Stjórnarfundur Stjórnvísi (lokaður fundur)

Nýársfagnaður stjórna faghópa Stjórnvísi 2021 (lokaður fundur)

Click here to join the meeting
Nýársfagnaður stjórna faghópa Stjórnvísi verður að þessu sinni á Teams.   Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir formaður stjórnar mun fara örstutt yfir hvernig stuðningi við stjórnir faghópa hefur verið háttað í vetur. 

Í framhaldi verður boðið upp á frábæran fyrirlestur „Töfrarnir í tengslanetinu“. 

Gott tengslanet er gulls ígildi, en hvar á að byrja? Nú sem aldrei fyrr skiptir miklu máli að huga bæði að árangri og tengslum.

  • Hvernig er mögulegt að nota aðferðir úr markaðsfræði og viðskiptum til að ná árangri í starfsframa og skapa tækifæri.
  • Hvernig getur þú notað töfrana í tengslanetinu þínu til þess að auka sýnileika þinn og koma þinni rödd á framfæri?
  • Hvernig hefur þú áhrif með þekkingu þinni?
  • Hvernig getum við aðlagað okkur og nýtt tækifærin sem eru í “fjartengingum” losnað úr viðjum vanans og gert tilraunir í stjórnun?

Maríanna og Ósk Heiða eru kraftmiklir fyrirlesarar og má búast við orkumiklum viðburði!

Ósk Heiða: „Ég er ekki vön að bíða eftir því að vera boðið upp. Ég held ballið sjálf og býð öðrum að vera með – ef þú spilar til að vinna eru tækifærin endalaus“

 

Maríanna: „Ég hef ástríðu fyrir breytingum og því að hjálpa fólki að ná árangri. Mín spurning til allra er: Fyrir hverju brennur þú“?

 

Ósk Heiða Sveinsdóttir er forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins og hefur unnið markvisst að því undanfarin ár að auka sýnileika sinn á markaði m.a. með greinaskrifum, fyrirlestrum og LinkedIn. Ósk Heiða nýtir sér verkfæri markaðsfræðinnar og reynsluna af uppbyggingu vörumerkja og því að markaðssetja allt frá kjötfarsi til sjálfsafgreiðslulausna, til að skapa tækifæri í bæði starfsframa og leik. www.linkedin.com/in/oskheida

Maríanna er rekstrarverkfræðingur og umbreytingaþjálfari hjá Manino. Hún hefur ástríðu fyrir að hjálpa öðrum að ná árangri með því að umbylta stjórnun og menningu fyrirtækja í atvinnulífinu til að mæta áskorunum framtíðarinnar og skapa sveigjanlega og hamingjusama vinnustaði. www.linkedin.com/in/mariannamagnus
 

Stjórn hvetur alla í stjórnum faghópa til að mæta á nýársfagnaðinn, fræðast og eiga saman góða stund.

Viðburðurinn er opinn öllum Stjórnvísifélögum og allir hjartanlega velkomnir. Hlökkum til samstarfsins á árinu 2021.

Stjórn Stjórnvísi.

 

Rýni á stefnu Stjórnvísi fyrri hluti (lokaður fundur)

Skv. ábendingum fagráðs var ákveðið að forgangsmál innan Stjórnvísi væri að rýna stefnu félagsins og uppfæra hana m.a.v. þann raunveruleika sem við komum til með að búa við næstu misserin. Hér fyrir neðan kemur dagskrá frá Þórunni M. Óðinsdóttur eigandi Intra ráðgjafar, fyrrverandi formaður Stjórnvísi og situr í fagráði félagsins sem ætlar að stýra þessari vinnu fyrir okkur: 

Dagskrá 13. Jan:

  • Núverandi staða:
    • Rýnum hlutverk, framtíðarsýn, gildi og meginmarkmið Stjórnvísi. Veltum fyrir okkur hvernig mögulega hægt væri að þróa stefnu Stjórnvísi áfram m.a.v. raunveruleikann sem mun blasa við okkur eftir Covid.

