Ábyrgar fjárfestingar

Fræðslufundur Stjórnvísi og Festu um ábyrgar fjárfestingar var haldinn í morgun í KPMG.   Það voru faghópar um fjármál fyrirtækja, gæðastjórnun og ISO staðla, góða stjórnarhætti og samfélagsábyrgð sem stóðu að fundinum.  Fundarstjóri var Viktoría Valdimarsdóttir, CEO Business Group Luxemborg s.ár.l. og stjórnarformaður Ábyrgra lausna ehf. Yfirskrift fundarins var: „ Er innleiðing nýrra laga um ófjárhagslega upplýsingaskyldu og fjárfestingarstarfsemi sjóða tækifæri til nýsköpunar og aukinna sóknarfæra?

Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð fjallaði um mismunandi leiðir sem fjárfestar geta valið til að innleiða stefnu um ábyrgar fjárfestingar og tækifæri sem þeim fylgja. Festa er að fjalla um fjárfesta sem hluta af stóru myndinni. Samfélagsábyrgð er heildarábyrgð á fyrirtækjarekstur og fjárfestar eru einn af hagsmunaaðilunum.  En hvað eru ábyrgar fjárfestingar? „Ábyrgar fjárfestingar felast í að taka mið af umhverfis-og samfélagsþáttum, auk stjórnarhátta og siðferðis þegar fjárfestingaákvarðanir eru teknar. Það eru langtímasjónarmið, hlusta á hagaðila og að fyrirtæki líta svo á að þau hafi það markmið að búa til betra samfélag fyrir alla aðila.  Þetta tengist sjálfbærni og sjálfbærri þróun.  Sumar tegundir fjárfestinga eru kallaðar kynslóðafjárfestingar þ.e. þær munu koma næstu kynslóðum vel.  Samfélagábyrgð felst í að fyrirtæki axli ábyrgð á áhrifum sem ákvarðanir og athafnir þess hafa á samfélagið og umhverfið.  Það er gert með gagnsæi og siðrænni hegðun, með gagnkvæmum ávinningi, stuðli að sjálfbærni, hlusti á væntingar hagsmunaaðila og fari að lögum.  Samfélagsábyrgð er með auknum mæli að færast inn í lög.  T.d. skylda lög ESB stór fyrirtæki í Evrópu til að gefa árlega út skýrslu um samfélagsábyrgð sína. Ketill kom inn á að samfélagsábyrgð borgar sig.  Því til stuðnings nefndi hann að Deutsche Bank komst að því að fyrirtæki sem skora hátt á samfélags-,umhverfis-og stjórnarháttum bera lægri vaxtarkostnað og vegna betur til miðlungs-og langs tíma.   Einnig gerðu þrír hagfræðingar frá Harvard og LBS saman tvo hópa með 90 fyrirtækjum frá 1993-2001.  Í öðrum hópnum voru öll með stefnu um SÁ. Sá hópur skilaði mun betri rekstri.  Ketill sýndi líka módel (Sheila Bonini and Stephan Börner 2011) hvernig hægt er að aðstoða fjármálastjóra við að sjá ávinning. En hvað ýtir á samfélagsábyrgð fyrirtækis?  Áhætta, rekstur, siðferði og samfélag.

Tómas N. Möller, lögfræðingur Lífeyrissjóðs verslunarmanna fjallaði um nýlegar breytingar á lögum og reglum um fjárfestingarstarfsemi lífeyrissjóða. Tómas velti upp spurningum og ábendingum varðandi umboðsskyldu, tengsl reglnanna við aukna umræðu um ábyrgar fjárfestingar (SRI - Social Responsible Investment) og auknar kröfur varðandi umhverfismál, samfélagsábyrgð og góða stjórnarhætti (ESG - Environment, Social, Governance). Lífeyrissjóðir eru langstærsti fjárfestirinn á Íslandi í dag. Starfsemi lífeyrissjóðs takmarkast við móttöku, varðveislu og ávöxtun iðgjalda og greiðslu lífeyrir.  Í dag þurfa lífeyrissjóðir að horfa til fimm viðmiða/vegvísa.  Í frjálsara umhverfi þurfa lífeyrissjóðir að taka meðvitaða ákvörðun um það hversu stórum hluta fjárfestinga sinna þeir verja í innlend verkefni.  Sú ákvörðun ætti bæði að byggjast á viðleitni til að takmark áhættu með eignadreifingu og tryggja að hérlendis ríki til lengri tíma litið fjölbreytt og góð atvinnuskilyrði sem stuðla að búsetu og lífsgæðum í landinu.  En hvað hefur Lífeyrissjóður VR gert?  Lífeyrissjóður Verslunarmanna hefur sett sér gildi og viðmið. Fjárfesting í nýsköpun getu falið í sér áhugaverð fjárfestingartækifæri.  Mikilvægt að forsvarsmenn nýsköpunarverkefna skilji þarfir og skyldu lífeyrissjóða sem fjárfesta. Mikilvægt að fara vel með það fé sem fengið er frá fjárfestum til nýsköpunarverkefna varðandi orðspor og framhaldið.

