Markþjálfunardagurinn 2018

Markþjálfunardagurinn 2018

Hvernig nýtist markþjálfun fyrirtækjum?

Stjórnvísi vekur athygli á Markþjálfadeginum 2018 í samstarfi við ICF Iceland félag markþjálfa.

Hvernig geturðu stutt við betri samskipti á vinnustað og eflt starfsfólk fyrir meiri starfsánægju og árangur - hvernig getur það hámarkað árangur og arðsemi í fyrirtækinu þínu?

Fáðu svörin á Hilton Reykjavík Nordica Hótel, 25. janúar n.k. á Markþjálfunardegi ICF Iceland, félags markþjálfa sem einblínir á hvernig markþjálfun nýtist fyrirtækjum. Ráðstefnan hefst kl.13:00 og lýkur með móttöku og léttum veitingum kl.18:00. 

Vekjum athygli á hagstæðum kjörum á fyrirtækjaborðum og kynningarbásum.

Ekki að láta Markþjálfunardaginn 2018 fram hjá þér fara – nýjar hugmyndir og verkfæri fyrir framsækin fyrirtæki.

Miðasala á tix.is

 

Íslenska ánægjuvogin - uppskeruhátíð

Kynning á niðurstöðum mælinga 2017 og afhending viðurkenninga
Föstudaginn 26.janúar 2018, kl. 8:30 -09:45
Grand Hótel - Hvammi- Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Dagskrá
8:30 Fundarsetning
Fundarstjóri er Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi og stjórnarmaður Íslensku ánægjuvogarinnar.   
Dagskrá:
08:30 Kynning á helstu niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2017.
Trausti Haraldsson framkvæmdastjori Zenter kynnir niðurstöður ánægjuvogarinnar 2017, m.a. niðurstöður einstakra fyrirtækja og markaða og breytingar frá fyrri árum.

08:45 Viðurkenningar Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2017veittar.
Afhent verður viðurkenningarskjal til þeirra fyrirtækja sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina á viðkomandi markaði. Einnig verða veittar viðurkenningar til þeirra aðila sem skora hæst í hverjum flokki.

Að kynningu og verðlaunaafhendingu lokinni munu framkvæmdastjórar/forstjórar í tveimur fyrirtækjum, sem hafa staðið sig með ágætum í þjónustu við viðskiptavini segja frá hvernig þessi fyrirtæki vinna með viðskiptavininum og hvernig þau þjálfa starfsmenn þannig að þeir veiti afburðaþjónustu.

Nánari upplýsingar um Íslensku ánægjuvogina: http://www.stjornvisi.is
Skráning fer fram á http://www.stjornvisi.is
Morgunverður kostar 3.000.-kr. og verður skuldfærður á viðkomandi fyrirtæki.  

Þrír ráðgjafar í innkaupum deila reynslusögum og tækifærum í innkaupum fyrirtækja

Þrír ráðgjafar í innkaupum munu fjalla um innkaup frá ólíkum sjónarhornum og gefa þátttakendum hugmyndir að markmiðum fyrir þetta ár.   

 

  • Ben Cleugh hjá Treia ehf. mun deila reynslusögum um hvers vegna samningar virka ekki sem skyldi eða „ Contract Implementation Pitfalls“. Hann mun einnig segja frá því sem ber að varast eftir að samningur er undirritaður og hvernig aðilar geta skapað meira virði með breyttu verklagi.
  • Ellert Guðjónsson hjá Bergvit ehf, mun kynna „Best Value Procurement“ aðferðafræðina sem snýr ferlum og aðferðafræði aðfangaöflunar á haus með því markmiði að auka afköst, bæta nýtingu og lágmarkar áhættuna í verkefnum.
  • Jóhann Jón Ísleifsson hjá Aðfangastýringu ehf. fjalla um hvernig fagleg innkaup geta auka hagnað fyrirtækja, hvaða tækifæri er að finna með því að skoða m.a. Tail spend (eyðslu hala) og fleira.

The Five Behaviors of Cohesive Teams - The Secret Sauce to Success

Opni Háskólinn - stofa M208

No one succeeds alone, however genuine teamwork in most organizations remains elusive. Effective teams accomplish goals, drive results, and move organizations forward.  Building an effective team doesn't just happen - it takes work and an understanding of the basic needs of a team. 

Pam Coffey will share how The Five Behaviors of a Cohesive Team provides teams with the foundation of a healthy, well-functioning team, from trust to accountability to results. She will outline a powerful model and actionable steps that can be used to overcome common hurdles and build cohesive, effective teams.     

Pam is a certified executive coach and experienced consultant with a long career in Human Resources for the U.S. Government. She teaches, mentors and assesses new coaches in the Georgetown University Leadership Coaching Program. Pam is dedicated to working with individuals, teams and organizations to create positive change, improve performance, and achieve desired results. She is accredited in The Five Behaviors of a Cohesive Team program and has coached hundreds of teams to end their struggles and work together effectively and cohesively.   

