Stjórnarfundur Stjórnvísi - lokaður fundur

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptist á Teams og á vinnustöðum stjórnarmanna. Þema starfsársins er „ GRÓSKA“. Stjórn gerði með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:   1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímanlega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti opin og eðlileg 6. Vera á staðnum. Stjórn félagsins á samskipti með tölvupóstum, á Facebook undir: „stjórn Stjórnvísi“ og á Teams.

Í byrjun starfsárs skipti stjórn með sér verkum og eru þrjú áhersluverkefni starfsárið 2022-2023

  1. Ásýnd og vöxtur -  Stefán, Haraldur, Ósk Heiða
  2. Stuðningur við stjórnir faghópa -  Lilja Gunnarsdóttir, Auður, Falasteen
  3. Útrás/Gróska -  Baldur, Laufey, Sigríður

Stjórn skiptir með sér þessum áhersluverkefnum og fundar um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða. (sjá neðar í texta).  Formaður félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði í skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

Á aðalfundi haldinn 3. maí 2022 voru kosin í stjórn félagsins:

Sigríður Harðardóttir, mannauðs-og gæðastjóri Strætó, formaður (2022-2023)
Auður Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri sölu-og ráðgjafasviðs Sjóvár (2022-2024)
Baldur Vignir Karlsson, verkefnastjóri á menntadeild Landspítala (2021-2023)
Falasteen Abu Libdeh, framkvæmdastjóri og eigandi hjá Ráði ehf. (2021-2023)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2021-2023)
Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar ON (2021-2023)
Lilja Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi (2022-2024)
Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður þjónustu og markaðaa hjá Póstinum  (2022-2023) kosin í stjórn (2020-2022)
Stefán Hrafn Hagalín, forstöðumaður samskipta og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík (2022-2023) kosinn í stjórn  (2020-2022) 

Fagráð:

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök Baths (2022-2024)
Eyþór Ívar Jónsson, Akademías (2022-2024)
Guðfinna S. Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri LC Ráðgjöf (2021-2023)
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár (2022-2024)
Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur (2021-2023) 

Skoðunarmenn:

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024)

Áhersluverkefni stjórnar 2022-2023

Valin voru þrjú áhersluverkefni – í hverju felast þau? – hverjir eru mælikvarðar?

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

 

  1. Ásýnd og vöxtur: Ábyrgðaraðilar eru  Stefán Hrafn, Haraldur og Ósk Heiða.
  • Fjölgun fyrirtækja  oo
  • Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo
  • Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo
  • Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo
  • Fjölgun virkra félaga oo
  • Fjölgun nýrra virkra félaga oo
  • Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo
  • Fjölgun nýrra háskólanema oo
  • Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo
  • Stjórn efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo
  • Stjórnvísi sé áhugaverður og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo
  • Stjórnvísi þróist í takt við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna, atvinnulífsins og samfélagsins ooo
  • Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo
  • Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika sé styðjandi og virkur ooo

 2. Stuðningur við stjórnir faghópa: Ábyrgðaraðilar eru: Lilja, Auður og Falasteen. 

  • Fjölgun viðburða oo
  • Fjölgun félaga á fundum oo
  • Aukning á virkni faghópa oo
  • Aukning á félagafjölda í faghópum oo
  • Aukning á virkum fyrirtækjum oo
  • Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo
  • Hækkun á NPS skori oo
  • Félagar upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo
  • Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu ooo
  • Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo
  • Stöðugt sé unnið að umbótum ooo
  • Í upphafi hvers fundar bendi ábyrgðaraðilar  á að eftir fundinn verði send út stutt könnun. Allir hvattir til að gefa sér örstutta stund og svara. Þar er tilvalið að koma með ábendingu um hvað betur má fara.
  • Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo
  • Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo
  • Myndbönd
  • Stafræn fræðsla

 3. Útrás/Gróska:   Ábyrgðaraðilar: Baldur, Laufey, Sigríður

  • Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina
  • Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni
  • Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni
  • Fjölgun erlendra fyrirlesara

Nýársfagnaður Stjórnvísi 2023 - Leikreglur úr spuna í lífi og starfi

Allir velkomnir - Nýársfagnaður stjórna faghópa Stjórnvísi verður að þessu sinni í Marel og er fundurinn opinn öllum Stjórnvísifélögum.  Sigríður Harðardóttir formaður stjórnar mun fara örstutt yfir hvernig stuðningi við stjórnir faghópa hefur verið háttað í vetur.  Í framhaldi verður boðið upp á frábæran fyrirlestur "LEIKREGLUR ÚR SPUNA Í LÍFI OG STARFI".  

