Fréttir og pistlar

Nýtt Stjórnvísifyrirtæki - Jónar Transport

Jónar Transport bjóða upp á öflugar heildarlausnir fyrir fyrirtæki í flutningum til og frá landinu.

Jónar Transport bjóða upp á flutninga bæði í sjó og í lofti, til og frá Íslandi og aðstoð við alla skjalagerð er tengist flutningum.

Í þessu felst að Jónar Transport getur látið sækja eða flytja vöruna heim að dyrum birgja nánast hvar sem er í heiminum, komið henni í skip eða flugvél eftir þörfum og séð um alla tilheyrandi skjalameðhöndlun erlendis og hérlendis, ásamt þeirri vöruhúsa- og akstursþjónustu sem til þarf.

Það færist í vöxt að viðskiptavinir sjá sér hag í því að kaupa heildarþjónustu í flutningum með því að sendingar séu afhentar frá dyrum til dyra, (svokölluð door to door þjónusta). Í raun er þetta bein afleiðing almennrar þróunar í vörustjórnun sem felst í því að efla tengslin og stuðla að auknu upplýsingaflæði í aðfangakeðju fyrirtækja.

Jónar Transport skapa virðisaukandi þjónustu með því að koma inn í aðfangakeðju fyrirtækja með heildarlausnir í flutningum og vöruhúsamálum þannig að fyrirtækin sjálf geta beitt sér betur að sínum sterkustu hliðum.
Allt kapp er lagt á það að varan komist:

í réttu magni !
í réttu ástandi !
á réttan stað !
á réttum tíma !
Með bættum samgöngum fer heimurinn sífellt smækkandi og með bættri flutningatækni ásamt meiri hraða í flutningum hafa nýir markaðir opnast um allan heim. Þetta hefur stuðlað að aukinni þróun dreifingarþátta í starfsemi fyrirtækja. Mikilvægi aðfangakeðjunnar eykst því sífellt, þar sem fyrirtæki sjá aukin tækifæri við að ná niður kostnaði með samstarfi við önnur fyrirtæki og nýta sér þannig ýmsar heildarlausnir sem í boði eru.

Jónar Transport bjóða heildarlausnir í flutningum á milli landa, hvort sem um er að ræða sjó-, flug- eða hraðsendingar.

Jónar Transport bjóða einnig upp á heildarlausnir í birgðahaldi og dreifingu, tollvörugeymslu fyrir ótollafgreiddar vörur og vörumiðstöð fyrir tollafgreiddar vörur.

Jónar Transport er með eigin skrifstofur í Danmörku, Bretlandi, Hollandi, Svíþjóð, Noregi og Bandaríkjunum.

Nýtt Stjórnvísifyrirtæki - Brammer

Brammer er leiðandi dreifingaraðili í Evrópu á vörum fyrir iðnaðarviðhald, viðgerðir, enduruppgerðir og þjónustu. Meðal annars erum við með legur, vélrænar skiptingar, loftþrýstikerfi, vökvaþrýstikerfi og verkfæri ásamt heilsu- og öryggisbúnaðar.

Við erum með helstu vörumerki heimsins sem fara í gegnum einn aðila og erum með 4 milljónir mismunandi vörulína og margar milljónir hluta á lager í einu.

Stærð okkar og kaupgeta þýðir að við getum boðið samkeppnisfært verð og óvenjulega gott aðgengi, ásamt staðbundinni yfirburðaþjónustu. Á sama hátt táknar reynsla okkar að við erum fær um að bjóða virðisaukandi þjónustu sem hjálpar tæknistjórum, innkaupastjórum og rekstrarstjórum að ná betri ávöxtun á fjárfestingu.

Þessi þjónusta felur í sér sérsniðna framleiðslu, viðgerðir og enduruppgerð sem og ýmsar virðisaukandi Rekstrarlausnir sem gerðar eru til að bæta framleiðslunýtingu, draga úr veltufé og draga úr heildarkostnaði við að afla íhluta. Enginn annar býður slíkt þjónustusvið né svo djúpstæða sérkunnáttu.

Hvert sem iðnaðarsvið þitt er, hvað sem þú þarft, er Brammer fyrsta val sem samstarfsaðili.

Nýtt Stjórnvísifyrirtæki - Gámaþjónustan

Gámaþjónustan hf. var stofnuð árið 1983 af Benóný Ólafssyni og hóf fyrirtækið starfsemi árið 1984.
Fyrirtækið hefur frá upphafi verið leiðandi í alhliða umhverfisþjónustu og lagt áherslu á að uppfylla þarfir viðskipavina. Fyrirtæki í þessari starfsgrein þurfa stöðugt að laga sig að aðstæðum og breyttum kröfum til að svara kalli tímans. Það hefur Gámaþjónustan gert með því að fylgjast með framvindu tækni á öllum sviðum starfsseminnar og nýtt hana til forystu í greininni.

Gámaþjónustan hf rekur fullkominn jarðgerðarbúnað sem eykur möguleika sveitarfélaga, fyrirtækja og stofnana til endurnýtingar á lífrænum efnum. Þá má nefna sérhannað upplýsingakerfi með möguleikum á að veita viðskiptavinum beint upplýsingar um viðskipti sín sem tengjast umhverfismálum. Einnig er í notkun fullkomið GPS kerfi fyrir stjórnun aksturs um allt land. Árið 2006 hófst nýr kafli í söfnun endurnýtalegra efna með markaðssetningu Gámaþjónustunnar á Endurvinnslutunnunni sem hefur verið í mikilli sókn síðan. Einkunnarorð Gámaþjónustunnar varðandi Endurvinnslutunnuna eru: „Ábyrg örugg endurvinnsla.? Í marsmánuði árið 2013 hlaut Gámaþjónustan ISO 14001 vottun á umhverfisstjórnunarkerfi sínu. Vottunin er ánægjuleg staðfesting þess að fyrirtækinu hefur tekist að fylgja eftir umhverfismarkmiðum sínum sem koma vel fram í slagorði þess um bætt umhverfi og betri framtíð. Jafnframt er þetta hvatning til frekari dáða.

