Verkefnastjórnunarfélag Íslands Engjateigur 9
Verkefnastjórnun,
Project Excellence líkan IPMA (International Project Management Association) hefur verið notað í yfir 20 ár við að meta árangur verkefna sem sækja um Project Excellence verðlaun samtakanna. Líkanið er yfirgripsmikið og leiðbeinandi tól sem fyrirtæki og einstaklingar geta notað til að meta og auka árangur verkefna af öllum stærðargráðum og í gegnum allan líftíma þeirra.
Anna Kristín Kristinsdóttir og Ásta Lára Jónsdóttir framkvæmdu fyrstu akademísku rannsóknina sem gerð hefur verið á líkaninu í lokaverkefni sínu í MPM náminu við Háskólann í Reykjavík. Lokaverkefnið fól í sér rannsókn á líkaninu og beitingu þess með tilviksrannsókn í samstarfi við Landsvirkjun, en líkaninu var beitt á byggingu Þeistareykjavirkjunar. Niðurstöður voru meðal annars notaðar til að meta líkanið sjálft og þá möguleika sem notkun þess býður uppá.
Þær hafa hlotið ráðgjafaréttindi í notkun líkansins frá Project Forum, sænska Verkefnastjórnunarfélaginu. Á fyrirlestrinum verður farið í undirstöður og uppbyggingu líkansins ásamt því hvernig það getur nýst við stýringu verkefna.
Kynningin er haldin í samstarfi við Verkefnastjórnunarfélag Íslands og þeir sem vilja kynna sér rannsóknina geta gert það hér: