Í morgun var haldinn á Icelandar Hótel Natura fjölmennur fundur á vegum Festu og faghóps um samfélagsábyrgð fyrirtækja þar sem markmiðið var að kynna samfélagsskýrslur fyrirtækja og ræða hvernig mæla megi árangur í umhverfis- og samfélagsmálum. Fundarstjóri var Soffía Sigurgeirsdóttir hjá KOM. Þorsteinn Kári Jónsson, Marel, varaformaður Festu útskýrði hvað felst i samfélagsskýrslu, hvað á hún að innihalda og hver er lesandinn, þ.e. fyrir hvern er skýrslan. Þá fjallaði Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR um samfélagsskýrslu ÁTVR 2016. Skýrslan er í dag alfarið í rafrænu formi. Hún þarf að falla að heildarstefnunni og samsama sig heildaraðilanum. Í fyrsta skipti spurði ÁTVR í vinnustaðagreiningu hvort starfsfólk teldi sig þekkja áherslur Vínbúðarinnar á sviði samfélagsábyrgðar og voru starfsmenn almennt mjög sammála því.
Dagmar Ýr Stefánsdóttir, fjölmiðlafulltrúi Alcoa Fjarðaáls kynnti samfélagsskýrslu Acoa Fjarðaáls 2016. Eitt af hennar fyrstu verkefnum var að ganga til liðs við Festu og er forstjóri Alcoa eigandi verkefnisins. Alcoa er stórt fyrirtæki í litlu samfélagi sem hefur áhrif á umhverfið og því mikilvægt að huga vel að því. Litið er á að fyrirtækið þurfi samþykki samfélagsins til að starfa. Alcoa fagnar 10 ára afmæli í ár. Markmiðið er að vera í góðu samstarfi við verktaka og deila verkefnum sem víðast. Samfélagsskýrslan er ekki hluti af ársskýrslu. Alcoa notar GRI viðmið, forstjóri og tveir stjórnendur eru í stýrihópnum. Alcoa er fyrirtæki sem mengar og er því að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gæta að umhverfinu. Mikið hefur verið plantað af trjám. Varðandi mannauðsmál þá eru öryggismál ávallt í öndvegi. Metnaðarfull markmið eru varðandi jafnréttismál. Í dag starfa 25% konur á svæðinu. Hvatt er til sjálfboðavinnu og þess að gefa af sér. Alcoa hlaut menntaverðlaun atvinnulífsins 2017. Stærsti einstaki styrkurinn í fyrra var til Vatnajökuls. Þeir sem verða birgjar hjá Alcoa þurfa að undirganga ströng skilyrði er varða að stunda jákvæð viðskipti. Dagmar sagði að lokum að í næstu skýrslu yrði texti styttur og meira myndrænn, gerð yrði vefútgáfa, hugað betur að tölum sem náðist ekki núna, hvað veldur? Finna tækifærin til að gera betur og virkja áhuga starfsmanna betur.
Að lokum kynnti Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður Verkefnastofu Isavia Árs- og samfélagsskýrsla Isavia 2016. Nærsamfélag ISAVIA er allt landið. Stjórn ákvað að farið yrði í UN Global Compact. Forstjóri var mjög áhugasamur og er eigandi verkefnisins. Skýrslan var gerð skv. GRI. Byrjað var á að móta stefnu og markmið sem var samþykkt af stjórn. Eigandi skýrslunnar er almenningur, skýrslan er á íslensku og ensku, er bæði til prentuð og á netinu. Henni verður skilað sem framvinduskýrslu í UN Global í haust. Samfélagsábyrgðin er nú tekin beint inn í stefnuna. Stefnan er að samfélagsábyrgðin verði i DNA-inu.