Nýársfagnaður fyrir stjórnendur faghópa Stjórnvísi
Eins og undanfarin ár býður Stjórnvísi stjórnum faghópa á nýársfagnað og er ætlunin að verðlauna stjórnirnar fyrir gott starf. Á kick off fundi faghópanna í lok ágúst kom fram eindregin ósk um að fá ráð hvernig hægt væri að efla enn frekar stjórnarsamstarf og virkja alla sem sitja í hverri stjórn til starfa. Þórunn M. Óðinsdóttir stjórnunarrágjafi hjá KPMG og formaður stjórnar Stjórnvísi mun leiða örvinnustofu þessu tengt og enn fremur fara yfir hvernig unnið hefur verið úr umbótahugmyndunum sem fram komu á fundinum í ágúst.
Þá munum við fá annan góðan gest Berg Ebba sem ætlar að halda erindi yfir áhrif gagnabyltingarinnar á daglegt líf fólks og þá einkum sjálfsmynd einstaklinga. Hver er stóra saga gagnabyltingarinnar, hver er áferð hennar og hvernig lítur hún út ? Hvað þýða hugtök eins og „Big Data" og hvers vegna öðlast þau vinsældir? Erum við vaxin upp úr því að tala um internetið, hvaða þýðingu hefur hugmyndin um gagnaský og hvaða áhrif hafa allir þessir þættir á sjálfsmynd fólks sem nú vex úr grasi. Bergur Ebbi er rithöfundur, ljóðskáld og ritgerðarsmiður, með fjölþættan bakgrunn úr heimi lista, viðskipta og blaðamennsku. Meðal umfjöllunarefna í verkum Bergs Ebba er tæknisaga og áhrif hennar á sjálfsmynd fólks, stjórnmál, valdajafnvægi og breytt heimsmynd, tíska og tíðarandi.
Boðið upp á léttar veitingar og gefst félögum tækifæri til að spjalla saman og eiga góða stund.