Gámaþjónustan hefur verið í fararbroddi í flokkun og endurvinnslu úrgangs frá því hún hóf starfsemi árið 1984. Til að annast krefjandi verkefni á ábyrgan hátt rekur Gámaþjónustan við Berghellu í Hafnarfirði móttöku- og flokkunarstöð ásamt endurvinnslustöð fyrir almenning. Lóðin þar er níu hektarar og húsakostur ca. 4000 m2. Vinnsluferlið í Berghellu miðar að því að hámarka hlut þeirra efna sem fara til endurvinnslu og halda urðun í lágmarki. Dótturfélög innanlands eru nokkur, sum í alhliða umhverfisþjónustu á landsbyggðinni, eitt í gáma-og smáhýsaleigu ásamt sölu á ýmsum umhverfistengdum vörum og eitt í móttöku og meðhöndlun spilliefna, raf- og rafeindatækja.

Nýtt Stjórnvísifyrirtæki - Air Atlanta Icelandic

Air Atlanta Icelandic is one of the largest ACMI service provider in the world. We offer tailor-made solutions to other carriers, both in the passenger and cargo industry.

Large Market share, strong brand name, impressive customer base and superior know-how are some of our core assets. The solid reputation for supplying quality services is built on a strong base of experience acquired throughout many years in the airline industry.

Air Atlanta Icelandic's position has been established and reinforced to a continuous record of fast, flexible reaction to request.

Nýtt Stjórnvísifyrirtæki - Yggdrasill

Yggdrasill var stofnað árið 1986 og var tilgangurinn með stofnun félagsins að selja eingöngu lífrænt ræktaðar matvörur og aðrar vörur af bestu fáanlegu gæðum. Félagið hefur öll árin haldið þessu markmiði sínu. Þeir sem stóðu að stofnun félagsins voru hjónin Rúnar Sigurkarlsson og Hildur Guðmundsdóttir ásamt nokkrum bændum sem voru þá að stunda lífræna ræktun. Þessir aðilar höfðu það sameiginlegt að hafa kynnst lífrænni ræktun og lífrænum afurðum í Järna í Svíþjóð, og fannst vanta mikið upp á úrval og gæði á slíkum vörum á Íslandi. Einnig var til staðar lítill hópur fólks sem fannst mjög mikilvægt að svona fyrirtæki gæti orðið til og lagði sitt af mörkum til að hjálpa til.

Smásala og heildsala

Starfsemin (sem var þá tvískipt: smásala og heildsala) fór rólega af stað enda ekki svo stór neytendahópur til að byrja með. Lítil geymsla í fjölbýlishúsi dugði fyrstu mánuðina. Í desember 1988 var svo verslunin flutt í miðbæ Reykjavíkur í húsnæði að Kárastíg 1. Þar hefur verslunin starfað í öll þessi ár þar til í maí 2005, en þá fluttum við í nýtt og stórglæsilegt húsnæði á Skólavörðustíg 16. Þann 20.mars stækkaði búðin svo við sig og flutti í mun stærra og glæsilegt húsnæði að Rauðarárstíg 10, við Hlemm og tvöfaldaði búðin stærð sína frá fyrra húsnæði. Í maí 2006 flutti heildsalan í 1050 fm. húsnæði sem svo var svo stækkað árið 2012 og er Yggdrasill nú í 1500 fm. húsnæði.

Í júní 2010 keypti Auður 1 Yggdrasil og sameinaði þá heildsöluna Biovörur undir nafni Yggdrasils. Á sama tíma sameinaðist smásalan (verslunin Yggdrasill) Lifandi markaði og var formlega lögð niður í október 2012. Lifandi markaður starfrækir nú 3 verslanir og matsölustaði undir sömu gildum og Yggdrasill, en þau eru HEILBRIGÐI - HEILINDI - HAGSÝNI og leggur Lifandi markaður mikla áherslu á að hafa sem fjölbreyttast úrval lífrænna vara.

Nútíðin og framtíðin

Í dag er starfar Yggdrasill sem heildsala og sérhæfir sig í að flytja inn, dreifa og kynna lífrænar vörur af ástríðu. Yggdrasill dreifir vörum m.a í Lifandi Markað, Fjarðarkaup, Hagkaup, Krónuna, Nettó, Víði, Blómavali, Garðheimum og í öllum helstu apótekum ásamt fjöldan allan af verslunum um land allt.

Verkefnið okkar er að stuðla að góðri heilsu og vellíðan, auka sjálfbærni og skapa verðmæti. Hvetja til siðrænnar neyslu og sjálfbærrar þróunar og geta skilað jörðinni til komandi kynslóða í betra ástandi en hún er í dag. Yggdrasill dreifir lífrænum vörum frá traustum framleiðendum, ásamt vörum úr góðum hráefnum, án óæskilegra fyllingar- og aukefna.

Við elskum lífrænt og trúum því að lífrænt er framtíðin!

