Tollstjóri Tryggvagata 19, 101 RVK
Jafnlaunastjórnun,
Því miður er fullbókað á fundinn
Fyrsti viðburður nýs faghóps um jafnlaunastjórnun verður í boði Tollstjóra sem ætlar að bjóða gestum í heimsókn miðvikudaginn 14. mars kl. 14:00.
Yfirskrift erindisins er hlutverk og viðhorf æðstu stjórnenda við Innleiðingu á Jafnlaunastaðli. Við viljum nota tækifærið og hvetja áhugasama til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér
Dagskrá:
- Kynning á innleiðingarferli Tollstjóra - Unnur Ýr mannauðsstjóri Tollstjóraembættis
- Jafnlaunastaðallinn sem stjórntæki - Anna Þorvaldsdóttir kynnir niðurstöður á rannsókn
- Faghópur um jafnlaunastjórnun, kynning á stjórn og markmiðum - Gyða Björg Sigurðardóttir formaður stjórnar
Opnað verður á fyrirspurnir og umræður í lok erinda.
Nánari upplýsingar
Tollstjóri hefur hlotið jafnlaunavottun frá Vottun hf og Unnur Ýr, mannauðsstjóri Tollstjóraembættis, fjallar um mikilvægi þáttöku æðstu stjórnenda við innleiðingferlið. Tollstjóri, Snorri Olsen, tók virkan þátt í ferlinu frá upphafi og er það lykilatriði í að gera ferlið skilvirkt og árangursríkt.
NY Times fjallaði um vottunina í grein um Tollstjóra í mars síðastliðnum, sjá hér.
Anna Þórhallsdóttir lauk nýverið MS-prófi í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og gerði eiginlega rannsókn á viðhorfi stjórnenda til Jafnlaunastaðals. Í sínu erindi leitast hún við að svara eftirfarandi spurningum.
- Sjá stjórnendur í íslensku atvinnulífi lögmæti í innleiðingu á jafnlaunastaðli?
- Hvaða hindranir telja stjórnendur sig standa frammi fyrir við innleiðingu á jafnlaunastaðli og hvaða áhrif telja þeir slíka innleiðingu hafa fyrir skipulagsheildina?
Endilega skráið ykkur á viðburðinn og í faghóp um jafnlaunastjórnun til að fylgjast með dagskrá og fréttum um málefni sem tengjast efninu.