Ábyrgar fjárfestingar

Ábyrgar fjárfestingar var fundarefni faghóps um samfélagsábyrgð í Arion banka í morgun.  Vel var mætt á fundinn og umræður líflegar.  Fundurinn hófst með því að Hildur Sif Arnardóttir og Ninna Stefánsdóttir kynntu niðurstöður meistararitgerða sinna um ábyrgar fjárfestingar. Þær stöllur sögðu að með rannsóknum sem þeirra mætti bæta þekkingu fjárfesta á ábyrgum fjárfestingum og styðja við samfélagsábyrgð fyrirtækja. Önnur rannsóknin var megindleg og hin eigindleg.  Niðurstöður rannsóknanna leiddu í ljós að almennt má sjá að íslenskir stofnanafjárfestar eru jákvæðir gagnvart ábyrgum fjárfestingum en finnst skorta á viðtalið varðandi samfélagslega ábyrgð og samræmda skýrslugjöf.

Innri hvatar fyrir ábyrgar fjárfestingar eru: vitundarvakning, orðsporsáhætta, langtíma sjónarmið og fjárhagslegur ávinningur.  Ytri hvatar eru löggjöf, alþjóðlegir sáttmálar, þrýstingur frá viðskiptavinum, þrýstingur úr samfélaginu, jafningjaþrýstingur og löggjöf. Rannsókn Hildar leiddi í ljós að á Íslandi haf innri hvatar meiri áhrif en ytri en niðurstöður annarra erlendra rannsókna eru þær að ytri hvatar hafa meiri áhrif en ytri.  Helstu hindranir eru: efnahagshrunið, fjármagnshöft, umfangsmikil aðferðarfræði, umboðsskylda, þekkingarskortur, skortur á samrænni skýrslugjöf og skammtímasjónarmið. Skv. erlendum rannsóknum eru konur líklegri en karlar til ábyrgra fjárfestinga.  Rannsókn Hildar studdi niðurstöður erlendu rannsóknanna. Sterkustu áhrifin af ábyrgri fjárfestingu eru ímyndar og orðsporsáhætta.  Þolinmótt fjármagn þarf í ábyrgar fjárfestar.

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða hjá Landsbankanum og stjórnararformaður Iceland SIF, kynnti samtökin Iceland SIF. Samtökin voru stofnuð í nóvember 2017 og voru stofnaðilar 23.  Allir sem leitað var til tóku þátt.  Heildareignir í stýringu hjá aðildarfélögum eru 6.096.372.171.868 ISK  Tilgangur samtakanna er að vera vettvangur fyrir umræður.  Iceland SIF má aldrei taka afstöðu eða samræma stefnu aðildarfélaga.  Aðildarfélög geta verið starfsleyfisskyld fjármálafyrirtæki, lífeyrissjóðir og tryggingafélög sem fjárfesta fyrir eigin reikning eða í umboði þriðja aðila með starfsemi á Íslandi.  Hvert aðildarfélag fer með eitt atkvæði á fundinum.  Starfsemin byggir á faglegri virkni stjórnarmanna og vinnuhópa samtakanna.  Fulltrúi úr stjórn situr í hverjum vinnuhóp.  Vinnuhóparnir skiptast í: siðferðisleg viðmið, upplýsingagjöf, viðburðarhópur og háskólahópur.  Samtökin eru með heimasíðu og hafa frá stofnun staðið fyrir 7 fræðslufundum.  Að lokum fór Hrefna Ösp yfir stefnu samtakanna til ársins 2022 þar sem m.a. kom fram: gott samstarf við hagsmunaaðila, virkar og öflugar undirnefndir, styðjandi aðili í innleiðingu meðlima á aðferðarfræði ábyrgra fjárfestinga, leiðbeinandi afl í umræðunni um ábyrgar fjárfestingar, öflugt þekkingarsetur um ábyrgar fjárfestingar með öflugri heimasíðu og viðburðum. 

Að lokum kynnti sérfræðingur í eignastýringu Arion banka stöðu ábyrgra fjárfestinga í Arion banka. Sýnd voru dæmi frá Símanum og N1 þar sem sem þessi fyrirtæki segja í ársreikningum sínum frá ófjárhagslegum upplýsingum.  Öllum lífeyrissjóðum ber að endurskoða stefnu sína árlega og senda til FME. Lífeyrissjóður skal hafa hagsmuni sjóðsfélaga að leiðarljósi kv. 36.gr. í VII kafla laga nr129/1997.  Samtökin Iceland SIF hafa nýst einstaklega vel hjá Arion banka.  Mikill tími hefur farið í fræðslu hjá Arion banka til þeirra lífeyrissjóða sem eru hjá þeim.  

Um viðburðinn

Ábyrgar fjárfestingar - áskoranir og ávinningur

Ábyrgar fjárfestingar taka mið af umhverfi, samfélagi og stjórnarháttum með það að markmiði að draga úr áhættu og skila sjálfbærri ávöxtun til langs tíma. Krafan um ábyrgar fjárfestingar er stöðugt að verða háværari og mikil gróska í heiminum varðandi slíkar fjárfestingar.

Á fundinum verður rætt um stöðu ábyrgra fjárfestinga hér á landi, hvaða áskoranir eru til staðar og ávinningur.

Hildur Sif Arnardóttir og Ninna Stefánsdóttir kynna niðurstöður meistararitgerðar um ábyrgar fjárfestingar.

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða hjá Landsbankanum og stjórnararformaður Iceland SIF, kynnir samtökin Iceland SIF.

Óli Freyr Kristjánsson, sérfræðingur í eignastýringu Arion banka, kynnir stöðu ábyrgra fjárfestinga í Arion banka.

Fleiri fréttir og pistlar

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Upptaka frá viðburðinum: Can your dreams improve your leadership skills.

Í gær fjallaði Michael Rohde, sérfræðingur í draumum hvernig við getum nýtt draumana okkar til að skilja djúpvitund eða ómeðvitaða greind okkar og hvernig við getum nýtt þessa vitneskju í okkar daglega lífi til að auka persónulegan þroska. 

Michael hefur helgað feril sinn því að kanna djúpstæð áhrif drauma á líf okkar í vöku, sérstaklega á sviði leiðtoga og persónulegs þroska. 

Hægt er að horfa á upptöku af viðburðinum næstu vikuna og hlekk á hana og glærurnar má finna á síðu viðburðsins hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?