Maí 2016

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur
25
  •  
26 27 28 29 30
  •  
01
  •  
02
  •  
03 04 05
  •  
06
  •  
07
  •  
08
  •  
09
  •  
10 11
  •  
12
  •  
13 14
  •  
15
  •  
16
  •  
17
  •  
18 19 20
  •  
21
  •  
22
  •  
23
  •  
24 25
  •  
26
  •  
27
  •  
28
  •  
29
  •  

Nýsköpunarhádegi: Íslensku úrslitin í Nordic Startup Awards 2016.

Á Nýsköpunarhádegi þriðjudaginn 26. apríl verður tilkynnt um íslensku úrslitin í Nordic Startup Awards 2016. Viðburðurinn fer fram í stofu M-101 í Háskólanum í Reykjavík og í boði verða léttar veitingar.

Upplýsingar um þá tilnefndu má sjá á heimasíðu verðlaunanna og þar má kjósa uppáhalds sprotann eða sprotafyrirtækið - http://nordicstartupawards.com/ - Frestur til að kjósa er til 18. apríl.

Þau fyrirtæki og einstaklingar sem bera sigur úr bítum í hverjum flokki fyrir sig keppa áfram á Grand Finale kvöldi Nordic Startup Awards, þriðjudaginn 31. maí í Hörpu. Verðlaunin eru nú haldin í fjórða sinn og er gaman að segja frá því að árið 2014 var Quizup valið sprotafyrirtæki ársins og í fyrra var Startup Reykjavík valinn besti viðskiptahraðallinn.

Nýsköpunarhádegi er samstarfsverkefni Nýherja, Icelandic Startups og Stjórnvísi.

Hjólreiðar og umferðaröryggi

Miðvikudaginn 27.apríl kl. 8.30 ætlar Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir verkfræðingur á samgöngusviði Eflu að fjalla um hjólreiðar og umferðaröryggi. Fjallað verður um rannsóknir á umferðaröryggi en einnig um praktískari hliðar málefnisins eins og það hvernig við aukum líkurnar á því að við komumst heil á leiðarenda á hjólinu.

Endurnýjun grunnkerfa RB - Stjórnskipulag og samstarf í stóru og flóknu verkefni

RB hefur í fjölmörg ár rekið innlána- og greiðslukerfi fyrir banka og sparisjóði á Íslandi. Þetta kerfi er einstakt á heimsvísu m.a. vegna þessa samreksturs allra aðila, samþættingar þeirra í milli og rauntíma greiðslumiðlunar á milli allra banka á Íslandi. Kerfið er hins vegar komið til ára sinna og uppfærslu þörf ásamt því að fjölmörg tækifæri eru til hagræðingar.
Keyptar voru staðlaðar lausnir frá Sopra Banking Software og er innleiðing á þeim í gangi í samstarfi við Sopra, banka á Íslandi o.fl. Um er að ræða mjög stórt og flókið verkefni sem margir aðilar koma að. Nauðsynlegt er að breyta fjölmörgum kerfum RB og bankanna, ásamt því að ný kerfi kalla á breytingar hjá Seðlabankanum, kortafyrirtækjunum og fjölmörgum öðrum.
Í kynningunni mun Jón Helgi Einarsson fjalla um verkefnið og ræða sérstaklega verklag, stjórnskipulag, samstarf og samstillingu aðila.

Frekari upplýsingar um verkefnið https://www.youtube.com/watch?v=qjj3M1Kj4L8

Green Lean - umhverfisvænni rekstur fyrirtækja

Markmið fundarins er að kanna hvernig Lean aðferðafræðin getur nýst fyrirtækjum sem vilja innleiða samfélagslega ábyrgð í starfsemi sína. Farið verður yfir grunnhugmyndir Lean Management og samfélagsábyrgðar fyrirtækja með það í huga að finna góðar aðgerðir (e. best practices) sem nýtast fyrirtækjum.

Aðalfundur faghóps um Lean straumlínustjórnun

Boðað er til aðalfundar faghóps um lean straumlínustjórnun þann 29. apríl næstkomandi.

Dagskrá
?• Starf og stjórn faghópsins starfsárið 2015-2016?.
• Kosning stjórnar fyrir starfsárið 2016-2017.

