Faghópar um mannauðsstjórnun, samfélagsábyrgð fyrirtækja og málefni erlendra starfsmanna stóðu fyrir fundi í dag þar sem rætt var um hvernig stjórnendur geti stutt erlent starfsfólk sem lendir í uppsögnum. Alma Sigurðardóttir Ístak í stjórn faghóps um málefni erlendra starfsmanna kynnti faghópinn og fyrirlesara fundarins. Síðustu mánuði hefur atvinnuleysi farið stöðugt hækkandi. Um 40% einstaklinga á atvinnuleysiskrá eru af erlendum uppruna. Ýmis atriði flækja stöðu þessa hóps, meðal annars skortur á tengslaneti á Íslandi, slakari íslenskukunnátta og meiri hætta við að lenda í fordómum og í félagslegum einangrun. Það fer ekki á milli mála að öll þessi atriði flækja atvinnuleitina.
Það er mikilvægt að atvinnurekendur hugi sérstaklega að þessum hóp þegar hann lendir í uppsögnum og stundum þarf að ganga skrefinu lengra við að leiðbeina þeim um möguleikana sem til eru í boði við atvinnumissi.
Í viðburðinum var varpað ljósi á stöðu einstaklinga af erlendum uppruna í atvinnuleysi og einnig var reynt að koma með góð ráð fyrir stjórnendur sem neyðast til að segja starfsmönnum sínum upp. Leitast var við að svara eftirfarandi spurningum:
Hvernig geta atvinnurekendur stutt starfsfólk af erlendum uppruna sem lendir í uppsögnum?
Hvaða þjónusta er í boði fyrir starfsfólk af erlendum uppruna sem verður atvinnulaust?
Fyrirlesarar voru Ásdís Guðmundsdóttir – deildarstjóri alþjóðadeildar Vinnumálastofnunar og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir - sérfræðingur í málefnum útlendinga og flóttafólks á vinnumarkaði hjá ASÍ.
Guðrún Margrét sagði atvinnuleysi útlendinga langt umfram aðra á Íslandi þar sem þeir starfa í þeim greinum sem Covid hefur haft mest áhrif á. Mikilvægt er að hvetja þá til dáða sem misst hafa vinnuna af erlendum uppruna.
Fjöldi innflytjanda tvöfaldaðist á sjö árum og eru þau ár lengsta hagvaxtarsekið Íslandssögunnar. Góðærið átti skuggahliðar. ASÍ hefur fengið góða innsýn þar. Skipulagður launaþjófnaður, mannsal og nauðungarvinna.
Ásdís Guðmundsdóttir – deildarstjóri alþjóðadeildar Vinnumálastofnunar sagði að markmið deildarinnar væri að aðstoða alla af erlendum uppruna við úrræði. Starfsmenn deildarinnar eru frá Spáni, Rúmeníu, Póllandi o.fl. Vinnumálastofnun vill koma öllum í starf eða nám og vinna í samstarfi við atvinnulífið. Vinnumálastofnun er með fólk frá 110 þjóðernum á skrá. Ráðgjöfin miðast við að finna leiðir út úr atvinnuleysi hvort heldur er í gegnum íslenskunámskeið, tvö eru veitt ókeypis á ári eða í gegnum nám eða störf. Ásdís hvatti fyrirtæki til að nýta sér úrræði Vinnumálastofnunar sem eru fjölmörg m.a. til nýksöpunarfyrirtækja.