.  Skv. rannasóknum í dag telja flestir að loftslagsbreytingar séu af mannanna völdum.  Mikilvægt er að kynna sér hvað fólki finnst og það er meirihluti allra á Íslandi sem hafa áhyggjur af loftslagsmálum og telja þær af manna völdum.  75% þeirra sem eru á aldrinum 18-29 ára  telja að hlýnun jarðar muni hafa alvarlegar afleiðingar.  Þegar við vitum hvernig fólki líður getum við í framahaldi haft áhrif. Góð greining skilar árangri. Níu af hverjum Íslendingum segjast vera að breyta hegðun sinni hvort heldur þeir trúa á loftslagsbreytingar af manna völdum eða ekki.  En hefur fólk breytt venjum sínum? Spurt var hvort þú gætir hugsað þér að kaupa rafmagnsbíl og/eða hlaðanlegan blendingsbíl? Flestir gátu hugsað sér það. Spurt var: Hefurðu gert eitthvað á síðustu 12 mánuðum til að draga úr þeim áhrifum sem þú hefur á umhverfis-og loftslagsbreytingar?  89% voru farnir að flokka sorp, 76% hafa minnkað plastnotkun, 45% hafa keypt umhverfisvænar vörur.  Fleiri skila plasti og gleri til endurvinnslu skv. forstjóra Sorpu.  En hvað fær fólk til að breyta hegðun? Konur eru stærstur meirihluti þeirra sem kaupa vörur.  En hvað vilja Íslendingar fá frá fyrirtækjum? 86% telja að fyrirtæki eigi að gera eitthvað sem hefur jákvæð áhrif.  En hvað einkennir þá hópa sem eru tilbúnir að breyta sér?  Ólafur vísaði í nýja erlenda rannsókn frá USA sem sýnir að 41% eru sammála að borga meira ef varan er lífræn, 30% ef hún tekur á samfélagsábyrgð, 38% ef hún er úr sjálfbærum efnum.  En hverjir eru hvatarnir til að kaupa?  Treysta vörumerkinu, hún þarf að hafa góð áhrif á heilsuna, fersk náttúruleg og lífræn hráefni, vörumerki sem er umhverfisvænt.  www.nielsen.com er góð síða til að veita upplýsingar um hvert heimurinn er að fara.  Þeir greiða ekki einungis US markað heldur einnig aðra markaða.

Silja Mist hjá Nóa Síríus sagði að sterk tengsl væru á milli umhverfis-og markaðsmála.  Silja Mist velti upp spurningunni: Hver ber ábyrgðina á samfélagsábyrgð?  Stjórnendur stjórna neyslu neytenda.  Mikilvægt er að vera einlægur.  Árið 2017 ætlaði Nói Síríus að sleppa öllu plasti innan í páskaeggjunum og tóku því plastumbúðir af piparmintumola sem leiddi til þess að út af uppgufun inn í egginu þá kom piparminntubragð af súkkulaðinu í eggjunum mörgum til lítillar ánægju.  Þegar útskýrt var af einlægni hver upphaflegi tilgangurinn var þá var neytandinn fljótari að fyrirgefa þessi mistök. Núna er öllu suðusúkkulaði pakkað í pappír sem var góð fjárfesting.  Að innleiða breytingar tekur tíma? Hugsaðu til þess hver þinn markhópur er og hvað gefur þínum neytendum mesta virðið.  Mont – má það?  Já segir Silja. Nói er í samstarfi við kakóbændur þar sem er verið að stuðla að hreinu vatni og aukinni menntun.  Palmkin olía hefur smátt og smátt verið tekin úr framleiðslunni. Mikilvægt er að treysta neytandanum Ikea treystir neytandanum til að taka rétta ákvörðun og auglýsir aldrei lágt verð.  Dominos fékk alla starfsmenn til að fara út og tína rusl sem var frábært framtak, en það koma alltaf einhverjir með athugasemdir.  Pressan til að breyta kemur að utan t.d. frá Whole Foods. Aldrei segja að neitt sé vonlaust, til að ná fram breytingu þarf fólk að taka ákvörðunina sjálft og hvert lítið skref skiptir máli.  

Ný stjórn faghóps um samfélagsábyrgð kosin á aðalfundi faghópsins í Arion banka í dag.

Aðalfundur faghóps um samfélagsábyrgð var haldinn í framhaldi af fundi faghópsins í Arion banka í dag. Nýja stjórn samfélagsábyrgðar skipa: Ásdís Gíslason kynningarstjóri HS Orku, Áslaug Ármannsdóttir verkefnastjóri, Eva Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Podium, Fanney Karlsdóttir sérfræðingur í forsætisráðuneytinu, Viktoría Valdimarsdóttir ráðgjafi Ábrygar Lausnir ehf. , Hlédís Sigurðardóttir verkefnastjóri samfélagsábyrgðar Arion, Sunna Gunnars Marteinsdóttir verkefnastjóri  Mjólkursamsölunni, Ketill Berg Magnússon mannauðsstjóri Marel og Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu.    

Samfélagsábyrgð og nýsköpun

Frumkvöðlastarf er mikilvægur drifkraftur breytinga og nýsköpun getur haft veruleg jákvæð áhrif á bæði samfélag og umhverfi. Á fundi samfélagsábyrgðar í Arion banka í morgun var rætt um nýsköpun út frá samfélagsábyrgð og sjálfbærni og hvernig frumkvöðlahugsun og nýsköpun nýtist innan fyrirtækja.

Arion banki – Einar Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur í nýsköpun, sagði frá því af hverju bankinn hefur um árabil lagt ríka áherslu á stuðning við nýsköpun á öllum stigum, allt frá grunnskóla til atvinnulífs, en bankinn er eigandi viðskiptahraðalsins Startup Reykjavík. Þá fjallaði hann um hvernig nýsköpun hefur verið notuð við þróun á stafrænum vörum bankans með góðum árangri. Með því að lána fólki gera bankar viðskiptavinum kleift að uppfylla drauma sína.  Þróunin er þannig að flestir eru farnir að nota símann til alls. Þess vegna er allt þróað fyrir appið í dag fyrst.  Arion banki hefur tekið leiðandi afstöðu að styðja við nýsköpun.  Startup Reykjavík ermeð strúktúrerað prógram til að gera meira graðar.  Arion banki fjárfestir í frumkvöðlum en styrkir þá ekki.  Mikil eftirspurn er að komast inn í hraðalinn og bráðlega er Arion banki búinn að fjárfesta í 100 sprotafyrirtækjum.  Hryggjarsúlan eru mentorarnir sem oft fylgja sprotunum eftir.  Nýsköpun snýst um að skapa verðmæti fyrir viðskiptavini.  Nokkur fyrirtæki hafa verið seld eða fengið umtalsverða fjárfestingu t.d. CCP og Tempo.  En hverju skilar þetta?  Tækniþróunarsjóður veitir styrkir til frumkvöðla

Snjallræði, er fyrsti íslenski viðskiptahraðallinn fyrir samfélagslega nýsköpun – Auður Örlygsdóttir og Pia Elísabeth Hansson, hjá Höfða friðarsetri, sögðu frá tilurð og framkvæmd Snjallræðis. Verkefnið hófst á síðasta ári og er ætlað að stuðla að fjölbreyttari nýsköpun hér á landi og skapa vettvang fyrir samfélagslegt frumkvöðlastarf. Til er tvenns konar friður annars vegar þar sem er ekki stríðsástand og hins vegar þar sem verið er að byggja upp samfélag.  Öll nýsköpun er á þágu samfélagsins.  Opnað var fyrir umsóknir 2018 og þá voru valin 7 teymi í 7 vikur.  Teymin fengu aðstöðu á Hlemmi.  Höfði og Nýsköpunarmiðstöð eru samstarfsaðilar.  Framkvæmda-og samstarfsaðilar eru HÍ, NMÍ, Höfði, Reykjavíkurborg, LHÍ, Festa Icelandic Startups o.fl. Mikilvægt er að efla erlend tengsl t.d. við MIT. Markmiðið með hraðlinum er að veita þeim einstaklingum sem brenna fyrir bættu samfélagi vettvang til þess að þróa hugmyndir sínar áfram og finna þeim sjálfbæran farveg svo þær geti blómstrað og dafnað.  Samfélagsleg nýsköpun er drifn af þörfinni við að finna nýjar lausnir í samfélagslegum áskorunum.  Einn af góðu markmiðunum eru Heimsmarkmiðin. 

Heilun jarðar – Sigrún Thorlacius, frumkvöðull, sagði frá reynslu sinni af þátttöku í Snjallræði og verkefni sínu um nýtingu sveppa til að eyða eiturefnum úr jarðvegi og hreinsa mengað land. Sigrún útskrifaðist úr LHÍ 2015 og hefur mikinn áhuga á því hvað verður um hluti þegar þeim er fargað eða urðað.  Margar landfyllingar á Íslandi eru byggðar á gömlum bílhræjum sem ekkert var hugsað til að taka úr menguð efni.  Heilun jarðar gengur út á að nýta þá náttúrulegu ferla sem eru til.  Bakteríur og sveppir eru öflugar niðurbrotslífverur sem eru út um allt en við sjáum þær ekki.  Sveppir hafa þróað sínar aðferðir í yfir milljón ár og eru sérhæfðir í ýmsu.  Til er kartöflumyglusveppur sem brýtur niður plast, aðrir sem brjóta niður tré o.fl.  Kóngsveppur sogar í sig blý, kvikasilfur og lifir í samlífi við tré.  Sveppurinn sækir vatn og steinefni fyrir tréð og fær í staðinn sykur frá trénu.  Þegar valið er tré þá ætti maður að hugsa til þess hvaða svepparót fylgir honum.  Sveppir tengja öll tré eða allar plöntur í sama skógi.  Þannig flytur sveppurinn næringu á milli þeirra.  Tré geta lært af reynslu hvors annars, ef eitt tré verður fyrir skordýraárás þá flytja sveppirnir í sínu samskiptakerfi skilaboð á milli og mynda mótefni þannig að allur skógurinn eyðist ekki. Sigrún er komin í samstarf við Náttúrufræðistofnun Íslands.  Eftir okkar dag mun jörðin lifa en það mun taka aldir að þrífa eftir okkur.  Við þurfum að finna leiðirnar til að láta sveppina lifa á réttum stað.   

Miðgarður - Juliana Werneburg, frumkvöðull og þátttakandi í Snjallræði, sagði að lokum frá byggingarfélaginu Miðgarði sem ætlar að skipuleggja, hanna og reisa húsnæði þar sem þörf og notkun einkabíla er ekki í forgangi, í staðinn er lögð áhersla á aðra samgöngumáta.