Fundurinn verður haldinn í Opna háskólanum í HR þann 29. apríl kl. 10:00-10.15. Stjórn faghóps um lean straumlínustjórnun hvetur alla til að mæta. Áhugasamir um þátttöku í stjórn eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Gunnhildi Arnardóttur, framkvæmdastjóra Stjórnvísi.

Aðalfundur Stjórnvísi 2016

Aðalfundur Stjórnvísi 2016 verður haldinn á Bryggjan Brugghús þann 3.maí kl.15:30- 16:45.

Óskað var eftir framboðum til stjórnar Stjórnvísi starfsárið 2016-2017, frestur til framboðs rann út þann 26.apríl.

Nótt Thorberg, markaðsstjóri Marel á Íslandi er núverandi formaður stjórnar Stjórnvísi. Nótt hefur gegnt formannsefmbætti í 1 ár, setið áður í stjórn Stjórnvísi í 3 ár, tvö ár sem aðalmaður og eitt ár sem varamaður. Nótt býður sig fram til formanns starfsárið 2016-2017.

Aðalstjórn: Á síðasta aðalfundi voru kosnir til tveggja ára í aðalstjórn Stjórnvísi:

  1. Áslaug D. Benónýsdóttir, gæðastjóri hjá Gámaþjónustunni.(2015-2017)
  2. Sigurjón Þórðarson, stjórnunarráðgjafi hjá Nolta.(2015-2017)
  3. Þórunn María Óðinsdóttir, sérfræðingar og sjálfstætt starfandi hjá Intra.(2015-2017)

Önnur framboð í aðalstjórn og varastjórn sem kosið verður um á aðalfundi eru:

  1. Guðmundur S. Pétursson, gæðastjóri Tollstjóra Íslands.
  2. Guðný Finnsdóttir, sérfræðingur.
  3. Hermann Jónsson, fræðslustjóri Advania.
  4. Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, varamaður í stjórn 2015-2016.
  5. María Guðmundsdóttir, fjármálastjóri Vaka, fiskeldiskerfa.

Kosið verður í fagráð félagsins. Eftirtaldir hafa boðið sig fram í fagráð:
Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar- og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins.(2015-2017)
Guðmunda Smáradóttir, forstöðumaður Opna háskólans í Reykjavík.(2016-2018)
Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Franklin Covey á Íslandi. (2016-2018)
Jón G. Hauksson, framkvæmdastjóri Frjálsrar verslunar.(2015-2017)
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR.(2016-2018)

Kosnir verða tveir skoðunarmenn. Eftirtaldir hafa boðið sig fram:
Ásta Malmquist, deildarstjóri fyrirtækjaþjónustu Landsbankans.(2016-2018)
Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Perlu norðursins.(2016-2018)

Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf:

  1. Kjör fundarstjóra og ritara.
  2. Skýrsla formanns.
  3. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  4. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
  5. Breytingar á lögum félagsins.
  6. Kjör formanns.
  7. Kjör þriggja stjórnarmanna til næstu tveggja ára.
  8. Kjör tveggja varamanna í stjórn til næstu tveggja ára.
  9. Kjör fagráðs.
  10. Kjör skoðunarmanna reikninga.
  11. Önnur mál.

Ársreikningurinn verður aðgengilegur á vefsíðu félagsins strax að loknum aðalfundi. Þeir sem óska eftir útprentuðum ársreikningi er bent á að óska eftir því sérstaklega við framkvæmdstjóra félagsins gunnhildur@stjornvisi.is++skv.6. gr. félagsreglna Stjórnvísi.
Í stjórn Stjórnvísi eru sjö stjórnarmenn og tveir varamenn. Á aðalfundi er formaður kosinn sérstaklega til eins árs í senn, og getur hann setið í tvö ár sem formaður, að hámarki. Aðrir stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn og geta að hámarki setið í tvö ár. Varamenn skulu kosnir til eins ár í senn og geta að hámarki setið í tvö ár. Meginreglan skal vera sú að á hverju ári láti þrír stjórnarmenn af störfum. Ef atkvæði eru jöfn skal hlutkesti ráða úrslitum. Leitast skal við að halda kynjahlutfalli sem jöfnustu innan stjórnar.

