Notkun verkefnaskráa til að halda utan um stefnumótandi verkefni hjá yfirstjórn Isavia.

Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður verkefnastofu hjá þróun og stjórnun og Pálmi Freyr Randversson verkefnastjóri ÞOS á Keflavíkurflugvelli munu fara yfir hvernig Isavia vinnur stefnumótandi verkefni í gegnum verkefnaskrá yfirstjórnar fyrirtækisins og hver sé ávinningurinn af því að nota þá aðferðafræði. Tekið verður fyrir dæmi um vinnu á þróunaráætlun fyrir Keflavíkurflugvöll, þar sem reyndi m.a. mikið á góð samskipti við hagsmunaaðila. Að auki verður farið inn á lærdóminn af þeirri vinnu.

CAF greining hjá opinberum stofnunum

"Common Assessment Framework" (CAF) er fyrsta evrópska gæðastjórnunartækið sem var sérstaklega hannað fyrir og þróað af opinbera geiranum. Sífellt meiri kröfur eru gerðar til opinberra stofnana um að sýna fram á mikilvægi sitt og að bregðast við auknum kröfum og væntingum samfélagsins. Nokkrar stofnanir hafa nýtt sér CAF sjálfsmatslíkanið til að meta mismunandi þætti í starfsemi stofnunarinnar, í þeim tilgangi að finna út styrkleika og þau atriði sem betur mega fara.

Á fundinum verður almennt talað um hvaðan CAF kemur og hvernig það tengist gæðastarfinu. Sagt verður frá hvernig hægt er að nota það og niðurstöður CAF sjálfsmats til að byggja upp gæðakerfi stofnana. Einnig verður lögð áhersla á þann þátt CAF líkansins sem fjallar um samfélagslegan árangur.

Fyrirlesarar:

Sigurjón Þór Árnason, gæða- og upplýsingastjóri hjá Veðurstofu Íslands.
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR

Athygli er vakin á því að fundurinn verður haldinn í húsnæði Veðurstofu Íslands við Bústaðaveg nr. 7 sem er fremra húsið til hægri þegar komið er inn á afleggjarann að Veðurstofunni.

Aðalfundur faghóps um breytingastjórnun

Boðað er til aðalfundar faghóps um breytingastjórnun þann 11. apríl næstkomandi.

Dagskrá
?• Starf og stjórn faghópsins starfsárið 2015-2016?.
• Kosning nýs formanns og stjórnar fyrir starfsárið 2016-2017.

Fundurinn verður haldinn í Innovation house þann 11. apríl kl. 17:10. Stjórn faghóps um breytingastjórnun hvetur alla til að mæta og gefa kost á sér til formanns eða í stjórn faghópsins. Áhugasamir um þátttöku í stjórn eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Gunnhildi Arnardóttur, framkvæmdastjóra Stjórnvísi. Fráfarandi stjórn þakkar fyrir góða mætingu á viðburði vetrarins.

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2016

Í tilefni afhendingar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2016 hinn 12.apríl nk. býður Stjórnvísi til hátíðarmóttöku á Grand hótel, Hvammi, kl. 16.00 til 18.00.

Hér má sjá lista yfir þá sem eru tilnefndir: https://www.stjornvisi.is/stjornunarverdlaunin/tilnefningar2016
Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.
Þrír stjórnendur verða verðlaunaðir en tæplega sjötíu stjórnendur hlutu tilnefningu til verðlaunanna og má sjá nöfn þeirra á vefnum https://www.stjornvisi.is/stjornunarverdlaunin/tilnefningar2016
Dagskrá:
Setning hátíðar: Nótt Thorberg, markaðsstjóri Marel á Íslandi og formaður Stjórnvísi.
Hátíðarstjóri: Jóhanna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri aðfangasviðs Innnes.
Fyrirlesarar: Þrír áhugaverðir fyrirlesarar munu flytja erindi sem tengist þema hátíðarinnar:
"Vegferð stjórnandans - leiðtogahlutverkið".

• Stefanía Bjarney Ólafsdóttir, yfirmaður rannsókna og greininga Plain Vanilla.
• Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja.
• Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs.

Ásta Bjarnadóttir formaður dómnefndar gerir grein fyrir vali dómnefndar á stjórnendum ársins 2016.

Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.
Félagsmenn Stjórnvísi eru sérstaklega boðnir velkomnir ásamt öllu fag- og áhugafólki um stjórnun.
Aðgangur er ókeypis!
Dómnefnd 2016 skipa eftirtaldir:
• Ásta Bjarnadóttir, formaður dómnefndar og framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítala.
• Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofunnar
• Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
• Helgi Þór Ingason, prófessor og forstöðumaður MPM náms við Háskólann í Reykjavík.
• Hjörleifur Pálsson, stjórnarmaður og ráðgjafi.
• Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs.
• Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups.
Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi.
Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna á heimasíðu félagsins http://stjornvisi.is/stjornunarverdlaunin
Með kærri kveðju,
Gunnhildur Arnardóttir
Framkvæmdastjóri Stjórnvísi

Skipurit sem styður við umbætur

Framleiðslan í Marel í Garðabæ fór í gegnum miklar breytingar á árinu 2015. Skipuriti og nálgun í umbótaverkefnum og ferlavinnu var breytt og ætlar framleiðsluteymið að segja frá þeirri vinnu, ávinningi og hvaða umbótaverkefni þau hafa verið að vinna að.

Eftirfarandi spurningum verður svarað:

  • Hvernig nálgumst við umbótaverkefni í framleiðslunni?
  • Hvernig styður okkar skipurit umbætur?

Að halda stefnunni - sýnileiki aðgerða og árangursmælikvarða hjá ÁTVR

Fimmtudaginn 14. apríl nk. ætlar Sveinn Víkingur Árnason framkvæmdastjóri vörudreifingar, heildsölu tóbaks og rekstrarsviðs hjá ÁTVR að fjalla um með hvaða hætti ÁTVR notar árangursmælingar til að fylgja eftir aðgerðum sem styðja við stefnu fyrirtækisins. Tæpt verður á atriðum allt frá hugmyndafræðinni til þeirra kerfa sem notuð eru við að koma árangursmælingum á framfæri og kynna þær fyrir starfsfólki fyrirtækisins.

Mannauðsstjórnun og þjónandi forysta

Sigrún Gunnarsdóttir fjallar um hvernig nýta má þjónandi forystu sem hugmyndafræði árangursríkrar mannauðsstjórnunar með hliðsjón af ánægju og árangri starfsfólks. Kynningarerindi í samstarfi við Þekkingarsetur um þjónandi forystu.

Erindi Sigrúnar frá 1. mars um Markþjálfun og snertifleti hennar við þjónandi forystu var mjög vel tekið og nú ber hún saman þjónandi forystu og mannauðsstjórnun.

Sigrún er dósent við Háskólann á Bifröst og Háskóla Íslands og leiðir starf Þekkingarseturs um þjónandi forystu. Sigrún er hjúkrunarfræðingur og starfaði áður í heilsugæslu, leiddi starf heilsueflingar hjá heilbrigðisráðuneyti og landlækni, var gæðastjóri Landspítala og deildarstjóri á skrifstofu starfsmannamála þar. Sigrún lauk doktorsprófi frá London School of Hygiene & Tropical Medicine og rannsóknarsvið hennar er starfsumhverfi og líðan starfsfólks með áherslu á gæði þjónustu, stjórnun og þjónandi forystu.

Hver ertu? - Viðburði frestað. Nánari dagsetning auglýst síðar.

Fresta þarf þessum viðburði, dagsetning verður auglýst síðar.

Endurmörkun Orkuveitu Reykjavíkur

Sigrún Viktorsdóttir , forstöðumaður þjónustustýringar hjá OR mun segja frá endurmörkun (rebranding) Orkuveitu Reykjavíkur og Veitna ohf. sem frá janúar 2014 þegar Veitur ohf. urðu til, birtust undir sama merki þar til í desember 2015.

Fjallað verður um undanfarann, vinnuferlið og áskoranir sem fyrirtækin fóru í gegnum á undirbúnings- og yfirfærslutímabilinu.

Nýsköpunarhádegi: Íslensku úrslitin í Nordic Startup Awards 2016.

Á Nýsköpunarhádegi þriðjudaginn 26. apríl verður tilkynnt um íslensku úrslitin í Nordic Startup Awards 2016. Viðburðurinn fer fram í stofu M-101 í Háskólanum í Reykjavík og í boði verða léttar veitingar.

Upplýsingar um þá tilnefndu má sjá á heimasíðu verðlaunanna og þar má kjósa uppáhalds sprotann eða sprotafyrirtækið - http://nordicstartupawards.com/ - Frestur til að kjósa er til 18. apríl.

Þau fyrirtæki og einstaklingar sem bera sigur úr bítum í hverjum flokki fyrir sig keppa áfram á Grand Finale kvöldi Nordic Startup Awards, þriðjudaginn 31. maí í Hörpu. Verðlaunin eru nú haldin í fjórða sinn og er gaman að segja frá því að árið 2014 var Quizup valið sprotafyrirtæki ársins og í fyrra var Startup Reykjavík valinn besti viðskiptahraðallinn.

Nýsköpunarhádegi er samstarfsverkefni Nýherja, Icelandic Startups og Stjórnvísi.