 

  • Undirbúningur fyrir fund:
    • Skoða stefnu Stjórnvísi og velta fyrir sér umbótatækifærum miðað við raunveruleikann sem við teljum að gæti orðið eftir Covid
    • Kíkja á glærurnar úr design thinking vinnunni sem Fjóla María stýrði, pössum samt upp á að við erum að sigla inn í allt annan veruleika en talið var þegar þessi greining var gerð 

Dagskrá 14. jan:

  • Framtíðarstaða:
    • Vinnum áfram úr niðurstöðum gærdagsins, tökum ákvörðun um framtíðarhlutverk, framtíðarsýn, gildi og meginmarkmið félagins. Skilgreinum hvar og hvernig stefnan verður kynnt og helstu verkefni sem þarf að vinna til að innleiða nýja stefnu

 

  • Undirbúningur fyrir fund: Velta fyrir sér hver framtíðarstefna gæti verið. 

Praktísk mál:

  • Til að fá sem besta vinnu þá stefnum við á að vera í fundarsal á Hilton með 2 metra á milli og með hámarks sóttvörnum. Möguleiki er á að vera með á Teams (ef fólk býr úti á landi

Rýni á stefnu Stjórnvísi seinni hluti (lokaður fundur)

Skv. ábendingum fagráðs var ákveðið að forgangsmál innan Stjórnvísi væri að rýna stefnu félagsins og uppfæra hana m.a.v. þann raunveruleika sem við komum til með að búa við næstu misserin. Hér fyrir neðan kemur dagskrá frá Þórunni M. Óðinsdóttur sem ætlar að stýra þessari vinnu fyrir okkur: 

Dagskrá 13. Jan:

  • Núverandi staða:
    • Rýnum hlutverk, framtíðarsýn, gildi og meginmarkmið Stjórnvísi. Veltum fyrir okkur hvernig mögulega hægt væri að þróa stefnu Stjórnvísi áfram m.a.v. raunveruleikann sem mun blasa við okkur eftir Covid. 
  • Undirbúningur fyrir fund:
    • Skoða stefnu Stjórnvísi og velta fyrir sér umbótatækifærum miðað við raunveruleikann sem við teljum að gæti orðið eftir Covid
    • Kíkja á glærurnar úr design thinking vinnunni sem Fjóla María stýrði, pössum samt upp á að við erum að sigla inn í allt annan veruleika en talið var þegar þessi greining var gerð

 

 

Dagskrá 14. Jan:

  • Framtíðarstaða:
    • Vinnum áfram úr niðurstöðum gærdagsins, tökum ákvörðun um framtíðarhlutverk, framtíðarsýn, gildi og meginmarkmið félagins. Skilgreinum hvar og hvernig stefnan verður kynnt og helstu verkefni sem þarf að vinna til að innleiða nýja stefnu

 

  • Undirbúningur fyrir fund: Velta fyrir sér hver framtíðarstefna gæti verið.

 

 

Praktísk mál:

  • Til að fá sem besta vinnu þá stefnum við á að vera í fundarsal á Hilton með 2 metra á milli og með hámarks sóttvörnum. Möguleiki er á að vera með á Teams (ef fólk býr úti á landi

Leiðtoginn og sjálfbærni í síbreytilegum heimi

Join on your computer or mobile app

Okkur í faghópi um leiðtogafærni fannst áhugavert að skoða hvað leiðtogar þurfa að hafa í huga í tengslum við sjálfbærni. Hvernig geta leiðtogar tileinkað sér sjálfbæra hugsun og fengið aðra með sér til að þróast í átt að sjálfbærni. Hvaða breytingar eiga leiðtogar að undirbúa sig fyrir varðandi sjálfbærni og hvað geta þeir gert til að fylgja með í þeim breytingum sem eru fyrirsjáanlegar.   Við höfum fengið Snjólaugu Ólafsdóttur og Sigurð H. Markússon til að ræða þetta. 

Sigurð H. Markússon er nýsköpunarstjóri hjá Landsvirkjun og starfar við ýmis verkefni sem snúa að nýsköpun og viðskiptaþróun á sviði orkumála og sjálfbærni ásamt því að kenna námskeið um sjálfbærni við Háskólan í Reykjavík. Sigurður lauk nýlega meistaranámi í sjálfbærni með áherslu á stjórnun við University of Cambridge.