 

Búum til betri heim fyrir alla

Faghópar um stefnumótun og árangursmat og samfélagsábyrgð fyrirtækja buðu Stjórnvísifélögum í Innovation House í morgun þar sem umræðuefnið var „Stefnumótun út frá Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna“.  Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun snúa að því að búa til betri heim fyrir alla. Ríkisstjórnin samþykkti nýverið 65 undirmarkmið sem sett verða í forgang á Íslandi og gaf út stöðuskýrslu um stöðu Íslands gagnvart öllum 17 yfirmarkmiðunum. Tilgangur fundarins var að gefa félögum tækifæri til þess að kynnast stefnumótun og aðferðafræði stjórnvalda þegar kom að því að velja forgangsmarkmið og hvernig sú vinna getur gagnast fyrirtækjum og stofnunum til að innleiða Heimsmarkmiðin. Nánari bakgrunnsupplýsingar um Heimsmarkmiðin er að finna á: heimsmarkmidin.is. Fyrirlesarar voru Fanney Karlsdóttir frá forsætisráðuneytinu og Herdís Helga Schopka frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Fanney sagði markmiðin snúa m.a. að menntun fyrir alla, góðan hagvöxt o.fl.  Markmiðin hafa samverkandi áhrif og einnig mótverkandi. Búið er stofna verkefnastjórn um heimsmarkmiðin en hana skipa aðilar frá öllum ráðuneytum, Hagstofunni, SÍS og einnig er ungmennaráð.   Nýja menntastefna Íslands er tengd Heimsmarkmiðunum sem og umhverfisstefnan.  Kópavogsbær skilgreinir sig algjörlega í samræmi við Heimsmarkmiðin sem og Snæfellsnes.  Skátarnir setja fram allt sitt efni í samræmi við Heimsmarkmiðin.  Isavia og Mannvit eru dæmi um fyrirtæki sem máta Heimsmarkmiðin við núverandi markmið og mælikvarða.  Ábyrg ferðaþjónusta er einnig að tengja sig við Heimsmarkmiðin.  Fanney sagði að allir ættu að geta innleitt Heimsmarkmiðin. 

Herdís Helga Schopka ræddi hversu mikilvægt er að byrja á verkefnum sem snúa að rótinni t.d. fátækt og jafnrétti.  Umhverfis-og auðlindaráðuneytið var ráðlagt að skoða hvert og eitt markmið fyrir sig og máta það við ráðuneytið.  Áður en byrjað er að taka ákvarðanir þá voru skilgreind viðmið.  Þau eru ekki að forgangsraða yfirmarkmiðunum 17 heldur undirmarkmiðum.  Hægt er mæla undirmarkmið í átt að aðalmarkmiðum og þannig sjá hvernig gengur.  Ef ekki er hægt að mæla er ómögulegt að sjá hvernig gengur. Notuð var SMART aðferðin. Mikið var um fyrirspurnir bæði á meðan fundi stóð og eins í lokin. Fundurinn var einstaklega upplýsandi og áhugaverður. 

 

Ábyrgar fjárfestingar

Ábyrgar fjárfestingar var fundarefni faghóps um samfélagsábyrgð í Arion banka í morgun.  Vel var mætt á fundinn og umræður líflegar.  Fundurinn hófst með því að Hildur Sif Arnardóttir og Ninna Stefánsdóttir kynntu niðurstöður meistararitgerða sinna um ábyrgar fjárfestingar. Þær stöllur sögðu að með rannsóknum sem þeirra mætti bæta þekkingu fjárfesta á ábyrgum fjárfestingum og styðja við samfélagsábyrgð fyrirtækja. Önnur rannsóknin var megindleg og hin eigindleg.  Niðurstöður rannsóknanna leiddu í ljós að almennt má sjá að íslenskir stofnanafjárfestar eru jákvæðir gagnvart ábyrgum fjárfestingum en finnst skorta á viðtalið varðandi samfélagslega ábyrgð og samræmda skýrslugjöf.

Innri hvatar fyrir ábyrgar fjárfestingar eru: vitundarvakning, orðsporsáhætta, langtíma sjónarmið og fjárhagslegur ávinningur.  Ytri hvatar eru löggjöf, alþjóðlegir sáttmálar, þrýstingur frá viðskiptavinum, þrýstingur úr samfélaginu, jafningjaþrýstingur og löggjöf. Rannsókn Hildar leiddi í ljós að á Íslandi haf innri hvatar meiri áhrif en ytri en niðurstöður annarra erlendra rannsókna eru þær að ytri hvatar hafa meiri áhrif en ytri.  Helstu hindranir eru: efnahagshrunið, fjármagnshöft, umfangsmikil aðferðarfræði, umboðsskylda, þekkingarskortur, skortur á samrænni skýrslugjöf og skammtímasjónarmið. Skv. erlendum rannsóknum eru konur líklegri en karlar til ábyrgra fjárfestinga.  Rannsókn Hildar studdi niðurstöður erlendu rannsóknanna. Sterkustu áhrifin af ábyrgri fjárfestingu eru ímyndar og orðsporsáhætta.  Þolinmótt fjármagn þarf í ábyrgar fjárfestar.

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða hjá Landsbankanum og stjórnararformaður Iceland SIF, kynnti samtökin Iceland SIF. Samtökin voru stofnuð í nóvember 2017 og voru stofnaðilar 23.  Allir sem leitað var til tóku þátt.  Heildareignir í stýringu hjá aðildarfélögum eru 6.096.372.171.868 ISK  Tilgangur samtakanna er að vera vettvangur fyrir umræður.  Iceland SIF má aldrei taka afstöðu eða samræma stefnu aðildarfélaga.  Aðildarfélög geta verið starfsleyfisskyld fjármálafyrirtæki, lífeyrissjóðir og tryggingafélög sem fjárfesta fyrir eigin reikning eða í umboði þriðja aðila með starfsemi á Íslandi.  Hvert aðildarfélag fer með eitt atkvæði á fundinum.  Starfsemin byggir á faglegri virkni stjórnarmanna og vinnuhópa samtakanna.  Fulltrúi úr stjórn situr í hverjum vinnuhóp.  Vinnuhóparnir skiptast í: siðferðisleg viðmið, upplýsingagjöf, viðburðarhópur og háskólahópur.  Samtökin eru með heimasíðu og hafa frá stofnun staðið fyrir 7 fræðslufundum.  Að lokum fór Hrefna Ösp yfir stefnu samtakanna til ársins 2022 þar sem m.a. kom fram: gott samstarf við hagsmunaaðila, virkar og öflugar undirnefndir, styðjandi aðili í innleiðingu meðlima á aðferðarfræði ábyrgra fjárfestinga, leiðbeinandi afl í umræðunni um ábyrgar fjárfestingar, öflugt þekkingarsetur um ábyrgar fjárfestingar með öflugri heimasíðu og viðburðum. 

Að lokum kynnti sérfræðingur í eignastýringu Arion banka stöðu ábyrgra fjárfestinga í Arion banka. Sýnd voru dæmi frá Símanum og N1 þar sem sem þessi fyrirtæki segja í ársreikningum sínum frá ófjárhagslegum upplýsingum.  Öllum lífeyrissjóðum ber að endurskoða stefnu sína árlega og senda til FME. Lífeyrissjóður skal hafa hagsmuni sjóðsfélaga að leiðarljósi kv. 36.gr. í VII kafla laga nr129/1997.  Samtökin Iceland SIF hafa nýst einstaklega vel hjá Arion banka.  Mikill tími hefur farið í fræðslu hjá Arion banka til þeirra lífeyrissjóða sem eru hjá þeim.  

Ákvæði um góða stjórnarhætti í ársreikningum

Faghópar Stjórnvísi um góða stjórnarhætti og samfélagslega ábyrgð héldu morgunverðarfund miðvikudaginn 23. maí kl. 8:30 hjá Marel.  Efni fundarins var góðir stjórnarhættir og samfélagsleg ábyrgð þar sem fókusinn var á lagabreytingu í lögum um ársreikninga frá 2016. En þar kom inn ákvæði um góða stjórnarhætti (grein 66 c sem heitir góðir stjórnarhættir) þar sem birta skal árlega  yfirlýsingu um góða stjórnarhætti í sérstökum kafla um skýrslu stjórnar sem og grein 66 d um birtingu ófjárhagslegra upplýsinga. Þar er beðið um upplýsingar sem  eru nauðsynlegar til að leggja mat á þróun, umfang og stöðu félagsins í tengslum við umhverfismál, félags- og starfsmannamál. Jafnframt skal gera grein fyrir stefnu félagsins í mannréttindamálum og hvernig félagið spornar við spillingar- og  mútumálum. Fundarstjóri var Harpa Guðmundsdóttir Marel sem situr í stjórn faghóps um ábyrga stjórnarhætti. 

Fyrsta erindið flutti Þorsteinn Kári Jónsson, sérfræðingur í samfélagslegri ábyrgð hjá Marel.  Vel hefur gengið að innleiða ábyrga stjórnarhætti hjá Marel.  Þorsteinn fjallaði um lög og reglur ársreikninga á Íslandi 66c.  Þar kemur fram að félag skal árlega birta yfirlýsingu um stjórnarhætti sína í sérstökum kafla.  Í 66d kemur fram að fyrirtæki þurfa að veita upplýsingar sem leggja mat á þróun, umfang, stöðu og áhrif félagsins í tengslum við umhverfis-,félags-og starfsmannamál  jafnframt skal gera grein fyrir stefnu félagsins í mannréttindamálum og hvernig félagið spornar við spillingar-og mútumálum.

En hvað gerist ef ekki er verið að uppfylla lögin.   Í 124gr. Segir að hver sá sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi brýtur gegn ákvæðum laga þessara geti hlotið fangelsissekt.  Á rsk.is kemur fram í eftirliti ársreikningaskrá áhersluatriði. 

En hvaða viðmið skal velja?  Mikil flóra er af viðmiðum, stöðlum og hjálparögnum.  Í flestum tilfellum er bent á GRI, yfirgripsmikill og skilur lítið eftir útundan, aðferðafræðin bakvið mælikvarða er mjög skýr en þungur í framkvæmd og krefst mikillar vinnu.  ISO 26000 fer mjög vel yfir alþjóðleg viðmið, mjög hjálplegur við stefnumótun, hjálpar ítið vð ársskýrsluritun.  Global Compact SÞ er mjög aðgengilegur og þægilegur fyrir fyrstu skref, fyrst og fremst hjálplegur til þess að skilja alþjóðleg viðmið, kostnaðarsamt að taka þátt fyrir fyrirtæki af ákveðinni stærðargráðu.  ESG viðmið Nasdaq, einföld framkvæmd, samræmd skilaboð, tilbúin til samanburðar.  ESG er mjög hjálplegur fyrir fyrirtæki að bera sig saman við aðra og hjálpar að skilja ófjárhagslega mælikvarða.  Gríðarlega verðmæt tækifæri til að virkja starfsfólkið og skipulagsheildina ef þetta er framsett á mannamáli.  Mannlegu og umhverfisþættirnir eru alltaf að verða meira og meira mikilvægir.  Allir fjárfestar horfa á fjárhagslegan ávinning en lítið spurt út í sjálfbærni í rekstri.   Erlendir fjárfestar spyrja meira út i sjálfbærni en íslenskir.  Hægt er að hafa áhrif á fjármagnskostnað með því að sýna að þú mælir ófjárhagslega mælikvarða í rekstri fyrirtækja og sýnir fram á að þú sért ábyrgur.  Sumir fjárfesta ekki lengur í fyrirtækjum sem ekki eru með ófjárhagslega mælikvarða. Helstu áskoranirnar eru hugarfarsbreytingin; þetta er ekki aukaverkefni, þetta á ekki heima undi neinni sjálfbærnideild, stjórnendur verða að taka þetta alvarlega og styðja við breytingarnar. Varðandi úthaldið þá má þetta ekki vera átaksverkefni um að komast á ákveðinn punkt, þarf að snúast um sífelldar framfarir og má ekki vera íþyngjandi.  Gagnasöfnun þarf að vera vönduð frá upphafi því það er erfitt að hefja umbótaverkefni án góðra gagna og samanburður þarf að vera áreiðanlegur.  Varðandi umbætur þá þarf þetta að tengjast helstu verkefnum. 