Dóra Jóhannsdóttir spunaleikkona fjallar um aðferðir og hugmyndir í spunavinnu og gríni sem sem allir geta nýtt sér í leik og starfi.  Verðmæt tól sem allir geta nýtt sér til að bæta hlustun og efla jákvæð samskipti, sköpunarkraft og samvinnu. 

 

  

Hvað er teymi og hvað þarf ég að hafa í huga þegar ég vel teymismarkþjálfa (Team Coach)?

Linkur á streymi hér
Teymisvinna er sífellt að verða algengari í fyrirtækjum og félagasamtökum ásamt samvinnu teyma þvert á deildir, skrifstofur og fyrirtæki. Það eru nokkur atriði sem mikilvægt að skoða áður en lagt er af stað í teymisvinnu með teymismarkþjálfa.

Í þessu erindi verður farið yfir „T-in 3“ Teymi, Teymismarkþjálfun og Traust og leitast við að svara eftirfarandi spurningum:

  • Hvað teymi er og hvað ekki?
  • Hvað felst í teymismarkþjálfun og hvað ekki?
  • Hver er ávinningurinn af teymismarkþjálfun?
  • Hvað er mikilvægt að hafa í huga þegar þú ræður teymismarkþjálfa?
  • Hvað er og hvernig kemur traust inn í þetta?

 

Fyrirlesarari:

Lilja Gunnarsdóttir  er teymismarkþjálfari (Team coach) með vottun frá ICF og EMCC, PCC vottaður markþjálfi, viðskiptafræðingur MSc í stjórnun og stefnumótun ásamt diplóma í opinberri stjórnsýslu.  Lilja er sjálfstætt starfandi teymismarkþjálfi og markþjálfi ásamt því að starfa sem sérfræðingur á fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar. Mottó: Lengi getur gott batnað.

Viðburðurinn er haldinn í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegur 1, 102 Reykjavík

Linkur á streymi hér

 

 

HEILSAN Í FYRIRRÚMI - Hvernig má nota aðferðir breytingastjórnunar til að ná persónulegum árangri

 

Click here to join the meeting

Við bjóðum ykkur velkomin á fyrsta viðburð þessa faghóps árið 2023 !

———————————————-

 

Ath: viðburðurinn verður ekki tekinn upp og því hvetjum við ykkur til að mæta á settum tíma.

————————————-
                                                 
Frábærir fyrirlesarar gefa okkur góð ráð inn í nýja árið er varðar heilsu okkar.

                                  ______________________________________________

  • Ragnhildur Þórðardóttir, heilsusálfræðingur eða Ragga nagli eins og hún er oft kölluð, byrjar á að fræða okkur um eigin hegðun varðandi heilsu, matarræði, hreyfingu og hugarfar.

  • Haukur Ingi Guðnason frá heilbrigðistæknifyrirtækinu Sidekickhealth tekur svo við og fræðir okkur um hvernig fyrirtækið hjálpar fólki við að breyta lífstíl til lengri tíma með því að leikjavæða breytingarferlið og gera það skemmtilegt.

                                            _______________________________________________________


Dagskrá: 

09:00-09:05 
Rut Vilhjálmsdóttir, stjórnarmeðlimur faghóps um breytingastjórnun - kynnir og stýrir fundinum​


09:05-09:20  
Hinn mikli máttur vanans
Ragnhildur Þórðardóttir, Ragga "nagli", heilsusálfræðingur – hegðunarbreytingar út frá vanafræðum


09:20-09:50  
Leikjavæddar lífstílsbreytingar
Haukur Ingi Guðnason, "Head of User Success and Performance" hjá heilbrigðistæknifyrirtækinu Sidekickhealth, og stundakennari við sálfræðideild HÍ - lífstílsbreytingar með því að leikjavæða breytingaferlið og gera það skemmtilegt


09:50-10:00  
Umræður og spurningar

-----------------------------------------------------

Hlökkum til að sjá ykkur ! 