Nýtt Stjórnvísifyrirtæki - Hjólafærni

Hvað þýðir Hjólafærni fyrir umferð?
Hjólafærni miðar að því að auka öryggi hjólreiðamanna í umferðinni og var fyrst kynnt á Íslandi á samgönguviku árið 2007. Í framhaldi af því hefur hópur áhugamanna um hjólreiðar unnið að því að koma Hjólafærni af stað á Íslandi, bæði með kynningum og námskeiðum.
Hjólafærni er upprunnin í Bretlandi og hefur notið feikilegra vinsælda þar í landi. John Franklin hefur verið talsmaður Hjólafærni í Bretlandi og kom til Íslands til að kynna verkefnið.
Hjólafærni er heildstæð stefna í menntun hjólreiðafólks þar sem hjólað er undir leiðsögn viðurkennds hjólakennara.
Hjólreiðaþjálfunin skiptist í þrjú stig eftir aldri, getu og reynslu.

Frá upphafi hefur verkefnið í kringum Hjólafærni hlotið nokkra styrki.

2007

Pokasjóður, styrkur fyrir komu John Franklin. Breskur sérfræðingur um Bikeability/Hjólafærni.

2008

Íslenski fjallahjólaklúbburinn, almennur styrkur til þess að koma á fót Hjólafærni á Íslandi

Menntasvið Reykjavíkur, almennur styrkur til umferðarfræðslu

Endurmenntunarsjóður grunnskóla, Menntamálaráðuneytið, hæsti styrkur ársins til þess að fá breskan hjólakennara til landsins að kenna íslenskum hjólreiðamönnum að kenna Bikeability/Hjólafærni

Þróunarsjóður grunnskóla, Menntamálaráðuneytið, styrkur til þess að koma í framkvæmd þróunarverkefninu Hjólafærni - hjólum og verum klár í umferðinni í Álftamýrarskóla 2008 - 2009

2010

Umhverfisráðuneytið, styrkur til Hjólafærni í grunnskólum

Forvarnarsjóður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, styrkur til þátttöku nemenda í grunnskólum í Bláfjallaferðum vor 2010

Nýtt Stjórnvísifyrirtæki - Listaháskóli Íslands

Listaháskóli Íslands er sjálfseignarstofnun. Á stofnfundi 21.sept. 1998 var skólanum sett skipulagsskrá sem var undirrituð af fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna og menntamálaráðherra. Dómsmálaráðherra staðfesti skipulagsskrána 29. sept. sama ár. Samkvæmt skipulagsskrá er hlutverk Listaháskólans að sinna æðri menntun á sviði listgreina. Skólinn skal jafnframt vinna að eflingu listmennta með þjóðinni og miðla fræðslu um listir og menningu til almennings.

Þann 24. mars 1999 undirrituðu skólinn og menntamálaráðherra yfirlýsingu sem fól í sér hvernig staðið yrði að uppbyggingu menntunarinnar.

Listaháskólinn fékk starfsleyfi 6. maí 1999 og hóf þá um haustið starfsemi sína með rekstri myndlistardeildar.

Uppbygging Listaháskólans hefur verið hröð síðan rekstur hans hófst 1999. Í samræmi við yfirlýsinguna frá 24. mars 1999 hóf skólinn kennslu í leiklist haustið 2000 og í tónlist 2001. Skólinn hóf síðan rekstur sjálfstæðrar hönnunardeildar 2001 og ári síðar var tekið upp nám í arkitektúr, vöruhönnun og fatahönnun.

Námi í kennslufræðum fyrir listafólk var skipaður sjálfstæður sess innan skólans frá og með haustinu 2001 og kennsla á meistarastigi hófst 2009.

Nýjar brautir innan leiklistardeildar tóku til starfa haustið 2005, þ.e. eins árs dansnám í samvinnu við Íslenska dansflokkinn og þriggja ára nám í samtíma leiklistarstarfsemi sem kallast „fræði og framkvæmd.“ Námsbraut í samtímadansi var stofnuð innan leiklistardeildarinnar 2007.

Innan tónlistardeildarinnar var hafin kennsla á tveimur nýjum námsbrautum 2008, Námsbraut í kirkjutónlist til bakkalárprófs og námsbraut í tónsmíðum á meistarastigi. Ári síðar tók til starfa ný braut á meistarastigi innan deildarinnar, Sköpun miðlun og frumkvöðlastarf sem er samevrópskt nám fimm tónlistarháskóla í Evrópu (NAIP). Haustið 2012 tóku til starfa tvær nýjar námsbrautir á meistarastigi, MA í hönnu og MA í myndlist. Nám á söng- og hljóðfærakennarabraut hófst haustið 2013.

Samfara uppbyggingu deilda hafa stoðsviðin þróast hvert með sínum hætti, þ.m.t. bókasafn og upplýsingaþjónusta fyrir allar listgreinar og tölvu- og netþjónusta. Rannsóknaþjónusta var stofnuð við skólann árið 2007.