Ragnhildur Vigfusdottir is a coach from Coach Utbildning Sverige and Bruen (2104 - NLP Master Coach).  She is a certified Daring Way Faciltiator (based on the research of Dr. Brene' Brown). 

Viðburðurinn fer fram að mestu á ensku.

Helstu einkenni stjórnenda hjá bestu þjónustufyrirtækjunum og hvað má læra af þeim?

 Því miður er orðið fullbókað á þennan viðburð. 

 

Flest ef ekki öll fyrirtæki vilja að viðskiptavinir sínir upplifi góða þjónustu. Það eru ýmis tæki og tól sem hægt er að beita en það verður ekki hjá því komist að hafa afar hæfa og góða stjórnendur. 

Í samvinnu við Nova og Expectus er ætlunin að fara yfir það hvað einkennir stjórnendur fyrirtækja sem ná árangri. 

Nova hefur í mörg ár átt ánægðustu viðskiptavini á fjarskiptamarkaði og því verður afar athyglisvert að fá kynningu á því hjá Þuríði Björg yfirmanni einstaklingssviðs hvað einkennir þeirra stjórnendur og stjórnendahætti. 

Með Þuríði ætlar Kristinn Tryggvi hjá Expectus að ræða hverskonar þjálfun og færni þessir stjórnendur ættu að hafa og hvaða faglega nálgun er hægt að taka til að hámarka árangur stjórnendanna. 

Háþróuð verkefnahermun

Hvernig getur háþróuð verkefnahermun bætt árangur verkefna?

Í leikhúsinu er alltaf haldin generalprufa áður en leikrit er frumsýnt. Í þjálfun flugmanna gegna háþróaðir flughermar lykilhlutverki í að þjálfa fólk í að bregðast við allskonar aðstæðum. Þessu er ekki svona farið í verkefnum því verkefnateymi fá sjaldan tækifæri til að æfa sig og gera prófanir á verkefni sínu áður það er framkvæmt.

MPM-námið við Háskólann í Reykjavík, í samstarfi við MPM alumni félagið og Stjórnvísi hefur fengið Guy Giffin framkvæmdastjóra Prendo Simulations til að halda erindi um hvernig verkefnahermun getur stuðlað að betri árangri í verkefnum. Hann ætlar að segja frá hvernig verkefnamiðaðar skipulagsheildir og menntastofnanir geta nýtt sér háþróaða hermun til að þjálfa starfsfólk og nemendur í þessu skyni.

Fyrirtæki Prendo Simulations hefur þróað hermilíkön og byggt upp þjálfunarbúnað til að þjálfa fólk í að leiða verkefni. Margir af helstu viðskiptaskólum í heiminum nota hugbúnaðinn við kennslu, nefna má skóla á borð við Cambridge, Columbia, Cranfield, ESADE, HEV Paris, IESE, INSEAD, MIT og UCL. Guy hefur víða um heim leitt vinnustofur um notkun hugbúnaðarins. Fyrirtæki eins og Deloitte, Deutsce bank, IBM, SAP, Shell og Sameinuðu þjóðirnar hafa nýtt sér hugbúnaðinn.

Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu MPM-námsins https://www.ru.is/mpm og Facebook hér

Fyrirlesturinn fer fram í stofu M101 í Háskólanum í Reykjavík og er öllum opinn. Aðgangur er gjaldfrjáls.

Áhrif stjórnarhátta á velgengni fyrirtækja

Faghópur Stjórnvísi um góða stjórnarhætti heldur morgunverðarfund þann 15. febrúar kl. 8:30 í höfuðstöðvum Vodafone, Suðurlandsbraut 8, 6. hæð.

Á fundinum verður fjallað um áhrif stjórnarhátta á velgengni fyrirtækja, en sérstaklega verður horft til breyttra stjórnarhátta í þroskaferli fyrirtækja og hvort lífaldur eða menning hafi áhrif á velgengni.

Fyrirlesarar eru:

  • Helga Valfells, meðstofnandi og meðeigandi Crowberry Capital  
  • Stefanía Bjarney Ólafsdóttir, meðstofnandi og meðeigandi Visku
  • Svana Gunnarsdóttir, meðstofnandi og meðeigandi Frumtak Ventures

Fundurinn er ætlaður fyrir alla sem hafa áhuga á góðum stjórnarháttum, jafnt byrjendum sem lengra komna. Fundurinn er einnig kjörin fyrir þá aðila sem hafa setið í stjórnum eða hafa hug á því að gefa kost á sér til stjórnarsetu.

Boðið verður upp á kaffi og morgunhressingu.  Ráðlagt er að mæta tímanlega þar sem erfitt getur reynst að fá bílastæði.  

