Veðurstofa Íslands Bústaðarvegur 7, 108 Reykjavík
ÖÖ: óvirkur: CAF/EFQM - Sjálfsmatslíkan, Gæðastjórnun og ISO staðlar, Sjálfbær þróun,
"Common Assessment Framework" (CAF) er fyrsta evrópska gæðastjórnunartækið sem var sérstaklega hannað fyrir og þróað af opinbera geiranum. Sífellt meiri kröfur eru gerðar til opinberra stofnana um að sýna fram á mikilvægi sitt og að bregðast við auknum kröfum og væntingum samfélagsins. Nokkrar stofnanir hafa nýtt sér CAF sjálfsmatslíkanið til að meta mismunandi þætti í starfsemi stofnunarinnar, í þeim tilgangi að finna út styrkleika og þau atriði sem betur mega fara.
Á fundinum verður almennt talað um hvaðan CAF kemur og hvernig það tengist gæðastarfinu. Sagt verður frá hvernig hægt er að nota það og niðurstöður CAF sjálfsmats til að byggja upp gæðakerfi stofnana. Einnig verður lögð áhersla á þann þátt CAF líkansins sem fjallar um samfélagslegan árangur.
Fyrirlesarar:
Sigurjón Þór Árnason, gæða- og upplýsingastjóri hjá Veðurstofu Íslands.
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR
Athygli er vakin á því að fundurinn verður haldinn í húsnæði Veðurstofu Íslands við Bústaðaveg nr. 7 sem er fremra húsið til hægri þegar komið er inn á afleggjarann að Veðurstofunni.