Vel heppnaður fundur um jafnlaunavottun

Fyrsti fundur gæðahóps Stjórnvísi var haldinn í húsakynnum Johan Rönning að Klettagörðum þann 4. september síðastliðinn. Hugmyndin að fundinum varð til í vor þegar fyrstu fyrirtækin ákváðu að innleiða jafnlaunakerfi sem byggir á nýjum íslenskum staðli þess efnis. Vinnustaðirnir Johan Rönning og Landmælingar Íslands eiga það sameiginlegt að hafa verið efstir í sínum flokkum í könnun VR og SFR á starfsumhverfi og starfsánægju síðastliðið vor og hlutu viðurkenninguna Fyrirtæki ársins 2013 og Stofnun ársins 2013. Báðir vinnustaðirnir fengu jafnlaunavottun VR í vor og voru Landmælingar Íslands fyrst opinberra stofnana til að fá vottunina.
Á fundinum var sagt frá tengslum milli jafnlaunakerfisins og gæðakerfis sem byggir á gæðastaðlinum ISO 9001. Einnig var sagt frá innleiðingarferlinu hjá báðum vinnustöðunum. Margar spurningar brunnu á fundargestum og sköpuðust líflegar umræður í kjölfarið.
Staðallinn sem jafnlaunkerfið er byggt á heitir ÍST 85:2012 Jafnlaunakerfi - kröfur og leiðbeiningar og er fáanlegur hjá Staðlaráði Íslands. Staðallinn var búinn til í þeim tilgangi að styðja við innleiðingu nýrra jafnréttislaga nr. 10/2008.
Gæðahópurinn þakkar Johan Rönning fyrir sérstaklega góðar móttökur. Á Facebook síðu Stjórnvísi má sjá myndir af fundinum en líka hér á heimasíðunni.

Frá formanni í upphafi starfsárs

Það er tilhlökkkun í félögum Stjórnvísi sem nú hefja nýtt starfsár af krafti sem mun vafalaust verða viðburðarríkt og skemmtilegt.
Kynning á nýrri stjórn og faghópum félagsins fer fram í Nauthól þann 4. September þar sem kynntar verða áherslur og dagskrá haustsins. Ég vil hvetja félagsmenn til að mæta og kynna sér hana, sýna sig og sjá aðra, enda eitt af markmiðum félagsins að virkja tengslanet þeirra.
Félagið er sterkt og hefur verið að sækja í sig veðrið á undanförnum árum, viðburðir hafa verið vel sóttir og ráðstefnur á vegum félagsins verið til mikillar fyrirmyndar. Við höfum markvisst verið að efla faghópastarfið og hefur það blómstrað. Þá hafa bæst við nýjir hópar, aðrir hafa sameinast, en markmið allra er að veita faglega, eftirsóknarverða og góða símenntun á sviði stjórnunar.
Mikill hugur er í meðlimum félagsins og metnaður að gera vel, stjórnendur fyrirtækja sjá hag í því að vera meðlimir og starfsmenn þeirra kunna vel að meta það fjölbreytta úrval funda sem boðið er uppá hverju sinni í mismunandi faghópum. Auk þessa eru fjöldamargir einstaklingar og námsmenn sem nýta sér það þekkingarsamfélag sem Stjórnvísi er.
Styrkur félagsins felst í því að vera eign félagsmanna sjálfra og hugsjónum þess að efla þekkingu þeirra.
Með kveðju,

Teitur Guðmundsson, formaður Stjórnvísi

Nú er tækifærið til að bjóða sig fram í stjórnir faghópa!

Enn er tækifæri fyrir áhugasama til að bjóða sig fram í stjórnir nokkurra faghópa. Allar upplýsingar um stjórnir faghópa má sjá á www.stjornvisi.is . Einhverjar stjórnir eru þegar fullskipaðar en aðrar eru að endurnýja sig. Það er einstaklega gefandi og skemmtilegt að starfa í stjórn faghóps, þú kynnist nýju kraftmiklu og áhugaverðu fólki, nýjum fyrirtækjum, kemur hugmyndum á framfæri og færir þínum faghóp brautargengi með áhugaverðri fræðslu og nýrri þekkingu. Einnig er tækifæri til að mynda stjórn og endurvekja þrjá faghópa en það eru faghópar um hugbúnaðarprófanir, matvælasvið og viðskiptagreind.
Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband sem fyrst við formenn faghópa Stjórnvísi og/eða framkvæmdastjóra Stjórnvísi gunnhildur@stjornvisi.is sem veitir allar nánari upplýsingar .
Faghópur formaður netfang
Breytingastjórnun Guðný Finnsdóttir gkf1@hi.is
CAF/EFQM Sigurjón Þór Árnason sigurjon.arnason@tr.is
Fjármál fyrirtækja Runólfur Birgir Leifsson runolfurb@gmail.com
Gæðastjórnun Linda Rut Benediktsdóttir linda.benediktsdottir@tollur.is
Heilbrigðissvið Anna Lára Steingrímsdóttir annalara@klak.is
Hugbúnaðarprófanir Ný stjórn gunnhildur@stjornvisi.is
Innkaup og innkaupastýring Elín B.Gunnarsdóttir elin.bubba.gunnarsdottir@reykjavik.is
ISO hópur Ína Björg Hjálmarsdóttir ina@landspitali.is
Lean -Straumlínustjórnun Þórunn M. Óðinsdóttir thorunn@intra.is
Markþjálfun Steinunn Hall steinunn@amaxa.is
Matvælasvið Ný stjórn gunnhildur@stjornvisi.is
Nýsköpun og sköpunargleði Haraldur Unason Diegoharaldur@fagrad.is
Samfélagsábyrgð fyrirtækja Þorsteinn Kári Jónsson thorsteinnkari@ru.is
Stefnumótun og BSC Jón Halldór Jónasson jon.halldor.jonasson@reykjavik.is
Umhverfi og öryggi Ásdís Björg Jónsdóttir asdis@n1.is
Upplýsingaöryggi Rut Garðarsdóttir rutga@betware.com
Verkefnastjórnun Starkaður Örn Arnarson starkadur.arnarson@arionbanki.is
Viðskiptagreind Ný stjórn gunnhildur@stjornvisi.is
Þjónustu-og markaðsstjórnun Sigrún Viktorsdóttir sigrun.viktorsdottir@or.is

