Hér má finna TEAMS hlekk á viðburðinn
Veitur hafa undanfarin ár verið að þróa nýtt app fyrir starfsfólk sem m.a. er ætlað að auka virkni og notkun á þeim ráðstöfunum sem búið er að skilgreina í áhættumati og „staldra við“ á verkstað. Appið fór í loftið árið 2019 og stöðugt er unnið að endurbótum og viðbótum. Matthías Haraldsson verkefnastjóri öryggismála hjá Veitum og Björn Friðriksson verkstjóri rafmagns ætla að kynna appið fyrir okkar.
Alcoa Fjarðaál tóku árið 2019 til notkunar app frá fyrirtækinu Forwood. Appið aðstoðar við að vakta hlítni mikilvægustu varnalaganna. Stjórnendur fara út á vinnusvæði, ræða við starfsmenn um áhættuþætti og skrá að því loknu niðurstöðurnar inn í appið. Rebekka Egilsdóttir öryggisstjóri Alcoa ætlar að kynna fyrir okkur appið.