Allir félagsmenn eiga kost á að bjóða sig fram til formanns og í stjórn. Framboð til formanns og í stjórn skulu skv. lögum félagsins hafa borist í síðasta lagi viku fyrir auglýstan aðalfund þ.e. 26.apríl 2016. Þeir, sem áhuga hafa á að bjóða sig fram, eru vinsamlega beðnir um að tilkynna það í pósti til gunnhildur@stjornvisi eða stjornvisi@stjornvisi.is

Árangursrík teymisvinna að hætti íslenska landsliðsins - Nálgun verkefnastjórans

Knattspyrna er ein af vinsælustu íþróttum heims. Með aukinni alþjóðavæðingu hafa samfélagslegar kröfur og fjármagn í umferð aukist. Þar að auki getur knattspyrnuumhverfið verið bæði ögrandi og krefjandi. Í knattspyrnu er lögð áhersla á að skapa framúrskarandi vinnuumhverfi, yfirstíga hindranir, standa undir væntingum og takast á við álag. Við fyrstu sýn virðist knattspyrnuumhverfið vera sambærilegt við verkefnastjórnunarumhverfi, en er það raunin?

Fyrirlesturinn fjallar um hvað verkefnastjórar geta lært af þjálfurum íslenska landsliðsins í knattspyrnu, í verkefnastjórnun og myndun liðsheildar? Rætt var við núverandi landsliðsþjálfara íslenska landsliðsins, Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímsson. Þar að auki var haft samband við leikmenn íslenska landsliðsins. Hæfnisauga Alþjóðaverkefnastjórnunar-sambandsins (IPMA) var notað sem grunnur til að svara spurningunni. Aðal áherslan var lögð á stefnumótun og hvernig á að leiða árangursrík teymi.

Það er óhætt að lofa því að fyrirlesturinn muni gefa góða sýn á það hvernig hægt er að byggja upp skipulagt og uppbyggilegt vinnuumhverfi þar sem árangursrík teymisvinna er aðal áherslan.

Fyrirlesarar

Fyrirlesarar eru Anna Sigríður Vilhelmsdóttir og Erna Kristjánsdóttir og byggir fyrirlesturinn á lokaverkefnum í MPM náminu og grein sem mun birtast í Procedia, Social and Behavioral Science í haust.

Frekari upplýsingar um verkefnin:
http://skemman.is/stream/get/1946/22701/47886/1/What_can_project_managers_learn_from_the_Icelandic_national_football_team$2019s_managers_in_shaping_group_dynamics.pdf

http://skemman.is/stream/get/1946/22679/48165/1/Anna-finalpaper-skemman.pdf

Frá mælingu til umbóta: LEAN ferlaverkefni á bráðamóttöku- aðferðarfræðin ,,á gólfinu".

Í erindinu verður rekið með hvaða hætti LEAN verkfærin eru notuð á bráðamóttöku til þess að ná fram umbótum í þjónustuferlum við sjúklinga. Fylgt verður eftir ferlaverkefni og fjallað um lærdóminn sem verður til í gegnum prófanir þar til fullhannaður þjónustuferill verður til.

Fyrirlesari erGunnhildur Peiser, Verkefnastjóri á Flæðisvið Landspítalans

Staður og stund: Þriðjudaginn 10.maí kl. 15:00 í Hringsal Barnaspítalans

Aðalfundur faghóps um vörustjórnun, innkaup og innkaupastýringu

Hefðbundin aðalfundarstörf.

RapidValue - Virðisdrifnir viðskiptaferlar og þekkingarstjórnun í Microsoft viðskiptahugbúnaði

Pétur Snæland frá To-increase hugbúnaðarfyrirtækinu (www.to-increase.com) mun halda kynningu um rafræna viðskiptaferla þar sem m.a. eftirfarandi kemur fram:

RapidValue - Virðisdrifnir viðskiptaferlar og þekkingarstjórnun í Microsoft viðskiptahugbúnaði

· Virðisdrifnir viðskiptaferlar - Lykill að árangursríkri innleiðingu og notkun viðskiptahugbúnaðar

· RapidValue - Innleiðingar, prófanir og þjálfun byggð á stefnu stjórnenda

Pétur mun ræða um BPM nálgun hjá To-increase, ræða þann ávinning sem felst í að fjárfesta í lausn To-incerase og loks sjálfa eiginleika á lausninni.

