Spotify engineering innleiðing hjá Plain Vanilla

Um hvað snýst þessi "Agile" hugmyndafræði? Við skoðum Agile í tiltölulega víðu samhengi (þ.e. ekki bara í tilliti til hugbúnaðargerðar) og tökum svo dæmi um hvernig Plain Vanilla gerir hlutina.

Einstaklingsmiðuð markaðssetning hjá Meniga (e.personalized marketing)

Þann 25. febrúar kl. 8.30 - 9.45 heldur Þjónustu- og markaðsstjórnunar hópur Stjórnvísi fund um einstaklingsmiðaða markaðssetningu. Þar verður fjallað um hvaða möguleikar eru í boði í einstaklingsmiðaðri markaðssetningu hjá Meniga og hvers vegna fyrirtæki ættu að notast við persónulega markaðssetningu í dag.

Fundarstjóri er Viggó Ásgeirsson, einn af stofnendum Meniga.

Kristín Hrefna Halldórsdóttir, viðskiptastjóri hjá Meniga, mun greina frá hugmyndafræðinni á bakvið einstaklingsmiðuðu markaðssetningu sem Meniga hefur þróað sl. 4 ár.

Eva Björk Guðmundsdóttir, sölustjóri hjá Meniga, mun sýna raundæmi frá íslenskum markaði um vel heppnaða herferð sem byggir á einstaklingsmiðaðri markaðssetningu og hvernig niðurstöður úr slíkri herferð eru birtar fyrirtækjum.

Einnig mun Guðmundur Gunnlaugsson, markaðsstjóri og eigandi Íslensku Flatbökunar, segja frá sinni reynslu af því að nota einstaklingsmiðaða markaðssetningu og hvernig sú aðferðarfræði hefur hjálpað Íslensku Flatbökunni til þess að ná í nýja viðskiptavini.

Hámarksfjöldi er 50 manns.

Hýsing - starfsemin og fjölmenningarsamfélag

Guðmundur Oddgeirsson framkvæmdastjóri Hýsingar kynnir fyrir okkur fyrirbærið vöruhótel þar sem vörumeðhöndlum (Value Added Sevices) er stærri þáttur en geymsla og afgreiðsla.
Komið inn á hugtökin fastakostnaður og breytilegur kostnaður.
Starfsmannamál eru stór þáttur í rekstri vöruhótels og fjallar Guðmundur einnig um starfsmannamál s.s.vinnuaðstöðu og hvað jafnlaunavottun hjálpar stjórnendum.
Síðast en ekki síst mun hann fjalla um fjölmenningarsamfélag vinnustaðarins og þær frábæru áskoranir sem því fylgir.

Þjónandi forysta og snertifletir við markþjálfun

Hvað eiga þjónandi forysta og markþjálfun sameiginlegt?

Kynningarerindi í samvinnu faghóps Stjórnvísis og Þekkingarseturs um þjónandi forystu. Sigrún Gunnarsdóttir verður með almenna kynningu á þjónandi forystu og ræðir svo helstu snertifleti hennar við markþjálfun. Þeir snertifletir gætu verið fleiri en þú heldur.

Sigrún Gunnarsdóttir er dósent við Háskólann á Bifröst og Háskóla Íslands og leiðir starf Þekkingarseturs um þjónandi forystu. Sigrún er hjúkrunarfræðingur og starfaði áður í heilsugæslu, leiddi starf heilsueflingar hjá heilbrigðisráðuneyti og landlækni, var gæðastjóri Landspítala og deildarstjóri á skrifstofu starfsmannamála þar. Sigrún lauk doktorsprófi frá London School of Hygiene & Tropical Medicine og rannsóknarsvið hennar er starfsumhverfi og líðan starfsfólks með áherslu á gæði þjónustu, stjórnun og þjónandi forystu.

Lean startup - Hvað er það?

