Verkefnastjórnun í fyrstu skrefum frumkvöðla

Icelandic Startups er verkefnadrifið fyrirtæki sem fóstrar grasrót íslenskra frumkvöðla. Meginhlutverk fyrirtækisins er að hraða ferlinu frá því að hugmynd kviknar þar til vara er komin á markað auk þess sem það tengir frumkvöðla og sprotafyrirtæki við leiðandi sérfræðinga, fjárfesta og alþjóðleg sprotasamfélög.

Svava Björk Ólafsdóttir MPM starfar sem verkefnastjóri hjá Icelandic Startups og hefur aðstoðað fjölmarga frumkvöðla við að koma hugmyndum sínum til framkvæmda. Hún ætlar að segja frá starfsemi Icelandic Startups og hvaða tæki og tól verkefnastjórnunar hafa reynst vel frumkvöðlateymum við að koma vörum á markað. Fyrirlesturinn er í boði MPM-námsins í samstarfi við MPM-alumni félagið og Stjórnvísi.

Svava Björk er ferðamálafræðingur og útskrifaðist úr MPM-náminu við HR árið 2015. Hún hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Icelandic Startups frá árinu 2014 og hefur meðal annars verkefnastýrt Gullegginu og Startup Tourism. Svava er formaður MPM-alumni félagsins.

Fyrirlesturinn fer fram í stofu M101 í Háskólanum í Reykjavík. Fundarstjóri er Helgi Þór Ingason forstöðumaður MPM-námsins við HR.

Aðgangur er öllum opinn og er gjaldfrjáls.

Nánari upplýsingar um viðburðinn hér

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Verkefnastjórnun í fyrstu skrefum frumkvöðla

Í morgun hélt faghópur um verkefnastjórnun fund í HR í samstarfi við MPM námið.  Fyrirlesarinn var Svava Björk Ólafsdóttir frá Icelandic Startups sem er verkefnadrifið fyrirtæki sem fóstrar grasrót íslenskra frumkvöðla. Meginhlutverk fyrirtækisins er að hraða ferlinu frá því að hugmynd kviknar þar til vara er komin á markað auk þess sem það tengir frumkvöðla og sprotafyrirtæki við leiðandi sérfræðinga, fjárfesta og alþjóðleg sprotasamfélög. 

Svava Björk Ólafsdóttir MPM starfar sem verkefnastjóri hjá Icelandic Startups og hefur aðstoðað fjölmarga frumkvöðla við að koma hugmyndum sínum til framkvæmda. Hún sagði frá starfsemi Icelandic Startups og hvaða tæki og tól verkefnastjórnunar hafa reynst vel frumkvöðlateymum við að koma vörum á markað.  Svava Björk er ferðamálafræðingur og útskrifaðist úr MPM-náminu við HR árið 2015. Hún hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Icelandic Startups frá árinu 2014 og hefur meðal annars verkefnastýrt Gullegginu og Startup Tourism. Svava er formaður MPM-alumni félagsins.

Svava Björk hóf erindi sitt á að segja frá Icelandic Startups.  Forsaga þess er að Klak og Innovit sameinuðust og er Icelandic Startups í eigu HR, HÍ, SI, Nýsköpunarsjóðs og Origo.  Með aðstoð fyrirtækja í atvinnulífinu býður Icelandic Startups frumkvöðlum að koma viðskiptahugmyndum í framkvæmd með skjótvirkum hætti.  Einnig er markmið að tengja frumkvöðla við hvorn annan og við fjárfesta.  Allt er mjög verkefnadrifið. Icelandic Startups er með Gulleggið þar sem 10 aðilar keppa um peningaverðlaun, Startup Tourism, Startup Reykjavík og Investors on the Rocks. 

En hverjar eru áskoranir frumkvöðla:  Skúffuhugmyndir, tala ekki um hugmyndina, hræðsla við að mistakast, hræðsla við að vera berskjaldaður og dæmdur, hugsa ekki nægilega stórt og ekki vilji til að stofna teymi og deila hugmyndinni/vinnunni.  En hvað gerist á ferðalaginu. 1.Þú verður var við vandamál eða þörf sem ekki er verið að uppfylla 2. Hverjir eiga þetta vandamál? 3. Staðfesting á að þú ert með vöru 4. Þú býrð til MVP eða frumgerð 5. Prófar og færð endurgjöf 6. Heldur áfram að prófa 7. Færð inn fyrstu viðskiptavinina 8. Mótar viðskiptamódelið 9. Byggir upp viðskiptahóp 10. Þróar lokaafurð. 

