Betri upplifun og samband við viðskiptavini í stafrænum heimi, umbætur, árangur og markaðsmál.

Hvernig gengur? Má bjóða þér betri árangur og meiri sölu? Hvernig er upplifun viðskiptavina og sambandið við þá? Eru kvartanir truflun eða fjársjóður?

Nýttu tækifærin, byggðu upp sambandið.
Tækifærin til að ná betri árangri eru endalaus. Á hverjum degi fjölgar fyrirtækjum sem nýta sér stafrænan vettvang til að kynna vörur, þjónustu og koma sér á framfæri. Hvernig geta fyrirtæki náð athygli viðskiptavina, núverandi og tilvonandi, og byggt upp samband? Hraðinn eykst og neytendur verða enn strangari á það hvaða miðla og hverskonar efni þeir horfa á, þeir eru við stjórnvölinn og hver vill láta mata sig á auglýsingaefni og harðri sölumennsku? Ræðum um árangursríkar leiðir til að byggja upp samband við viðskiptavini í gegnum stafræna miðla.

Ósk Heiða er alþjóðaviðskipta- og markaðsfræðingur að mennt og starfar sem markaðsstjóri Trackwell. Ósk Heiða hefur mikla reynslu af markaðsmálum og stjórnum og hefur góðum árangri með fyrirtækjum bæði á B2B og B2C markaði, innanlands sem og erlendis. Hún hefur starfað sem í IT, retail og ferðaþjónustu og hefur tekið þátt í því að markaðssetja allt frá kjötfarsi til hátæknilausna.

Upplifun viðskiptavina
Maríanna Magnúsdóttir mun fara yfir mikilvægi þess að þekkja viðskiptavini sína til þess að geta skilað til þeirra því virði sem þeir eru að óska eftir. Fyrirtæki upplifa oft viðskiptavini sína sem kröfuharða aðila en það er einna helst vegna þess að þau ná ekki að mæta væntingum þeirra. Hvernig lítur vegferð viðskiptavinarins út hjá þínu fyrirtæki? Er fókus á umbætur til að bæta upplifun viðskiptavina? Eru kvartanir truflun eða fjársjóður?

Maríanna er rekstrarverkfræðingur og umbreytingaþjálfari hjá Manino. Hún hefur ástríðu fyrir að hjálpa öðrum að ná árangri með því að umbylta stjórnun og menningu fyrirtækja í atvinnulífinu til að mæta áskorunum framtíðarinnar og skapa sveigjanlega og hamingjusama vinnustaði.

Hér má finna tengla á nokkrar nýlegar greinar eftir Ósk Heiðu:

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Betri upplifun og samband við viðskiptavini í stafrænum heimi, umbætur, árangur og markaðsmál.

Betri upplifun og samband við viðskiptavini í stafrænum heimi, umbætur, árangur og markaðsmál.

Í morgun efndu faghópar um þjónustu-og markaðsstjórnun fund í Háskólanum í Reykjavík.   Fundurinn fjallaði um að tækifærin til að ná betri árangri eru endalaus. Á hverjum degi fjölgar fyrirtækjum sem nýta sér stafrænan vettvang til að kynna vörur, þjónustu og koma sér á framfæri. Hvernig geta fyrirtæki náð athygli viðskiptavina, núverandi og tilvonandi, og byggt upp samband? Hraðinn eykst og neytendur verða enn strangari á það hvaða miðla og hverskonar efni þeir horfa á, þeir eru við stjórnvölinn og hver vill láta mata sig á auglýsingaefni og harðri sölumennsku? Fjallað var um árangursríkar leiðir til að byggja upp samband við viðskiptavini í gegnum stafræna miðla. 