Haustdagskrá Stjórnvísi kynnt í Nauthól 4.september kl.15:30

Þann 4. september kl.15:30-17:15 2013 fer fram kynning á haustdagskrá Stjórnvísi í Nauthól.
Stjórn Stjórnvísi og stjórnir allra faghópa Stjórnvísi munu kynna hvað er framundan hjá þeim í vetur. Einnig mun fara fram stutt kynning á uppfærðri heimasíðu félagsins. Fundurinn er öllum opinn og félagar hvattir til að koma og kynna sér spennandi dagskrá vetrarins.
Dagskrá:
kl.15:30 Teitur Guðmundsson, formaður stjórnar Stjórnvísi
kl.15:35 Kynning á uppfærðri heimasíðu félagsins
kl.15.40 Þjónustu og markaðsstjórnun
kl.15:45 Viðskiptagreind
kl.15:50 Verkefnastjórnun
kl.15:55 Upplýsingaöryggi
kl.16:00 Umhverfi-og öryggi
kl.16:05 Stefnumótun og Balanced Scorecard
kl.16:10 Samfélagsábyrgð fyrirtækja
kl.16:15 Opinber stjórnsýsla
kl.16:20 Nýsköpun
kaffihlé
kl.16:25 Markþjálfun
kl.16:30 Mannauðsstjórnun
kl.16:35 Lean-Straumlínustjórnun
kl.16:40 ISO-hópur
kl.16:45 Innkaup og innkaupastýring
kl.16:50 Heilbrigðissvið
kl.16:55 Gæðastjórnun
kl.17:00Fjármál fyrirtækja
kl.17:05CAF/EFQM Sjálfsmatslíkan
kl.17:10 Breytingastjórn

Stjórn Lean vekur athygli á Straumlínustjórnunarnámi

STRAUMLÍNUSTJÓRNUN
Lean Management Programme
Hefst 10. október (64 klst.)

Kynningarfundur fyrir nám í Straumlínustjórnun verður haldinn fimmtudaginn 29. ágúst kl. 15:00 í Opna háskólanum í HR. Boðið verður upp á síðdegishressingu. Skráning á kynningarfund hér.
Heildstætt nám í aðferðafræðum straumlínustjórnunar, stöðugra umbóta og þróun viðskiptaferla hefur nú göngu sína í annað sinn í haust. Farið verður yfir sögu og megin inntak straumlínustjórnunar og stöðugra umbóta og sérstaklega skoðað hvernig þessar aðferðir eru innleiddar og hvað þurfi til að ná árangri.
Skráning og nánari upplýsingar

BEYOND BUDGETING

  1. ágúst (7 klst.)
    Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum innsýn inn í Beyond Budgeting stjórnunarmódelið og hvernig fyrirmyndar BB fyrirtæki eru rekin án hefðbundinna fjárhagsáætlana.
    Skráning og nánari upplýsingar

STJÓRNUN AÐFANGAKEÐJUNNAR
Supply chain management programme
Hefst 24. september (70 klst.)
Kynningarfundur fyrir nám í Stjórnun aðfangakeðjunnar verður haldinn fimmtudaginn 29. ágúst kl. 15:00 í Opna háskólanum í HR. Boðið verður upp á síðdegishressingu. Skráning á kynningarfund hér.
Aðfangakeðjan verður sífellt flóknari og nýjar aðferðir að líta dagsins ljós við það að gera heildaraðfangakeðjuna hagkvæmari. Áhersla verður því lögð á að dýpka þekkingu þátttakenda á heildarmynd aðfangakeðjunnar. Námið hentar sérstaklega sérfræðingum og stjórnendum fyrirtækja sem starfa á sviði framleiðslu, þjónustu, dreifingar og inn- eða útflutnings.
Skráning og nánari upplýsingar

STJÓRNUN 2.0
Management 2.0
Hefst 21. nóvember (16 klst.)
Á námskeiðinu verða kynntar nýjar og óhefðbundnar stjórnunaraðferðir sem nokkur af fremstu fyrirtækjum heims nota. Aðstæður fyrirtækja og eðli þeirra er allt annað nú en hefur verið sl. 100 ár og því kalla nýir tímar á nýjan hugsunarhátt við uppbyggingu og stjórnun fyrirtækja.
Skráning og nánari upplýsingar

Áhugaverð ráðstefna: Samstaða og árangur

Stjórn faghóps um þjónustu- og markaðsstjórnun vekur athygli á áhugaverðri ráðstefnu sem haldin verður þann 14.júní nk. sem ber yfirskriftina "Samstaða og árangur"

Áhugaverð ráðstefna sem vert er að skoða betur. 14.6, kl 8.30-16. Sjá nánar http://thjonandiforysta.is/hvad-er-thjonandi-forysta/radstefna-14-juni-2013/

Dagskrá ráðstefnunnar:

Kl. 8:30 - Ráðstefnan sett

Dr. Margaret Wheatley: Lykilfyrirlestur: Leadership in Turbulent Times: From Hero to Host. Ágrip fyrirlesturs (pdf).

Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka: Framtíðarsýn Íslandsbanka er að vera fremst í þjónustu, hvernig nær bankinn því markmiði?

Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, skólahjúkrunarfræðingur og höfundur: Samskiptaboðorðanna. Samskiptaboðorð þjónandi leiðtoga.

Tómas Guðbjartsson prófessor og hjartaskurðlæknir Landspítala: Menntun og rannsóknir ungs fólks - forsendur nýrrar þekkingar.