Þóranna Jónsdóttir, lektor í HR og stjórnunarráðgjafi fjallaði í erindi sínu um gagnsæi, völd og valdmörk o „fylgja eða skýra“.  Samspil milli góðra stjórnarhátta og samfélagsábyrgðar fyrirtækja fer að fara vaxandi upp úr 2009.  Þess vegna hafa þeir verið meira í dagsljósið.  En mikilvægt er að gera skýran greinarmun þar á.  Góðir stjórnarhættir eru leiðandi til þess að fyrirtækið verði samfélagslega ábyrgt. Fræðigreinin fer að birtast fyrir 15 árum síðan um góða stjórnarhætti „Corporate Governance(CG). Þórunn hvetur aðila til að staldra við og hugsa málið, hvernig getur þetta hjálpað okkur að vera betri.  Hluthafafundur – stjórn – framkvæmdastjóri er þríliða sem verður að vera til staðar og sýnir hvernig við dreifum valdi innan fyrirtækisins.  Stjórnarhættir snýst um samskiptin í þessari þríliðu.  Á hluthafafundi er kosin stjórn sem tekur ábyrgð á því að félagið sé rekstrarhæft og hafi góðan framkvæmdastjóra.  Í grunninn snúast góðir stjórnarhættir um að öxluð sé ábyrgð af öllum þessum þremur aðilum og gæta þess að hver og einn sé ekki að vaða inn á starfsemi hins.  Allir eiga að axla sína ábyrgð en ekki að fara inn á svið hins.  En hvernig getum við passað upp á hagsmunaárekstra og óhæði stjórnarmanna.  Stjórn þarf að vera hlutlaus gagnvart framkvæmdastjóri sem og hluthafar gagnvart stjórn.  Stjórn á t.d. ekki að taka fram fyrir framkvæmdastjóra og fara beint í starfsmenn. 

Upphaflega eru upplýsingarnar gerðar til að skapa gagnsæi og skýra upplýsingagjöf til fjárfesta sem geta þá tekið upplýsta ákvörðun um hvort þetta sé góður fjárfestingakostur.  Í dag er vaxandi krafa um vaxandi ábyrgð bæði eftirlitsaðila, vinnuafl, stjórna o.fl.  Sem almennir borgarar eigum við að geta verið þess fullviss að fyrirtæki séu að gera þá hluti sem þau segjast vera að gera. Fyrirtæki hafa leiðbeiningarnar sem leiðarljós og styðjast við hvað eigi að vera að hugsa um.  Við erum að þessu fyrir fyrirtækið þannig að það sé líklegra til að ná árangri til lengri tíma.  Í grein 54 er fyrirtækjum skylt að fylgja lögum um ábyrga stjórnarhætti.  Er þá lagasetningin farin að taka þetta of langt?  Hvernig sinnum við best þeim hagsmunum sem okkur varðar?  Eitt af prinsipum í góðum stjórnarnháttum er að fylgja lögum.  Notum staðla og viðmið en beitum skynseminni!

Ólafur Sigurðsson, framkvæmdarstjóri Birtu Lífeyrissjóðs sagði frá eigendastefnu Birtu lífeyrissjóðs. Stefnunni er ætlað að vera til leiðbeiningar um þær kröfur sem sjóðurinn gerir til góðra stjórnarhátta.  Góðir stjórnarhættir fyrir Birtu lífeyrissjóð eru stjórnarhættir sem leiða til langtíma verðmætasköpunar, takmarka áhættu og hafa jákvæð áhrif á umhverfið og samfélagið.  Ólafur kynnti rannsókn á fylgni stjórnhátta og árangri fyrirtækja sem gerð var á 51 þáttum í stjórnháttum fyrirtækja og rekstrarárangri. Brown og félagar sem gerðu þessa rannsókn tók dæmi um undirþætti sem skoðaðir eru sérstaklega s.s. mæting á stjórnarfundi, sjálfstæð valnefnd, hámarksseta í stjórn, starfsreglur stjórnar séu opinnberar o.fl. Birta lífeyrissjóður leggur áherslu á að árangurstengdar greiðslur og /eða kaupréttir til lykilstjórnenda og almennra starfsmanna hafi langtímahagsmuni hluthafa að leiðarljósi.  Slík kerfi verða fyrst og fremst að hafa skýr og mælanleg markmið sem auðvelt er að rökstyðja fyrir hluthöfum  Á hverju byggir svona setning og hvað felst í henni?  Erlendar rannsóknir benda til þess að árangurstengdar greiðslur hafi jákvæð áhrif á fyrirtæki. Stjórn Birtu er samþykk árangurstengdum greiðslum og kaupréttum. Árangurstengingar þurfa að vera skýrar.  Óútskýranlegar hvatatengdar greiðslur sem eru ekki í samræmi við stærð og rekstrarárangur hafa neikvæð áhrif á árangur skv. rannsókn Moody´s á 85000 fyrirtækjum frá 1993-2003.  Óhóflegir og ósamhverfir valréttir hafa neikvæð áhrif á arðsemi hluthafa, valda óhóflegri áhættutöku og hafa áhrif á framsetningu ársreikninga.  Rannsókn Sanders og Hamcrick á 950 fyrirtækjum En hvað eru góðir stjórnarhættir fyrir Birtu lífeyrissjóð?  Birta lífeyrissjóður er langtíma fjárfestir og gerir kröfur um að sjónarmið sjóðsins fái umfjöllun í stjórnum fyrirtækja þar sem sjoðurinn á hlutdeild.  Stærsta fjárfesting Birtu er í Marel þar sem viðhafðir eru góðir stjórnarhættir sem gagnast.  Vonandi verða til þættir þar sem hægt er að tengja saman ákveðna þætti.  

Hvernig styðja fyrirtæki Heimsmarkmið SÞ?

Í morgun var haldinn í ÁTVR fundur á vegum faghópa um stefnumótun og árangursmat og samfélagsábyrgð fyrirtækja.  Fundurinn hófst með ótrúlega skemmtilegum gjörningi en það var aðstoðarforstjóri ÁTVR Sigrún Ósk Sigurðardóttir sem setti fundinn og sýndi jógamyndband þar sem allir léku eftir það sem þar fór fram.  Sameinuðu þjóðirnar hafa sett fram 17 Heimsmarkmiðin um betri heim fyrir árið 2030. Heimsmarkmiðin skuldbinda ríkisstjórnir til að vinna að þeim en sveitafélög og fyrirtæki eru einnig hvött til að tengja starf sitt við markmiðin. Markmiðið með fundinum var að ræða hvernig fyrirtæki geta stutt við og tekið upp Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í sínu starfi. Fundarstóri varKetill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu og var fundinum streymt á facebooksíðu Stjórnvísi. 

Ásta Bjarnadóttir, sérfræðingur á skrifstofu stefnumála í forsætisráðuneytinu var fyrsti fyrirlesari dagsins, erindið hennar nefndist „Heimsmarkmiðin eru líka fyrir fyrirtæki. Eins og staðan er í dag eru markmiðin 169 og 233 mælikvarðar sem fylgja verkefninu.  Ráðuneytið ætlar að skila skýrslu um forgangsröðun markmiðanna til að skerpa línur og hafa leiðarljós.  Einnig er að fara í loftið kynningarherferð þar sem heimsmarkmiðin verða kynnt fyrir almenningi þ.e. að þau séu til þessi heimsmarkmið, út á hvað þau ganga og hvað almenningur geti gert.  Hin eiginlega eftirfylgni er hjá SÞ í NY þar sem þjóðum gefst tækifæri til 2030 að kynna reglulega verkefni sín.  En hvar stendur Ísland í alþjóðlegum samanburði?  Við stöndum ofarlega en getum samt gert svo miklu betur því einkunnarorð markmiðanna er „Leave no one behing“ því má aldrei gleyma.  En árangur næst ekki án samvinnu milli alþjóðasamfélagsins, stjórnvalda, sveitarfélaga, fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga.  Verið er að setja fram ungmennaráð 13-18 ára, sem koma með nýja sýn. Þessir krakkar munu árlega hitta ríkisstjórnina og búa til efni til að setja á samfélagsmiðla.  Einnig er mikilvægt að vera í samvinnu við Festu SA o.fl.  En hvað geta fyrirtækin gert?  Heimsmarkmiðin skapa mikil tækifæri fyrir fyrirtæki t.d. í orkugeiranum og milljónir starfa í þróunarlöndunum.  Fyrirtækin þurfa því að meta virðiskeðjuna sýna. En hvað eru önnur lönd að gera?  Svíar eru að minnka sótspor sýna, berjast gegn spillingu, jafnrétti á vinnustöðum o.fl. Danir segja í sinni skýrslu að markmiðin séu leiðarljós fyrir fyrirtæki.  Með því að vinna með heimsmarkmiðin segja þeir að þau séu alþjóðlegt tungumál í samfélagsábyrgð eða matseðill fyrir það sem þau eru að gera.  En meginmarkmiðið er að fyrirtækin líti inn á við.  Mikil sóknarfæri eru fyrir öll fyrirtæki.  Þess vegna er sköpunargáfa og nýsköpun mikilvæg fyrir innleiðingu markmiðanna.  Niðurstaðan er að fyrirtæki þurfa að fara í naflaskoðun og máta sig við þessi markmið og skoða hvar þau geta lagt sitt af mörkum.  Öll fyrirtæki geta tengt sig við einhver markmið. 

Næsta erindi var frá Vínbúðinni þar sem þau Sigrún Ósk og Sigurpáll kynntu hvað Vínbúðin er að gera og hver eru helstu markmið.  6, 12, 13, 14, 15 og 17 eru markmiðin sem þau völdu að byrja með.   Markmið númer 13 er þeirra aðalmarkmið en það er „Verndun jarðarinnar“s.  Endalausnin er stefnumótunaráætlun í umhverfismálum.  Helsta markmiðið er að lágmarka umhverfisáhrif með stöðugum framförum. Gildin eru: gegnsæ, Ábyrg, Þrautseig.  Verkefnið er gríðarlega stórt og markmiðið er að minnka sótsporið og búa til betri heim.  Gler hefur mikið sótspor og því er núna sett vín í léttgler sem eru einungis á milli 200-300gr.  Þarna er verið að horfa á massann, vín í lægri verðflokk með mikla sölu fari í létt gler.  ÁTVR birtir þyngd á gleri á heimasíðunni sinni.  Þetta hjálpar neytendum að velja vöru sem hefur minna sótspör.  Skýrsla ÁTVR er á heimasíðunni bæði í stuttri útgáfu og í fullri lengd.


Þriðja erindið flutti Jóhanna Harpa Árnadóttir, verkefnisstjóri samfélagsábyrgðar hjá Landsvirkjun sagði hún í erindi sýnu að markmið Landsvirkjunar væru birt á vef fyrirtækisins.  Bæði er sagt frá því sem vel gengur og einnig því sem ekki er að ganga eins vel.  Árlega skilar Landsvirkjun inn skýrslu til Global Compact.  Heimsmarkmiðin voru samþykkt 2015.  Ísland hefur opinberlega sagt frá að við styrkjum heimsmarkmiðin og styðjum nr. 5 Jafnfrétti kynjanna, 7 Sjálfær Orka og 13 Verndun jarðarinnar.  Landsvirkjun hefur haldið opinn fund til að kynna hvað þau eru að gera.  Í nýútkominni ársskýrslu kemur fram hvernig Landsvirkjun vinnur að samfélagsábyrgð og þar með heimsmarkmiðunum.  Loftslagsmál eru í raun orkumál.  Landsvirkjun ætlar að verða kolefnislaust fyrirtæki árið 2030.  Jafnréttisskóli SÞ er á Íslandi og hýstur hjá EDDU hugverkasetri í Háskóla Íslands.  Hann er starfræktur í samstarfi við Utanríkisráðuneytið og SÞ. Jafnrétti kynjanna sem er heimsmarkmið nr.5 er eitt þeirra markmiða sem Landsvirkjun valdi.  Einn mælikvarðanna var laun, annar stjórnunarstöður. Valið var að fara í samstarf við Capacent og vinna heildstæða úttekt á stöðu jafnréttismála ekki aðeins á mælanlegum þáttum eins og kynjahlutfalli go launum heldur einnig á menningu, samskiptum og vinnuumhverfi.  Gert var 1.stöðumat 2.Hvað á að gera? 3. Eftirfylgni.  Nú er komin aðgerðaáætlun jafnréttismála. Ávinningurinn af heimsmarkmiðunum er 1. Tengir samfélagsábyrgð Landsvirkjunar nánar alþjóðlegu uhverfi 2. Styrkir núverandi áherslur og árangur í lofslagsmálum, breiðari þátttaka með sjálfbæra orku fyrir alla og aukið umfang á vinnu að kynjajafnrétti 3. Getur styrkt samskipt við hluteigendur, innanlands sem erlendis, varðandi málaflokkana 4. Landsvirkjun á meðal fyrstu íslenskra fyrirtækja til að tileinka sér Heimsmarkmiðin.