Ósk Heiða er alþjóðaviðskipta- og markaðsfræðingur að mennt og starfar sem markaðsstjóri Trackwell. Ósk Heiða hefur mikla reynslu af markaðsmálum og stjórnum og hefur góðum árangri með fyrirtækjum bæði á B2B og B2C markaði, innanlands sem og erlendis. Hún hefur starfað  í IT, retail og ferðaþjónustu og hefur tekið þátt í því að markaðssetja allt frá kjötfarsi til hátæknilausna. En hvernig áttu að byrja?  T.d. með því að googla „best digital marketing strategies 2019“ mikilvægt að fara hringinn og ferðalagið á að vera skemmtilegt en erfitt og ávinningurinn mikill. Engu máli skiptir í hvaða geira við erum. Innri markaðsmál skipta öllu máli og þá kemur árangurinn miklu fyrr í ljós.  Allir þurfa að skilgreina sinn árangur sjálfir.  En hvernig náum við aukinni sölu, fleirum viðskiptvinum, aukinni umferð á heimasíðu, tryggara viðskiptasambandi, betra orðspori og fleiri samningum?  Það skiptir máli að viðskiptavinurinn sjái að þér sé ekki sama.  Betra samtals við viðskiptavininn skiptir öllu máli, vita hvað hann er að hugsa.  Huga þarf vel að viðskiptavininum og fá hann með sér í lið.  Fyrir hvað ætlarðu að standa og fyrir hvað stendurðu.  1. En það þarf að vera tilgangur með hverri einustu snertingu.  Þú hefur nóg að segja sem þínum markhóp gæti þótt áhugavert.  Þú mátt alls ekki setja það sama alls staðar og tækifærin eru alls staðar.  Þín saga er sagan sem viðskiptavinurinn vill hlusta á.  Það sem þú veitir athygli vex. Allt er mælanlegt í dag því allt digital er mælanlegt og hægt að sjá niðurstöðurnar strax.  2. Ekki spyrja neinn hvernig hann hafi það nema þú viljir vita það.  Þú verður ekki betri nema keppa við þann besta á markaðinum. Neikvætt getur líka verið gott og segðu alltaf satt.  Viðurkenndu mistök ef þau eiga sér stað og þú verður sterkari í augum viðskiptavinarins.  Talaðu, mældu og haltu áfram. 3. Hver ertu? Vertu ekta, svaraður af heiðarleika og heilindum.  Ef eitthvað kemur upp á skaltu fá aðstoð almannatengils.  4. Hvar ertu? Veldu miðilinn vel og sinntu honum.  Stafrænir miðlar eru ekki aukaverkefni sem hægt er að sinna með annarri hendinni.  Það er til mikils að vinna ef rétt er staðið að hlutunum.  Þú opnar ekki verslun nema undirbúa allt vel og það sama á við um stafræna markaðssetningu.  Hvernig læturðu vita að þú ert með í keppninni; minntu á þig reglulega og láttu þig ekki gleymast. 5. Hvernig? Láttu persónuleika þíns vörumerkis og fyrirtækis að skína í gegn, hvað myndi þitt vörumerki t.d. aldrei segja? Googlaðu „How to do something greate in marketing?“  þar færðu fullt af góðum hugmyndum.  Í markaðsmálum hafa allir skoðun á því sem þú ert að gera.  Vertu óhræddur að taka pláss og þá kemur árangurinn hratt. 

Upplifun viðskiptavina.  Maríanna Magnúsdóttir fór yfir mikilvægi þess að þekkja viðskiptavini sína til þess að geta skilað til þeirra því virði sem þeir eru að óska eftir. Fyrirtæki upplifa oft viðskiptavini sína sem kröfuharða aðila en það er einna helst vegna þess að þau ná ekki að mæta væntingum þeirra. Hvernig lítur vegferð viðskiptavinarins út hjá þínu fyrirtæki? Er fókus á umbætur til að bæta upplifun viðskiptavina? Eru kvartanir truflun eða fjársjóður?  Maríanna er rekstrarverkfræðingur og umbreytingaþjálfari hjá Manino. Hún hefur ástríðu fyrir að hjálpa öðrum að ná árangri með því að umbylta stjórnun og menningu fyrirtækja í atvinnulífinu til að mæta áskorunum framtíðarinnar og skapa sveigjanlega og hamingjusama vinnustaði. Maríanna fór yfir hvert virðið er fyrir viðskiptavininn?  Kannski er það ekki varan sjálf, það gæti verið viðmót, verð, varan!  Heimurinn er á fleygiferð og hægt að nálgast okkur á ótal vegu.  En er viðskiptavinurinn okkar í brennidepli? Erum við að færa það virði sem viðskiptavinurinn óskar eftir. Besta markaðssetning sem nokkurt fyrirtæki getur haft eru helgaðir starfsmenn sem pósta áfram því sem fyrirtækið er að gera. Mikilvægt er að skilja hvernig það er að vera viðskiptavinur fyrirtækisins og hvar liggja tækifærin til umbóta. Hvernig getum við bætt ferlið fyrir viðskiptavininn.  Leggja áherslu á líðan og hvernig við erum að hegða okkur.  Upplifun er tilfinning!  Samskipti teyma skiptir öllu, hvað gekk vel í gær og hvað getum við gert betur í dag?  Búa þarf til vinnukerfi þar sem kvartanir eru tækifæri til umbóta og litið á þær sem fjársjóð.  Varðandi lean-töflur þá skiptir öllu máli fólkið sem stendur við þær, ekki útlitið.  Öll fyrirtæki hafa ákveðinn tilgang og mikilvægt að standast væntingar viðskiptavinarins.  Megintilgangur allra á að vera að setja fókus á mannauðinn.  Því menning vinnustaðarins er undirstað alls.      

 

Eldri viðburðir

Aðalfundur faghóps um Lean - Straumlínustjórnun

Aðalfundur faghóps um Lean - Straumlínustjórnun verður haldinn mánudaginn 22.apríl á Teams. 

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins á brimar@nfd.is

Hlekkur á Teams má nálgast hér.

Aðalfundur faghóps um Lean

Meeting ID: 376 586 531 83
Passcode: QVMa4P

 

 

Lean Ísland vikan í hnotskurn - Ráðstefna í Hörpu 22. mars 2024

Lean Ísland vikan í hnotskurn!