Kl. 11:45 - Hádegisverður og samtal í hópum

Dr. Carolyn Crippen: Lykilfyrirlestur: Seven Pillars of Servant Leadership: An Action Plan. Ágrip fyrirlesurs (pdf).

Sigrún Gunnarsdóttir, dósent Háskóla Íslands: Rannsóknir hér á landi um þjónandi forystu.

Þóra Hjörleifsdóttir, deildarstjóri við Síðuskóla Akureyri: Stjórna skólastjórnar, á Norðurlandi eystra, skólum sínum í anda þjónandi forystu?

Hulda Rafnsdóttir, hjúkrunarfræðingur og gæðastjóri á Sjúkrahúsinu á Akureyri: Árangursrík stjórnun og forysta innan heilbrigðisþjónustunnar

Charlotte Böving, leikkona og leikstjóri. Þjónandi forysta í leikhúsinu.

Jón Gnarr, borgarstjóri: Kjötiðnaðarmaður, leigubílstjóri, leikari og borgarstjóri.

Kl. 16 - Ráðstefnulok

http://thjonandiforysta.is/hvad-er-thjonandi-forysta/radstefna-14-juni-2013/

Vinnuvernd til fyrirmyndar hjá VÍS

Vinnuvernd til fyrirmyndar hjá VÍS

Evrópska vinnuverndarstofnunin bendir á vinnuverndarstarf VÍS og heilsueflingu starfsfólks sem fyrirmynd að góðum starfsháttum meðal evrópskra fyrirtækja.

Á heimasíðu stofnunarinnar https://osha.europa.eu/data/case-studies/safety-and-health-promotion-in-insurance-company-in-iceland/view er fjallað um hvernig VÍS stuðlar að sem bestum félagslegum og andlegum aðbúnaði starfsmanna, starfsumhverfi og heilsueflingu á vinnustaðnum. Góð og opin samskipti eru lykilatriði í að skapa vinnustaðamenningu sem byggist á trausti, umhyggju og vellíðan starfsmanna. Þau fela meðal annars í sér reglulega upplýsingagjöf frá æðstu stjórnendum um starfsemi og rekstur fyrirtækisins, árleg starfsmannasamtöl og hvatningu til starfsmanna um opinská samskipti við stjórnendur.

Sömuleiðis er komið inn á hvernig VÍS hefur frá árinu 1999 nýtt sér niðurstöður úr árlegri vinnustaðagreiningu sem mælitæki fyrir stjórnendur í að efla heilsu- og vinnuverndarstarf fyrirtæksins. Þar er líðan starfsmanna í vinnu könnuð, ánægja með starfsumhverfi, starfsálag og samskipti milli deilda innan fyrirtækisins.VÍS leggur ríka áherslu á að skapa gott jafnvægi milli vinnu og einkalífs, stuðla að þróun í starfi og heilsueflingu starfsmanna. Til dæmis með reglulegri fræðslu um líkamlegt og andlegt heilbrigði, mataræði og streitustjórnun.

Sem tryggingafélag er VÍS öðrum fyrirtækjum til fyrirmyndar í öryggismálum og vinnuvernd starfsmanna. Að lokum tiltekur Evrópuska vinnuverndarstofnunin ávinninginn af vinnuverndarstarfinu og heilsueflingu starfsmanna; jákvæður og góður vinnustaður, gott vinnuumhverfi, góð öryggis- og forvarnarmenning og síðast en ekki síst ánægt og öruggara starfsfólk.

„Þetta er auðvitað flott viðurkenning á því starfi sem við höfum unnið með það fyrir augum að vera öðrum fyrirtækjum til fyrirmyndar þegar kemur að vinnuverndarmálum. Okkur hefur tekist að skapa hér menningu sem styður vel við forvarnir og vinnuvernd og hefur öryggisnefndin okkar verið ein mikilvægasta driffjöðrin í þeim efnum,“ segir Anna Rós Ívarsdóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs VÍS.

Umslag fær ISO 27001 öryggisvottun

Myndatexti: Frá vinstri: Ingvar Hjálmarsson, gæðastjóri Umslags, Árni H. Kristinsson, framkvæmdastjóri BSI á Íslands og Sölvi Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri og eigandi Umslags.

Fyrirtækið Umslag hefur nú fengið ISO 27001 öryggisvottunina og er fyrst íslenskra fyrirtækja í prentiðnaði til að fá slíka vottun.

Með þessari vottun er tryggt að Umslag fylgi ströngum kröfur um rétta meðhöndlun gagna og upplýsinga sem og notkun ferla í rekstri og aðbúnaði. Vottunin nær yfir alla starfsemi Umslags og er endurnýjuð árlega af bresku staðlastofnunni BSI, sem gerir þá úttekt á öllum þáttum sem að vottuninni snúa.
Fyrirtækið Umslag leggur mikla áherslu á, að geta sýnt fram á að þeim kröfum sem settar eru fram í vottuninni, sé framfylgt með viðeigandi hætti. Slíkt sé vottur um metnað fyrirtækisins til að vera fremst í flokki fyrirtækja í prent- og gagnavinnslu.
Unnið hefur verið að innleiðingu ISO 27001 öryggisvottunarinnar hjá Umslagi í tæpt ár og hafa sérfræðingar fyrirtækisins Stika veitt ráðgjöf varðandi verkefnið.

Sölvi Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri Umslags telur engan vafa á því að þessi vottun auki enn frekar tiltrú viðskiptavina Umslags varðandi vinnslu trúnaðargagna. Ljóst sé, að mikil vakning er nú varðandi öryggismál og því kalli sé m. a. svarað af Umslags hálfu með ISO 27001 öryggisvottuninni. Umslag hafi síðastliðin 20 ár sérhæft sig í vinnslu viðkvæmra gagna og vottunin styrkir enn frekar þá vinnslu.

