Faghópur um lean vekur athygli á að Lean Ísland er stærsta stjórnendaráðstefnan hér á landi en þar er fjallað um það heitasta í stjórnun og stöðugum umbótum hverju sinni. Öll viljum við stýra betur, bæta ferla og vinnustaðinn en það er umræðuefni stjórnenda og sérfræðinga á ráðstefnunni.
Ráðstefnan er fyrir stjórnendur, sérfræðinga, byrjendur, lengra komna og áhugasama í hvaða þjónustu og iðnaði sem er. Það ættu allir áhugasamir að finna eitthvað við sitt hæfi enda er hægt að velja úr þremur línum.
Fyrirlesarar koma víða að, m.a. frá Google, Waitrose, Bank of Ireland, Össuri og Nova.
Dagskrá og skráningu má nálgast á: www.leanisland.is