Háskólinn í Reykjavík, stofa M215
Stjórnun viðskiptaferla (BPM),
Kynningar og umræður um stjórnkerfi og ferla í nýsköpunarfyrirtækjum. Til þess að svara spurningunni hvenær er þörf á því að staðla og besta vinnubrögð og hvort það sé hægt án þess að hefta nýsköpun fáum við til liðs við okkur Önnu Karlsdóttir frá Controlant og Paulu Vargas frá Hopp.
Anna Karlsdóttir starfar sem framkvæmdarstjóri gæðasviðs eða CQO hjá Controlant þar sem hún hefur starfað undanfarin 7 ár. Anna er vélaverkfræðingur að mennt og hefur unnið í frumkvöðlafyrirtækjum í yfir 2 áratugi og sinnt þar ýmsum verkefnum. Hjá Controlant leiddi hún uppbyggingu gæðasviðsins og byggði upp stjórnkerfi fyrirtækisins.
Controlant er hátæknifyrirtæki á sviði rauntíma vöktunarlausna fyrir alþjóðlega lyfjaiðnaðinn. Fyrirtækið var stofnað árið 2007 og hefur verið í gríðarlegum vexti undanfarin ár sem skýrist einna helst af því að tækni þeirra nýtist m.a. við flutning á bóluefnum.
Paula Vargas er með fjölbreyttan bakgrunn í þjónustu við viðskiptavini, reiknisstjórnun og í leiðtogahlutverki. Hún hefur starfað um nokkurt skeið í Íslandi og gengt ýmsum störfum eins og Key Account Manager, Operations Manager, Senior Customer Success Coordinator, Customer Success Coordinator, and Store Manager. Síðan í nóvember 2022 hefur hún verið í stöðu Key Account Manager at Hopp.
Hopp er sprotafyrirtæki sem var stofnað fyrir 3 árum og vinnur nú að því að skipuleggja og kortleggja alla megin ferla. Ein helsta áskorun þessa ört vaxandi fyrirtækis er sú að þekka og skilja lögin í öllum löndum þar sem þjónustan og ferlar eru innleiddir.
Fundurinn fer fram á íslensku og ensku.
ATH viðburðurinn er eingöngu staðfundur