Á annað hundrað manns mættu á einstaklega áhugaverðan hádegisfund sem haldin var á vegum faghópa um samfélagsábyrgð og vörustjórnun, innkaup og innkaupastýringu. Fundurinn sem haldinn var á Teams var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.
Fundarefni: Þegar rekstraraðilar setja sér stefnu í sjálfbærni er mikilvægt að hugað sé að allri virðiskeðjunni, ekki síst innkaupum á vörum og þjónustu. Við fáum til okkar ólíka aðila til að ræða mikilvægi þess að hafa skýra stefnu í ábyrgum innkaupum, heyrum frá þremur fyrirtækjum og Ríkiskaupum.
- Hlédís Sigurðardóttir verkefnastjóri samfélagsábyrgðar hjá Arion banka
- Stanley Örn Axelsson, lögfræðingur hjá Ríkiskaupum
- Óskar Þórðarson, framkvæmdastjóri Omnom súkkulaði
- Guðný Camilla Aradóttir, yfirmaður samskiptadeildar og samfélagsábyrgðar hjá IKEA á Íslandi
Umræður urðu að loknum erindum.