Hlökkum til að sjá þig.

Fyrsta hátæknivöruhúsið á Íslandi

Því miður er fullbókað á viðburðinn

Innnes ehf hefur undanfarin misseri unnið að hönnun á nýju hátæknivöruhúsi sem mun vera það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi m.t.t. hönnunar, sjálfvirkni og tækni.

Vöruhúsið mun hýsa frysti, kæli og þurrvörur og er hver eining hönnuð með mismunandi tækni til að tryggja sem besta vörumeðhöndlun m.t.t gæða.

Jóhanna þ. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri aðfangakeðju Innnes ætlar að fara yfir hönnunina, segja frá undirbúningi verkefnisinsins of hvernig samsetning sjálfvirkra- og handvirkra lausna mun vinna saman að því að tryggja aukna skilvirkni, gæði, og afköst.  

Kynningin verður haldin í stofu M215 í Háskólanum í Reykjavík.

Velkomin á Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2018

Stjórnunarverðlaunin verða afhent í dag kl.16:00 á Grand Hótel.  

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem voru tilnefndir til Stjórnunarverðlaunanna 2018 innilega til hamingju. Hér má sjá nöfn þeirra: https://www.stjornvisi.is/is/stjornunarverdlaun/handhafar-2018

Í tilefni afhendingar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2018 hinn 28. febrúar nk. býður Stjórnvísi til hátíðarmóttöku á Grand hótel, Háteigi 4.hæð, kl. 16.00 til 18.00. Þema hátíðarinnar: Góðir stjórnarhættir - fjárfesting til framtíðar.  

Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.

Þrír stjórnendur verða verðlaunaðir.

Dagskrá:
Setning hátíðar: Þórunn M. Óðinsdóttir stjórnunarráðgjafi KPMG og formaður stjórnar Stjórnvísi. 
Hátíðarstjóri:  Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, vörustjóri dagsferða hjá Kynnisferðum.

Þema: Góðir stjórnarhættir - fjárfesting til framtíðar.  

Fyrirlesarar: Tveir áhugaverðir fyrirlesarar munu flytja erindi sem tengist þema hátíðarinnar.
Helga Hlín Hákonardóttir hdl. meðeigandi hjá Strategíu og stjórnarkona í atvinnulífinu.
Heiðar Guðjónsson, formaður stjórnar Vodafone og með alþjóðlega reynslu af stjórnarstörfum.

Stjórnarhættir snerta alla stjórnendur með einum eða öðrum hætti enda grundvöllur góðra stjórnarhátta að skilgreina hlutverk og ábyrgð hvers og eins – hvort sem um hluthafa, stjórn, forstjóra eða annan stjórnanda er að ræða. Virðisauki góðra stjórnarhátta hefur sannað sig á undanförnum árum – og slæmir stjórnarhættir ekki síður – og hafa stjórnendur og fjárfestar í auknum mæli sett stjórnarhætti á dagskrá og leitað ráðgjafar til framþróunar á þessu sviði. Samkeppni um góða stjórnendur, stjórnarmenn og fjárfesta snýst m.a. um gæði stjórnarhátta þeirra og svo komið á erlendum mörkuðum að stjórnarhættir hafa áhrif á verðmat félaga. Með aukinni fjárfestingu erlendra aðila í íslenskum fyrirtækjum verða íslenskir stjórnendur að laga sig að bestu stjórnarháttum í alþjóðlegu samhengi.

Borghildur Erlingsdóttir formaður dómnefndar gerir grein fyrir vali dómnefndar á stjórnendum ársins 2018.

Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.

Félagsmenn Stjórnvísi eru sérstaklega boðnir velkomnir ásamt öllu fag- og áhugafólki um stjórnun.
Aðgangur er ókeypis!

Dómnefnd 2018 skipa eftirtaldir:
Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Einkaleyfastofunnar.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Helgi Þór Ingason, prófessor og forstöðumaður MPM náms við Háskólann í Reykjavík.
Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs.
Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1 og fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.
Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri  Icelandic Startups.
Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík. 

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna á heimasíðu félagsins: https://www.stjornvisi.is/is/stjornunarverdlaun


Með kærri kveðju,
Gunnhildur Arnardóttir
Framkvæmdastjóri Stjórnvísi

Morgunfundur um stafræna markaðssetningu

Faghópur Stjórnvísi um Þjónustu- og markaðsstjórnun heldur morgunverðarfund í samstarfi við WebMo Design um stafræna markaðssetningu með áherslu á samfélagsmiðla.

 

Á fundinum verður fjallað um margt að því helsta sem er að gerast í stafrænni markaðssetningu s.s. mikilvægi stefnu, áhrifavalda, myndbandamarkaðssetningu og hvort hefðbundnir miðlar séu að lognast út af.

