Nýársfagnaður fyrir stjórnendur faghópa Stjórnvísi

Eins og undanfarin ár býður Stjórnvísi stjórnum faghópa á nýársfagnað og er ætlunin að verðlauna stjórnirnar fyrir gott starf. Á kick off fundi faghópanna í lok ágúst kom fram eindregin ósk um að fá ráð hvernig hægt væri að efla enn frekar stjórnarsamstarf og virkja alla sem sitja í hverri stjórn til starfa. Þórunn M. Óðinsdóttir stjórnunarrágjafi hjá KPMG og formaður stjórnar Stjórnvísi mun leiða örvinnustofu þessu tengt og enn fremur fara yfir hvernig unnið hefur verið úr umbótahugmyndunum sem fram komu á fundinum í ágúst.

Þá munum við fá annan góðan gest Berg Ebba sem ætlar að halda erindi yfir áhrif gagnabyltingarinnar á daglegt líf fólks og þá einkum sjálfsmynd einstaklinga. Hver er stóra saga gagnabyltingarinnar, hver er áferð hennar og hvernig lítur hún út ? Hvað þýða hugtök eins og „Big Data" og hvers vegna öðlast þau vinsældir? Erum við vaxin upp úr því að tala um internetið, hvaða þýðingu hefur hugmyndin um gagnaský og hvaða áhrif hafa allir þessir þættir á sjálfsmynd fólks sem nú vex úr grasi.  Bergur Ebbi er rithöfundur, ljóðskáld og ritgerðarsmiður, með fjölþættan bakgrunn úr heimi lista, viðskipta og blaðamennsku. Meðal umfjöllunarefna í verkum Bergs Ebba er tæknisaga og áhrif hennar á sjálfsmynd fólks, stjórnmál, valdajafnvægi og breytt heimsmynd, tíska og tíðarandi. 

Boðið upp á léttar veitingar og gefst félögum tækifæri til að spjalla saman og eiga góða stund.

Verkefnastjórnun í fyrstu skrefum frumkvöðla

Icelandic Startups er verkefnadrifið fyrirtæki sem fóstrar grasrót íslenskra frumkvöðla. Meginhlutverk fyrirtækisins er að hraða ferlinu frá því að hugmynd kviknar þar til vara er komin á markað auk þess sem það tengir frumkvöðla og sprotafyrirtæki við leiðandi sérfræðinga, fjárfesta og alþjóðleg sprotasamfélög.

Svava Björk Ólafsdóttir MPM starfar sem verkefnastjóri hjá Icelandic Startups og hefur aðstoðað fjölmarga frumkvöðla við að koma hugmyndum sínum til framkvæmda. Hún ætlar að segja frá starfsemi Icelandic Startups og hvaða tæki og tól verkefnastjórnunar hafa reynst vel frumkvöðlateymum við að koma vörum á markað. Fyrirlesturinn er í boði MPM-námsins í samstarfi við MPM-alumni félagið og Stjórnvísi.

Svava Björk er ferðamálafræðingur og útskrifaðist úr MPM-náminu við HR árið 2015. Hún hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Icelandic Startups frá árinu 2014 og hefur meðal annars verkefnastýrt Gullegginu og Startup Tourism. Svava er formaður MPM-alumni félagsins.

Fyrirlesturinn fer fram í stofu M101 í Háskólanum í Reykjavík. Fundarstjóri er Helgi Þór Ingason forstöðumaður MPM-námsins við HR.

Aðgangur er öllum opinn og er gjaldfrjáls.

Nánari upplýsingar um viðburðinn hér

The Eye of Excellence - aukinn árangur í verkefnum með Project Excellence líkani

Project Excellence líkan IPMA (International Project Management Association) hefur verið notað í yfir 20 ár við að meta árangur verkefna sem sækja um Project Excellence verðlaun samtakanna. Líkanið er yfirgripsmikið og leiðbeinandi tól sem fyrirtæki og einstaklingar geta notað til að meta og auka árangur verkefna af öllum stærðargráðum og í gegnum allan líftíma þeirra.

Anna Kristín Kristinsdóttir og Ásta Lára Jónsdóttir framkvæmdu fyrstu akademísku rannsóknina sem gerð hefur verið á líkaninu í lokaverkefni sínu í MPM náminu við Háskólann í Reykjavík. Lokaverkefnið fól í sér rannsókn á líkaninu og beitingu þess með tilviksrannsókn í samstarfi við Landsvirkjun, en líkaninu var beitt á byggingu Þeistareykjavirkjunar.  Niðurstöður voru meðal annars notaðar til að meta líkanið sjálft og þá möguleika sem notkun þess býður uppá.