Ábyrgar fjárfestingar

Fræðslufundur Stjórnvísi og Festu um ábyrgar fjárfestingar var haldinn í morgun í KPMG.   Það voru faghópar um fjármál fyrirtækja, gæðastjórnun og ISO staðla, góða stjórnarhætti og samfélagsábyrgð sem stóðu að fundinum.  Fundarstjóri var Viktoría Valdimarsdóttir, CEO Business Group Luxemborg s.ár.l. og stjórnarformaður Ábyrgra lausna ehf. Yfirskrift fundarins var: „ Er innleiðing nýrra laga um ófjárhagslega upplýsingaskyldu og fjárfestingarstarfsemi sjóða tækifæri til nýsköpunar og aukinna sóknarfæra?

Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð fjallaði um mismunandi leiðir sem fjárfestar geta valið til að innleiða stefnu um ábyrgar fjárfestingar og tækifæri sem þeim fylgja. Festa er að fjalla um fjárfesta sem hluta af stóru myndinni. Samfélagsábyrgð er heildarábyrgð á fyrirtækjarekstur og fjárfestar eru einn af hagsmunaaðilunum.  En hvað eru ábyrgar fjárfestingar? „Ábyrgar fjárfestingar felast í að taka mið af umhverfis-og samfélagsþáttum, auk stjórnarhátta og siðferðis þegar fjárfestingaákvarðanir eru teknar. Það eru langtímasjónarmið, hlusta á hagaðila og að fyrirtæki líta svo á að þau hafi það markmið að búa til betra samfélag fyrir alla aðila.  Þetta tengist sjálfbærni og sjálfbærri þróun.  Sumar tegundir fjárfestinga eru kallaðar kynslóðafjárfestingar þ.e. þær munu koma næstu kynslóðum vel.  Samfélagábyrgð felst í að fyrirtæki axli ábyrgð á áhrifum sem ákvarðanir og athafnir þess hafa á samfélagið og umhverfið.  Það er gert með gagnsæi og siðrænni hegðun, með gagnkvæmum ávinningi, stuðli að sjálfbærni, hlusti á væntingar hagsmunaaðila og fari að lögum.  Samfélagsábyrgð er með auknum mæli að færast inn í lög.  T.d. skylda lög ESB stór fyrirtæki í Evrópu til að gefa árlega út skýrslu um samfélagsábyrgð sína. Ketill kom inn á að samfélagsábyrgð borgar sig.  Því til stuðnings nefndi hann að Deutsche Bank komst að því að fyrirtæki sem skora hátt á samfélags-,umhverfis-og stjórnarháttum bera lægri vaxtarkostnað og vegna betur til miðlungs-og langs tíma.   Einnig gerðu þrír hagfræðingar frá Harvard og LBS saman tvo hópa með 90 fyrirtækjum frá 1993-2001.  Í öðrum hópnum voru öll með stefnu um SÁ. Sá hópur skilaði mun betri rekstri.  Ketill sýndi líka módel (Sheila Bonini and Stephan Börner 2011) hvernig hægt er að aðstoða fjármálastjóra við að sjá ávinning. En hvað ýtir á samfélagsábyrgð fyrirtækis?  Áhætta, rekstur, siðferði og samfélag.

Tómas N. Möller, lögfræðingur Lífeyrissjóðs verslunarmanna fjallaði um nýlegar breytingar á lögum og reglum um fjárfestingarstarfsemi lífeyrissjóða. Tómas velti upp spurningum og ábendingum varðandi umboðsskyldu, tengsl reglnanna við aukna umræðu um ábyrgar fjárfestingar (SRI - Social Responsible Investment) og auknar kröfur varðandi umhverfismál, samfélagsábyrgð og góða stjórnarhætti (ESG - Environment, Social, Governance). Lífeyrissjóðir eru langstærsti fjárfestirinn á Íslandi í dag. Starfsemi lífeyrissjóðs takmarkast við móttöku, varðveislu og ávöxtun iðgjalda og greiðslu lífeyrir.  Í dag þurfa lífeyrissjóðir að horfa til fimm viðmiða/vegvísa.  Í frjálsara umhverfi þurfa lífeyrissjóðir að taka meðvitaða ákvörðun um það hversu stórum hluta fjárfestinga sinna þeir verja í innlend verkefni.  Sú ákvörðun ætti bæði að byggjast á viðleitni til að takmark áhættu með eignadreifingu og tryggja að hérlendis ríki til lengri tíma litið fjölbreytt og góð atvinnuskilyrði sem stuðla að búsetu og lífsgæðum í landinu.  En hvað hefur Lífeyrissjóður VR gert?  Lífeyrissjóður Verslunarmanna hefur sett sér gildi og viðmið. Fjárfesting í nýsköpun getu falið í sér áhugaverð fjárfestingartækifæri.  Mikilvægt að forsvarsmenn nýsköpunarverkefna skilji þarfir og skyldu lífeyrissjóða sem fjárfesta. Mikilvægt að fara vel með það fé sem fengið er frá fjárfestum til nýsköpunarverkefna varðandi orðspor og framhaldið.

Hrefna Ö. Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða Landsbanka Íslands fjallaði um innleiðing stefnu um ábyrgar fjárfestingar (RI) hjá Landsbankanum. Hrefna fór yfir innleiðingu Landsbankans á stefnu um ábyrgar fjárfestingar og einnig fjallaði hún um nýstofnuð samtök um ábyrgar fjárfestingar. Stóru sporin eru í fjárfestingum og lánveitingum.  Árið 2013 setti Landsbankinn niður stefnu. Flottir sérfræðingar voru fengnir inn í bankann og bankaráðið þurfti að vera með ásamt framlínunni.  Þetta var ekki samkeppnismál því nú var þörf á að nýta reynslu fræðimanna sem komu erlendis frá og því bauð Landsbankinn samkeppnisaðilum á fræðslufundi þeim tengdum.  Allt hófst þetta með fræðslunni og sendur var spurningarlisti til hlutafélaga í Kauphöllinni.  Stofnuð hafa verið samtök og byggir starfsemin á faglegri virkni stjórnarmanna en stjórnina skipa: Arnór Gunnarsson, VÍS, Davíð Rúdólfsson, Gildi, Hrefna Sigfinnsdóttir Landsbanki, Jóhann Guðmundsson Live, Kristín Jóna Kristjánsdóttir Íslandssjóði og Kristján Geir Pétursson, Birta.  Ný stjórn hefur fyrst og fremst það hlutverk að forma starfsemina og setja fræðslu af stað með fræðsluviðburðum og vinnuhópum stjórnar.  

Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð UN Global Compact

Faghópur Stjórnvísi um samfélagsábyrgð hélt í morgun áhugaverðan fund þar sem kynntur var Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð UN Global Compact. Á fundinum var fjallað um ávinning þess að skrifa undir Global Compact, innleiðingu 10 viðmiða sáttmálans og reynslu fyrirtækis af því að skrifa undir. Hörður Vilberg, forstöðumaður samskipta hjá Samtökum atvinnulífsins, greindi frá ávinningi aðildar að sáttmálanum en SA eru tengiliður Íslands við Global Compact. Harpa Júlíusdóttir, viðskiptafræðingur, fjallaði um niðurstöður rannsóknar sinnar til meistaranáms á þróun aðildar að UN Global Compact hjá íslenskum fyrirtækjum og hvernig hefur gengið að innleiða samfélagsábyrgð. Að lokum lýsti Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts reynslu Póstsins af aðild UN Global Compact en Pósturinn hefur verið aðili að GC frá árinu 2009. Fundarstjóri var Ásdís Gíslason, kynningarstjóri HS Orku. Streymi af fundinum og myndir má sjá á facebook síðu Stjórnvísi.

Samfélagsskýrslur fyrirtækja

Í morgun var haldinn á Icelandar Hótel Natura fjölmennur fundur á vegum Festu og faghóps um samfélagsábyrgð fyrirtækja þar sem markmiðið var að kynna samfélagsskýrslur fyrirtækja og ræða hvernig mæla megi árangur í umhverfis- og samfélagsmálum. Fundarstjóri var Soffía Sigurgeirsdóttir hjá KOM.  Þorsteinn Kári Jónsson, Marel, varaformaður Festu útskýrði hvað felst i samfélagsskýrslu, hvað á hún að innihalda og hver er lesandinn, þ.e. fyrir hvern er skýrslan.  Þá fjallaði Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR um samfélagsskýrslu ÁTVR 2016.  Skýrslan er í dag alfarið í rafrænu formi.  Hún þarf að falla að heildarstefnunni og samsama sig heildaraðilanum.  Í fyrsta skipti spurði ÁTVR í vinnustaðagreiningu hvort starfsfólk teldi sig þekkja áherslur Vínbúðarinnar á sviði samfélagsábyrgðar og voru starfsmenn almennt mjög sammála því.

Dagmar Ýr Stefánsdóttir, fjölmiðlafulltrúi Alcoa Fjarðaáls kynnti samfélagsskýrslu Acoa Fjarðaáls 2016.  Eitt af hennar fyrstu verkefnum var að ganga til liðs við Festu og er forstjóri Alcoa eigandi verkefnisins.  Alcoa er stórt fyrirtæki í litlu samfélagi sem hefur áhrif á umhverfið og því mikilvægt að huga vel að því.  Litið er á að fyrirtækið þurfi samþykki samfélagsins til að starfa.  Alcoa fagnar 10 ára afmæli í ár.  Markmiðið er að vera í góðu samstarfi við verktaka og deila verkefnum sem víðast.  Samfélagsskýrslan er ekki hluti af ársskýrslu.  Alcoa notar GRI viðmið, forstjóri og tveir stjórnendur eru í stýrihópnum.  Alcoa er fyrirtæki sem mengar og er því að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gæta að umhverfinu.  Mikið hefur verið plantað af trjám.  Varðandi mannauðsmál þá eru öryggismál ávallt í öndvegi.   Metnaðarfull markmið eru varðandi jafnréttismál.  Í dag starfa 25% konur á svæðinu.  Hvatt er til sjálfboðavinnu og þess að gefa af sér.  Alcoa hlaut menntaverðlaun atvinnulífsins 2017.  Stærsti einstaki styrkurinn í fyrra var til Vatnajökuls.  Þeir sem verða birgjar hjá Alcoa þurfa að undirganga ströng skilyrði er varða að stunda jákvæð viðskipti.  Dagmar sagði að lokum að í næstu skýrslu yrði texti styttur og meira myndrænn, gerð yrði vefútgáfa, hugað betur að tölum sem náðist ekki núna, hvað veldur? Finna tækifærin til að gera betur og virkja áhuga starfsmanna betur. 