Verðmætastjórnun

Smelltu hér til að tengjast fundinum

Verðmætastjórnun og flokkun verðmæta er eitt mikilvægasta verkefni stjórnkerfa og er eitt fyrsta verkefnið sem staðlar og leiðbeiningar leggja til að sé framkvæmt. Flokkun verðmæta eftir leynd, réttleika og tiltækileika getur gert alla vinnu markvissari og er því sannarlega grundvöllur helstu verkefna okkar sem hrærumst í upplýsingaöryggi. 

 

Á sama tíma flækist þetta verkefni fyrir mörgum og vildum við í Faghópi Stjórnvísi um upplýsingaöryggi þess vegna reyna að varpa ljósi á verkefnið, en einfaldar lausnir í þessum málum geta skipt miklu máli og gert verkefnið viðráðanlegra. 

 

Við höfum fengið Svavar G. Svavarsson, Global Security & Privacy Director hjá Össur til að koma að tala um þetta og hvernig verðmætastjórnun tengist við áhættustjórnun fyrirtækisins. 

 

Fundur í Microsoft Teams

Tengjast í tölvunni, farsímaforritinu eða tæki herbergisins

Smelltu hér til að tengjast fundinum

Fundarkenni: 341 203 890 312
Aðgangskóði: dWt7U5

Íslenska ánægjuvogin - uppskeruhátíð 13. janúar 2023 á Grand hótel og í beinu streymi.

Smelltu hér á streymið.  Kynning á niðurstöðum mælinga 2022 og afhending viðurkenninga.   

Föstudaginn 13. janúar 2023, kl. 8:30 -09:15
Grand Hótel - Háteigi- Sigtúni 38, 105 Reykjavík

Dagskrá
8:30 Fundarsetning
Fundarstjóri er Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi og stjórnarformaður Íslensku ánægjuvogarinnar.   
Dagskrá:
08:30 Kynning á helstu niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2022. Mældir voru 14 markaðir árið 2022.  
Trausti Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent kynnir niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2022, m.a. niðurstöður einstakra fyrirtækja og markaða og breytingar frá fyrri árum.

08:40 Viðurkenningar Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2022 veittar.
Allir verðlaunahafar sem skora hæst á sínum markaði fá afhentan blómvönd í viðurkenningarskyni.  Að auki er afhent viðurkenningarskjal til þeirra fyrirtækja sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina á viðkomandi markaði. 

Nánari upplýsingar um Íslensku ánægjuvogina: http://www.stjornvisi.is

Skráning fer fram á http://www.stjornvisi.is

Menning leiðir stefnu - Stefnumótun hjá Landsneti

Hlekkur á viðburðinn er hér. "Culture eats strategy for breakfast" sagði hinn þekkti stjórnunarhugsuður Peter Drucker á sínum tíma, en þessi orð má túlka þannig að fyrirtækismenningin sé ávallt veigameiri áhrifaþáttur í árangri fyrirtækja, og að ef ekki er hugað að henni, þá séu stefnumótunarverkefni dæmd til að mistakast. Samt sem áður er það enn svo að menningin mætir yfirleitt afgangi þegar farið er í stefnumótun.

Hjá Landsneti var ákveðið að fara aðra leið og sameina menningu og stefnumótun og búa til nýja nálgun, þar sem menning er grundvallarþáttur í innleiðingu og leiðir stefnuna.

Þau Einar Snorri Einarsson og Maríanna Magnúsdóttir, sem leiða stefnumótun Landsnets segja okkur frá þessu spennandi verkefni.

Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum Landsnets, en honum verður einnig streymt gegnum fjarfundabúnað. Hlekkur á viðburðinn er hér

Fyrirtækja heimsókn hjá Gagarin nk fimmtudag

Fyrirtækja heimsókn hjá Gagarin - Bókið sem fyrst, takmarkaður fjöldi - Eingöngu staðarfundur

Margmiðlunarfyrirtækið Gagarín er eitt af athyglisverðustu fyrirtækjum hér á landi á sínu sviði. Margverðlaunað fyrir hönnun á alþjóðavettvangi á undanförnum árum. Sjá nánar https://gagarin.is/

Gagarín er framsækið og framtíðardrifið fyrirtæki, í tengslum við þær lausnir sem það þróar. Við fáum kynningu á starfsemi þess, auk þess fáum við að sjá verkefni sem það hefur verið að vinna í tengslum við þróun loftslagsmála.

Hlökkum til að sjá ykkur.

 

 

Tveir áhugaverðir fyrirlestrar hjá London Futurist. Borgarlaun/Upplýsingaóreiða

Tveir áhugaverðir fyrirlestra hjá London Futurist. Borgarlaun/Upplýsingaóreiða

Fyrri fyrirlesturinn verður laugardaginn 21 janúar og fjallar um horfur eða þróun á hugmyndafræðinni um borgarlaun. Fyrirlesarinn er Scott Santens, höfundur bókarinnar Let there be money. Báðir fyrirlestrarnir hefjast kl 16:00.

Hér er vefslóð sem gefur frekari upplýsingar, þar sem einnig er hægt að skrá sig til þátttöku, til að taka þátt í fyrri fyrirlestrinum The prospects for Universal Basic Income, with Scott Santens, Sat, Jan 21, 2023, 4:00 PM | Meetup

 

Seinni fyrirlesturinn verður laugardaginn 4 febrúar, og fjallar um á hvern hátt röngum upplýsingum sé drift eða komið á framfæri (How misinformation spreads). Professorinn Cailin O'Connor mun fjalla um viðfangsefnið á grundvelli bókar þeirra James Weatherall The Misinformation Age: How False Beliefs Spread.

Hér er vefslóð sem gefur frekari upplýsingar, þar sem einnig er hægt að skrá sig til þátttöku  How misinformation spreads, Sat, Feb 4, 2023, 4:00 PM | Meetup

 

Reynslusögur frá aðilum sem hafa lent í öryggisbresti

Hlekk í viðburðinn (Microsoft Teams) er að finna hér.

Reynslusögur frá aðilum sem hafa lent í öryggisbresti

Öryggisbrestum fer fjölgandi. Umfjöllun um þá er einnig vaxandi og verkefni okkar er að koma í veg fyrir eða draga úr áhrifum þeirra á rekstur.

Það virðast hins vegar allir geta lent í öryggisbresti og nauðsynlegt að tala um þá þannig að sem flestir geti
dregið lærdóm af. Hvað gerist? Hver eru viðbrögðin? 
Við fáum tvo góða fyrirlesara sem miðla af reynslu sinni af því að standa í miðjum storminum til að tala um  atvik sem þeir lentu í og viðbrögð þeirra.

Fyrirlesarar eru:
Jóhannes S. Rúnarsson, Strætó bs
Hákon Svanþórsson, Geislatækni ehf.

Smelltu á þennan texta til að komast í viðburðinn á Microsoft Teams

Hægt er að tengjast í tölvunni, farsímaforritinu eða tæki herbergisins

Fundarkenni: 341 918 407 172

NÝ LÖG UM ÚRGANGSMÁL OG FLOKKUN - Hvaða breytingar hefur innleiðing þessara laga í för með sér fyrir atvinnulífið og hver eru áhrifin á loftslagið?

NÝJU HRINGRÁSARLÖGIN 

Click here to join the meeting

Um áramótin tóku í gildi ný lög um úrgangsmál og flokkun, sem einnig hafa verið nefnd hringrásarlögin. 


Hvaða breytingar hefur innleiðing þessara laga í för með sér fyrir atvinnulífið og hver eru áhrifin á loftslagið?