Einkenni þessarar vegferðar er að verið er að nota endurgjöf frá viðskiptavini á meðan þú ert að þróa.  Leit að viðskiptamódeli er það sem öll startup fyrirtæki eiga sameiginlegt.  Hvernig ætlum við að gera þetta?  Þegar búið er að ákveða viðskiptamódel þá er fyrirtækið ekki lengur startup.  Þetta ferli frá því þú byrjar og þar til þú hefur rekstur er eins og verkefni þess vegna passa tól verkefnastjórnunar einkar vel við.  

En af hverju ná svo fá Startup árangri?  Fyrst og fremst er það teymið, þ.e. A hugmynd en B teymi.  Önnur ástæða er að 42% falla vegna þess að það er ekki þörf fyrir vöruna, 29% fá ekki fjárfestingu 23% eru ekki með rétta teymið og 19% deyja út af samkeppni.  Áskoranir frumvöðla er í rauninni að það vantar alltaf fjármagn.  Staðfesting felst svo mikið í að það séu viðskiptavinir að prófa vöruna.  Markaðsgreining er gríðarlega mikilvæg þ.e. eru til viðskiptavinir fyrir hugmyndina.  Teymið er það allra mikilvægasta.  Tengslanet er líka mjög gott á Íslandi og auðvelt að tala við reynslumikið fólk. 

Svava fór yfir áskoranir frumkvöðla á fyrstu skrefunum, hvernig geta tól og tæki verkefnastjórnunar komið til bjargar?  Stöðugreining:  greining á vandamáli/þörf og greining á núverandi markaði.  Samtal við þann sem á vandamálið/endurgjöf viðskiptavina.  Það er gríðarlega mikilvægt að vera viss um að fyrirtæki vilji kaupa lausnina þína.  Hver er staðan í dag?  Hvert er vandamálið eða þörfin? Hvað ætlar teymið að gera til að leysa vandamálið?  En stundum er umfang hugmyndar ekki nægileg vel skilgreint.  Hver er varan okkar?  Hvað erum við að búa til?  Hvað erum við ekki að fara að búa til?  Oft setja frumkvöðlar sér ekki nægilega skýr markmið.  Sem frumkvöðull hvað ertu að búa til, hvernig og hvers vegna (Simon Sinek: How great leaders inspire action /TED Talk/Ted.com.) Hver er draumur stofnenda?  Gott er að stofnendur úrskýri hver fyrir sig hver er þeirra draumur til þess að allir séu með sömu sýn.  OKR´s (objectives and key results) markmið og árangurs mælikvarðar.  Þegar búið er að setja sér markmið eru settir árangursmælikvarðar.  Allir verða að setja sér t.d. hjá Google mælanleg markmið sem eru krefjandi.  Síðan tengist þetta allt.  Hvað erum við að fara að gera og hvernig.  En þá er það teymið.  Hvernig eru samskipti teymisins?  Mikilvægt er að taka stöðufundi reglulega. Ákveða þarf hvar á að tala saman, er það á Slack eða Facebook?  Verkefnaskipting er líka mikilvæg.  Mikilvægt er líka að gera áhættugreiningu.  Teymið er yfirleitt stærsti áhættuþátturinn. Skoða líka hvað getur farið úrskeiðis?  Ósætti?  Hverjar eru afleiðingarnar?

Trello býður upp á ótrúlega marga möguleika. Mjög mikilvægt er að geta kynnt vöruna sína, eiga góð mannleg samskipti og læra að „pitcha“  mikilvægt er að vera einlægur og sannur.    

 

Eldri viðburðir

Sjálfsvitund stjórnenda

Click here to join the meeting

Sóley Ragnarsdóttir kemur og kynnir niðurstöður lokaritgerðar sinnar um Sjálfsvitund stjórnenda. Umfjöllun um sjálfsvitund stjórnenda er fremur ný af nálinni í stjórnendafræðum en lengi hefur verið fjallað um mikilvægi tilfinningagreindar stjórnenda. 

Í ritgerðinni er rakið hvers vegna sjálfsvitund stjórnenda er sérlega mikilvæg fyrir vinnustaði sem og stjórnendurna sjálfa. Farið er yfir hversu mikil áhrif stjórnendur hafa á starfsmenn sína, bæði verkefnalega séð sem og tilfinningalega og það kemur fram að í raun hafa stjórnendur miklu meiri áhrif á starfsfólk en oft hefur verið talið. Þess vegna skiptir framkoma og hugarheimur stjórnenda svo gríðarlegu miklu máli, þ.e. sjálfsvitund þeirra. Það sem ritgerðin snýst um í grunninn er að því meiri sjálfsvitund sem stjórnandi hefur því meiri ánægja er hjá starfsmönnum hans sem leiðir til betri frammistöðu þeirra. Þetta samþættast svo í betri árangri fyrir vinnustaðinn. Það er því til alls að vinna að gera stjórnendur meðvitaða um betri sjálfsvitund.