Í þessum fyrirlestri mun Viktoría Jensdóttir fara yfir hvað hún lærði á ráðstefnunni Lean Startup sem hún fór á í Nóvember 2015.
Lean startup er aðferðafræði sem hefur verið notuð af frumkvöðlum til þess að koma nýjum vörum og þjónustu út á hraðan hátt en með réttum gæðum. Hugmyndafræðin hefur þó einnig verið notuð af stærri og eldri fyrirtækjum til þess að vera sneggri á markað með nýjar vörur. Í þessari ferð heimsótti hún einnig Google, Pivotal Labs og Virginia Mason.

Farið verður yfir eftirfarandi á fundinum:

  • Hvað er Lean Startup?
  • Key learning points.

Viktoría mun einnig kynna stuttlega Lean Ísland ráðstefnuna sem haldin verður í Hörpu 6. apríl nk.

Framleiðsluskóli Marel

Árið 2015 hlaut Marel menntaverðlaun atvinnulífsins og var útnefnt sem menntafyrirtæki ársins 2015.

Marel er eitt af stærstu útflutningsfyrirtækjum Íslands og í farabroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á búnaði og kerfum til vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi. Hjá Marel starfar breiður hópur fólks með fjölbreytta menntun. Um fjórðungur starfsfólks í framleiðslu hefur ekki lokið formlegri skólagöngu og er hugmyndafræðin að baki Framleiðsluskóla Marel að mæta þörfum þeirra fyrir sérsniðna menntun sem byggir á þörfum fyrirtækisins. Námið er einnig í samræmi við menntunarkröfur iðngreina s.s. rafvirkjun, smíði, málmsmíði og suða, rennismíði, rafeindavirkjun o.fl.

Á fundinum mun Sigríður Þrúður Stefánsdóttir, mannauðsstjóri Marel, kynna fyrir okkur Framleiðsluskóla fyrirtækisins

Hvers vegna að mæla þjónustu?

Faghópur þjónustu - og markaðsstjórnunar heldur í samvinnu við Vodafone og Gallup erindi um tilgang og markmið ólíkra þjónustumælinga.

Páll Ásgeir Guðmundsson, Sviðsstjóri markaðsrannsókna Gallup fer yfir nokkrar leiðir til að mæla gæði þjónustu, og hvernig fyrirtæki skoða stöðugar umbætur með aðstoð NPS.

Ragnheiður Hauksdóttir, forstöðumaður þjónustuvers Vodafone heldur erindi um það hvernig Vodafone leitast stöðugt við að gera betur og nýtir m.a. til þess vikulegar NPS mælingar. Í erindinu verður farið yfir framkvæmd mælinganna, úrvinnslu og hvernig niðurstöðurnar eru notaðar til að stuðla að betri þjónustu.

Fundarstjóri er Guðný Halla Hauksdóttir, forstöðumaður þjónustuvers OR.

Að herja á erlendan markað.

Föstudaginn 11. mars næstkomandi mun Icelandic Startups halda Nýsköpunarhádegi í samstarfi við Nýherja og Stjórnvísi þar sem umræðuefnið verður útrás sprotafyrirtækja og hvernig frumkvöðull tekur fyrirtækið sitt frá Norðurlöndunum til stærri markaða.

Í upphafi fundar tekur til máls Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs Atvinnulífsins.

Arnar Lárusson & Óli Johnson meðstofnandi Rainmaking Loft munu svo vera með erindi þar sem þeir veita praktísk ráð um þá þætti sem þarf að huga að áður en lagt er af stað.

Að þessu sinni verður fundurinn haldinn á skrifstofu NSA (Kringlan 7, 103 Reykjavík) og fer fram á ensku.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

4DX markmið Ölgerðarinnar - Eyðum sóun

Á þessum fundi ætlar Óskar Ingi Magnússon, Lean sérfræðingur hjá Ölgerðinni að segja okkur frá niðurstöðum úr 4DX vinnu sem Ölgerðin hefur verið að vinna að sl. ár þar sem markmiðið var að eyða sóun.