Hrefna Ö. Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða Landsbanka Íslands fjallaði um innleiðing stefnu um ábyrgar fjárfestingar (RI) hjá Landsbankanum. Hrefna fór yfir innleiðingu Landsbankans á stefnu um ábyrgar fjárfestingar og einnig fjallaði hún um nýstofnuð samtök um ábyrgar fjárfestingar. Stóru sporin eru í fjárfestingum og lánveitingum.  Árið 2013 setti Landsbankinn niður stefnu. Flottir sérfræðingar voru fengnir inn í bankann og bankaráðið þurfti að vera með ásamt framlínunni.  Þetta var ekki samkeppnismál því nú var þörf á að nýta reynslu fræðimanna sem komu erlendis frá og því bauð Landsbankinn samkeppnisaðilum á fræðslufundi þeim tengdum.  Allt hófst þetta með fræðslunni og sendur var spurningarlisti til hlutafélaga í Kauphöllinni.  Stofnuð hafa verið samtök og byggir starfsemin á faglegri virkni stjórnarmanna en stjórnina skipa: Arnór Gunnarsson, VÍS, Davíð Rúdólfsson, Gildi, Hrefna Sigfinnsdóttir Landsbanki, Jóhann Guðmundsson Live, Kristín Jóna Kristjánsdóttir Íslandssjóði og Kristján Geir Pétursson, Birta.  Ný stjórn hefur fyrst og fremst það hlutverk að forma starfsemina og setja fræðslu af stað með fræðsluviðburðum og vinnuhópum stjórnar.  

Um viðburðinn

Ábyrgar fjárfestingar

Fræðslufundur Stjórnvísi og Festu um ábyrgar fjárfestingar

21. nóvember 2017, kl 8:30 – 10:00, KPMG, Borgatúni 27, Reykjavík

Faghópur Stjórnvísi um samfélagsábyrgð heldur fræðslufund um ábyrgar fjárfestingar í samvinnu við Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð, undir yfirskriftinni: Er innleiðing nýrra laga um ófjárhagslega upplýsingaskyldu og fjárfestingarstarfsemi sjóða tækifæri til nýsköpunar og aukinna sóknarfæra?

Fyrirlesarar

Tómas N. Möller, lögfræðingur Lífeyrissjóðs verslunarmanna: Lög og um fjárfestingarstarfsemi  lífeyrissjóða og upplýsingagjöf þeirra, m.a. í tengslum við sjálfbærniviðmið. Tómas mun fjalla um nýlegar breytingar á lögum og reglum um fjárfestingarstarfsemi lífeyrissjóða. Velt verður upp spurningum og ábendingum varðandi umboðsskyldu, tengsl reglnanna við aukna umræðu um ábyrgar fjárfestingar (SRI - Social Responsible Investment) og auknar kröfur varðandi umhverfismál, samfélagsábyrgð og góða stjórnarhætti (ESG - Environment, Social, Governance).

Hrefna Ö. Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða Landsbanka Íslands: Innleiðing stefnu um ábyrgar fjárfestingar (RI) hjá Landsbankanum. Hrefna mun fara yfir innleiðingu Landsbankans á stefnu um ábyrgar fjárfestingar og einnig mun hún fjalla um nýstofnuð samtök um ábyrgar fjárfestingar.

Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Ketill mun fjalla um mismunandi leiðir sem fjárfestar geta valið til að innleiða stefnu um ábyrgar fjárfestingar og tækifæri sem þeim fylgja. 

Fundastjóri: Viktoría Valdimarsdóttir, CEO Business Group Luxemborg s.ár.l. og stjórnarformaður Ábyrgra lausna ehf.

Fundurinn verður hýstur í húsakynnum KPMG, Borgatúni 27, Reykjavík

Boðið verður upp á kaffi,

Fleiri fréttir og pistlar

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Upptaka frá viðburðinum: Can your dreams improve your leadership skills.

Í gær fjallaði Michael Rohde, sérfræðingur í draumum hvernig við getum nýtt draumana okkar til að skilja djúpvitund eða ómeðvitaða greind okkar og hvernig við getum nýtt þessa vitneskju í okkar daglega lífi til að auka persónulegan þroska. 

Michael hefur helgað feril sinn því að kanna djúpstæð áhrif drauma á líf okkar í vöku, sérstaklega á sviði leiðtoga og persónulegs þroska. 

