Faghópar um Samfélagsábyrgð og Umhverfi og öryggi héldu í morgun fund í Ikea um vistvænar byggingar og lausnir. Finnur Sveinsson, ráðgjafi fjallaði um gamlan draum að byggja umhverfisvænt hús. Hann er að byggja fyrsta umhverfisvottaða íbúðarhúsið á Íslandi og mun það verða vottað með norræna umhverfismerkinu Svaninum. Hver sem er sem er að fara að byggja getur farið inn á gagnagrunn Finns og séð hvaða efni hann notar. Hann fær staðfestingu frá framleiðendum allra byggingarefna. Skandinavar byggja umhverfisvæn hús og blokkir í dag. Byggingariðnaðurinn á Íslandi er kominn á fullt aftur og fjöldi fyrirtækja í byggingarhugleiðingum. Byggð er að þéttast í Reykjavík og ný hverfi að myndast. Það er enginn stikk frí í umhverfismálum og við erum hluti af lausninni. Helsta eign Íslendinga eru náttúruauðlindir og hreint umhverfi. Varðandi val á vottunarkerfum þá kynnti Finnur mörg kerfi t.d. Passive houses, Zero energy houses, Leed, DGBV, Miljöbyggnad, Breeam og Svaninn. Sjálfur valdi hann Svaninn.
Guðný Camilla Aradóttir, umhverfisstjóri fjalla um hvernig sjálfbærni er ein grunnstoðin í hönnun IKEA á hverri einustu vöru. Sjálfbærni hefur verið hluti af IKEA frá upphafi. Nýtni og vinnusemi hefur verið í hávegum höfð og sjálfbærni er hluti af því. Árið 1976 gaf Ikea út handbók þar sem fjallað var um að sóun væri versti sjúkdómur mannkynsins og passa þyrfti upp á hana í hverri einustu vöru. Árið 2012 voru sett fram markmið til ársins 2020 varðandi auðlindir og orku, fólk og samfélagið og sjálfbærara heiilislíf. Af 10þúsund vörum eru 2300 vörur á lista yfir msl@h vörur og þeim fer hratt fjölgandi. Healthy living er nýr flokkur. Þær grunnstoðir sem stuðst er við með hverja einustu nýja vöru eru: notagildi, hönnun, lágt verð, sjálfbærni og gæði. Með þessu er tryggt að sjálfbærni sé hluti af hverri vöru. Nú er notaður betri bómull, vottaður viður, bambus og vatnahýasinta. Vatnahýasinta vex eins og arfi, búnar eru til úr henni fiskamottur o.fl. Flatar pakkningar eru notaðar til að koma sem mestu í hvern gám, notaðar eru pappapallettur og ekkert frauðplast er notað lengur hjá Ikea. Í stað frauðplastsins er notaður pappír sem er umhverfisvænn. Þetta tók mörg ár því sannfæra þurfti birgja um að hætta að nota frauðplast. Ikea selur Kungsbacka eldhúsinnréttingar sem unnar eru úr endurunnu plasti og viðarspóni. Í einni hurð eru 25 plastflöskur. Blöndunartækin eru öll með vatnssparandi búnaði og nota 40% minna af vatni en þrýstingurinn er sá sami. Led lýsingin er núna innleidd og nú eru eingöngu seld ledljós í Ikea. Í fyrra seldi Ikea 79 milljónir LED pera í heiminum. Heimilistæki eru í A++.