Gjörhygli verkefnaleiðtogans

Gjörhygli (e. mindfulness) er aðferð, tækni og lífstíll sem hefur að undanförnu fengið verðskuldaða athygli í heimi stjórnunar. Gjörhygli á rætur að rekja til jógahefða hindúismans og íhugunarhefða búddismans, kristni og Islam. Fyrirlesturinn fjallar um gjörhygli og tengsl hennar við stjórnunarlegan árangur. Það er óhætt að lofa því að fyrirlesturinn muni vekja athygli og opna huga áheyrenda. Fundargestir munu fá í hendur leiðbeiningar um nokkrar grunnaðferðir við iðkun gjörhyglinnar.

Fyrirlesarar Gunnar Pétur Hauksson MPM og dr Haukur Ingi Jónasson formaður stjórnar MPM námsins við Háskólann í Reykjavík.

Byggir á lokaverkefni í MPM náminu. Frekari upplýsingar um verkefnið, http://skemman.is/stream/get/1946/22760/47848/1/The_mindful_project_manager.pdf

Hvers vegna gæðastjórnun?

Hver er undirbúningur og skipulagið sem fyrirtæki/stofnanir þurfa að ganga í gegnum ef vel á að takast með innleiðingu og virkni gæðastjórnunar. Haukur Ingi Jónasson leitast við að svara spurningunni „Af hverju gæðastjórnun“ Hann mun eflaust nálgast svarið á sinn heimspekilega og einstaka hátt eins og honum einum er lagið. Hvar liggja áherslur fyrirtækja sem vilja ná afburða árangri?

Haukur Ingi er formaður stjórnar MPM námsins við Háskólann í Reykjavík og einn af hugmyndasmiðum og lykilkennurum námsins.
Fundurinn er í boði MPM námsins við Háskólann í Reykjavík

Notkun verkefnaskráa til að halda utan um stefnumótandi verkefni hjá yfirstjórn Isavia.

Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður verkefnastofu hjá þróun og stjórnun og Pálmi Freyr Randversson verkefnastjóri ÞOS á Keflavíkurflugvelli munu fara yfir hvernig Isavia vinnur stefnumótandi verkefni í gegnum verkefnaskrá yfirstjórnar fyrirtækisins og hver sé ávinningurinn af því að nota þá aðferðafræði. Tekið verður fyrir dæmi um vinnu á þróunaráætlun fyrir Keflavíkurflugvöll, þar sem reyndi m.a. mikið á góð samskipti við hagsmunaaðila. Að auki verður farið inn á lærdóminn af þeirri vinnu.

CAF greining hjá opinberum stofnunum

"Common Assessment Framework" (CAF) er fyrsta evrópska gæðastjórnunartækið sem var sérstaklega hannað fyrir og þróað af opinbera geiranum. Sífellt meiri kröfur eru gerðar til opinberra stofnana um að sýna fram á mikilvægi sitt og að bregðast við auknum kröfum og væntingum samfélagsins. Nokkrar stofnanir hafa nýtt sér CAF sjálfsmatslíkanið til að meta mismunandi þætti í starfsemi stofnunarinnar, í þeim tilgangi að finna út styrkleika og þau atriði sem betur mega fara.

Á fundinum verður almennt talað um hvaðan CAF kemur og hvernig það tengist gæðastarfinu. Sagt verður frá hvernig hægt er að nota það og niðurstöður CAF sjálfsmats til að byggja upp gæðakerfi stofnana. Einnig verður lögð áhersla á þann þátt CAF líkansins sem fjallar um samfélagslegan árangur.

Fyrirlesarar:

Sigurjón Þór Árnason, gæða- og upplýsingastjóri hjá Veðurstofu Íslands.
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR

Athygli er vakin á því að fundurinn verður haldinn í húsnæði Veðurstofu Íslands við Bústaðaveg nr. 7 sem er fremra húsið til hægri þegar komið er inn á afleggjarann að Veðurstofunni.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?