Gámaþjónustan hf. var stofnuð árið 1983 af Benóný Ólafssyni og hóf fyrirtækið starfsemi árið 1984.
Fyrirtækið hefur frá upphafi verið leiðandi í alhliða umhverfisþjónustu og lagt áherslu á að uppfylla þarfir viðskipavina. Fyrirtæki í þessari starfsgrein þurfa stöðugt að laga sig að aðstæðum og breyttum kröfum til að svara kalli tímans. Það hefur Gámaþjónustan gert með því að fylgjast með framvindu tækni á öllum sviðum starfsseminnar og nýtt hana til forystu í greininni.
Gámaþjónustan hf rekur fullkominn jarðgerðarbúnað sem eykur möguleika sveitarfélaga, fyrirtækja og stofnana til endurnýtingar á lífrænum efnum. Þá má nefna sérhannað upplýsingakerfi með möguleikum á að veita viðskiptavinum beint upplýsingar um viðskipti sín sem tengjast umhverfismálum. Einnig er í notkun fullkomið GPS kerfi fyrir stjórnun aksturs um allt land. Árið 2006 hófst nýr kafli í söfnun endurnýtalegra efna með markaðssetningu Gámaþjónustunnar á Endurvinnslutunnunni sem hefur verið í mikilli sókn síðan. Einkunnarorð Gámaþjónustunnar varðandi Endurvinnslutunnuna eru: „Ábyrg örugg endurvinnsla.? Í marsmánuði árið 2013 hlaut Gámaþjónustan ISO 14001 vottun á umhverfisstjórnunarkerfi sínu. Vottunin er ánægjuleg staðfesting þess að fyrirtækinu hefur tekist að fylgja eftir umhverfismarkmiðum sínum sem koma vel fram í slagorði þess um bætt umhverfi og betri framtíð. Jafnframt er þetta hvatning til frekari dáða.
Gámaþjónustan hefur verið í fararbroddi í flokkun og endurvinnslu úrgangs frá því hún hóf starfsemi árið 1984. Til að annast krefjandi verkefni á ábyrgan hátt rekur Gámaþjónustan við Berghellu í Hafnarfirði móttöku- og flokkunarstöð ásamt endurvinnslustöð fyrir almenning. Lóðin þar er níu hektarar og húsakostur ca. 4000 m2. Vinnsluferlið í Berghellu miðar að því að hámarka hlut þeirra efna sem fara til endurvinnslu og halda urðun í lágmarki. Dótturfélög innanlands eru nokkur, sum í alhliða umhverfisþjónustu á landsbyggðinni, eitt í gáma-og smáhýsaleigu ásamt sölu á ýmsum umhverfistengdum vörum og eitt í móttöku og meðhöndlun spilliefna, raf- og rafeindatækja.