Dr. Snjólaug Ólafsdóttir er umhverfisverkfræðingur, sjálfbærni markþjálfi og stofnandi Andrýmis sjálfbærniseturs. Andrými er markþjálfunar- og ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í að innleiða sjálfbærni í kjarnastarfsemi, stefnu og menningu fyrirtækja og stofnanna. Snjólaug hefur víðtæka þekkingu og reynslu á sviði sjálfbærni og loftslagsmála og hefur meðal annars markþjálfað leiðtoga í sjálfbærni hjá fyrirtækjum og stofnunum, þjálfað græn teymi og kennt námskeiðið Grænir leiðtogar sem er námskeið fyrir það starfsfólk sem sér um innleiðingu Grænna skrefa.

Fundurinn er haldinn í samstarfi við faghóp um samfélagsábyrgð fyrirtækja.

 

Má bjóða þér í hressandi salibunu með hringekju ágreinings?

Click here to join the meeting
Könnun um ágreining. Farið verður yfir niðurstöður á viðburðinum.

Við vitum að það að takast á, skiptast á skoðunum, rökræða og vera ósammála er einn af lykilþáttum góðs teymis, heilbrigðs samstarfs og sambanda og leiðir ósjaldan til betri niðurstöðu en þegar ekki er tekist á.

En færnin og getan til að taka þátt í ágreiningi á uppbyggilegan máta er ekki sjálfgefin og kemur sjaldnast af sjálfu sér. Þröskuldur okkar er mishár og viðbrögð okkar ólík, hvenær við tökum ágreining persónulega og hvenær ekki, hverjir okkar „trigger“ punktar eru og hverjum við þolum að ýta á þá og hverjum ekki, og hvenær og hvenær ekki.

Í erindi sínu mun Sigríður fjalla um hvernig markþjálfun getur hjálpað okkur að takast á við ágreining á uppbyggilegan hátt, þjálfað okkur til þátttöku í ágreiningi og átökum. Segja frá þeirri nálgun sem hún notar í starfi sínu við ágreiningsþjálfun og eflir fólk í lífi og starfi með aukinni sjálfsþekkingu og vitund í kerfjandi aðstæðum.

Sigríður Ólafsdóttir  er PCC markþjálfi, eigandi Mögnum og hefur m.a. lokið námi í markþjálfun til að takast á við ágreining (conflict management coaching). Nánari upplýsingar um Sigríði á https://www.mognum.is/

Innleiðing á Microsoft Teams - reynslusaga Isavia

Click here to join the meeting
Vorið 2020 innleiddi Isavia Microsoft Teams lausnina í starfsemi sína. Þeir ætla að miðla með okkur reynslu sinni á innleiðingunni og fara yfir undirbúning, innleiðingarferil og árangurinn. 

Guðrún Helga Steinsdóttir er verkefnastjóri á sviði Stafrænnar þróunar hjá Isavia. Guðrún Helga er með meistaragráðu í Upplýsingastjórnun MIM og í Viðskiptafræði MBM, hún hefur umtalsverða reynslu af því að stýra innleiðingum á upplýsingakerfum og öðrum stærri umbótaverkefnum. Hún mun fara yfir heildar feril innleiðingar á Teams á tímum Covid, hverjar voru helstu áskoranirnar, hvaða leið var farin og hvernig gekk. Þá situr hún í stjórn Vertonet, hagsmunasamtök kvenna í upplýsingatækni á Íslandi. 
 
 

Microsoft Teams meeting

Join on your computer or mobile app

Click here to join the meeting

 

Heilsueflandi vinnustaður - viltu vita meira?

Click here to join the meeting
Kynning og spjall um Heilsueflandi vinnustað

Gunnhildur Gísladóttir, Vinnueftirlitið
Ingibjörg Loftsdóttir, VIRK
Líney Árnadóttir, VIRK
Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, embætti landlæknis

Embætti landlæknis, Vinnueftirlit ríkisins og VIRK Starfsendurhæfingarsjóður hafa undanfarna mánuði unnið að gerð viðmiða til að tryggja að vinnustaðir hafi góð verkfæri til að skapa heilsueflandi umhverfi. Verkefnið byggir á sömu hugmyndafræði og verkefni embættis landlæknis um Heilsueflandi samfélag og Heilsueflandi leik-, grunn-, og framhaldsskóla.
Markmið verkefnisins er að stuðla að betri heilsu og vellíðan starfsfólks á vinnustöðum, auka heilsulæsi, fyrirbyggja kulnun og minnka brottfall af vinnumarkaði.