Faghópur um loftlagsmál Stjórnvísis hefur fengið til liðs við sig fjóra sérfræðinga sem segja okkur frá nýju lögunum og hvaða áhrif þau hafa á rekstur fyrirtækja og hvað innleiðing laganna þýðir fyrir umhverfið og loftslagsmálin í stóru myndinni.

  • Hvað fela nýju lögin í sér og hvaða áhrif hafa þau á atvinnulífið?
  • Hvernig eiga fyrirtæki að flokka skv. nýju lögunum?
  • Góð ráð fyrir fyrirtæki um hvernig má draga úr úrgangi og standa vel að flokkun
  • Hvernig er úrgangur sem verður til á Íslandi meðhöndlaður og hver er losun gróðurhúsalofttegunda frá mismunandi úrgangsflokkun
  • Hver er ágóðinn af því að flokka vel og hvað kostar að losa sig við mismunandi úrgangsflokka?

Fundurinn verður í formi pallborðsumræðna og eru fundargestir hvattir til að senda inn spurningar á fundinum og við fáum sérfræðingana til að svara þeim en þeir eru:

  • Berglind Ósk Ólafsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni hjá BYKO
  • Bryndís Skúladóttir, efnaverkfræðingur og sérfræðingur í umhverfismálum hjá VSÓ ráðgjöf
  • Guðmundur Páll Gíslason, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs hjá Terra umhverfisþjónustu
  • Hugrún Geirsdóttir, sérfræðingur í úrgangsmálum hjá Umhverfisstofnun

Fundarstjóri verður Íris Þórarinsdóttir, stjórnarmeðlimur í loftslagshópi Stjórnvísis og umhverfisstjóri hjá Reitum fasteignafélagi.


Fundurinn er haldinn í samstarfi við Iðuna fræðslusetur sem sér um að streyma fundinum í gegnum TEAMS þriðjudaginn 31. janúar kl. 9.00-10.00

                                                                                  Hlökkum til að sjá ykkur öll á skjánum !


Ítarefni um úrgangsmál og nýju hringrásarlögin má m.a. finna hér:

www.urgangur.is

www.sorpa.is

www.urvinnslusjodur.is

www.ust.is

www.samangegnsoun.is 

Ferlar í nýsköpunarfyrirtækjum - nauðsynlegir eða hamlandi?

Kynningar og umræður um stjórnkerfi og ferla í nýsköpunarfyrirtækjum. Til þess að svara spurningunni hvenær er þörf á því að staðla og besta vinnubrögð og hvort það sé hægt án þess að hefta nýsköpun fáum við til liðs við okkur Önnu Karlsdóttir frá Controlant og Paulu Vargas frá Hopp.

Anna Karlsdóttir starfar sem framkvæmdarstjóri gæðasviðs eða CQO hjá Controlant þar sem hún hefur starfað undanfarin 7 ár.  Anna er vélaverkfræðingur að mennt og hefur unnið í frumkvöðlafyrirtækjum í yfir 2 áratugi og sinnt þar ýmsum verkefnum. Hjá Controlant leiddi hún uppbyggingu gæðasviðsins og byggði upp stjórnkerfi fyrirtækisins.

Controlant er há­tækni­fyrir­tæki á sviði raun­tíma vöktunar­lausna fyrir al­þjóð­lega lyfja­iðnaðinn. Fyrirtækið var stofnað árið 2007 og hefur verið í gríðarlegum vexti undanfarin ár sem skýrist einna helst af því að tækni þeirra nýtist m.a. við flutning á bóluefnum.

Paula Vargas er með fjölbreyttan bakgrunn í þjónustu við viðskiptavini, reiknisstjórnun og í leiðtogahlutverki. Hún hefur starfað um nokkurt skeið í Íslandi og gengt ýmsum störfum eins og Key Account Manager, Operations Manager, Senior Customer Success Coordinator, Customer Success Coordinator, and Store Manager. Síðan í nóvember 2022 hefur hún verið í stöðu  Key Account Manager at Hopp. 

