Aðalfundur Stjórnvísi 2016 verður haldinn á Bryggjan Brugghús þann 3.maí kl.15:30- 16:45.
Óskað var eftir framboðum til stjórnar Stjórnvísi starfsárið 2016-2017, frestur til framboðs rann út þann 26.apríl.
Nótt Thorberg, markaðsstjóri Marel á Íslandi er núverandi formaður stjórnar Stjórnvísi. Nótt hefur gegnt formannsefmbætti í 1 ár, setið áður í stjórn Stjórnvísi í 3 ár, tvö ár sem aðalmaður og eitt ár sem varamaður. Nótt býður sig fram til formanns starfsárið 2016-2017.
Aðalstjórn: Á síðasta aðalfundi voru kosnir til tveggja ára í aðalstjórn Stjórnvísi:
- Áslaug D. Benónýsdóttir, gæðastjóri hjá Gámaþjónustunni.(2015-2017)
- Sigurjón Þórðarson, stjórnunarráðgjafi hjá Nolta.(2015-2017)
- Þórunn María Óðinsdóttir, sérfræðingar og sjálfstætt starfandi hjá Intra.(2015-2017)
Önnur framboð í aðalstjórn og varastjórn sem kosið verður um á aðalfundi eru:
- Guðmundur S. Pétursson, gæðastjóri Tollstjóra Íslands.
- Guðný Finnsdóttir, sérfræðingur.
- Hermann Jónsson, fræðslustjóri Advania.
- Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, varamaður í stjórn 2015-2016.
- María Guðmundsdóttir, fjármálastjóri Vaka, fiskeldiskerfa.
Kosið verður í fagráð félagsins. Eftirtaldir hafa boðið sig fram í fagráð:
Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar- og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins.(2015-2017)
Guðmunda Smáradóttir, forstöðumaður Opna háskólans í Reykjavík.(2016-2018)
Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Franklin Covey á Íslandi. (2016-2018)
Jón G. Hauksson, framkvæmdastjóri Frjálsrar verslunar.(2015-2017)
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR.(2016-2018)
Kosnir verða tveir skoðunarmenn. Eftirtaldir hafa boðið sig fram:
Ásta Malmquist, deildarstjóri fyrirtækjaþjónustu Landsbankans.(2016-2018)
Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Perlu norðursins.(2016-2018)
Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf:
- Kjör fundarstjóra og ritara.
- Skýrsla formanns.
- Skýrsla framkvæmdastjóra.
- Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
- Breytingar á lögum félagsins.
- Kjör formanns.
- Kjör þriggja stjórnarmanna til næstu tveggja ára.
- Kjör tveggja varamanna í stjórn til næstu tveggja ára.
- Kjör fagráðs.
- Kjör skoðunarmanna reikninga.
- Önnur mál.
Ársreikningurinn verður aðgengilegur á vefsíðu félagsins strax að loknum aðalfundi. Þeir sem óska eftir útprentuðum ársreikningi er bent á að óska eftir því sérstaklega við framkvæmdstjóra félagsins gunnhildur@stjornvisi.is++skv.6. gr. félagsreglna Stjórnvísi.
Í stjórn Stjórnvísi eru sjö stjórnarmenn og tveir varamenn. Á aðalfundi er formaður kosinn sérstaklega til eins árs í senn, og getur hann setið í tvö ár sem formaður, að hámarki. Aðrir stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn og geta að hámarki setið í tvö ár. Varamenn skulu kosnir til eins ár í senn og geta að hámarki setið í tvö ár. Meginreglan skal vera sú að á hverju ári láti þrír stjórnarmenn af störfum. Ef atkvæði eru jöfn skal hlutkesti ráða úrslitum. Leitast skal við að halda kynjahlutfalli sem jöfnustu innan stjórnar.
Allir félagsmenn eiga kost á að bjóða sig fram til formanns og í stjórn. Framboð til formanns og í stjórn skulu skv. lögum félagsins hafa borist í síðasta lagi viku fyrir auglýstan aðalfund þ.e. 26.apríl 2016. Þeir, sem áhuga hafa á að bjóða sig fram, eru vinsamlega beðnir um að tilkynna það í pósti til gunnhildur@stjornvisi eða stjornvisi@stjornvisi.is