- september 2014 | 15:30 - 17:15
Kynning á haustdagskrá Stjórnvísi í Nauthól.
Nauthólsvegi 106, 101 Reykjaví
Þann 3. september kl.15:30-17:15 2014 fer fram kynning á haustdagskrá Stjórnvísi í Nauthól.
Stjórn Stjórnvísi og stjórnir allra faghópa Stjórnvísi munu kynna hvað er framundan hjá þeim í vetur. Einnig mun fara fram stutt kynning á niðurstöðu stefnumótunarvinnunnar sem unnin var á aðalfundi í vor og uppfærðri heimasíðu félagsins. Fundurinn er öllum opinn og félagar hvattir til að koma og kynna sér spennandi dagskrá vetrarins.
Dagskrá:
kl. 15:30-15:35 Teitur Guðmundsson, formaður stjórnar Stjórnvísi
kl. 15:35-15:45 Niðurstöður stefnumótunarvinnu sem unnin var á aðlfundi í maí 2014
kl.15:45-16:00 Kynning á uppfærðri heimasíðu Stjórnvísi
kl.16:00-17:15 kynna eftirtaldir faghópar Stjórnvísi dagskrá sína:
Stefnumótun og árangursmat
Stjórnun viðskiptaferla (BPM)
Samfélagsábyrgð fyrirtækja
Opinber stjórnsýsla
Nýsköpun og sköpunargleði
Markþjálfun
Mannauðsstjórnun
Lean-Straumlínustjórnun
Þjónustu og markaðsstjórnun
Viðskiptagreind
Verkefnastjórnun
Upplýsingaöryggi
Umhverfi-og öryggi
ISO-hópur
Innkaup og innkaupastýring
Heilbrigðissvið
Gæðastjórnun
Fjármál fyrirtækja
CAF/EFQM Sjálfsmatslíkan
Breytingastjórnun
Kostnaðarstjórnun og kostnaðargreining