Þá má geta þess, að Umslag fékk Svans-vottun á árinu 2012, en slík vottun tryggir að unnið sé samkvæmt öllum umhverfisstöðlum sem slík vottun krefst.

Þá hefur Umslag verið valið sem framúrskarandi fyrirtæki af fyrirtækinu Creditinfo s. l. þrjú ár. Til að öðlast slíka staðfestingu þarf viðkomandi fyrirtæki að standast styrkleikamat Credirinfo og uppfylla ströng skilyrði sem lögð eru til grundvallar á framúrskarandi fyrirtækjum.

Úlfar í sauðagæru samfélagsábyrgðar. Grein í Viðskiptablaði Mbl. Höfundur: Lára Jóhannsdóttir, höfundur er nýdoktor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og stjórnarmaður í LSBÍ.

Að öllu jöfnu ætti áhersla á samfélagsábyrgð fyrirtækja að leiða til góðs, en það er þó ekki alltaf raunin. Af þeim sökum hafa orðið til hugtök eins og grænþvottur (e. greenwashing) og hugtakið „nicewashing“ sem gæti kallast ímyndarþvottur á íslensku. Fyrrnefnda hugtakið snýr að umhverfisþáttum, en það síðara að samfélagslegum og siðrænum þáttum. Í báðum tilvikum er lögð meiri áhersla á að auglýsa upp aðgerðir, fremur en á raunverulegar aðgerðir, til að mynda með því að þykjast vera góður, grænn, siðrænn eða sjálfbær. Fyrirtæki ganga stundum langt í því að villa um fyrir neytendum með því að ýkja jákvæð áhrif, eða draga úr neikvæðum áhrifum af starfsvenjum, vörum eða þjónustu, eða með því að brjóta vísvitandi starfsleyfi í þeim tilgangi að hagnast á kostnað neytenda eða almennings. Með réttu er hugtakið hvítþvottur, þ.e. þegar fyrirtæki reyna að hreinsa sig af áburði um skaðlega eða saknæma starfshætti eftir að upp um þau hefur komist, af svipuðum meiði. Það hefur m.a. verið notað í tengslum við peningaþvætti, þ.e. þegar slóð illa fengins fjár.

Áhrif af starfsemi sem tengist umræddum þvottahugtökum eru misskaðleg, en skaðinn getur t.d. verið fjárhagslegur, umhverfislegur eða heilsufarslegur. Besta forvörnin felst í þekkingu á því hvað samfélagsábyrgð felur í sér, mælanlegum markmiðum, gagnsæi (e. transparency) og aðhaldi almennings. Mælanleg markmið og gagnsæi er til ávinnings fyrir þau fyrirtæki sem raunverulega axla samfélagsábyrgð, því séu öll spilin á borðinu má draga úr neikvæðum smitunaráhrifum þegar upp kemst um úlfana í sauðagæru samfélagsábyrgðar.

Höfundur: Lára Jóhannsdóttir, höfundur er nýdoktor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og stjórnarmaður í LSBÍ.

Samfélagslegt rekstrarleyfi. Grein í Viðskiptablaði Mbl. Höfundur: Lára Jóhannsdóttir, höfundur er nýdoktor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og stjórnarmaður í LSBÍ.

Opinberir aðilar veita formleg leyfi til rekstar. Fyrirtæki þurfa engu að síður að starfa í sátt við samfélagið. Því hefur hugtakið samfélagslegt rekstrarleyfi (e. social license to operate) orðið til. Það felur í sér að fyrirtæki fá óformlegt leyfi samfélagsins til rekstrar, umfram leyfi frá opinberum aðilum. Fyrirtæki geta einungis öðlast samfélagslegt rekstraleyfi með víðtæku almennu samþykki samfélagins þar sem þau starfa. Skortur á samfélagslegu rekstarleyfi felur í sér aukinn kostnað og alvarlegar tafir á starfseminni .

Það eru engar fyrirliggjandi leiðbeiningar um það hvernig fyrirtæki öðlast samfélagslegt rekstrarleyfi, aðrar en þær að leita samráðs við mismunandi hagsmunaaðila. Skortur á samfélagslegu rekstrarleyfi getur stuðlað að því að fyrirtæki leggi upp laupana. Missi fyrirtæki traust, og þar með samfélagslegt rekstrarleyfi, er það þvingað til að starfa undir strangari lögum og reglugerðum. Það á t.d. við um hrossakjöts hneykslið í Evrópu og aðgerðir yfirvalda í kjölfarið . Samfélagið þvingar því stjórnvöld sem og fyrirtæki til aðgerða.

Samfélagslegt rekstarleyfi felur í raun í sér að ekki sé brotið á vilja fjöldans, af fyrirtækjum og/eða opinberum aðilum sem eiga fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Ýmsar leiðir eru færar til að styrkja samfélagslegt rekstrarleyfi, til það mynda sjálfboðavinna starfsmanna og stjórnenda í verkefnum sem eru til hagsbóta fyrir viðkomandi samfélag.

Höfundur: Lára Jóhannsdóttir, höfundur er nýdoktor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og stjórnarmaður í LSBÍ.

Útgáfugleði fyrstu bókarinnar á íslensku um markþjálfun - 23 maí, kl 17, Eymundsson Austurstræti

Stjórnvísifélögum er boðið í útgáfugleði vegna fyrstu íslensku bókarinnar um Markþjálfun. Þau Arnór Már Másson, Matilda Gregersdotter ásamt Hauki Inga, eru höfundar bókarinnar og bjóða þau ykkur velkomin í Eymundsson í dag, fimmtudag, kl. 17 í Eymundsson í Austurstræti.