Hjólreiðar og umferðaröryggi

Miðvikudaginn 27.apríl kl. 8.30 ætlar Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir verkfræðingur á samgöngusviði Eflu að fjalla um hjólreiðar og umferðaröryggi. Fjallað verður um rannsóknir á umferðaröryggi en einnig um praktískari hliðar málefnisins eins og það hvernig við aukum líkurnar á því að við komumst heil á leiðarenda á hjólinu.

Endurnýjun grunnkerfa RB - Stjórnskipulag og samstarf í stóru og flóknu verkefni

RB hefur í fjölmörg ár rekið innlána- og greiðslukerfi fyrir banka og sparisjóði á Íslandi. Þetta kerfi er einstakt á heimsvísu m.a. vegna þessa samreksturs allra aðila, samþættingar þeirra í milli og rauntíma greiðslumiðlunar á milli allra banka á Íslandi. Kerfið er hins vegar komið til ára sinna og uppfærslu þörf ásamt því að fjölmörg tækifæri eru til hagræðingar.
Keyptar voru staðlaðar lausnir frá Sopra Banking Software og er innleiðing á þeim í gangi í samstarfi við Sopra, banka á Íslandi o.fl. Um er að ræða mjög stórt og flókið verkefni sem margir aðilar koma að. Nauðsynlegt er að breyta fjölmörgum kerfum RB og bankanna, ásamt því að ný kerfi kalla á breytingar hjá Seðlabankanum, kortafyrirtækjunum og fjölmörgum öðrum.
Í kynningunni mun Jón Helgi Einarsson fjalla um verkefnið og ræða sérstaklega verklag, stjórnskipulag, samstarf og samstillingu aðila.

Frekari upplýsingar um verkefnið https://www.youtube.com/watch?v=qjj3M1Kj4L8

Green Lean - umhverfisvænni rekstur fyrirtækja

Markmið fundarins er að kanna hvernig Lean aðferðafræðin getur nýst fyrirtækjum sem vilja innleiða samfélagslega ábyrgð í starfsemi sína. Farið verður yfir grunnhugmyndir Lean Management og samfélagsábyrgðar fyrirtækja með það í huga að finna góðar aðgerðir (e. best practices) sem nýtast fyrirtækjum.

Aðalfundur faghóps um Lean straumlínustjórnun

Boðað er til aðalfundar faghóps um lean straumlínustjórnun þann 29. apríl næstkomandi.

Dagskrá
?• Starf og stjórn faghópsins starfsárið 2015-2016?.
• Kosning stjórnar fyrir starfsárið 2016-2017.

Fundurinn verður haldinn í Opna háskólanum í HR þann 29. apríl kl. 10:00-10.15. Stjórn faghóps um lean straumlínustjórnun hvetur alla til að mæta. Áhugasamir um þátttöku í stjórn eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Gunnhildi Arnardóttur, framkvæmdastjóra Stjórnvísi.

Aðalfundur Stjórnvísi 2016

Aðalfundur Stjórnvísi 2016 verður haldinn á Bryggjan Brugghús þann 3.maí kl.15:30- 16:45.

Óskað var eftir framboðum til stjórnar Stjórnvísi starfsárið 2016-2017, frestur til framboðs rann út þann 26.apríl.

Nótt Thorberg, markaðsstjóri Marel á Íslandi er núverandi formaður stjórnar Stjórnvísi. Nótt hefur gegnt formannsefmbætti í 1 ár, setið áður í stjórn Stjórnvísi í 3 ár, tvö ár sem aðalmaður og eitt ár sem varamaður. Nótt býður sig fram til formanns starfsárið 2016-2017.

Aðalstjórn: Á síðasta aðalfundi voru kosnir til tveggja ára í aðalstjórn Stjórnvísi:

  1. Áslaug D. Benónýsdóttir, gæðastjóri hjá Gámaþjónustunni.(2015-2017)
  2. Sigurjón Þórðarson, stjórnunarráðgjafi hjá Nolta.(2015-2017)
  3. Þórunn María Óðinsdóttir, sérfræðingar og sjálfstætt starfandi hjá Intra.(2015-2017)

Önnur framboð í aðalstjórn og varastjórn sem kosið verður um á aðalfundi eru:

  1. Guðmundur S. Pétursson, gæðastjóri Tollstjóra Íslands.
  2. Guðný Finnsdóttir, sérfræðingur.
  3. Hermann Jónsson, fræðslustjóri Advania.
  4. Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, varamaður í stjórn 2015-2016.
  5. María Guðmundsdóttir, fjármálastjóri Vaka, fiskeldiskerfa.