Þær hafa hlotið ráðgjafaréttindi í notkun líkansins frá Project Forum, sænska Verkefnastjórnunarfélaginu. Á fyrirlestrinum verður farið í undirstöður og uppbyggingu líkansins ásamt því hvernig það getur nýst við stýringu verkefna.

Kynningin er haldin í samstarfi við Verkefnastjórnunarfélag Íslands og þeir sem vilja kynna sér rannsóknina geta gert það hér:

http://hdl.handle.net/1946/28957

#Metoo og hvað svo? Látum verkin tala og gerum vinnustaðina betri.

Stjórnvísi í samstarfi við Nolta stjórnunarráðgjöf bjóða æðstu stjórnendum og stjórnarfólki íslenskra vinnustaða á hugarflugsfund 18.janúar kl. 08.45-12.15 á Hilton, Suðurlandsbraut 2. 

Tilgangur fundarins er að koma saman, eiga gott samtal og svara spurningunni: #Metoo og hvað svo?  Konur hafa stigið fram með hugrökkum hætti og talað um óeðlileg samskiptamynstur og áreitni. 

Nú er komið að vinnustöðum að bregðast við og láta verkin tala.   

Á fundinum verður skipst á skoðunum, leitað svara og hagnýtum hugmyndum safnað saman sem geta aðstoðað okkur við að taka góð skref fram á við til að gera vinnustaðina betri. 

Þetta er tækifæri til að sýna í verki að okkur er alvara, við líðum ekki misgjörðir á vinnustöðum heldur snúum bökum saman til að skapa betra vinnuumhverfi.   

Dagskráin hefst kl. 8.45

Í upphafi eru tvö áhugaverð erindi 15 mín hvort.  Fyrirlesarar eru þau: 

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og ein af upphafskonum #metoo á íslandi

Eyjólfur Árni Rafnsson formaður SA.  

Fundarformið er alþekkt stórfundarfyrirkomulag.

Fyrri umferð hugarflug og flokkun

Seinni umferð dýpkun á umræðunni, forgangsröðun og topp þrjár aðgerðir

Samantekt og lok kl. 12.15 

Allar niðurstöður fundarins verða aðgengilegar á heimasíðu og facebooksíðu Stjórnvísi og facebooksíðu Nolta. 

Eignastjórnun samkvæmt ISO 55000 stöðlunum

Farið yfir ISO 55000 staðlaröðina, grundvallaratriði hennar, stefnu, strategíu og markmiðasetningu sem og samstillingu við aðra staðla fyrir stjórnunarkerfi. Hvað einnkennir þessa staðla og hver er ávinningur af eignastjórnun sem uppfyllir ISO 55000. Einnig er farið yfir þá fjölbreyttu starfsemi sem mögulega þarf að skoða við gerð eignastjórnunarkerfis.

Framsögumaður er Sveinn V. Ólafsson, ráðgjafi hjá Jensen Ráðgjöf.  Sveinn er verkfræðingur að mennt og hefur lengst af starfað hjá Staðlaráði Íslands og Flugmálastjórn Íslands/Samgöngustofu í margvíslegum verkefnum tengdum stjórnunarkerfum, fræðslu, úttektum og flugöryggi. Sveinn hefur kennt fjölda námskeiða hjá Staðlaráði Íslands og innan Flugmálastjórnar Íslands/Samgöngustofu.

 

Markþjálfunardagurinn 2018

Markþjálfunardagurinn 2018

Hvernig nýtist markþjálfun fyrirtækjum?

Stjórnvísi vekur athygli á Markþjálfadeginum 2018 í samstarfi við ICF Iceland félag markþjálfa.

Hvernig geturðu stutt við betri samskipti á vinnustað og eflt starfsfólk fyrir meiri starfsánægju og árangur - hvernig getur það hámarkað árangur og arðsemi í fyrirtækinu þínu?

Fáðu svörin á Hilton Reykjavík Nordica Hótel, 25. janúar n.k. á Markþjálfunardegi ICF Iceland, félags markþjálfa sem einblínir á hvernig markþjálfun nýtist fyrirtækjum. Ráðstefnan hefst kl.13:00 og lýkur með móttöku og léttum veitingum kl.18:00. 

Vekjum athygli á hagstæðum kjörum á fyrirtækjaborðum og kynningarbásum.

Ekki að láta Markþjálfunardaginn 2018 fram hjá þér fara – nýjar hugmyndir og verkfæri fyrir framsækin fyrirtæki.

Miðasala á tix.is

 

Íslenska ánægjuvogin - uppskeruhátíð

Kynning á niðurstöðum mælinga 2017 og afhending viðurkenninga
Föstudaginn 26.janúar 2018, kl. 8:30 -09:45
Grand Hótel - Hvammi- Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Dagskrá
8:30 Fundarsetning
Fundarstjóri er Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi og stjórnarmaður Íslensku ánægjuvogarinnar.   
Dagskrá:
08:30 Kynning á helstu niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2017.
Trausti Haraldsson framkvæmdastjori Zenter kynnir niðurstöður ánægjuvogarinnar 2017, m.a. niðurstöður einstakra fyrirtækja og markaða og breytingar frá fyrri árum.