Þetta er frábært framtak hjá þeim og án efa marga sem hlakkar til að lesa þessa bók!

Endilega kíkið við eftir vinnu, fáið ykkur léttar veitingar, skoðið bókina og óskið þeim til hamingju!

Nýsköpun sprettur úr samstarfi. Grein birt í Viðskiptabl.Mbl. Höfundur: Nótt Thorberg, markaðsstjóri Marel á Íslandi og stjórnarmaður í Stjórnvísi.

Að varpa fram nýjum spurningum, skoða nýjar leiðir og líta á óleyst vandamál frá nýju sjónarhorni krefst skapandi hugmyndaafls og markar raunverulegar framfarir í vísindinum (Albert Einstein).

Í dag munu hugmyndasmiðir, á aldrinum 10 -12 ára, varpa fram nýjum spurningum og sínum hugmyndum í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda. Markmið keppninnar er að hvetja til sköpunargleði meðal grunnskólabarna og skapa vettvang þar sem þau hljóta þjálfun í að koma hugmyndum í framkvæmd.

Vettvangur sem þessi, þar sköpunarkraftur barnanna fær sín notið og frumkvöðlahugsun er efld, er góð fjárfesting til framtíðar. Það vita þeir sem eitt sinn hafa fengið snjalla hugmynd, því hugmyndin ein og sér er oft lítils virði verði hún ekki að veruleika. Þess vegna er mikilvægt að hefja þjálfun í að framkvæma hugmyndir snemma hjá ungu kynslóðinni.

Leiðin frá hugmynd til nýsköpunar krefst þekkingar og færni á fjölbreyttum sviðum. Á næstu dögum munu nemendur njóta leiðsagnar og þjálfunar sérfræðinga með breitt þekkingar- og áhugasvið úr atvinnulífinu og fræðasamfélaginu. Segja má að aðkoma þessara fjölmörgu aðila að keppninni endurspegli ágætlega það umhverfi sem þarf til að nýjar hugmyndir verði að veruleika. Því oftar en ekki markast árangur í nýsköpun af samstarfi þeirra aðila sem koma að verkefninu og hversu vel þeim tekst að miðla þekkingu sinni og auðlindum. Um helgina munu ungu hugmyndasmiðirnir einmitt spreyta sig á þessu sviði og njóta góðs af þekkingu og styrkleikum jafnaldra sinna sem og leiðbeinenda.

Ef til vill verður einn stærsti lærdómur ungu frumkvöðlanna þetta árið sá að nýsköpun spretti úr samstarfi.

Höfundur: Nótt Thorberg, markaðsstjóri Marel á Íslandi og stjórnarmaður í Stjórnvísi.

Ný stjórn Stjórnvísi 2013-2014

Ný stjórn Stjórnvísi var kjörin á aðalfundi félagsins á dögunum. Teitur Guðmundsson læknir, framkvæmdastjóri Heilsuverndar var kjörinn formaður félagsins.

Stjórnvísi er stærsta stjórnunarfélag á Íslandi með yfir 2000 félagsmenn sem koma frá á þriðja hundrað fyrirtækja. Það er áhugamannafélag í eigu félagsmanna og starfar ekki með fjárhagslegan ágóða í huga. Félagið er orðið þekkt fyrir góða og upplýsandi fundi og ráðstefnur og starf sem einkennist af eldmóði, leikgleði og ánægju.

Félagið er opið öllum einstaklingum og fyrirtækjum sem hafa áhuga á stjórnun - og vilja fylgjast með nýjustu stefnum og straumum í stjórnun hverju sinni. Félagið var stofnað fyrir 27 árum síðan og hét áður Gæðastjórnunarfélag Íslands. Kjarnastarfið fer fram í átján faghópum um stjórnun.

Mikill kraftur var í félaginu á síðasta starfsári. Það hélt sex ráðstefnur, yfir 90 fundi og fluttu 160 fyrirlesarar erindi á ráðstefnum og fundum faghópa og voru gestir yfir 3.500 talsins.

Eftirtaldir eru í nýrri stjórn Stjórnvísi: Teitur Guðmundsson læknir, Heilsuvernd, Agnes Gunnarsdóttir, Íslenska gámafélaginu, Fjóla María Ágústsdóttir, Forsætisráðuneytinu, Þorvaldur Ingi Jónsson, Þor, Sigurjón Þór Árnason, Tryggingastofnun ríkisins, Nótt Thorberg, Marel á Íslandi og Ásta Malmquist, Landsbankanum.

Varamenn í stjórn eru Guðmunda Smáradóttir, Háskólanum í Reykjavík og Jóhanna Jónsdóttir, Distica.

Í fagráð voru eftirtaldir kjörnir:

Davíð Lúðvíkssson, Samtökum iðnaðarins.
Kristín Kalmansdóttir, Ríkisendurskoðun.
Hrefna Sigríður Briem, Háskólanum í Reykjavík.
Einar S. Einarsson, ÁTVR.
Margrét Reynisdóttir, Gerum betur.

Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir:
Bára Sigurðardóttir, Termu.
Arney Einarsdóttir, Háskólanum í Reykjavík.

Framkvæmdastjóri Stjórnvísi er Gunnhildur Arnardóttir.

Hér má sjá myndir af fundinum:
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.506070169460938.1073741843.110576835676942&type=3

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?