Kosið verður í fagráð félagsins. Eftirtaldir hafa boðið sig fram í fagráð:
Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar- og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins.(2015-2017)
Guðmunda Smáradóttir, forstöðumaður Opna háskólans í Reykjavík.(2016-2018)
Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Franklin Covey á Íslandi. (2016-2018)
Jón G. Hauksson, framkvæmdastjóri Frjálsrar verslunar.(2015-2017)
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR.(2016-2018)

Kosnir verða tveir skoðunarmenn. Eftirtaldir hafa boðið sig fram:
Ásta Malmquist, deildarstjóri fyrirtækjaþjónustu Landsbankans.(2016-2018)
Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Perlu norðursins.(2016-2018)

Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf:

  1. Kjör fundarstjóra og ritara.
  2. Skýrsla formanns.
  3. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  4. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
  5. Breytingar á lögum félagsins.
  6. Kjör formanns.
  7. Kjör þriggja stjórnarmanna til næstu tveggja ára.
  8. Kjör tveggja varamanna í stjórn til næstu tveggja ára.
  9. Kjör fagráðs.
  10. Kjör skoðunarmanna reikninga.
  11. Önnur mál.

Ársreikningurinn verður aðgengilegur á vefsíðu félagsins strax að loknum aðalfundi. Þeir sem óska eftir útprentuðum ársreikningi er bent á að óska eftir því sérstaklega við framkvæmdstjóra félagsins gunnhildur@stjornvisi.is++skv.6. gr. félagsreglna Stjórnvísi.
Í stjórn Stjórnvísi eru sjö stjórnarmenn og tveir varamenn. Á aðalfundi er formaður kosinn sérstaklega til eins árs í senn, og getur hann setið í tvö ár sem formaður, að hámarki. Aðrir stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn og geta að hámarki setið í tvö ár. Varamenn skulu kosnir til eins ár í senn og geta að hámarki setið í tvö ár. Meginreglan skal vera sú að á hverju ári láti þrír stjórnarmenn af störfum. Ef atkvæði eru jöfn skal hlutkesti ráða úrslitum. Leitast skal við að halda kynjahlutfalli sem jöfnustu innan stjórnar.

Allir félagsmenn eiga kost á að bjóða sig fram til formanns og í stjórn. Framboð til formanns og í stjórn skulu skv. lögum félagsins hafa borist í síðasta lagi viku fyrir auglýstan aðalfund þ.e. 26.apríl 2016. Þeir, sem áhuga hafa á að bjóða sig fram, eru vinsamlega beðnir um að tilkynna það í pósti til gunnhildur@stjornvisi eða stjornvisi@stjornvisi.is

Árangursrík teymisvinna að hætti íslenska landsliðsins - Nálgun verkefnastjórans

Knattspyrna er ein af vinsælustu íþróttum heims. Með aukinni alþjóðavæðingu hafa samfélagslegar kröfur og fjármagn í umferð aukist. Þar að auki getur knattspyrnuumhverfið verið bæði ögrandi og krefjandi. Í knattspyrnu er lögð áhersla á að skapa framúrskarandi vinnuumhverfi, yfirstíga hindranir, standa undir væntingum og takast á við álag. Við fyrstu sýn virðist knattspyrnuumhverfið vera sambærilegt við verkefnastjórnunarumhverfi, en er það raunin?

Fyrirlesturinn fjallar um hvað verkefnastjórar geta lært af þjálfurum íslenska landsliðsins í knattspyrnu, í verkefnastjórnun og myndun liðsheildar? Rætt var við núverandi landsliðsþjálfara íslenska landsliðsins, Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímsson. Þar að auki var haft samband við leikmenn íslenska landsliðsins. Hæfnisauga Alþjóðaverkefnastjórnunar-sambandsins (IPMA) var notað sem grunnur til að svara spurningunni. Aðal áherslan var lögð á stefnumótun og hvernig á að leiða árangursrík teymi.

Það er óhætt að lofa því að fyrirlesturinn muni gefa góða sýn á það hvernig hægt er að byggja upp skipulagt og uppbyggilegt vinnuumhverfi þar sem árangursrík teymisvinna er aðal áherslan.

Fyrirlesarar

Fyrirlesarar eru Anna Sigríður Vilhelmsdóttir og Erna Kristjánsdóttir og byggir fyrirlesturinn á lokaverkefnum í MPM náminu og grein sem mun birtast í Procedia, Social and Behavioral Science í haust.

Frekari upplýsingar um verkefnin:
http://skemman.is/stream/get/1946/22701/47886/1/What_can_project_managers_learn_from_the_Icelandic_national_football_team$2019s_managers_in_shaping_group_dynamics.pdf

http://skemman.is/stream/get/1946/22679/48165/1/Anna-finalpaper-skemman.pdf

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?