Heilsuefling á vinnustöðum er sameiginlegt verkefni vinnuveitenda, starfsmanna og samfélagsins alls og miðar að því að bæta heilsu og líðan vinnandi fólks m.a. með að því að bæta vinnuskipulag og vinnuumhverfi. Allir ættu að geta haft hag af heilsueflingu á vinnustöðum og gæti hagur vinnustaðarins falist í minni kostnaði vegna færri fjarvista, veikindadaga og slysa meðal starfsfólks, aukinnar framleiðni og minni starfsmannaveltu.
Ávinningur starfsfólks er færri slys og sjúkdómar, bætt heilsa og aukin vellíðan og starfsánægja. Vinnuveitendur sem hlúa að heilsu starfsfólks hafa ekki eingöngu jákvæð áhrif á starfsfólkið heldur geta þeir einnig haft áhrif á fjölskyldu starfsfólks og samfélagið í heild.

Viðmiðin eru í prufukeyrslu eins og er en stefnt er að því að þau verði aðgengileg fyrir alla sem vilja nýta sér þau seinni part næsta árs.

Við ætlum að hafa stutta kynningu á verkefninu en þó aðallega spjall við þátttakendur. Nægur tími mun gefast fyrir spurningar og vangaveltur. 

 

 

Framtíð vinnu eftir Covid

Origo er með áhugavart vefvarp 28 janúar nk kl. 9:00 með framtíðarfræðingnum Graeme Codrington. Sjá hér.

Graeme Codrington er sérfræðingur í þróun vinnuumhverfis og vinnustað framtíðarinnar. Hann hefur einstakan sýn og hæfni til að blanda saman framúrstefnulegum rannsóknum og húmor sem hann kemur frá sér á nýstárlegum og hvetjandi vinnustofum.

Graeme er meðstofnandi á TomorrowToday, alþjóðlegs fyrirtækis sem sérhæfir sig í greiningu framtíðar- og viðskiptastefna. Hann er einnig gestakennari við fjóra virta viðskiptaskóla, þar á meðal London Business School. Hann er meðlimur í World Future Society, The Institute of Directors, International Association for the Study of Youth Ministry, SA Market Research Association, Global Federation of Professional Speakers og MENSA.

Skráningin á viðburðinn er á origo.is á https://www.origo.is/vidburdir/framtid-vinnu-eftir-covid

 

 

NPS skor (lokaður fundur fyrir stjórnir faghópa)

Click here to join the meeting
Á þessum stutta fundi verður farið örstutt yfir NPS skor faghópa.  Mikilvægi þess að hvetja alla þá sem mæta á viðburði til að gefa einkunn og mikilvægi þess að senda fyrirlesurum skorið.

Vonumst til að sjá sem flesta,

Stjórn Stjórnvísi.

Íslenska ánægjuvogin - uppskeruhátíð 29. janúar 2021 í beinu streymi.

Hér er linkur á streymið.  Kynning á niðurstöðum mælinga 2020 og afhending viðurkenninga.
Vegna 20 manna takmarkana verður einungis einum aðila frá þeim fyrirtækjum sem eru efst á sínum markaði boðið.

Streymt verður beint frá hátíðinni og verður hlekkur settur inn á viðburðinn með góðum fyrirvara.
Föstudaginn 29. janúar 2020, kl. 8:30 -09:15
Grand Hótel - Háteigi- Sigtúni 38, 105 Reykjavík

Dagskrá
8:30 Fundarsetning
Fundarstjóri er Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi og stjórnarformaður Íslensku ánægjuvogarinnar.   
Dagskrá:
08:30 Kynning á helstu niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2020.
Trausti Haraldsson framkvæmdastjori Zenter kynnir niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2020, m.a. niðurstöður einstakra fyrirtækja og markaða og breytingar frá fyrri árum.

08:45 Viðurkenningar Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2020 veittar.
Afhent verður viðurkenningarskjal til þeirra fyrirtækja sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina á viðkomandi markaði. Einnig verða veittar viðurkenningar til þeirra aðila sem skora hæst í hverjum flokki.

