Bókhalds- og rekstrarþjónustan Hagsýn sérhæfir sig í lausnum fyrir frumkvöðla, sjálfstæða atvinnurekendur, smærri og meðalstór fyrirtæki - á kjörum sem þeir ráða við!
Þegar ný viðskiptahugmynd kviknar er margt sem þarf að huga að áður en hún getur orðið að veruleika. Yfirleitt kviknar hugmyndin út frá ákveðinni þekkingu stofnanda, ástríðu og/eða hugsjón. Til þess að „fræið“ geti blómstrað þarf þó að velta fyrir sér hagnýtum hlutum sem tengjast rekstri og framleiðslu á vörunni eða þjónustunni sem um ræðir.
Með því að nýta sér þjónustu okkar getur þú og þitt fyrirtæki einbeitt sér betur að því að framleiða þá vöru eða þjónustu sem þið seljið, á meðan fjármálin eru í öruggum höndum. Verðmætið sem við sköpum fyrir fyrirtæki þitt felst fyrst og fremst í skilvirkari rekstri, þar sem upplýsingar eru markvisst notaðar til að gera betur!
HLUTVERK, FRAMTÍÐARSÝN & GILDI
Hagsýn boðar breyttar áherslur í þjónustu, þar sem lögð er sérstök áhersla á aukið upplýsingaflæði til viðskiptavina, þar sem hlutirnir eru útskýrðir á mannamáli! NÁNAR
SAMSTARFSAÐILAR OG UMSAGNIR
Hagsýn býr yfir traustu tengslaneti á hinum ýmsum sviðum atvinnulífsins. Kíkið á umsagnir frá viðskiptavinum og samstarfsaðilum Hagsýnar. NÁNAR
MANNAUÐUR
Stjórnendur Hagsýnar eru Brynhildur S. Björnsdóttir (framkvæmdastjóri og verkefnastjóri stjórnunarsviðs) og Svava Huld Þórðardóttir (fjármálastjóri og verkefnastjóri fjármálasviðs). NÁNAR
FERLIÐ
Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu og góð samskipti við okkar viðskiptavini. Kíktu á þjónustuferlið okkar. NÁNAR
MERKI HAGSÝNAR
Hér má nálgast merki (logo) Hagsýnar í mismunandi sniðum. NÁNAR