Stofnaður hefur verið nýr faghópur innan Stjórnvísi um samfélagsábyrgð fyrirtækja.
Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði samfélagsábyrgðar fyrirtækja. Markmiðið er einnig að kynna stefnumótun á sviði samfélagsábyrgðar, innleiðingu slíkrar stefnu, helstu verkfæri sem eru notuðog nýjar rannsóknir á þessu sviði.
Vinna við stefnumótun um samfélagsábyrgð fyrirtækja er tiltölulega ný í fyrirtækjum á Íslandi. Nýlega hafa sex fyrirtæki sameinast um að setja á laggirnar miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, sem ber nafnið Festa. Verkefnið framundan er að efla almenna umræðu um samfélagsábyrgð, bæði innan fyrirtækja og í samfélaginu almennt. Festa er nýr meðlimur í Stjórnvísi og aðilar tengdir Festu, munu leiða faghópinn ásamt öðrum áhugasömum.
Hópurinn kemur saman einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Fundirnir eru oftast með því sniði að sérfræðingar og/eða þeir sem hafa reynslu á þessu sviði eru fengnir til að fjalla um tiltekið málefni sem er nánar kynnt hverju sinni. Ennfremur verða kynntar nýjar íslenskar rannsóknir á þessu sviði, en BS og meistararitgerðum um þetta málefni hefur fjölgað verulega.
Hópurinn er ætlaður
stjórnendum, sérfræðingum, háskólafólki, fulltrúum samtaka og öðrum þeim sem hafa áhuga á samfélagsábyrgð fyrirtækja.
Stjórnendur
Regína Ásvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja
Finnur Sveinsson, sérfræðingur í samfélagsábyrgð, Landsbankanum
Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs, Landsvirkjun
Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Skipta
Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi, Íslandsbanki