Okkur í faghópi um leiðtogafærni fannst áhugavert að skoða hvað leiðtogar þurfa að hafa í huga í tengslum við sjálfbærni. Hvernig geta leiðtogar tileinkað sér sjálfbæra hugsun og fengið aðra með sér til að þróast í átt að sjálfbærni. Hvaða breytingar eiga leiðtogar að undirbúa sig fyrir varðandi sjálfbærni og hvað geta þeir gert til að fylgja með í þeim breytingum sem eru fyrirsjáanlegar. Við höfum fengið Snjólaugu Ólafsdóttur og Sigurð H. Markússon til að ræða þetta.
Sigurð H. Markússon er nýsköpunarstjóri hjá Landsvirkjun og starfar við ýmis verkefni sem snúa að nýsköpun og viðskiptaþróun á sviði orkumála og sjálfbærni ásamt því að kenna námskeið um sjálfbærni við Háskólan í Reykjavík. Sigurður lauk nýlega meistaranámi í sjálfbærni með áherslu á stjórnun við University of Cambridge.
Dr. Snjólaug Ólafsdóttir er umhverfisverkfræðingur, sjálfbærni markþjálfi og stofnandi Andrýmis sjálfbærniseturs. Andrými er markþjálfunar- og ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í að innleiða sjálfbærni í kjarnastarfsemi, stefnu og menningu fyrirtækja og stofnanna. Snjólaug hefur víðtæka þekkingu og reynslu á sviði sjálfbærni og loftslagsmála og hefur meðal annars markþjálfað leiðtoga í sjálfbærni hjá fyrirtækjum og stofnunum, þjálfað græn teymi og kennt námskeiðið Grænir leiðtogar sem er námskeið fyrir það starfsfólk sem sér um innleiðingu Grænna skrefa.
Fundurinn er haldinn í samstarfi við faghóp um samfélagsábyrgð fyrirtækja.