Mælingar og miðlun, þú getur ekki stjórnað því sem þú ekki mælir.

Á fundi faghóps Stjórnvísi um samfélagsábyrgð kynnti Sigurpáll Ingibergsson, gæðastjóri ÁTVR sjálfbærniskýrslu ÁTVR og varpaði fram þeirri spurningu hvort vinnan við Global Reporting hefði borgað sig. Svarið við því var svo sannarlega "JÁ". Árið 2004 byrjaði ÁTVR mælingar á samfélagsábyrgð. ATVR er aðili að globalreporting.org og þeir þurfa ekki að þýða skýrslurnar sínar. Mesta áskorunin er ekki skýrslan heldur innleiðingin inn i fyrirtækinu. Vísarnir eru samtals 91. Fyrst í skýrslunni er efnisyfirlit og síðan koma vísarnir. Dæmi um vísi er G4-HR1 er varðar Mannréttindi. Annar er tíðni meiðsla, fjarvera. Þá eru skráð tíðni meiðsla, starfstengdra sjúkdóma fjarverudaga og dauðsföll tengd starfi eftir starfsstöðvum. Greina verður á milli karla og kvenna. Veikindi á almennum markaði eru 4% en hjá ÁTVR eru þau 2,6%. G4-En18 er umfang losunar GHL. G4-EN27 er umfang aðgerða sem stuðla að minnkun umhverfisáhrifa á framleiðslu og /eða þjónustu. Þar sparast 28milljónir. Setjið fókus á rafræna reikninga, pósturinn tapar en umhverfið græðir. Skrifstofupappír var 8,6kíló á stöðugildi 2011, lækkaði 2012 en hækkaði svo aftur 2013 vegna þess að stór pöntun kom inn í árslok. Einnotavörur, plastpokar, strekki filma hafa lækkað. Varðandi efnahagsmálin er horft á mælikvarðann út frá viðskiptavininum. Tekjur af sölu áfengis og tóbaks aukast ár frá ári og arður um leið. Neikvæð áhrif á samfélagið. Ekki selja vöruna þeim sem er yngri en 20 ára. ÁTVR eru alltaf að keppast við að ver-a betri og betri og í ár komst fyrirtækið á toppinn með ánægðustu viðskiptavinina 2014. Mikilvægasta auðlind hvers fyrirtækis eru ánægðir viðskiptavinir og ÁTVR á ánægðustu viðskiptavini á Íslandi í dag.
Umhverfismál, sjórinn við Ísland hitnar og súrnar. ÁTVR gerði samgöngu samning við starfsfólk til og frá vinnu. Fóru úr 140 tonnum í 108 tonn milli ára. Meðalvegalengd frávinnustað úr 7,2km í 6,7km. Stjórnvöld er áhugalaus. Sannfæra þarf stjórnendur fyrirtækja, án stuðningsstjórnvalda, stjórnenda fyrirtækja og menntakerfis gerist ekkert. Allt snýst þetta um börnin okkar. Ef þú vilt bæta heiminn skaltu byrja á sjálfum þeir.
Svanhildur Sigurðardóttir, samfélags-og samskiptastjóri hjá Ölgerðinni fór yfir innleiðingu Ölgerðarinnar á samfélagsmálum. Ölgerðin hefur frá stofnun 1913 sýnt ábyrgð gagnvart samfélaginu, umhverfinu og starfólki. Um leið og vitundarvakning um samfélagsábyrgð fyrirtækja jókst var strax farið afgreina áhuga innan Ölgerðarinnar. Einu sinni á ári er „Já“ dagur hjá Ölgerðinni, Ótrúlega mikilvægt er að daglega finni starfsmenn fyrir og komi með hugmyndir hvernig á að koma ákveðnum hlutum í ferli. Ölgerðin er í ótrúlegum þróunarfasa. Allir eru tilbúnir að taka þátt í breytingunni. Festa hefur reynst Ölgerðinni mjög dýrmælt. Öll verkefni hjá Pepsi eru win-win verkefni. Á 100 ára afmælinu voru 100 atriði útfærð, sett mælanleg markmið, ábyrgðaraðila. Fyrsta skýrslan kom út núna 2014, hún er ekki á prentuðu formi, alls ekki hægt að prenta hana út. Ölgerðin er að skoða innleiðingu á ISO 26000. Til að læra af ferlinu þá hefði mátt undirbúa stefnuna enn betur og sníða hana að sérsviði fyrirtækisins. Fyrirtæki ættu að sníða samfélagsábyrgð sína að sérsviði fyrirtækisins eins og t.d. banki ætti að kynna betri fjármál, þar með getur við bætt fjármál. Ölgerðin er t.d. í framleiðslu og dreifingu, þess vegna er umhverfisflokkurinn stærstur. Mælanleg markmið gera allt auðveldara, skemmtilegra og greinanlegra. Þátttaka starfsmanna og stjórnenda er mikilvæg. Innleiðing SÁ er mun líklegri til að heppnast ef starfsmenn eiga þátt í að mynda stefnuna og setja sér mælanleg markmið. Tímasetja markmiðin, 100 SÁ verkefni á 100 ára afmæli Ölgerðarinnar og eru mörg verkefnanna þegar hafin. Ölgerðin gerðist aðili að Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð í mars 2013. Þar sækja þau dýrmæta þekkingu og geta lært hvert af öðru í samfélagi sem ábyrg íslensk fyrirtæki mynda. Ölgerðin er með“núllslysastefnu“.Þau tilkynnaekki slys, þau eru ekki birt opinberlega því starfsmenn vildu ekki vera þeir einu. Heilsufar starfsfólks, fylgst er með þróun veikindadaga og er markmiðið að vera undir 3%. Undanfarin fimm ár hefur því markmiði verið náð. Minni en 3% veikindi síðastliðin 5 ár. Árið 2013 tók Ölgerðin þátt í 6 lokaverkefnum með nemendum. „abyrgd.olgerdin.is“ þar er skýrslan um samfélagsábyrgð.