Að lokum kynnti Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður Verkefnastofu Isavia Árs- og samfélagsskýrsla Isavia 2016.  Nærsamfélag ISAVIA er allt landið.  Stjórn ákvað að farið yrði í UN Global Compact.  Forstjóri var mjög áhugasamur og er eigandi verkefnisins. Skýrslan var gerð skv. GRI.   Byrjað var á að móta stefnu og markmið sem var samþykkt af stjórn.  Eigandi skýrslunnar er almenningur, skýrslan er á íslensku og ensku, er bæði til prentuð og á netinu.  Henni verður skilað sem framvinduskýrslu í UN Global í haust.  Samfélagsábyrgðin er nú tekin beint inn í stefnuna.  Stefnan er að samfélagsábyrgðin verði i DNA-inu.

 

Skert starfsgeta og ábyrgð fyrirtækja

Faghópar um samfélagsábyrgð fyrirtækja og mannauðsstjórnun stóðu í morgun fyrir fundi í Húsi atvinnulífsins sem hafði það markmið að ná athygli forstöðumanna fyrirtækja á ábyrgð þeirra á að mæta þörfum er tengjast skertri starfsgetu og varpa ljósi á ávinninginn sem felst í því að sinna þessu á markvissan hátt. Á fundinum var fjallað um ábyrgð fyrirtækja að sinna starfsmönnum með skerta starfsgetu sem felst meðal annars í því að bjóða upp á hlutastarf bæði fyrir starfsmenn innan fyrirtækja sem eru að fara í langvinn veikindi eða koma til baka til starfa. 


Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og fyrrverandi stjórnarformaður VIRK bauð gesti velkomna og sagði frá samstarfi SA og Virk. Hannes ræddi um aðdragandann að stofnun VIRK.  Árið 2004 höfðu ASÍ og SA miklar áhyggjur af vaxandi örorkutíðni og þann 7.mars sama ár var samið um 2% hækkun lífeyrissjóðs. Árið 2008 var VIRK stofnað og skipulagsskrá staðfest.  Vigdís Jónsdóttir var ráðin fyrsti starfsmaður VIRK og starfar enn í dag sem framkvæmdastjóri VIRK. Á árinu 2016 var slegið Íslandset í nýgengi örorku þegar 1.800 manns fengu úrskurð um 75% örorkumat.  Á árinu var nýgengi örorku í fyrsta sinn meira en náttúruleg fjölgun starfsfólks á vinnumarkaði.  Þessi öfugþróun í nýgengi örorku gerist á sama tíma og VIRK er að ná miklum árangri í starfsendurhæfingu einstaklinga sem glímt hafa við veikindi eða afleiðingar slysa og snúa inn á vinnumarkaðinn að henni lokinni.  Upptaka starfsgetumats í stað örorkumats býður upp á allt aðra nálgun og hugmyndafræði en gildandi örorkumatsstaðall sem einblínir á að vangetu fólks og færnisskerðingu. Mikilvægt er að ná uppbyggilegu samstarfi milli TR og VIRK.       

Jónína Waagfjörð, sviðsstjóri þróunar atvinnutengingar hjá VIRK Starfsendurhæfingarsjóði talaði stuttlega um ráðgjöf og þjónustu VIRK og jafnframt þann samfélagslega ávinning sem hlýst af því að koma einstaklingum aftur út á vinnumarkaðinn eftir starfsendurhæfingu. Í því sambandi ræddi hún um mikilvægi innleiðingar ákveðinna verkferla inni á vinnustaðnum sem auðveldað geta einstaklingum með skerta starfsgetu að vera áfram í vinnunni og/eða að snúa aftur til vinnu eftir veikindi eða slys. Allir sem leita til VIRK fá ráðgjafa en þeir eru 50 um land allt.  Margir þeirra sem leita til VIRK eru með mikla menntun.  Algengustu ástæðurnar eru stoðkerfis-og geðræn vandamál. Rannsóknir staðfesta að tíminn hefur mikið að segja varðandi hvort starfsmenn snúa aftur inn á vinnumarkaðinn, því lengur sem starfsmaður er frá vinnu því minni líkur á að hann snúi aftur.  Því er gríðarlega mikilvægt að atvinnurekendur fylgist með og taki ábyrgð, vísi starfsmönnum á VIRK.  Starfsgeta þeirra sem eru útskrifaðir hjá VIRK er frá 3-100%.  Af þeim sem voru útskrifaðir 2016 voru 50% með 50% starfsgetu, 25% með 75%, 8% með 100%.  En hver er ábatinn af starfsemi VIRK?  Ábatinn er í milljörðum króna öll þau ár sem VIRK hefur starfað.  Það eru TR, lífeyrissjótðurinn, skatturinn og einstaklingarnir sjálfir sem skapa þennan ábata.  Mikilvægt er að fyrirtæki gæti að aðilum sem eru ekki með fulla starfsgetu og aðlagi starfið að þeim.  Að vera í sambandi við starfsmanninn á meðan hann er í langtímaveikindum er það mikilvægasta af öllu til að viðkomandi komi aftur.  Að skrá fjarveru er mikilvægt og einnig að skoða hver er ástæða fjarverunnar.  Þetta er ábyrgð stjórnenda.   Virk segir: „Vinna er úrræði“, vinnan eflir einstaklinginn. 

Berglind Helgadóttir, starfsmannasjúkraþjálfari/starfsmaður öryggisnefndar: „Starfsendurhæfing samhliða vinnu“ – sagði frá þróunarverkefni Landspítala og VIRK um starfsendurhæfingu starfsmanna Landspítala samhliða vinnu. Markmið verkefnisins, sem hófst í september 2016, var að stuðla að endurkomu til vinnu í fyrra starfshlutfall eftir tímabundna skerta vinnugetu vegna heilsubrests. Landspítalinn leggur mikla áherslu á teymisvinnu og fjarvistastjórnun. Þegar vinnan hófst voru fjarvistir háar 6,6% 2016.  Markmiðið var að vera undir 6%.  Erfiðustu fjarvistarmánuðirnir eru fyrstu þrír mánuðirnir.  Til að innleiða var haldin vinnustofa fyrir alla stjórnendur.  Mikilvægt er að finna út hvað það er sem veldur veikindunum, er það eitthvað sem tengist vinnustaðnum?  Berglind vísaði í áhugaverða rannsókn varðandi íhlutun á vinnustað: What works at work? Darcy Hill, Daniel Lucy, Clare o.fl.   Skoðað er hvað starfsmaðurinn getur gert, hvað getur vinnustaðurinn gert og eftirfylgni.  Tilgangur fjarverusamtals (+10%) er að fara yfir stöðu og ástæðu veikinda, aðstæður á vinnustað og annað.  Boðið er upp á hlutaveikindi þ.e. að viðkomandi starfsmaður komi inn í hlutastarf.  Starfsmaður sem er í 100% starfi fær 50% starf og 50% hjá Virk.  Trúnaðarlæknir metur hvort viðkomandi sé hæfur í verkefnið.  Virk ákveður síðan hvort viðkomandi er starfsendurhæfur, gerður er skriflegur samningur.  En hvernig hefur þetta gengið?  Sex hafa farið inn í verkefnið, einn hefur lokið endurhæfingu og er kominn í fullt starf. Kveikjan við að koma þessu af stað var sú að starfsmaður hefur oft ekki fjármagn nema fara þessa leið.   


Guðmundur Maríusson, fjármálastjóri Íslensku auglýsingastofunnar, sagði að lokum frá reynslu fyrirtækisins varðandi samstarf við Virk. Með samningi við Virk vildi Íslenska leggja sitt af mörkum.  Skjólstæðingur Virk er lögblindur, aðeins með 5% sjón.  Lögblindur maður þarf stóran tölvuskjá og sæti við endann á 6 manna borði.  Að læra á húsnæðið var mikið mál og einstaklingurinn var fljótur að aðlagast, tengjast öðrum starfsmönnum.  Viðkomandi var í 50% vinnu en gat lesið tölvupósta.  Íslenska upplifði mikla jákvæðni með verkefninu sem stóð yfir í 8 vikur.  Menn sáu stöðu hans og fóru að taka tillit til náungans, annarra starfsmanna.  Eftir þessar 8 vikur sagði einstaklingurinn að hann finni fyrir miklu meira öryggi, auðvelt var að fá aðstoð ef eitthvað kom upp á í tölvunni.  Þessi einstaklingur fékk í framhaldi að mæta á vinnustaðinn og fá aðstöðu fyrir eigin verkefni því þangað fannst honum gott að koma.  Þessi upplifun var gagnkvæm. 

Fundarstjóri var Ásdís Gíslason, kynningastjóri HS Orku.

 

 

Vistvænar byggingar og lausnir.

Faghópar um Samfélagsábyrgð og Umhverfi og öryggi héldu í morgun fund í Ikea um vistvænar byggingar og lausnir.  Finnur Sveinsson, ráðgjafi fjallaði um gamlan draum að byggja umhverfisvænt hús.  Hann er að byggja fyrsta umhverfisvottaða íbúðarhúsið á Íslandi og mun það verða vottað með norræna umhverfismerkinu Svaninum.  Hver sem er sem er að fara að byggja getur farið inn á gagnagrunn Finns og séð hvaða efni hann notar.  Hann fær staðfestingu frá framleiðendum allra byggingarefna.  Skandinavar byggja umhverfisvæn hús og blokkir í dag.  Byggingariðnaðurinn á Íslandi er kominn á fullt aftur og fjöldi fyrirtækja í byggingarhugleiðingum.  Byggð er að þéttast í Reykjavík og ný hverfi að myndast.  Það er enginn stikk frí í umhverfismálum og við erum hluti af lausninni.  Helsta eign Íslendinga eru náttúruauðlindir og hreint umhverfi.  Varðandi val á vottunarkerfum þá kynnti Finnur mörg kerfi t.d. Passive houses, Zero energy houses, Leed, DGBV, Miljöbyggnad, Breeam og Svaninn.  Sjálfur valdi hann Svaninn. 

Guðný Camilla Aradóttir, umhverfisstjóri fjalla um hvernig sjálfbærni er ein grunnstoðin í hönnun IKEA á hverri einustu vöru.  Sjálfbærni hefur verið hluti af IKEA frá upphafi.  Nýtni og vinnusemi hefur verið í hávegum höfð og sjálfbærni er hluti af því.  Árið 1976 gaf Ikea út handbók þar sem fjallað var um að sóun væri versti sjúkdómur mannkynsins og passa þyrfti upp á hana í hverri einustu vöru.  Árið 2012 voru sett fram markmið til ársins 2020 varðandi auðlindir og orku, fólk og samfélagið og sjálfbærara heiilislíf.  Af 10þúsund vörum eru 2300 vörur á lista yfir msl@h vörur og þeim fer hratt fjölgandi.  Healthy living er nýr flokkur.  Þær grunnstoðir sem stuðst er við með hverja einustu nýja vöru eru: notagildi, hönnun, lágt verð, sjálfbærni og gæði.  Með þessu er tryggt að sjálfbærni sé hluti af hverri vöru.  Nú er notaður betri bómull, vottaður viður, bambus og vatnahýasinta.  Vatnahýasinta vex eins og arfi, búnar eru til úr henni fiskamottur o.fl.  Flatar pakkningar eru notaðar til að koma sem mestu í hvern gám, notaðar eru pappapallettur og ekkert frauðplast er notað lengur hjá Ikea.  Í stað frauðplastsins er notaður pappír sem er umhverfisvænn.  Þetta tók mörg ár því sannfæra þurfti birgja um að hætta að nota frauðplast.  Ikea selur Kungsbacka eldhúsinnréttingar sem unnar eru úr endurunnu plasti og viðarspóni. Í einni hurð eru 25 plastflöskur.  Blöndunartækin eru öll með vatnssparandi búnaði og nota 40% minna af vatni en þrýstingurinn er sá sami. Led lýsingin er núna innleidd og nú eru eingöngu seld ledljós í Ikea.  Í fyrra seldi Ikea 79 milljónir LED pera í heiminum.  Heimilistæki eru í A++.