Ráðstefna:

  • Lean Ísland - Framtíðarleiðtoginn
    Fyrirlesarar koma m.a. frá IKEA Portúgal, Össuri Suður Afríku, OC Tanner, Spreadgroup og Datera.

    Erindin fjalla m.a. um:
    • hvernig auka eigi áhrif með orðum
    • hvernig auka eigi sjálfstæði framlínustarfsfólks
    • hvernig efla eigi samheldni og starfsánægju
    • umbótahugsun framtíðarleiðtogans
    • nýja tegund af gervigreind
    • seiglu til að halda áfram þrátt fyrir mótlæti

Námskeið:

  • Activating Possibilities: Dare to have Dynamic Conversations
    Lois Kelly leiðir okkur í sannleikann um það hvernig megi hafa áhrif með orðum
  • Maintaining a Successful Lean System
    Gary Peterson fer yfir hvernig eigi að búa til árangursríkt straumlínulagað stjórnkerfi

Stjórnvísi er stoltur samstarfsaðili Lean Ísland og minnir á ráðstefnu í Hörpu 22. mars nk. og námskeið í tengslum við ráðstefnuna sem verða haldin í húsakynnum Opna háskólans í HR. 

ATHUGIÐ:  Dagskrá ráðstefnu og skráning má finna á www.leanisland.is

Lean Ísland er stærsta stjórnendaráðstefnan hér á landi en þar er fjallað um það heitasta í stjórnun og stöðugum umbótum hverju sinni. Öll viljum við stýra betur, bæta ferla og vinnustaðinn en það er umræðuefni stjórnenda og sérfræðinga á ráðstefnunni. Þema ráðstefnunnar í ár er framtíðarleiðtoginn

Ráðstefnan er fyrir stjórnendur, sérfræðinga, byrjendur, lengra komna og áhugasama í hvaða þjónustu og iðnaði sem er. Það ættu allir áhugasamir að finna eitthvað við sitt hæfi. Fyrirlesarar koma víða að og starfa m.a. hjá IKEA, OC Tanner og Allied Irish Banks.  

Dagskrá ráðstefnu og skráning má finna á www.leanisland.is

Aðalfundur Faghóps um Lean - Straumlínustjórnun

https://meet.google.com/eiz-pwhg-nuq?authuser=1&hs=122

Aðalfundur faghóps um Lean - Straumlínustjórnun verður halding í gegnum Teams miðvikudaginn 3 maí n.k. frá 11:30-13:00.
 
Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar.
  • Uppgjör á starfsárinu
  • Lærdómur af starfsári faghóps
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál
 
Þeir sem eru áhugasamir um framboð til stjórnar faghópsins, vinsamlegast sendið tölvupóst á brimar@nfd.is

Hringrás breytinga - Lean Ísland verður haldin 17.mars 2023 í Hörpu

Faghópur Stjórnvísi um lean vill vekja athygli á þessari áhugaverður ráðstefnu:  Lean Ísland verður haldin 17.mars 2023 í Hörpu eftir tveggja ára dvala. Þema ráðstefnunnar í ár er “Hringrás breytinga” og skráning á www.leanisland.is

Lean Ísland er stærsta stjórnendaráðstefnan hér á landi en þar er fjallað um það heitasta í stjórnun og stöðugum umbótum hverju sinni. Öll viljum við stýra betur, bæta ferla og vinnustaðinn en það er umræðuefni stjórnenda og sérfræðinga á ráðstefnunni. 

Ráðstefnan er fyrir stjórnendur, sérfræðinga, byrjendur, lengra komna og áhugasama í hvaða þjónustu og iðnaði sem er. Það ættu allir áhugasamir að finna eitthvað við sitt hæfi. Fyrirlesarar koma víða að, m.a. frá fyrrverandi stjórnendaráðgjafi frá Google, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Goodyear Tire, Tesco og Trinity College. 

Einnig eru þrjú námskeið í ráðstefnu vikunni en þau heita

  • Navigating change with your team - Working with change not against it
  • Leading in a hybrid world
  • The winning link - Managing the intersections of success

Hægt er að sjá nánar um dagskrá og skráningu á www.leanisland.is

 

Víðir og almættið - Samskipti við almenning um almannavarnir

Hér er hlekkur á fundinn á Zoom!
Heimsfaraldur, skriður, eldgos og óveður: Hvernig er hægt að eiga í hreinskiptum samskiptum við almenning þegar náttúran hefur tekið völdin? 


,,Víðir og almættið - Samtal við almenning um almannatengsl” er fundur á vegum faghóps um almannatengsl hjá Stjórnvísi þar sem við ræðum við þau Víði Reynisson, sviðsstjóra Almannavarna, og Hjördísi Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarna, um samskipti við almenning þegar mikið liggur undir. Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrú menningar- og viðskiptaráðuneytisins, og Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra, leiða umræðurnar.

Hér er hlekkur á fundinn á Zoom!

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?