Hulda Steingrímsdóttir, ráðgjafi hjá Alta sagði að lykilþáttur í samfélagsábyrgðinni er upplýsingagjöfin. Lítil fyrirtæki, eiga þau líka að mæla og segja frá. Verður myndin skýrari með mælingum. Í Alta starfa 8 manns sem allir eru sérfræðingar um sjálfbæra þróun. Leiðarljós í allri þróun er sjálfbærni. Mælingar skipta samt máli fyrir starfsfólk sem er allt með á nótunum. Þeir sem eru í Global Compact þurfa að skila skýrslu. Alta er aðili að festu. Alta mótaði sér stefnu en áherslan er viðskiptavinurinn,starfsmaðurinn og umhverfið. Framvinduskýrslur eru á heimasíðunni þeirra. Það er á mörkum þess aðf á að vera með þegar starfsmenn eru 10. Alta hefur þróað sig á hverju ári. Því er stundum glíma að ná fram upplýsingum. Núna er skýrslan þeirra á íslensku. Skýrslan er afar einföld. Global compact óskaði eftir tölum og meiri grafík,vildi mælingar. Núna er allt í tölum, mælanlegt, skýr markmið og réttar kaflaskiptingar. Fundarstjóri var Már Másson, forstöðumaður samskiptamála hjá Íslandsbanka.

Fleiri fréttir og pistlar

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Upptaka frá viðburðinum: Can your dreams improve your leadership skills.

Í gær fjallaði Michael Rohde, sérfræðingur í draumum hvernig við getum nýtt draumana okkar til að skilja djúpvitund eða ómeðvitaða greind okkar og hvernig við getum nýtt þessa vitneskju í okkar daglega lífi til að auka persónulegan þroska. 

Michael hefur helgað feril sinn því að kanna djúpstæð áhrif drauma á líf okkar í vöku, sérstaklega á sviði leiðtoga og persónulegs þroska. 

Hægt er að horfa á upptöku af viðburðinum næstu vikuna og hlekk á hana og glærurnar má finna á síðu viðburðsins hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?