Eiðistorgi 13-15, 170 Seltjarnarnes Eiðistorg, Reykjavik, Ísland
ÖÖ: óvirkur: ISO hópur, Gæðastjórnun og ISO staðlar,
ISO 9001 gæðastjórnunarstaðalinn er nú í endurskoðun en fyrirhugað er að ný og endurbætt útgáfa staðalsins komi út í lok næsta ár. Af þessu tilefni ætlar Sigurjón Þór Árnason gæðastjóri hjá Tryggingastofnun að fjalla um helstu breytingar en í nýju útgáfunni verður uppbyggingu staðalsins breytt til samræmis við aðra ISO-staðla sem auðveldar notkun staðalsins. Þá verður lögð meiri áhersla á áhættustjórnun en áður hefur verið auk ýmissa annarra áherslubreytinga.
Fundurinn er haldinn í samstarfi við Félag gæðastjóra í opinberri stjórnsýslu.
Staðsetning fundar:
KLAK-INNOVIT
Innovation House
3.hæð
Eiðistorgi 13-15
170 Seltjarnarnes
Innovation House er á 3.hæð á Eiðistorgi. Gengið er inn á torgið, upp á 2.hæð, á móti Bókasafni Seltjarnarness er inngangur upp á 3.hæð.