Í ritgerðinni er gerð grein fyrir niðurstöðu könnunar sem gerð var meðal stjórnenda á Íslandi en þar kemur meðal annars fram að flestir stjórnendur telja sig hafa góða sjálfsvitund . Hins vegar er fjallað um það í umræðukafla hvers vegna ástæða er til að draga það sjálfsmat að einhverju leyti í efa. Bent er á umfangsmikla rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum þar sem fram kom að 95% fólks telja sig hafa góða sjálfsvitund en að raunin sé sú að einungis 12-15% hafi raunverulega góða sjálfsvitund. Það er því raunverulega ástæða til að efla frekar þekkingu á sjálfsvitund.

Um fyrirlesara: 

Sóley er lögfræðingur í grunninn og fór svo í mastersnám í verkefnastjórnun hjá Háskóla Íslands þaðan sem hún útskrifaðist sl. vor með MSc gráðu. Í náminu lagði hún sérstaka áherslu á mannauðs- og stjórnendafræði sem leiddu til skrifa um sjálfsvitund stjórnenda.  

Sóley starfar nú sem deildarstjóri á skrifstofu forstjóra hjá Lyfjastofnun. 

Að ná árangri í breytingum - tvö ólík en spennandi sjónarmið

Click here to join the meeting

Dagskrá:

09:00 – 09:05  Bryndís Pjetursdóttir, stjórnarmeðlimur faghóps um breytingastjórnun kynnir faghópinn og stýrir fundinum

09:05 – 09:20  Ágúst Kristján Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi hjá Viti ráðgjöf, segir frá leit sinni að breytunni þ.e. leit hans að lyklinum að árangri í breytingum og lærdómi sem hefur hlotist á 20 ára starfsferli. Hugleiðingar hans eru einfaldar en á sama tíma praktískar og hugvekjandi.

09:20 – 09:50  Brynjar Már Karlsson, forstöðumaður Project Delivery Center hjá Icelandair, segir frá hvernig breyttar áherslur í verkefnastjórnun hefur haft gríðarleg áhrif á árangur og niðurstöður verkefna hjá fyrirtækinu. Hann veitir innsýn í hvernig skipulag, forgangsröðun og aðhald í verkefnum fer fram við innleiðingu þverfaglegra breytinga hjá Icelandair.

09:50 – 10:00  Umræður og spurningar

Viðburði frestað: Verkefni og vöxtur

Því miður þarf að fresta þessum viðburði sem verður aftur á dagskrá seinna.  Áslaug Ármannsdóttir Markþjálfi fjallar um það hvernig markþjálfun getur ýtt undir persónulegan vöxt og aukið seiglu starfsmanna í stjórnun verkefna. 

FUNDI FRESTAÐ: Post-pandemic, what is the blueprint for successful agile leadership in our new hybrid normal?

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna er þessum viðburði frestað. 

Just over one year on from start of the global pandemic, what are the lessons learned for agile professionals? This presentation takes a critical look at the practice of agile project management; its pre-pandemic strengths and weaknesses, and the blueprint for Agile 4.0 which is emerging as we enter a new hybrid team and organisational reality. How far will distance be an enabler and disabler for agile performance? What will hybrid leadership look and feel like in practice?

In this presentation, Bob Dignen, an international leadership coach, and Jaroslaw Walaszek, Head of IT at Ringier Axel Springer in Poland, go head to head to explore the lessons we need to learn from the pandemic experience and the opportunities for both leadership and agile practice to evolve to meet the demands of a hybrid future.

Bob Dignen, international leadership coach, International Leadership Performance (UK)

Jaroslaw Walaszek, Head of IT, Ringier Axel Springer (Poland)

Aðalfundur faghóps um verkefnastjórnun (fjarfundur)

Tengill á aðalfund

Stjórn faghóps um verkefnastjórnun boðar hér til aðalfundar fyrir starfsárið 2021-2022.  Farið verður yfir ýmis málefni er varðar faghópinn ásamt því að kjósa nýja stjórn og formann. 

Dagskrá fundar:

  • Kynning á faghópnum    
  • Samantekt á starfi vetrarins
  • Kosning formanns og stjórnar 
  • Næsta starfsár faghópsins
  • Önnur mál 

Þeir sem hafa áhuga á að taka að sér formennsku stjórnar eða fara í stjórn geta haft samband við Önnu Kristínu Kristinsdóttur, formann stjórnar faghópsins, í gegnum netfang annakk86@gmail.com eða í síma 692-5252.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?