Faghópur um Fjármál fyrirtækja vill vekja athygli á eftirfarandi:
Nú er sá tími að fyrirtæki eru að skoða fjárhagsáætlanir næsta árs og flest fyrirtæki kannast við að þetta ferli getur tekið á, margir fundir, sífelldar breytingar á plönum og tilfærslur á fjármunum milli verkefna og deilda o.s.frv. Eftir áramót batnar ástandið ekki þegar framúrkeyrslur, vanáætlanir, úreldar spár og enn fleiri breytingar einkenna vinnu með fjárhagsáætlanir.
Beyond Budgeting aðferðafræðin er framsækin leið til að minnka sóun og kostnað í stjórnunar- og fjármálaferlum fyrirtækja og stofnanna. Bjarte stýrir innleiðingu Beyond Budgeting í Statoil og hefur náð frábærum árangri þar og saga Statoil er mjög áhugaverð.
Hvernig minnka má sóun og breyta ferlum í stjórnunar- og fjármálaferlum fyrirtækja og stofnanna er innihald fyrirlesturs Bjarte.
Um er að ræða tvo fyrirlestra einn fyrir stjórnendur sem er frá 8:30-10:30 og kostar 40.000kr. og annar fyrir sérfræðinga og aðra áhugasama klukkan 13.30-16:30 og kostar 30.000kr.
Frekari upplýsingar um fyrirlestrana og skráningu má sjá í viðhengi bæði á íslensku og ensku og hér:
http://www.ru.is/opnihaskolinn/stutt-namskeid/implementing-beyond-budgeting