Nánari upplýsingar um Íslensku ánægjuvogina: http://www.stjornvisi.is

Skráning fer fram á http://www.stjornvisi.is

Stjórnarfundur Stjórnvísi (lokaður fundur)

Vistvænt byggingarferli – frá hönnun til vottunar

Click here to join the meeting
Hitastig jarðar hefur hækkað á síðustu öld. Þessi hlýnun hefur í för með sér bráðnun jökla, hækkun sjárvarmáls, hlýnun sjávar og auknar líkur á öfgaveðri. Vísindamenn eru almennt sammála um að hlýnun jarðar sé af mannavöldum. Það hefur verið mikil aukning í losun á gróðurhúsalofttegundum þá sérstaklega kolefnis á síðustu áratugum vegna aukins iðnaðar og neyslu.

Byggingariðnaðurinn hefur lykilhlutverki að gegna í loftslagsmálum en byggingariðnaðurinn er ábyrgur fyrir um 39% af kolefnislosun og 40% af úrgangsmyndun á heimsvísu.

Sigríður Ósk Bjarnadóttir, byggingarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi hjá VSÓ Ráðgjöf, mun fara yfir kolefnislosun frá byggingariðnaðinum í dag og hlutverki hönnuða til þess að draga úr kolefnislosun sem og öðrum umhverfisáhrifum.

Sigrún Melax, gæðastjóri Jáverk, fer yfir af hverju Svansvottun er áhrifarík leið í rétta átt í umhverfismálum í byggingariðnaðinum ásamt því að kynna reynslu Jáverk af því að vinna í Svansvottuðu verki, en Jáverk hefur undanfarin misseri verið að vinna að því að byggja nýjan miðbæ á Selfossi sem verður allur Svansvottaður.   

Berglind Ósk Ólafsdóttir, verkefnastjóri umhverfismála hjá BYKO, fer yfir hlutverk BYKO sem efnissala og hvaða skref hafa verið stigin í framboði á vistvænu byggingarefni. Einnig fer hún  yfir hvernig BYKO sem efnissali getur haft áhrif í virðiskeðjunni á vistvænar vottaðar byggingar.

Dagskrá:

09:00-09:05   Björn Halldórsson,verkefnisstjóri öryggis- og umhverfismála á framkvæmdasviði Landsvirkjunar kynnir faghópinn og stýrir umræðum
09:05-09:20   Sigríður Ósk Bjarnadóttir, byggingarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi VSÓ ráðgjöf
09:20-09:35   Sigrún Melax, gæðastjóri Jáverk
09:35-09:50   Berglind Ósk Ólafsdóttir, verkefnastjóri umhverfismála BYKO
09:50-10:00   Spurningum svarað 

Viðburðurinn verður haldinn á TEAMS. 

Starfræn þróun í áhættustjórnun

Hér má finna TEAMS hlekk á viðburðinn

 

Veitur hafa undanfarin ár verið að þróa nýtt app fyrir starfsfólk sem m.a. er ætlað að auka virkni og notkun á þeim ráðstöfunum sem búið er að skilgreina í áhættumati og „staldra við“ á verkstað. Appið fór í loftið árið 2019 og stöðugt er unnið að endurbótum og viðbótum. Matthías Haraldsson verkefnastjóri öryggismála hjá Veitum og Björn Friðriksson verkstjóri rafmagns ætla að kynna appið fyrir okkar.

Alcoa Fjarðaál tóku árið 2019 til notkunar app frá fyrirtækinu Forwood. Appið aðstoðar við að vakta hlítni mikilvægustu varnalaganna. Stjórnendur fara út á vinnusvæði, ræða við starfsmenn um áhættuþætti og skrá að því loknu niðurstöðurnar inn í appið. Rebekka Egilsdóttir öryggisstjóri Alcoa ætlar að kynna fyrir okkur appið.

 

 

 

 

 

 

BPM bókrýni fundur; The Goal, A process of ongoing improvement (lokaður fundur)

Lokaður fundur faghóps um stjórnun viðskiptaferla þar sem við ræðum bókina The Goal, A process of ongoing improvement eftir Eliyahu M. Goldratt. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?