 

Samfélagsábyrgð og starfsánægja

Fjallað var um tengsl starfsánægju og samfélagsábyrgðar fyrirtækja á fundi faghópa um mannauðsstjórnun og samfélagsábyrgð fyrirtækja í Innovation House í morgun. Fundarstjóri ar Elma Dögg Steingrímsdóttir, gæðastjóri Te & Kaffi. Fjallað var um hvernig áhersla fyrirtækja á samfélagsábyrgð ýtir undir starfsánægju og stolt starfsmanna. Varpað var ljósi á innlendar og erlendar rannsóknir og sagt frá reynslu fyrirtækja, t.d. af mælingum þeirra um starfsánægju sem og mælingar á hvað það er varðandi samfélagsábyrgð sem starfsfólkið lætur sig varða.
Arney Einarsdóttir, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar í mannauðsstjórnun í HR byrjaði fundinn á umfjöllun um niðurstöður úr CRANET rannsókninni í tengslum við samfélagsábyrgð og starfsánægju. Arney fjallaði um samfélagsábyrgð og upplifun, viðhorf og hegðun starfsfólks. Arney segir fólk gleyma að starfsánægja sé stöðugt fyrirbæri. Það eru störfin sem slík sem skapa starfsánægju auk annarra mikilvægra þátta. Menn eru að reyna hið ómögulega með því að tengja starfsánægju og fjárhagslegan ávinning. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er að skapa starfsánægju. Svo margt hefur áhrif á fjárhagslega hlutinn. Cranet könnunin er lögð fyrir fjölda fyrirtækja. Einungis 300 fyrirtæki eru með yfir 70 starfsmenn á Íslandi. Svarhlutfall í síðustu könnun var 119 fyrirtæki eða 37%. Cranet fékk aðgengi starfsmanna í 35 fyrirtækjum að 1041 starfsmanni þar sem þeir voru m.a. spurðir hvort til væri stefna um samfélagslega ábyrgð, stefna um fjölbreytni, skilgreind gildi, jafnréttisstefna og siðareglur? Starfsfólk var látið meta upplifun á stuðningi, sanngirni jafnrétti, fjölbreytni og trausti. Upplifun=percaptions viðhorf=attitude. Niðurstaðan var sú að íslensk fyrirtæki eru almennt ekki með neina stefnu varðandi fatlað fólk. Hins vegar eru 87% fyrirtækja með jafnréttisstefnu. Í Bandaríkjunum er sambærileg regla og hér varðandi að fyrirtæki eigi að spegla samfélagið, aldur, kyn o.fl. Ef þau gera það ekki réttilega þá þurfa þau að setja sér stefnu til að bæta þig. Ísland var því ekki fyrst í þessum málum. 70% eru með siðareglur. Varðandi lýsandi niðurstöður og tengsl þá sjást ágætis tengsl á milli upplifunar á jafnrétti og árangri, trausti og fjölbreytni við stefnu á samfélagsábyrgð. Eru gildin það sem þú vilt vera? Mikilvægt er að fá staðfestingu á því hvernig starfsmenn upplifa gildin. Starfsmannahópar eru alltaf að breytast og því er mikilvægt að viðhalda þeim. Arney skoðaði hvað skýrir mest traust. Stefna um samfélagsábyrgð hefur þar þó nokkuð að segja. Stefna um samfélagsleg ábyrgð hefur jákvæð áhrif á upplifun starfsfólk og hegðun. Upplifun kemur á undan starfsánægju og líkur á að áhrifin miðlist í gegnum upplifun yfir í starfsánægju.

Baldur Gísli Jónsson, mannauðsstjóri Landsbankans fjallaði um mælingar sem bankinn hefur gert á viðhorfi starfsfólks til samfélagsábyrgðar. Baldur sagði frá því að Landsbankinn er í dag ekki með nein gildi. Ástæðan er sú að þeim þótti gildi orðið kliskjukennd. Í samfélagsábyrgð hefur Landsbankinn verið að horfa á ákveðin þroskastig. Landsbankinn er að vinna með samfélagsskýrslu. Farið hefur verið í ýmis verkefni en stóra verkefnið er að ná samfélagsábyrgðinni inn í daglega vinnu. Landsbankinn vill skoða hversu ábyrg fyrirtækin eru sem þeir eru að skipta við. Í bankanum er margt fólk. Þar er að gerast ákveðin breyting, þ.e. meiri ábyrgð því meiri arðsemi. Landsbankinn er með vinnustaðagreiningu í febrúar í gegnum Gallup þar sem spurðar eru 40 spurningar. Tvær spurningar er spurt um er varðar samfélagslega ábyrgð. Önnur er „Ég tel þær aðgerðir sem varða samfélagslega ábyrgð mikilvæga fyrir starfsemi bankans. Ekki sjást þó mikil tengsl milli samfélagsábyrgðar og trausts til yfirstjórnenda. Traust til yfirstjórnenda og stefna hafa hins vegar mikil tengsl. Töluverður munur er á milli starfsstöðva bankans. Starfsmenn telja Landsbankann almennt sinna vel samfélagslegri ábyrgð. Margir hafa staðið upp innan bankans og viljað axla meiri ábyrgð. Sem flest tækifæri eru nýtt á starfsmannafundum til að ræða samfélagsábyrgð. Bráðum verður útbúið efni um samfélagsábyrgð þ.e. hvað snýst hún um, fyrir bankann og fyrir starfsmanninn. Starfsmenn tóku eftir Svansvottun í mötuneyti því nú þarf að flokka betur og ganga frá eftir sig. Heilt yfir hefur þetta hingað til verið bundið ákveðnum verkefnum og þeim sem eru í þeim.

Þórhildur Ósk Halldórsdóttir, deildarstóri hjá Reykjavíkurborgar er menntuð á sviði samfélagsábyrgðar frá Svíþjóð og sagði hún frá rannsóknum sem hún gerði meðal tveggja íslenskra fyrirtækja og velti upp möguleikum Reykjavíkurborgar að mæla viðhorf starfsfólks til samfélagsábyrgðar. Ef við ætlum að innleiða samfélagsábyrgð felur það í sér að samþætta gildi, menningu, ákvarðanatöku, stefnu og rekstur fyrirtækja/stofnana. Þegar búið er að innleiða stefnuna þarf að gera ráð fyrir að hún nái inn í vinnustaðinn. Þórhildur skoðaði út frá þremur nálgunum, siðferðisleg, fórnfýsimanngæsla og eiginhagsmunir. Þórhildur sagði að það sem hefur áhrif á menningu er fyrirtækið sjálft, stjórnendur þ.e. stjórnendastíllinn, samningar sem fyrirtækið gerir, hvernig eftirlit er til staðar, hvernig hvatning er til starfsmanna, einstaklingurinn sjálfur og það sem gengur þvert á allt er hvernig þetta allt birtist. Hvernig er fólk verðlaunað fyrir góða frammistöðu, það skiptir kannski ekki öllu máli hver stefnan er heldur hvernig hún birtist. Samfélagsábyrgð er þáttur sem við tengjum mikið við. Hvers vegna erum við að innleiða hana? Niðurstöður rannsóknar sýna að þegar horft er út frá fyrirtækinu sjálfu er mikilvægast að horfa á hvernig stjórnendur tala. Þórhildur gerði könnun hjá Olís og Kaffitár. Þórhildur skoðaði hvort 1. Samfélagsábyrgð væri til staðar 2. Hvor samfélagsþættir væru kynntir og 3. hvort vitund um samfélagsábyrgð væri til staðar. Í stuttu máli benda niðurstöður til að samfélagsábyrgð skipti miklu máli. Þessi fyrirtæki nálgast stefnuna sína ólíkt. Reykjavíkurborg er í risastóru verkefni sem kallast „Grænn vöxtur Reykjavíkurborgar“. Byrjað var á að kortleggja græna kerfið. Þau vilja setja saman safn mælikvarða, náttúrulegt umhverfi, framgang á stefnum sem liggja undir s.s. notkun nagladekkja, skoðað er hvaða áhrif þetta hefur út í samfélagið þ.e. velsæld borgarinnar. Meðal leiðanna kemur samstarf við önnur sveitarfélög og við Festu sem er áhugaverður vinkill. Borgarskipulag, innkaup eru þau græn? Skoða þarf hvaða áhrif framkvæmdirnar hafa. Hvað er verið að gera í rekstri borgarinnar.

Samfélagsskýrslur verða líklega framtíðin.

Fanney Karlsdóttir, varaformaður Festu og formaður faghóps um samfélagsábyrgð bauð gesti velkomna á sameiginlegan fund Festu og faghóps um samfélagsábyrgð hjá Stjórnvísi í HR í dag. Mikill fjöldi mætti á fundinn en markmið fundarins var að veita innsýn inn í ferli varðandi gerð samfélagsskýrslna og hvað skýrslurnar leiða í ljós. Kynntar voru skýrslur þriggja fyrirtækja, OR, N1 og Vífilfells.
Ketill Berg Magnússon, formaður Festu flutti inngang um stöðu og horfur í samfélagsskýrslugerð fyrirtækja. Hann bar upp spurninguna: „Af hverju að mæla samfélagsábyrgð? Hvers vegna er verið að gefa út skýrslu? Hvað ýtir á samfélagsábyrgð fyrirtækis? Hvað ýtir á þessa nýju hugsun?. Svarið er að þetta er áhættustýring, eykur gæði, hefur góð áhrif á reksturinn, gerir starfsmenn stoltari, djúpstæð gildi, æðri tilgangur og ytri þættir eins og traust, stjórnmál, rekstrarleyfi, fjölmiðlar og samtök. Hver eru rökin fyrir að mæla samfélagsábyrgð? Hvert er markmiðið? Hvernig nýtist mælingin fyrirtækinu? Fyrir hvaða hagsmunaaðila? Hvernig munmælingin hjálpa þeim? Hvað á að mæla? Hvaða umfang? Hvaða umfang? Hvaða hluta virðiskeðjunnar? Hvernig, hvar fáum við gögnin? Á að nota staðla? Hver ber ábyrgð á að mæla? Hvaða tími ársins? Hvernig á að kynna? Utanhúss eða opinberlega. Núna liggur fyrir Alþingi Íslendinga frumvarp sem skyldar fyrirtæki með 250 starfsmenn eða fleiri til að skila árlega inn upplýsingum um samfélagsábyrgð. Samfélagsskýrslur verða líklega viðteknir starfshættir, tengjast daglegum störfum, rauntímamæling á árangri, samþættar inní ársskýrslur og lagaleg skylda.
Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur sagði frá forsögu að skýrslugerð OR. Frá 2005. OR tengir saman auðlindirnar og fólkið. Árið 2006 var gerð skýrsla hjá OR um sjálfbæra þróun. Árið 2012 var gerð eigendastefna: „Orkuveita Reykjavíkur kemur fram af heilindum og trausti og rækir samfélagslega ábyrgð í starsemi sinni. Kjarninn í stefnumótun OR er Efnahagur, umhverfi, samfélag og sjálfbærni. Gildi OR eru hagsýni, framsýni, heiðarleiki. Skýrslurnar þrjár sem OR gefur út eru Ársskýrsla, umhverfisskýrsla og ársreikningur. Ákveðið var að setja samfélagsábyrgðarskýrsluna inn í þær. Þorsteinn hjá Festu gerði úttekt á skýrslunni og gerði athugasemdir um hvað væri hægt að bæta. OR er enn á því að taka ekki upp sérstakt stjórnkerfi vegna samfélagsábyrgðar, vinnan við skýrsluna dró fram vankanta hjá OR og sýndi fram á t.d. skort á stefnumótun í mannréttindamálum og rýni og kröfugerð í innkaupum. GRI auðveldar stjórn OR mikilvægt eftirlit með því hvernig fyrirtækið sinnir þeim verkefnum sem eigendurnir hafa falið því.