Hopp er sprotafyrirtæki sem var stofnað fyrir 3 árum og vinnur nú að því að skipuleggja og kortleggja alla megin ferla. Ein helsta áskorun þessa ört vaxandi fyrirtækis er sú að þekka og skilja lögin í öllum löndum þar sem þjónustan og ferlar eru innleiddir.

Fundurinn fer fram á íslensku og ensku.

ATH viðburðurinn er eingöngu staðfundur 

Markþjálfadagurinn 2023 - Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað

Markþjálfunardagurinn verður haldinn þann 2. febrúar næstkomandi undir yfirskriftinni ,,Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað”. Þar mun ICF Iceland að venju leiða saman alþjóðlegt fagfólk sem deilir reynslu sinni af því hvernig þörf á nýrri nálgun í átt að árangri fyrirtækja byggir á þeirri trú að blómstrandi fólk og teymi séu forsenda þess árangurs.

Aðalfyrirlesarar Markþjálfunardagsins eru frumkvöðullinn og manneskja ársins Haraldur Þorleifsson, Tonya Echols margverðlaunaður alþjóðlegur PCC markþjálfi, og Kaveh Mir, stjórnendamarkþjálfi MCC sem situr í stjórn ICF International ásamt Tonya.

Harald þekkir hvert mannsbarn hér á landi fyrir m.a. Römpum upp Ísland verkefnið, auk þess sem hann var kosinn manneskja ársins. Hann hefur náð ótrúlegum árangri í sínum verkefnum hvort sem það eru hans persónulegu verkefni eða fyrirtækið Ueno sem hann byggði upp og seldi til Twitter. Hans erindi nefnist Function + Feelings. Tonya var valin stjórnendamarkþjálfi ársins af CEO Today Magazine, hún situr í ráðgjafateymi Forbes, hefur skrifað fjölda greina í Forbes og er í markþjálfateymi TED Talks. Kaveh hefur komið að stjórnendaþjálfun, breytingastjórnun, teymis-uppbyggingu, leiðtogaþróun og vinnustaðamenningu hjá fjölda alþjóðlegra fyrirtækjarisa á borð við Warner Bros, Google, Amazon, Lego, Deloitte, HSBC, Mars, Salesforce og CNN og verður gjöfull á reynslu sína í erindi sínu.

Það er okkur sannur heiður að fá stórstjörnur frá ICF International til okkar á Markþjálfunardaginn í ár, fólk með áratuga reynslu á stóra sviði markþjálfunar. Þau ætla að opna upp á gátt reynslu sína og viðskiptamódel á vinnustofunum sem ætlaðar eru fyrir markþjálfa og erum við mjög spennt að læra af þeim.

Auk þeirra Haraldar, Tonyu og Kaveh munu stíga á stokk þrjú fyrirlesarateymi: Aldís Arna PCC markþjálfi og Jón Magnús Kristinsson læknir, markþjálfarnir Anna María Þorvaldsdóttir ACC og Inga Þórisdóttir og Kristrún Anna Konráðsdóttir ACC markþjálfi og Davíð Gunnarsson framkvæmdastjóri Dohop. Þá mun þróunarstjóri hjá ICF International Malcom Fiellies PCC markþjálfi og þjálfunarstjóri hjá ICF Global vera með erindi um stuðning við starfsfólk í gegnum skipulagsbreytingar.

 

Markþjálfunardagurinn er stærsti árlegi viðburður félagsins. Vinnustofurnar verða haldnar 1. febrúar en ráðstefnan 2. febrúar. Miðasala er hafin á Tix og hvetjum við alla félaga að njóta dagsins, uppskerunnar og tengslanetsins. Viðburðirnir gerast ekki stærri.

 

Ef fyrirtækið þitt vill fá 8 manna borð eða bás er best að senda póst á icf@icf.is. Það er 20% afsláttur af miðaverðinu ef keyptir eru 5 miðar eða fleiri. Þetta er frábær dagskrá og hvetjum við alla sem hafa áhuga að skrá sig, þú ferð ríkari heim eftir þessa ráðstefnu. Að sjálfsögðu verður Stjórnvísir með bás eins og venjulega, þar sem Gunnhildur ofl. munu taka vel á móti þér/ykkur.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Stjórnarfundur Stjórnvísi - lokaður fundur.