Hægt er að horfa á upptöku af viðburðinum næstu vikuna og hlekk á hana og glærurnar má finna á síðu viðburðsins hér

AI straumar, þróun og fróðleikur – Skýrsla undanfari ráðstefnu

Í annarri viku febrúar verður áhugaverð ráðstefna um alþjóðlega þróun gervigreindar, tækifæri og ógnir https://www.elysee.fr/en/sommet-pour-l-action-sur-l-ia Verulegur undirbúningur hefur farið fram þannig að ráðstefnan skil einhverjum áfanga í „vegferð gervigreindarinnar.“

Í gær var gefin út umfangsmikil skýrsla í tengslum við ráðstefnuna The International Scientific Report on the Safety of Advanced AI. Hægt er að nálgast skýrsluna þessari vefslóð:

 https://assets.publishing.service.gov.uk/media/679a0c48a77d250007d313ee/International_AI_Safety_Report_2025_accessible_f.pdf

Um er að ræða 298 blaðsíðna skýrslu, með um 1366 tilvitnum. Höfundarnir, sem eru 96 eru allir sérfræðingar í gervigreind. Teymisstjóri hópsins er  Yoshua Bengio.

Hér er stutt kynning á Twitter:

 https://x.com/Yoshua_Bengio/status/1884593469265502482

 Að lokum þá mun Yoshua Bingio vera með fyrirlestur frá París 9 febrúar. Hægt er að fylgjast með honum í beinu streymi á vefslóðinni: https://www.youtube.com/live/qBdox9VTRcs

Verðlaunahafar Íslensku ánægjuvogarinnar 2024

Hér er linkur á streymið, á örmyndbönd, myndir, frétt á visi, mbl, vb.is,  Þann 16. janúar 2025 voru niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2024 kynntar og er þetta tuttugasta og sjötta árið sem ánægja íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti.

Ánægjuvogin verðlaunar þau fyrirtæki sem skara fram úr í ánægju á sínum markaði

„Mikill heiður er fyrir fyrirtæki að vera hæst á sínum markaði í Íslensku ánægjuvoginni. Íslenska ánægjuvogin er mælikvarði á ánægju viðskiptavina sem er mæld reglulega yfir árið og gagnast fyrirtækjum sem mælikvarði á þeirra frammistöðu á milli ára og í samanburði við helstu samkeppnisaðila“

Segir Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Íslensku ánægjuvogarinnar og Stjórnvísi.

Þau fyrirtæki sem vinna á sínum markaði fá að nota merki Íslensku ánægjuvogarinnar í sínu markaðsefni sem og að njóta heiðursins.

Að þessu sinni eru niðurstöður birtar fyrir 48 fyrirtæki í 15 atvinnugreinum, þar af eru tíu fyrirtæki sem ekki hafa verið áður. Nokkur munur er á ánægju þeirra fyrirtækja sem voru mæld og eru einkunnir frá 58,6 til 84,4 af 100 mögulegum.

indó sigurvegarinn í ár

indó er sigurvegari Ánægjuvogarinnar árið 2024 með 84,4 stig og er þetta í fyrsta skiptir sem niðurstöður hafa verið birtar fyrir bankann. Í öðru sæti og einungis tveimur stigum frá er Dropp með 84,2 stig. Dropp var sigurvegari Ánægjuvogarinnar í fyrra.

Tíu fyrirtæki marktækt hæst á sínum markaði

Gyllta merkið er einungis veitt þeim fyrirtækjum sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina á viðkomandi markaði, þ.e. þar sem segja má með 95% vissu að viðskiptavinir fyrirtækisins með hæstu einkunnina séu ánægðari en viðskiptavinir fyrirtækisins með næsthæstu einkunnina. Þessir sigurvegarar mega þar af leiðandi segjast vera með ánægðustu viðskiptavinina.

Sigurvegarar Íslensku ánægjuvogarinnar 2024 – Gullhafar

  • Indó, 84,4 stig meðal banka
  • Dropp 84,2 stig meðal póstþjónustufyrirtækja
  • Costco eldsneyti 81,0 stig meðal eldsneytis- og hraðhleðslustöðva
  • IKEA 78,2 stig meðal húsgagnaverslana
  • Nova 77,9 stig meðal fjarskiptafyrirtækja
  • Krónan 74,1 stig meðal matvöruverslana
  • A4 73,8 stig meðal ritfangaverslana
  • Icelandair 72,3 stig meðal flugfélaga
  • BYKO 71,5 stig meðal byggingavöruverslana
  • Sjóvá 69,1 stig meðal tryggingafélaga

Vinningshafar í sinni atvinnugrein 2024 – Blátt merki

Efstu fyrirtæki á mörkuðum þar sem ekki var marktækur munur á efsta og næstefsta sæti fengu einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur.