Að loknu erindi Péturs sem er um klukkustund munum við upplýsa um breytingar á stjórn, en nokkrir í stjórn sjá sér ekki fært að halda áfram starfinu en aðrir hafa óskað eftir að koma að starfinu. Öllum meðlimum Stjórnvísi er velkomið að bjóða sig fram í stjórn. Við munum raða í nýja stjórn, skipa formann og varaformann stjórnar ásamt því að fara yfir liðið ár og skoða það sem er framundan í starfi hópsins.
Fundurinn verður í stofu 131 í Nátttúrufræðihúsinu Öskju (við Sturlugötu), Háskóla Íslands.

Aðalfundur faghóps um BPM

Aðalfundur faghóps um BPM ferla verður haldinn í beinu framhaldi erindi sama dag.
Á aðalfudni verður upplýst um breytingar á stjórn, en nokkrir í stjórn sjá sér ekki fært að halda áfram starfinu en aðrir hafa óskað eftir að koma að starfinu. Öllum meðlimum Stjórnvísi er velkomið að bjóða sig fram í stjórn. Við munum raða í nýja stjórn, skipa formann og varaformann stjórnar ásamt því að fara yfir liðið ár og skoða það sem er framundan í starfi hópsins.

Áhugasamir aðilar um að koma í stjórn er bent á að hafa samband við formann fahgópsins eða framkvæmdastjóra Stjórnvísi.

Fundurinn verður í stofu 131 í Nátttúrufræðihúsinu Öskju (við Sturlugötu), Háskóla Íslands.

Hættumat / áhættustjórnun

• Ásgeir Westergren og Gísli Björnsson, áhættustýringu hjá Orkuveitu Reykjavíkur
Áhættumat og áhættustýring. Áhættur í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur; kjarnaáhætta, fjárhagsleg áhætta og rekstrarleg áhætta. Framkvæmd áhættumats og áhættustýringar hjá Orkuveitunni.
• Sigurjón Þór Árnason, gæða- og upplýsingaöryggisstjóri hjá Veðurstofu Íslands
Áskoranir fyrirtækja við innleiðingu á áhættumati.
• Guðmundur Kjerúlf Vinnueftirlitinu
Fjallað verður um skyldu fyrirtækja á að gera áhættumat á félagslegum og andlegum þáttum. Sagt verður frá nauðsyn þess að framkvæma og fylgja eftir áhættumati. Einnig verður fjallað um nýtt áhættumatsverkfæri, OiRA, rafrænt gagnvirkt áhættumat.
• Ólafur R. Rafnsson hjá Capacent
Farið verður yfir nálgun við áhættustýringu og hvernig er hægt að standa að framkvæmd áhættumats. Sú aðferðafræði sem kynnt verður samræmist nýjum kröfum sem gerðar eru samkvæmt ISO/IEC 9001:2015 og því athyglisvert að sjá og heyra hvað Ólafur hefur að segja um útfærslu á skipulagi og framkvæmd áhættumats. Á fundinum verður farið yfir og hvernig hann hefur verið að vinna með fyrirtækjum og stofnunum að því að koma á áhættustýringu.

Aðalfundur ISO hópsins

Aðalfundur ISO hópsins verður haldinn í beinu framhaldi af erindi sama dag.

Áhugavert og árangursríkt markaðsstarf

Í fyrirlestrinum mun Elín Helga m.a. fjalla um mikilvægi markhópagreiningar og markmiðasetningar í skilvirku og árangursríku markaðsstarfi. Tekin verða dæmi úr erlendum rannsóknum og herferðum og fjallað um herferð Arion banka um hraðþjónustu sem var kosin árangursríkasta auglýsingaherferðin 2015.

Fyrirlesari: Elín Helga Sveinbjörnsdóttir

Aðalfundur gæðastjórnunarhópsins

Á dagskrá eru hefðbunin aðalfundarstörf.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?