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptist á Teams og á vinnustöðum stjórnarmanna. Þema starfsársins er „ GRÓSKA“. Stjórn gerði með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:   1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímanlega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti opin og eðlileg 6. Vera á staðnum. Stjórn félagsins á samskipti með tölvupóstum, á Facebook undir: „stjórn Stjórnvísi“ og á Teams.

Í byrjun starfsárs skipti stjórn með sér verkum og eru þrjú áhersluverkefni starfsárið 2022-2023

  1. Ásýnd og vöxtur -  Stefán, Haraldur, Ósk Heiða
  2. Stuðningur við stjórnir faghópa -  Lilja Gunnarsdóttir, Auður, Falasteen
  3. Útrás/Gróska -  Baldur, Laufey, Sigríður

Stjórn skiptir með sér þessum áhersluverkefnum og fundar um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða. (sjá neðar í texta).  Formaður félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði í skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

Á aðalfundi haldinn 3. maí 2022 voru kosin í stjórn félagsins:

Sigríður Harðardóttir, mannauðs-og gæðastjóri Strætó, formaður (2022-2023)
Auður Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri sölu-og ráðgjafasviðs Sjóvár (2022-2024)
Baldur Vignir Karlsson, verkefnastjóri á menntadeild Landspítala (2021-2023)
Falasteen Abu Libdeh, framkvæmdastjóri og eigandi hjá Ráði ehf. (2021-2023)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2021-2023)
Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar ON (2021-2023)
Lilja Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi (2022-2024)
Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður þjónustu og markaðaa hjá Póstinum  (2022-2023) kosin í stjórn (2020-2022)
Stefán Hrafn Hagalín, forstöðumaður samskipta og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík (2022-2023) kosinn í stjórn  (2020-2022) 

Fagráð:

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök Baths (2022-2024)
Eyþór Ívar Jónsson, Akademías (2022-2024)
Guðfinna S. Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri LC Ráðgjöf (2021-2023)
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár (2022-2024)
Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur (2021-2023) 

Skoðunarmenn:

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024)

Áhersluverkefni stjórnar 2022-2023

Valin voru þrjú áhersluverkefni – í hverju felast þau? – hverjir eru mælikvarðar?

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

 

  1. Ásýnd og vöxtur: Ábyrgðaraðilar eru  Stefán Hrafn, Haraldur og Ósk Heiða.
  • Fjölgun fyrirtækja  oo
  • Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo
  • Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo
  • Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo
  • Fjölgun virkra félaga oo
  • Fjölgun nýrra virkra félaga oo
  • Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo
  • Fjölgun nýrra háskólanema oo
  • Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo
  • Stjórn efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo
  • Stjórnvísi sé áhugaverður og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo
  • Stjórnvísi þróist í takt við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna, atvinnulífsins og samfélagsins ooo
  • Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo
  • Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika sé styðjandi og virkur ooo

 2. Stuðningur við stjórnir faghópa: Ábyrgðaraðilar eru: Lilja, Auður og Falasteen. 

  • Fjölgun viðburða oo
  • Fjölgun félaga á fundum oo
  • Aukning á virkni faghópa oo
  • Aukning á félagafjölda í faghópum oo
  • Aukning á virkum fyrirtækjum oo
  • Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo
  • Hækkun á NPS skori oo
  • Félagar upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo
  • Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu ooo
  • Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo
  • Stöðugt sé unnið að umbótum ooo
  • Í upphafi hvers fundar bendi ábyrgðaraðilar  á að eftir fundinn verði send út stutt könnun. Allir hvattir til að gefa sér örstutta stund og svara. Þar er tilvalið að koma með ábendingu um hvað betur má fara.
  • Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo
  • Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo
  • Myndbönd
  • Stafræn fræðsla

 3. Útrás/Gróska:   Ábyrgðaraðilar: Baldur, Laufey, Sigríður

  • Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina
  • Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni
  • Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni
  • Fjölgun erlendra fyrirlesara
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?