Click here to join the meeting
Hitastig jarðar hefur hækkað á síðustu öld. Þessi hlýnun hefur í för með sér bráðnun jökla, hækkun sjárvarmáls, hlýnun sjávar og auknar líkur á öfgaveðri. Vísindamenn eru almennt sammála um að hlýnun jarðar sé af mannavöldum. Það hefur verið mikil aukning í losun á gróðurhúsalofttegundum þá sérstaklega kolefnis á síðustu áratugum vegna aukins iðnaðar og neyslu.
Byggingariðnaðurinn hefur lykilhlutverki að gegna í loftslagsmálum en byggingariðnaðurinn er ábyrgur fyrir um 39% af kolefnislosun og 40% af úrgangsmyndun á heimsvísu.
Sigríður Ósk Bjarnadóttir, byggingarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi hjá VSÓ Ráðgjöf, mun fara yfir kolefnislosun frá byggingariðnaðinum í dag og hlutverki hönnuða til þess að draga úr kolefnislosun sem og öðrum umhverfisáhrifum.
Sigrún Melax, gæðastjóri Jáverk, fer yfir af hverju Svansvottun er áhrifarík leið í rétta átt í umhverfismálum í byggingariðnaðinum ásamt því að kynna reynslu Jáverk af því að vinna í Svansvottuðu verki, en Jáverk hefur undanfarin misseri verið að vinna að því að byggja nýjan miðbæ á Selfossi sem verður allur Svansvottaður.
Berglind Ósk Ólafsdóttir, verkefnastjóri umhverfismála hjá BYKO, fer yfir hlutverk BYKO sem efnissala og hvaða skref hafa verið stigin í framboði á vistvænu byggingarefni. Einnig fer hún yfir hvernig BYKO sem efnissali getur haft áhrif í virðiskeðjunni á vistvænar vottaðar byggingar.
Dagskrá:
09:00-09:05 Björn Halldórsson,verkefnisstjóri öryggis- og umhverfismála á framkvæmdasviði Landsvirkjunar kynnir faghópinn og stýrir umræðum
09:05-09:20 Sigríður Ósk Bjarnadóttir, byggingarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi VSÓ ráðgjöf
09:20-09:35 Sigrún Melax, gæðastjóri Jáverk
09:35-09:50 Berglind Ósk Ólafsdóttir, verkefnastjóri umhverfismála BYKO
09:50-10:00 Spurningum svarað
Viðburðurinn verður haldinn á TEAMS.