ProActive - Ráðgjöf og fræðsla ehf. var stofnað árið 2013 af Hildi Friðriksdóttur og Svövu Jónsdóttur, sem sérhæfa sig í viðverustjórnun, en hún hefur það að markmiði að efla vellíðan á vinnustað, auka viðveru og draga úr kostnaði vegna veikindafjarvista.
Við bjóðum stjórnendum í sveitarfélögum, fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf og fræðslu og kennum aðferðir til að koma á betra skipulagi og ná fram sparnaði með því að bregðast rétt við fjarvistum.
Við notum þrautreyndar aðferðir, sem studdar eru niðurstöðum fræðilegra rannsókna, enda hefur verið sýnt fram á að með réttum viðbrögðum megi bæta viðveru, efla vellíðan og draga úr kostnaði.
Áhersla er lögð á þjónustu um forvarnir og markviss vinnubrögð á vinnustöðum, til þess að draga úr skammtímafjarvistum, sem hafa neikvæð áhrif á daglega starfsemi. Þjónustan felst ekki í því að halda utan um fjarvistaskráningar heldur að finna markvissar leiðir á hverjum vinnustað til að styrkja stjórnendur í hlutverki sínu. Oft er um viðhorfsbreytingu á vinnustaðnum að ræða og því leggjum við áherslu á fyrirlestra og verkefnavinnu fyrir starfsmannahópinn þannig að allir á vinnustaðnum séu samtaka um að gera vinnustaðinn „frískan til framtíðar".
Ekki er hægt að koma í veg fyrir öll veikindi eða fjarveru frá vinnu. Þess vegna veitum við faglega ráðgjöf og fræðslu vegna langvarandi veikinda starfsfólks, sem beinist að markvissum og samræmdum leiðum til að styðja starfsmann sem fyrst í vinnu aftur. Áhersla er að auki lögð á að veita stuðning vegna andlegra erfiðleika meðal annars með þjálfun starfsvina sem stuðningsnets innan fyrirtækjanna. Sjá nánar um hugmyndafræði viðverustjórnunar.
ProActive - Ráðgjöf og fræðsla er viðurkenndur þjónustuaðili í vinnuvernd hjá Vinnueftirlinu.