 

Dagskrá

8:45-9:00 Morgunkaffi og með því

9:00 - 9:20 Mikilvægi stefnu og áætlunar í stafrænni markaðssetningu - Sverrir Helgason, markaðsstjóri WebMo Design og sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu

9:20-9:40 Hvað eru staðbundnir áhrifavaldar (e. Hyperlocal Influencer) og hvað gerir þá öðruvísi en hefðbundna áhrifavalda? - Andri Birgisson CTO/Digital Overlord & Problem Wrangler hjá Ghostlamp

9:40-10:00 Myndbandamarkaðssetning - hvað er að gerast og hver er þróunin? Ingi Þór Bauer, framleiðslustjóri KALT / Stefán Atli Rúnarsson sölu- og markaðsstjóri KALT

10:00-10:20 Eru birtingar í hefðbundnum miðlum að lognast út af? Þórmundur Bergsson, framkvæmdastjóri MediaCom

 

Fundurinn er ætlaður fyrir alla sem hafa áhuga á markaðsmálum og stafrænum viðskiptum.

Boðið verður upp á kaffi og morgunhressingu.

Hlökkum til að sjá þig.

 

Getur markþjálfun hjálpað til við aga?

Hvernig er hægt að nýta aðferð markþjálfunar við aga?
 
Á þessum viðburði fáum við innsýn inní hvernig markþjálfun er nýtt með börnum og unglingum. Við fáum að heyra frá Gísla skólastjóra NÚ og einnig frá Markþjálfahjartanu sem mun segja frá hvað þau eru að gera. Hægt er að velta því fyrir sér, er hægt að yfirfæra þessa aðferð inní fyrirtækin og hafa þannig áhrif á starfsmenn? Einnig má hugsa geta foreldrar nýtt aðferðina heima fyrir?
 
Gísli skólastjóri NÚ sem er grunnskóli fyrir 8.-10. bekk í Hafnarfirði ætlar að segja okkur hvað er að ganga vel og hvar helstu áskoranir liggja. Hann deilir reynslu af markþjálfuninni með nemendum og hvernig þau sjá skólann þróast í framtíðinni. 
 
 
Gísli Rúnar Guðmundsson útskrifaðist með mastersgráðu í verkefnastjórnun árið 2015 og sem íþróttafræðingur frá Kennaraháskóla Íslandsárið 2004. Hann hefur starfað sem grunnskólakennari frá árinu 1999 og hefur yfir 20 ára reynslu af þjálfun barna og unglinga. Hann er forvitin, hefur mikinn áhhuga á fólki, ferðalögum og sköpun. Hann elskar samverustundir með fjölskyldunni og íslenska náttúru.
 
Hvernig skóli er NÚ?

Grunnskóli fyrir 8.-10. bekkinga sem leggur áherslu á íþróttir, hreyfingu, heilsu og vendinám. NÚ er viðurkenndur af Menntamálastofnun, starfar samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla og lýtur lögum og reglugerðum um íslenska grunnskóla.

 

Markþjálfahjartað

Styður við að skapa framúrskarandi skólaumhverfi með því að tryggja nemendum, starfsfólki og foreldrum skóla greiðan aðgang að markþjálfun - samfélaginu öllu til heilla! Markþjálfahjartað fer í skóla og markþjálfar nemendur og aðstoðar til við það í NÚ.

 

​Hvað er Markþjálfahjartað?

....hópur markþjálfa sem vinna að því að koma markþjálfun inn í menntakerfið á Íslandi.

  • Markþjálfahjartað vill sjá að nemendur, foreldrar og allt starfsfólk skóla geti haft greiðan aðgang að markþjálfun.

  • Markþjálfun er hlutlaus og uppbyggilegur vettvangur til þess að þekkja og nýta betur eigin styrkleika og tækifæri.

  • Markþjálfun hjálpar einstaklingum og hópum að kortleggja eigin væntingar og gerir framtíðarsýn hvers og eins að veruleika.

  • Markþjálfar vinna að því að virkja sköpunargleði og aðstoða marksækjendur við hrinda í framkvæmd raunhæfum og árangursríkum úrræðum.

  • Markþjálfun er langtímasamband sérþjálfaðs markþjálfa og marksækjanda sem byggir á gagnkvæmu trausti, faglegri nálgun og öflugum stuðningi við markmið.

  • Með markþjálfun er hægt að bæta samskiptahæfni og þannig stuðla að bættu andrúmslofti innan skólans.

  • Hópmarkþjálfun getur nýst teymum, vinnuhópum og öðrum hópum sem vinna að sameiginlegum viðfangsefnum og markmiðum.

  • Markþjálfun er verkfæri sem getur verið gagnlegt til að efla andlegan þroska einstaklinga og jafnframt áhrifarík leið til sjálfstyrkingar þeirra.

     

 

 
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?