Ásdís Jónsdóttir, gæðastjóri N1 sagði að fyrsta skrefið var stigið 2008. Árið 2013 fór N1 á markað og stofnaður var vinnuhópur 8 starfsmanna til að finna út hvað væri samfélagsleg ábyrgð og rýna hvað væri hægt að gera betur. N1 fékk til sín frábæra ráðgjafa frá Alta. Ger var grunnstöðuskýrsla með 71 verkefni. Ýmist var verkefnið ekki hafið, í gangi en með tillögu um breytingu eða í gangi og ekki ástæða til að breyta. Dæmi um sýnilega skuldbindingu og samþykkt að framkvæma var stefna N1 í samfélagslegri ábyrgð og að gera samfélagskýrslu GRI. Byrjað var á að safna saman gögnum og velja í hópinn. N1 studdist við skýrslur ÁTVR sem nýttust vel. Í dag er N1 að uppfylla meirihlutann af kröfum GRI.
Stefán Magnússon, markaðsstjóri Vífilfells sagði samfélagsábyrgð ekki vera ný á nálinni hjá Vífilfelli. Leiðarljósið í starfseminni hvað varðar stefnur og áætlanir. Gildi og markaðsstarf tengjast samfélagsábyrgð. Vífilfell er að verða partur af European Partners og þarf að gera sambærilegar skýrslur. Mjög strangar reglur eru varðandi innkaup og samþykkt birgja. Allir hráefnabirgjar þurfa að vera samþykktir. Vífilfell er aðili að Global Compact samningi Sameinuðu þjóðanna. Vífilfell er með mikið af gæðastöðlum, ISO 9001, 14001, OSHAS 18001 og 22000. Allir staðlarnir tryggja að unnið sé rétt. Þegar farið var í gerð samfélagsskýrslu var fenginn utanaðkomandi ráðgjafi/verkefnastjóri en hægt var að skoða format skýrsluna hjá Coca Cola annars staðar í heiminum. Ákveðið var að gera einfalda og myndræna skýrslu. Skýrslan var tvískipt og eingöngu gefin út á rafrænu formi og á ensku. Ástæða þess að skýrslan var gefin út á ensku er sú að hagsmunaaðilarnir eru út um allan heim. Til að fá alla með voru allar starfstöðvar heimsóttar og tekin viðtöl. Myndaðir voru verkefnahópar. Hægt er að nálgast skýrsluna inn á vifilfell.is Helsti lærdómurinn er sá að það er tímafrekt að safna saman efni og því er best að gera þetta jafnt og þétt yfir árið. Lítið efni var tengt starfseminni en mikið tengt starfseminni. Mikilvægt að taka góðar myndir allt árið um kring.

Velheppnuð samfélagsverkefni fyrirtækja

Þrír faghópar Stjórnvísi; mannauðsstjórnun, samfélagsábyrgð fyrirtækja og þjónustu-og markaðsstjórnun héldu sameiginlegan hádegisfund í dag í HR sem bar yfirskriftina: „Velheppnuð samfélagsverkefni fyrirtækja“. Á fundinum var fjallað um hvernig velheppnuð samfélagsverkefni fyrirtækja eru annað og meira en auglýsing og skapa virði fyrir annars vegar samfélagið og hins vegar fyrirtækið og starfsfólk þess.Ketill Berg framkvæmdastjóri Festu stjórnandi fundinum og þrír áhugaverðir fyrirlesarar fluttu erindi.
Soffía Sigurgeirsdóttir, ráðgjafi hjá KOM, f'ór yfir góðar starfsaðferðir við að skipuleggja stuðning fyrirtækja við samfélagsverkefni, s.s. er varða val á verkefnum og innra og ytra kynningarstarf. Soffía nefndi að fleiri og fleiri fyrirtæki kjósa að leggja ekki einvörðungu áherslu á arðgreiðslur til hluthafa heldur vilja að samfélagið njóti einnig ávinnings af starfsemi þess. Rannsóknir sýna að neytendur kjósa að versla frekar við fyrirtæki sem hlúa að jafnrétti, mannréttindum, samfélaginu og umhverfinu. Þetta er hvati til aukinnar ábyrgðar fyrir fyrirtæki. Lykilatriði í samfélagsverkefni er þátttaka starfsmanna, það eykur verðmæti fyrirtækisins. Gott er að búa til svigrúm fyrir starfsmenn til að taka þátt í samfélagsverkefnum. Einnig er mikilvægt að starfsmenn taki þátt í stefnumótun varðandi samfélagsábyrgð. Sú vinna eykur tryggð starfsmanna. Dæmi um verkefni til fyrirmyndar er varða umhverfismál er t.d. kolefnisjöfnun á útblæstri gróðurhúsalofttegunda vegna starfseminnar (gróðursetning trjáa), vistvæn innkaup. Önnur dæmi eru beinar fjárfestingar sem stuðla að uppbyggingu nýsköpunar, uppbygging í nærsamfélaginu, stuðningur við háskóla til að efla gæði menntunar, orku/tæknifyrirtæki sem styrkja konur til iðnmenntunar, minnkar kynjahlutfall og eykur fjölbreytileika, samgöngur til og frá fyrirtæiá strjálbýlu svæði eru opin fyrir almenning einnig, stuðningur við vitundarvakningu um mannréttindi/jafnréttindi. Góð samskipti eru lykilatriði og mikilvægt að nýta mismunandi boðleiðir. Samskiptaáætlun stuðlar að árangursríkari viðskiptum. En af hverju eru fyrirtæki að þessu?
Edda Hermannsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, sagði frá styrkjastefnu Íslandsbanka og virði verkefnanna Hjálparhönd og Reykjavíkurmaraþon. Edda fór yfir stoðir samfélagsábyrgðar Íslandsbanka. Lykilverkefni nýrra stefnu í samfélagsábyrgð eru níu: Ábyrg lánastarfsemi, upplýsingaöryggi, ábyrg innkaupastefna, samgöngustefna, jafnréttisstefna, fræðsla til viðskiptavina, stefna um ábyrgar fjárfestingar, hjálparhönd Íslandsbanka, mótun skýrrar styrkjastefnu. Hver starfsmaður bankans fær 1 dag á ári til að vinna í góðgerðastarfi, stefnan er að fjölga þessum dögum í 3. Einstaklingar og félög hafa leitað til bankans eftir mannafli í slík verkefni. Íslandsbanki er gríðarlega stoltur af þessu verkefni. Íslandsbanki gefur út Samfélagsskýrslu.
Gréta María Bergsdóttir hjá Háskólanum í Reykjavík sagði frá deginum „Stelpur og tækni“ (Girls in ICT Day) sem haldinn hefur verið á Íslandi síðastliðin tvö ár með þátttöku alls átta upplýsingatæknifyrirtækja. Að deginum standa HR, Ský og SI til að kynna stelpum fyrir ýmsum möguleikum í tækninámi og leyfa þeim að hitta kvenfyrirmyndir í helstu tæknifyrirtækjum landsins. Gréta er verkefna og viðburðastjóri í HR. Hún kemur að skipulagningu margra viðburða. HR er háskóli atvinnulífsins og því er stöðugt skoðað hver þörfin er í atvinnulífinu. HR ber ábyrgð gagnvart eigendum, nemendum og æsku landsins.
HR sér að það er ekki einungis skortur á tæknimenntuðu fólki á Íslandi heldur er hlutfall stelpna mjög lágt. Markmið HR er að laða stelpur í tækninám. Mikil áhersla er í skólanum á tæknigreinar en stúlkur eru ¼ í þessum greinum. Stúlkur er hræddari við að sækja um vegna þess að þær eru hræddar um að þeim mistakist. Boðið er 100 stelpum í 9.bekk á vinnustofur í HR þar sem þær fá að spryeta sig á skemmtilegum verkefnum, heimsækja helstu tæknifyrirtæki landsins og hitta kvenfyrirmyndir í faginu.

Mælingar og miðlun, þú getur ekki stjórnað því sem þú ekki mælir.

Á fundi faghóps Stjórnvísi um samfélagsábyrgð kynnti Sigurpáll Ingibergsson, gæðastjóri ÁTVR sjálfbærniskýrslu ÁTVR og varpaði fram þeirri spurningu hvort vinnan við Global Reporting hefði borgað sig. Svarið við því var svo sannarlega "JÁ". Árið 2004 byrjaði ÁTVR mælingar á samfélagsábyrgð. ATVR er aðili að globalreporting.org og þeir þurfa ekki að þýða skýrslurnar sínar. Mesta áskorunin er ekki skýrslan heldur innleiðingin inn i fyrirtækinu. Vísarnir eru samtals 91. Fyrst í skýrslunni er efnisyfirlit og síðan koma vísarnir. Dæmi um vísi er G4-HR1 er varðar Mannréttindi. Annar er tíðni meiðsla, fjarvera. Þá eru skráð tíðni meiðsla, starfstengdra sjúkdóma fjarverudaga og dauðsföll tengd starfi eftir starfsstöðvum. Greina verður á milli karla og kvenna. Veikindi á almennum markaði eru 4% en hjá ÁTVR eru þau 2,6%. G4-En18 er umfang losunar GHL. G4-EN27 er umfang aðgerða sem stuðla að minnkun umhverfisáhrifa á framleiðslu og /eða þjónustu. Þar sparast 28milljónir. Setjið fókus á rafræna reikninga, pósturinn tapar en umhverfið græðir. Skrifstofupappír var 8,6kíló á stöðugildi 2011, lækkaði 2012 en hækkaði svo aftur 2013 vegna þess að stór pöntun kom inn í árslok. Einnotavörur, plastpokar, strekki filma hafa lækkað. Varðandi efnahagsmálin er horft á mælikvarðann út frá viðskiptavininum. Tekjur af sölu áfengis og tóbaks aukast ár frá ári og arður um leið. Neikvæð áhrif á samfélagið. Ekki selja vöruna þeim sem er yngri en 20 ára. ÁTVR eru alltaf að keppast við að ver-a betri og betri og í ár komst fyrirtækið á toppinn með ánægðustu viðskiptavinina 2014. Mikilvægasta auðlind hvers fyrirtækis eru ánægðir viðskiptavinir og ÁTVR á ánægðustu viðskiptavini á Íslandi í dag.
Umhverfismál, sjórinn við Ísland hitnar og súrnar. ÁTVR gerði samgöngu samning við starfsfólk til og frá vinnu. Fóru úr 140 tonnum í 108 tonn milli ára. Meðalvegalengd frávinnustað úr 7,2km í 6,7km. Stjórnvöld er áhugalaus. Sannfæra þarf stjórnendur fyrirtækja, án stuðningsstjórnvalda, stjórnenda fyrirtækja og menntakerfis gerist ekkert. Allt snýst þetta um börnin okkar. Ef þú vilt bæta heiminn skaltu byrja á sjálfum þeir.
Svanhildur Sigurðardóttir, samfélags-og samskiptastjóri hjá Ölgerðinni fór yfir innleiðingu Ölgerðarinnar á samfélagsmálum. Ölgerðin hefur frá stofnun 1913 sýnt ábyrgð gagnvart samfélaginu, umhverfinu og starfólki. Um leið og vitundarvakning um samfélagsábyrgð fyrirtækja jókst var strax farið afgreina áhuga innan Ölgerðarinnar. Einu sinni á ári er „Já“ dagur hjá Ölgerðinni, Ótrúlega mikilvægt er að daglega finni starfsmenn fyrir og komi með hugmyndir hvernig á að koma ákveðnum hlutum í ferli. Ölgerðin er í ótrúlegum þróunarfasa. Allir eru tilbúnir að taka þátt í breytingunni. Festa hefur reynst Ölgerðinni mjög dýrmælt. Öll verkefni hjá Pepsi eru win-win verkefni. Á 100 ára afmælinu voru 100 atriði útfærð, sett mælanleg markmið, ábyrgðaraðila. Fyrsta skýrslan kom út núna 2014, hún er ekki á prentuðu formi, alls ekki hægt að prenta hana út. Ölgerðin er að skoða innleiðingu á ISO 26000. Til að læra af ferlinu þá hefði mátt undirbúa stefnuna enn betur og sníða hana að sérsviði fyrirtækisins. Fyrirtæki ættu að sníða samfélagsábyrgð sína að sérsviði fyrirtækisins eins og t.d. banki ætti að kynna betri fjármál, þar með getur við bætt fjármál. Ölgerðin er t.d. í framleiðslu og dreifingu, þess vegna er umhverfisflokkurinn stærstur. Mælanleg markmið gera allt auðveldara, skemmtilegra og greinanlegra. Þátttaka starfsmanna og stjórnenda er mikilvæg. Innleiðing SÁ er mun líklegri til að heppnast ef starfsmenn eiga þátt í að mynda stefnuna og setja sér mælanleg markmið. Tímasetja markmiðin, 100 SÁ verkefni á 100 ára afmæli Ölgerðarinnar og eru mörg verkefnanna þegar hafin. Ölgerðin gerðist aðili að Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð í mars 2013. Þar sækja þau dýrmæta þekkingu og geta lært hvert af öðru í samfélagi sem ábyrg íslensk fyrirtæki mynda. Ölgerðin er með“núllslysastefnu“.Þau tilkynnaekki slys, þau eru ekki birt opinberlega því starfsmenn vildu ekki vera þeir einu. Heilsufar starfsfólks, fylgst er með þróun veikindadaga og er markmiðið að vera undir 3%. Undanfarin fimm ár hefur því markmiði verið náð. Minni en 3% veikindi síðastliðin 5 ár. Árið 2013 tók Ölgerðin þátt í 6 lokaverkefnum með nemendum. „abyrgd.olgerdin.is“ þar er skýrslan um samfélagsábyrgð.