  • Lyfjaver 76,6 stig meðal apóteka
  • ELKO 76,2 stig meðal raftækjaverslana
  • Orka náttúrunnar 69,1 stig meðal raforkusala
  • Smáralind 65,2 stig meðal verslunarmiðstöðva

Kvartanir hafa áhrif á tryggð viðskiptavina

Tvær spurningar um kvartanir eru í líkaninu. Annars vegar er spurt hvort að viðskiptavinir hafi kvartað eða haft ástæðu til að kvarta og hins vegar um hversu ánægðir þeir voru með úrlausn kvörtunarinnar. Samkvæmt bandarísku ánægjuvoginni hefur þessi málaflokkur mikil áhrif á tryggð viðskiptavina og því fleiri sem hafa kvartað því minni er tryggðin. Niðurstöður hérlendis sýna að hlutfall þeirra sem kvörtuðu var 5% en 18% höfðu ástæðu til að kvarta en gerðu það ekki.

Íslenska Ánægjuvogin í meira en aldarfjórðung

Markmið verkefnisins er að láta fyrirtækjum í té samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina en mælingarnar byggja á erlendu líkani og aðferðafræði. Nokkrir þættir eru mældir sem hafa áhrif á ánægju viðskiptavina, þ.e. væntingar, ímynd, mat á gæðum og virði þjónustu.

Mæling sem þessi er mjög mikilvæg þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á að því ánægðari sem viðskiptavinir fyrirtækis eru því betri afkomu getur fyrirtækið gert sér vonir um.“

Segir Gunnhildur að lokum.

 

Breyting á upphafsspurningu í takt við breytta tíma

Í takt við breytta tíma og í samræmi við evrópsku (ECSI) og bandarísku ánægjuvogina (ACSI) var ákveðið að breyta upphafsspurningu um hvar svarendur eru í viðskiptum. Fyrir breytingu voru þátttakendur spurðir í hvaða matvöruverslun þeir fari oftast og svöruðu ánægjuvogarspurningum fyrir viðkomandi verslun. Árið 2024 voru þátttakendur í staðinn spurðir í hvaða verslunum þeir hafi keypt matvöru á síðastliðnum þremur mánuðum og svöruðu þeir svo handahófskennt fyrir eina af þeim verslunum. Upphafsspurningin er mismunandi eftir mörkuðum, til dæmis er spurt um kaup á raftækjum á síðastliðnum tveimur árum, og á bankamarkaði eru þátttakendur spurðir hjá hvaða banka þeir eru með virkan bankareikning, sparnaðarreikning eða bankalán. Þess má geta að 46% Íslendinga eru í viðskiptum við fleiri en einn banka.

Um framkvæmd rannsóknar

Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og sá Prósent um framkvæmd á Íslensku ánægjuvoginni árið 2024. Gögnum var safnað frá apríl til desember árið 2024. Könnunin var send í tölvupósti á könnunarhóp Prósents á um 3.000 manna úrtak á hverjum markað. 175 til 1000 svör bárust fyrir hvert fyrirtæki. Niðurstöður voru vigtaðar með tilliti til kyns, aldurs og búsetu þýðisins.

Ánægjuvogin samanstendur af þremur spurningum:

  1. Á heildina litið, hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með reynslu þína af [fyrirtæki]?
  2. Hugleiddu allar væntingar þínar til [fyrirtækis] annars vegar og reynslu þína af fyrirtækinu hins vegar. Að hve miklu leyti uppfyllir [fyrirtæki] væntingar þínar?
  3. Núna biðjum við þig um að ímynda þér hið fullkomna [fyrirtæki á viðkomandi markaði]. Hversu nálægt slíku fyrirtæki er [fyrirtæki]?

Ánægjuvogareinkunnin tekur gildi á kvarðanum 0-100, þar sem hærri einkunn gefur til kynna meiri ánægju.

Merki Íslensku ánægjuvogarinnar

Athygli er vakin á siða- og viðmiðunarreglum um notkun á merki Íslensku ánægjuvogarinnar sem finna má á https://www.stjornvisi.is/is/anaegjuvogin ásamt öðrum upplýsingum um Íslensku ánægjuvogina.

Uppskeruhátíðin á Grand hóteli

Uppskeruhátíð Íslensku ánægjuvogarinnar 2024 var haldin á Grand hótel í morgun, fimmtudaginn 16. janúar 2025, klukkan 8:30 til 9:25. Upptöku af viðburðinum má nálgast hér: https://www.youtube.com/live/nQ4tIf6DFsE

Nánari upplýsingar

Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi, sími 840 4990, netfang: gunnhildur@stjornvisi.is

Trausti Heiðar Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents, sími 546 1008 / 859 9130, netfang: trausti@prosent.is.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?