08:45 Viðurkenningar Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2017veittar.
Afhent verður viðurkenningarskjal til þeirra fyrirtækja sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina á viðkomandi markaði. Einnig verða veittar viðurkenningar til þeirra aðila sem skora hæst í hverjum flokki.

Að kynningu og verðlaunaafhendingu lokinni munu framkvæmdastjórar/forstjórar í tveimur fyrirtækjum, sem hafa staðið sig með ágætum í þjónustu við viðskiptavini segja frá hvernig þessi fyrirtæki vinna með viðskiptavininum og hvernig þau þjálfa starfsmenn þannig að þeir veiti afburðaþjónustu.

Nánari upplýsingar um Íslensku ánægjuvogina: http://www.stjornvisi.is
Skráning fer fram á http://www.stjornvisi.is
Morgunverður kostar 3.000.-kr. og verður skuldfærður á viðkomandi fyrirtæki.  

Þrír ráðgjafar í innkaupum deila reynslusögum og tækifærum í innkaupum fyrirtækja

Þrír ráðgjafar í innkaupum munu fjalla um innkaup frá ólíkum sjónarhornum og gefa þátttakendum hugmyndir að markmiðum fyrir þetta ár.   

 

  • Ben Cleugh hjá Treia ehf. mun deila reynslusögum um hvers vegna samningar virka ekki sem skyldi eða „ Contract Implementation Pitfalls“. Hann mun einnig segja frá því sem ber að varast eftir að samningur er undirritaður og hvernig aðilar geta skapað meira virði með breyttu verklagi.
  • Ellert Guðjónsson hjá Bergvit ehf, mun kynna „Best Value Procurement“ aðferðafræðina sem snýr ferlum og aðferðafræði aðfangaöflunar á haus með því markmiði að auka afköst, bæta nýtingu og lágmarkar áhættuna í verkefnum.
  • Jóhann Jón Ísleifsson hjá Aðfangastýringu ehf. fjalla um hvernig fagleg innkaup geta auka hagnað fyrirtækja, hvaða tækifæri er að finna með því að skoða m.a. Tail spend (eyðslu hala) og fleira.

The Five Behaviors of Cohesive Teams - The Secret Sauce to Success

Opni Háskólinn - stofa M208

No one succeeds alone, however genuine teamwork in most organizations remains elusive. Effective teams accomplish goals, drive results, and move organizations forward.  Building an effective team doesn't just happen - it takes work and an understanding of the basic needs of a team. 

Pam Coffey will share how The Five Behaviors of a Cohesive Team provides teams with the foundation of a healthy, well-functioning team, from trust to accountability to results. She will outline a powerful model and actionable steps that can be used to overcome common hurdles and build cohesive, effective teams.     

Pam is a certified executive coach and experienced consultant with a long career in Human Resources for the U.S. Government. She teaches, mentors and assesses new coaches in the Georgetown University Leadership Coaching Program. Pam is dedicated to working with individuals, teams and organizations to create positive change, improve performance, and achieve desired results. She is accredited in The Five Behaviors of a Cohesive Team program and has coached hundreds of teams to end their struggles and work together effectively and cohesively.   

Ragnhildur Vigfusdottir is a coach from Coach Utbildning Sverige and Bruen (2104 - NLP Master Coach).  She is a certified Daring Way Faciltiator (based on the research of Dr. Brene' Brown). 

Viðburðurinn fer fram að mestu á ensku.

Helstu einkenni stjórnenda hjá bestu þjónustufyrirtækjunum og hvað má læra af þeim?

 Því miður er orðið fullbókað á þennan viðburð. 

 

Flest ef ekki öll fyrirtæki vilja að viðskiptavinir sínir upplifi góða þjónustu. Það eru ýmis tæki og tól sem hægt er að beita en það verður ekki hjá því komist að hafa afar hæfa og góða stjórnendur. 

Í samvinnu við Nova og Expectus er ætlunin að fara yfir það hvað einkennir stjórnendur fyrirtækja sem ná árangri. 

Nova hefur í mörg ár átt ánægðustu viðskiptavini á fjarskiptamarkaði og því verður afar athyglisvert að fá kynningu á því hjá Þuríði Björg yfirmanni einstaklingssviðs hvað einkennir þeirra stjórnendur og stjórnendahætti. 

Með Þuríði ætlar Kristinn Tryggvi hjá Expectus að ræða hverskonar þjálfun og færni þessir stjórnendur ættu að hafa og hvaða faglega nálgun er hægt að taka til að hámarka árangur stjórnendanna. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?