Hulda Steingrímsdóttir, ráðgjafi hjá Alta sagði að lykilþáttur í samfélagsábyrgðinni er upplýsingagjöfin. Lítil fyrirtæki, eiga þau líka að mæla og segja frá. Verður myndin skýrari með mælingum. Í Alta starfa 8 manns sem allir eru sérfræðingar um sjálfbæra þróun. Leiðarljós í allri þróun er sjálfbærni. Mælingar skipta samt máli fyrir starfsfólk sem er allt með á nótunum. Þeir sem eru í Global Compact þurfa að skila skýrslu. Alta er aðili að festu. Alta mótaði sér stefnu en áherslan er viðskiptavinurinn,starfsmaðurinn og umhverfið. Framvinduskýrslur eru á heimasíðunni þeirra. Það er á mörkum þess aðf á að vera með þegar starfsmenn eru 10. Alta hefur þróað sig á hverju ári. Því er stundum glíma að ná fram upplýsingum. Núna er skýrslan þeirra á íslensku. Skýrslan er afar einföld. Global compact óskaði eftir tölum og meiri grafík,vildi mælingar. Núna er allt í tölum, mælanlegt, skýr markmið og réttar kaflaskiptingar. Fundarstjóri var Már Másson, forstöðumaður samskiptamála hjá Íslandsbanka.

Rannsóknir og samfélagsábyrgð - góður fundur

Prýðilega var mætt á fund málefnahóps Stjórnvísis um samfélagsábyrgð sl. fimmtudag. Spenntir fundargestir hlýddu þar á kynningar á þremur nýlegum meistaraverkefnum sem skrifuð voru af Íslendingum í námi við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.

Kynningarnar þrjár snertu á hinum ýmsu málaflokkum tengdum rannsóknum á samfélagsábyrgð og var áhugavert að sjá bæði hversu mismunandi þær voru ásamt því hversu vel höfundarnir höfðu vandað til verks.

Fyrstur steig á svið Magnús Berg Magnússon og fór yfir helstu niðurstöður rannsóknar sinnar á samfélagslega ábyrgum fjárfestingum og þar til gerðum sjóðum. Hafði Magnús til að mynda orð á því að líkur bentu til þess að fjárfestar sem hugleiði siðferði og samfélagsábyrgð fyrirtækja sem þeir fjárfesta í kæmust oft að mikilvægum atriðum varðandi rekstur og framtíðarhorfur með því að rýna ekki aðeins í tölur á blaði. Þar af leiðandi hefðu þeir oft betri upplýsingar í höndunum en aðrir fjárfestar. Rannsókn hans á 119 sjóðum leiddi í ljós að Bandarískir sjóðir sem fjárfesta ábyrgt náðu ekki meðalhagnaði á meðan að evrópskir og skandinavískir sjóðir umfram ávöxtuðu miðað við markaðsvísitölu.

Sigrún Ýr Árnadóttir tók næst til máls og fjallaði um niðurstöður rannsóknar sinnar á samfélagsábyrgð í tískuiðnaðinum á Íslandi. Bentu niðurstöður Sigrúnar til að mynda til þess að íslenski fataiðnaðurinn væri töluvert á eftir öðrum löndum þegar það kæmi að samfélagsábyrgð. Áhugavert væri þó að segja frá því að smærri fyrirtæki tískuiðnaðarins sýndu meira frumkvæði en þau stærri þegar að þessum málaflokki kæmi.

Að lokum steig Þorsteinn Kári Jónsson á stokk og kynnti fyrir fundargestum niðurstöður sínar varðandi rannsókn sem hann hafði gert á rannsóknum um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Með því að styðjast við kenningar um skoðanakerfi í stofnunum benti Þorsteinn á að ungir rannsakendur rannsaka hugtakið meira og minna út frá siðferðislegum sjónarhóli en þegar fram líða stundir taki rannsóknir þó sífellt meira mark á markaðslögmálum. Ritgerðir um samfélagsábyrgð má finna á vef Festu

Fundarstjórinn, Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar hafði orð á því að það væri vor í lofti varðandi rannsóknir á samfélagsábyrgð og það skilaði sér vonandi í meiri meðvitund og áhuga íslenskra fyrirtækja á viðfangsefninu.

Samfélagsábyrgð fyrirtækja: Hvers vegna Global Compact?

Faghópur um samfélagsábyrgð fyrirtækja vekur athygli á áhugaverðum fundi þann 13.nóvember á Icelandair Hótel Natura, þingsal 3. Það eru Samstök atvinnulífsins í samvinnu við Festu, miðstöð um samfélagsábyrgði fyrirtækja sem bjóða til fundarins.

Hvernig á að mæla samfélagsáhrif? Hvað á að mæla? Af hverju? Hvernig?

Faghópur um samfélagsábyrgð hélt sinn fyrsta fund í Íslandsbanka 13.september. Regína Ásvaldsdóttir framkvæmdastjóri Festu setti fundinn og lýsti yfir ánægju með hve margir væru mættir. Ketill Berg Magnússon viðskiptasiðfræðingur fékk þátttakendur til að fara í stutta æfingu til að mynda tengsl og ræða samfélagsábyrgð. Már Másson sagði frá því að 600 starfsmenn Íslandsbanka hefðu tekið þátt í stefnumótun bankans 2009 og samfélagsábyrgð var hluti þeirrar vinnu. Fyrsta Global Compact skýrslan kom út 2005. Aðildin að Global Compact hefur hjálpað Íslandsbanka mikið við að ramma inn áherslur sínar. Guðný Helga Herbertsdóttir fjallaði um skýrslu Íslandsbanka um Global Compact en það eru 8700 fyrirtækið aðilar , þar af 10 fyrirtæki á Íslandi. Þátttakendur skila inn skýrslu sem inniheldur mælanlegar niðurstöður, markmið, lýsingu á aðgerðum og innleiðingarferli ásamt yfirlýsingu forstjóra eða stjórnarformanns. Samfélagsstefna Ísladnsbanka byggir á fjórum þáttum; mannauð, viðskiptum, samfélaginu og umhverfi. Eitt af því sem Íslandsbanki gerir er að bjóða hjálparhönd - hver og einn starfsmaður fær einn frídag á ári þar sem hann velur sér sjálfur góðgerðarfélag til að vinna fyrir. Finnur Sveinsson sérfræðingur í samfélagsábyrgð kynnti GRI skýrslu Landsbankans. Fólk skilur tilganginn með fjárhagsupplýsingum ekki með annars konar upplýsingum. Við verðum að vita hvað við erum að gera og það sem ekki er mælt höfum við ekki stjórn á. Hvernig á að mæla samfélgsáhrif? Hvað á að mæla? Af hverju? Hvernig? GRI inniheldur mælikvarða sem sýna skýrt hvernig á að mæla og hvernig upplýsingar eru bornar saman. Finnur sagði auðvelt að samræma Global Compact og GRI. Global Compact lýsir því sem þú ert að gera, í GRI er sagt hvað þú átt að vera að mæla og hvernig. Markmið samfélagsskýrslu er að sýna að þú veist hver eru samfélagsáhrif starfseminnar og að það sé verið að vakta þau.

Nýr faghópur - Samfélagsábyrgð fyrirtækja

Stofnaður hefur verið nýr faghópur innan Stjórnvísi um samfélagsábyrgð fyrirtækja.
Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði samfélagsábyrgðar fyrirtækja. Markmiðið er einnig að kynna stefnumótun á sviði samfélagsábyrgðar, innleiðingu slíkrar stefnu, helstu verkfæri sem eru notuðog nýjar rannsóknir á þessu sviði.
Vinna við stefnumótun um samfélagsábyrgð fyrirtækja er tiltölulega ný í fyrirtækjum á Íslandi. Nýlega hafa sex fyrirtæki sameinast um að setja á laggirnar miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, sem ber nafnið Festa. Verkefnið framundan er að efla almenna umræðu um samfélagsábyrgð, bæði innan fyrirtækja og í samfélaginu almennt. Festa er nýr meðlimur í Stjórnvísi og aðilar tengdir Festu, munu leiða faghópinn ásamt öðrum áhugasömum.
Hópurinn kemur saman einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Fundirnir eru oftast með því sniði að sérfræðingar og/eða þeir sem hafa reynslu á þessu sviði eru fengnir til að fjalla um tiltekið málefni sem er nánar kynnt hverju sinni. Ennfremur verða kynntar nýjar íslenskar rannsóknir á þessu sviði, en BS og meistararitgerðum um þetta málefni hefur fjölgað verulega.
Hópurinn er ætlaður
stjórnendum, sérfræðingum, háskólafólki, fulltrúum samtaka og öðrum þeim sem hafa áhuga á samfélagsábyrgð fyrirtækja.

Stjórnendur
Regína Ásvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja
Finnur Sveinsson, sérfræðingur í samfélagsábyrgð, Landsbankanum
Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs, Landsvirkjun
Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Skipta
Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi, Íslandsbanki

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?